Samvinnan - 01.04.1977, Page 15
sér skynsamlega grein fyrir al-
heiminum og stöðu sinni i hon-
um. Loks komust menn svo á
hið raunhæfa stig. Þeim tókst
að ná valdi á lífi sinu og um-
hverfi og losna endanlega und-
an valdi rangra hugmynda.
Comte taldi, að lýsingar vís-
indanna á fyrirbærum náttúr-
unnar skýrðu föst sambönd
þeirra og náttúrulögmálin væru
ekkert nema þessi sambönd.
Hann sagði að félagsfræðin
ætti að fást við slík sambönd
í þjóðfélaginu og öllum sam-
skiptum manna, og óhugsandi
væri að skýra félagslega hluti
öðru vísi en með öðrum félags-
legum fyrirbærum. Hann boð-
aði það markmið hinnar nýju
fræðigreinar, að hún skyldi
finna lögmál um þjóðfélagið á
sama hátt og náttúruvísindin
á sínu sviði.
Sá, sem hvað ötullegast
vann að því, að þoka félags-
vísindunum í átt að þessu
markmiði var Emile Durkheim.
Hann taldi að félagsvísindin
yrðu að eiga sér i senn ákveðna
aðferðafræði og ákveðið við-
fang, sem væri óumdeilanlega
þeirra einna.
Emile Durkheim fæddist
hinn 15. apríl 1858 í bænum
Epinal í Voges-héraði i Lor-
raine. Faðir hans var rabbi og
svo höfðu forfeður hans verið
mann fram af manni. Durk-
heim ólst því upp í samheldnu
samfélagi rétttrúaðra Gyðinga
og honum var ætlað að verða
rabbí eins og afar hans höfðu
verið. Þegar á reyndi kaus
hann þó heldur að ganga aðra
braut.
Foreldrar Durkheim voru fá-
tækir, enda hafði faðir hans
lág laun hjá söfnuðinum. Til
að drýgja tekjurnar rak móð-
ir hans svolitla hannyrðaversl-
un.
Durkheim hefur lýst því hve
sterklega umhverfið mótaði
hann á uppvaxtarárunum. Líf-
ið í þessu samfélagi einkennd-
ist af sterkum tengslum ein-
angraðra og trúaðra manna.
„Þetta var mikilvægt meðal
Gyðinga, sem hafa orðið að
þola almenna andúð öldum
saman.“ Hann lýsir þessu sam-
félagi sem fámennu, þéttriðnu
samfélagi manna, er ekki gátu
haft frjálsleg samskipti við þá
sem í kringum bjuggu og voru
af annarri trú. Gyðingarnir
voru haldnir djúpstæðri sjálfs-
vitund og einingartilfinningu.
Lif hvers og eins var undir
föstum reglum og nákvæmum,
og hver og einn haf ði lítið svig-
rúm til þess að nota eigin dóm-
greind.
Þegar Durkheim var 12 ára
hertóku Prússar Epinal og
hugsanlegt er, að þá hafi hann
orðið var við Gyðingaofsóknir.
Ósigur Frakka í styrjöldinni
1870 fyllti hann sterkri þjóð-
ernistilfinningu og löngun til
þess að vinna að endurnýjun
og endurfæðingu Frakklands.
Vafalaust hafa þessir at-
burðir haft mikil áhrif á skoð-
anir Durkheims á þvi hvernig
heil þjóð getur fundið sjálf-
krafa til á sama hátt. Hið
gyðinglega uppeldi i einangr-
uðu og samstæðu samfélagi
hefur einnig mótað hugmynd-
ir hans um mikilvægi samfé-
lagsins fyrir allt tilfinninga-
líf einstaklingsins.
