Samvinnan - 01.04.1977, Qupperneq 16
Durkheim og
vísindaleg
félagsfræði
Hvernig loðir þjóð-
félagið saman? Hvað
er það sem veldur
því, að fjölmennir og
dreifðir hópar á
mismunandi stigi
menningar og efna-
hag geta myndað
þjóðfélag?
bragði að sjá hvar einn byrjar
og annar endar. Það mun
kosta langan tíma og ítarlegar
rannsóknir áður en hægt er að
meta gildi og mikilvægi hvers
þessara þátta fyrir sig. Sam-
félag er ekki hægt að líta á
sem samansafn einstaklinga
eingöngu. Það er eins raun-
verulegt og lifandi likami, en
auðvitað getur það ekki verið
til án einstaklinganna. Heildin
er annað og meira en þeir part-
ar sem hún samanstendur af,
en án þessara parta er hún
ekki til. Að dómi Durkheims
var það hið mikla afrek Comte
að hafa gefið félagsvísindun-
um „hlutstæðan veruleika til
að rannsaka". Þessi veruleiki
var samfélagsheildin, óháð eig-
inleikum hvers einstaklings
sem mynda þessa heild. Félags-
verundin á sitt eigið eðli og
lögmál. Fyrirbæri hennar eiga
rót í huga einstaklingsins, en
samfélagið er ekki stækkuð í-
mynd einstaklings heldur sjálf-
stæður veruleiki.
Út frá þessum hugmyndum
hóf svo Durkheim rannsóknir
sínar á þjóðfélaginu og í áður-
nefndri doktorsritgerð leitast
hann við að finna hvaða sam-
band er milli einstaklings og
samfélags. Hann spyr beint út:
„Hvernig gerist það, að fjöldi
einstaklinga getur myndað
samfélag, hvernig ná þeir sam-
eiginlegri niðurstöðu um að
vinna saman?“ Svar hans er
að um tvenns konar einingu
sé að ræða: vélræna einingu
annars vegar, hins vegar líf-
ræna einingu. Dæmi um vél-
ræna einingu fann hann í
ýmsum einföldum, frumstæð-
um þjóðfélögum. Þar er mun-
ur á einstaklingum lítill, þarf-
ir allra eru svipaðar, langanir
lítt frábrugðnar. Gildi eru fast-
ákveðin og viðhorf til samfé-
lagsins lík. Þjóðfélagið helst
saman vegna þess hve einstakl-
ingarnir eru líkir, verkaskipt-
ingin lítil og samfélagið sjálfu
sér nægt.
Hið lifræna samfélag ein-
kennist af mikilli fjölbreytni,
víðtækri verkaskiptingu, mis-
muni á einstaklingum og hóp-
um. Þessi margbreytni og
sundurleitu sjónarmið, langan-
ir og gildi veldur því, að menn
verða að komast að samkomu-
lagi um lög og reglur, stjórn og
eftirlit. Hin mikla verkaskipt-
ing veldur því, að menn verða
háðir hver öðrum á allt ann-
an hátt en í hinum vélrænu
samfélögum, þar sem einstakl-
ingarnir hafa fábreytilegar
þarfir og geta sjálfir fullnægt
þeim að vissu marki. í þessu
verki koma fram hugmyndir
Durkheim um það sem kalla
mætti samvitund heildarinnar
(conscience collectif) og hefur
þegar verið gerð nokkur grein
fyrir i hverju hún er fólgin.
Þessi tilgáta Durkheim geng-
ur eins og rauður þráður gegn-
um verk hans. Hann þreytist
aldrei á að predika, að ein-
staklingurinn sem slíkur sé
fæddur af samfélagmu en ekki
samfélagið af einstaklingnum.
í riti því sem hann gaf út
skömmu eftir, að doktorsrit-
gerð hans um atvinnuskipting-
una i þjóðfélaginu birtist, fjall-
ar Durkheim um aðferðafræði
þá, sem hann beitir við úrlausn
viðfangsefna félagsfræðinnar.