Durkheim hafnaði eins og
áður sagði að gerast rabbí, en
fór í þess stað til Parísar og
lagði stund á heimspeki og varð
kennari i þeirri grein við ýmsa
menntaskóla. Hann ákvað
brátt að skrifa doktorsritgerð
um samband einstaklings-
hyggju og sósíalisma. Þetta
efni var að sjálfsögðu á sviði
félagsfræði. Sú grein var ekki
hátt skrifuð i Frakklandi um
þessar mundir. Aguste Comte
og lærisveinar hans höfðu gert
úr henni trúarbrögð, og á
fræðisviðinu fékkst hún ein-
ungis við heimspekilegar al-
hæfingar. Durkheim vildi
hverfa frá skýrgreiningum á
kenningum til raunveruleikans.
í ritgerð sinni vildi hann fjalla
um tengsl einstaklingsins og
þjóðfélagsins, og sambandið á
milli persónuleika einstaklings-
ins og einingar þjóðfélagsins.
Hann var þá þegar upptekinn
af vangaveltum um það hvern-
ig þjóðfélag loðir saman; hvað
það er, sem veldur því, að fjöl-
mennir og dreifðir hópar á
mismunandi stigi menningar
og efnahags geta myndað þjóð-
félag. Og hann taldi að lausn
þessa vandamáls yrði aðeins
leyst á vettvangi hinnar nýju
vísindagreinar, — félagsfræð-
innar. í ritgerð um þátt Mon-
tesquieu i mótun þjóðfélags-
fræðinnar segir Durkheim:
„Engu varð þokað áieiðis fyrr
en staðfest var að lögmál þjóð-
félagsins eru i engu frábrugð-
in þeim, sem stjórna náttúr-
unni, og þær aðferðir, sem not-
aðar eru til að uppgötva þau
eru í engu frábrugðin þeim,
sem notaðar eru í öðrum vís-
indum. Þetta var framlag
Auguste Comte“. Hann segir
ennfremur: „Takmark vort er
að láta visindalega skynsemi-
hyggju ná yfir mannlega hegð-
un með því að sýna fram á, að
hún er háð tengslum orsaka
og afleiðinga, og þessi tengsl
má með aðferðum skynseminn-
ar gera að starfsreglum í fram-
tiðinni“. Durkheim taldi, að
vísindaleg aðferð á sviði fé-
lagsvísinda tryggði, að unnt
væri að rekja orsakir og af-
leiðingu mannlegrar hegðunar,
og þar af leiddi, að unnt ætti
að vera að segja fyrir um fram-
tiðar atferli. í formálanum
fyrir doktorsritgerð sinni um
vinnuskiptinguna i þjóðfélag-
inu (De la division de la travail
social) segir hann: „Rannsókn-
ir væru einskis virði, ef vér
teldum að þær hefðu einungis
fræðilegt gildi. Ef vér reynum
að skilja fræðileg viðfangsefni
frá hinum hagnýtu, þá er það
ekki gert vegna þess að vér
viljum vanrækja þau síðar-
nefndu, heldur miklu fremur
til að gera oss fært að leysa
þau“. Durkheim þráði að finna
rannsóknum sinum tilgang og
gera niðurstöður vísindalegrar
aðferðar hagnýtar, og hann
taldi þá og ætíð síðan að verk-
efni félagsvísindanna, og þá
einkum rannsóknir á vísinda-
legri siðfræði, væri að finna
grundvöll athafna. Félagsfræð-
in varð að eignast aðferð og
viðfang. Fyrst af öllu varð að
afmarka svið hennar. Þjóð-
félagið var eins og hvert ann-
að rannsóknarviðfang, félags-
leg fyrirbæri voru raunveruleg,
orsakabundin og verkandi
kraftar. Durkheim hafnaði
skoðun hinnar klassísku hag-
fræði á „hinum almenna
manni“, slíkt væri einföldun,
sem ekki ætti sér neina stoð í
veruleikanum. Hann sagði, að
maðurinn væri til í tíma og
rúmi, hann ætti sér fjölskyldu,
borg, þjóð, trú, pólitíska skoð-
un, og þessir hlutir og margir
aðrir blandast og tengjast á
þúsund vegu, víxlast og spila
saman svo ógerlegt er í fljótu
Durkheim þreyttist
aldrei á að predika, að
einstaklingurinn sem
slíkur sé fæddur af
samfélaginu, en ekki
samfélagið
af einstaklingnum.
15