Hann segir þar, að félagsleg
fyrirbæri verði ekki skýrð
nema í ljósi annarra félags-
legra fyrirbæra. Það þýðir
raunverulega ekki annað en
það, að hann hafnar þeirri
skoðun, að unnt sé að rekja
félagsleg fyrirbæri til sálrænna
þátta meðal einstaklinga
þeirra, sem þjóðfélagið saman-
stendur af. Hann vísar því líka
á bug, að aðferðir náttúrufræði
eða hreinna vísinda komi að
gagni við úrlausn félagslegra
viðfangsefna. Féiagsfræðin
verður að eiga sér eigin aðferð-
ir, og þá fyrst sé hægt að finna
lögmál þau, sem samfélagið
hlitir. Rannsóknarefni félags-
fræðinga eru félagslegar
staðreyndir (fait social). Hann
greinir á milli félagslegra fyr-
irbæra og félagslegra stað-
reynda. Hið fyrrnefnda er sam-
eiginlegt tilteknum hópum og
getur verið einstaklingsbundið.
Félagslegar staðreyndir hins
vegar eru almennar innan
hópa en aldrei einstaklings-
bundnar. Þessi skilgreining er
langt frá því að vera fullnægj-
andi, og oft virðist Durkheim
eiga i nokkrum erfiðleikum
með að halda þessu tvennu
skýrt aðgreindu. Um félags-
legar staðreyndir segir Durk-
heim i aðferðafræði sinni, að
þær séu athafnir, hugsanir, til-
finningar, sem eiga upphaf
utan einstaklingsins, hafi áhrif
á hann, þvingi hann þannig,
að hann losni aldrei undan á-
hrifavaldi þeirra. Stöðugt eru
að verki félagsleg öfl, sem ráða
miklu um viðbrögð, hugsanir,
tilfinningar hvers og eins. í
uppeldinu er börnum kennt að
sjá og heyra, — þau skynja
veröldina á þann hátt sem
þeim er kynnt hún. Menning-
in er sú deigla, sem bræðir
saman þá reynslu, sem hverj-
um og einum er unnt að öðlast.
Menn vita lítið um þessi öfl,
og oft á tíðum greina þeir ekki
á milli þess, sem er þeim með-
vitað og þess sem þeir halda
að þeir geri af frjálsum vilja.
Félagskraftarnir virka stöðugt,
og þessa krafta á félagsfræð-
ingurinn að rannsaka, greina,
óg hafa stjórn á!
Rannsókn á þessum félags-
legu staðreyndum er ýmsum
erfiðleikum háð. Fyrst og
fremst er við þann eilifa
vanda félagsvísindanna að
striða, að viðfangsefnið og
rannsóknarefnið er eitt og hið
sama. Þá er mismunurinn á
þjóðfélögum harla mikill, og ó-
víst hvort hægt er að bera
saman óskyld samfélög nema
að litlu leyti. Til að komast
fram hjá þessum skerjum verð-
ur að beita mjög strangri vis-
indalegri aðferð við að skil-
greina hinar félagslegu sta'o-
reyndir, sem rannsaka skai
hverju sinni. Þær verða aö
hafa sameiginleg og tiltekin
ytri einkenni, og öll þau fyrir-
bæri, sem svara til skilgrein-
ingarinnar verður að taka með
i rannsóknina. Með hliðsjón aí
þvi, að tilraunir eru ekki fram-
kvæmanlegar í félagsfræði á
svipaðan hátt og t. d. í eðlis-
fræði og efnafræði, þá verður
að afmarka hinar félagslegu
staðreyndir það nákvæmlega,
að hægt sé að flokka þær af
mikilli nákvæmni. Félagsfræð-
in er rannsókn á tengslum við-
burða, sögulegra eða yfir-
standandi. Durkheim segir:
„Félagsfræðin er vísindin um
þau lögmál, sem gilda um inn-
viði, gerð, hópa i samfélagi og
samskipti þeirra. Hún fjallar
um innri þróun hópanna og
samskipti þeirra." Hann hafn-
aði því, að gera þyrfti tilraun-
ir til þess að skilja félagsleg
fyrirbæri og félagslegar stað-
reyndir. Til að skilja þær og
skýra er nóg að einangra þær
og skilgreina. Félagslegar stað-
reyndir verður að fara með
eins og hverja aðra hluti, ekki
sem hugtök. Einungis á þann
hátt er unnt að flokka þær af
nákvæmni og skilja þær.
Durkheim lét ekki við það
sitja að setja fram nákvæmar
reglur, heldur hóf hann ötult
starf að því að rannsaka fé-
lagslegar staðreyndir. Hann
valdi ekki viðfangsefni sitt út
í bláinn. Til að sýna gagnsemi
kenninga sinna tók hann sér
fyrir hendur að skýra fyrir-