Samvinnan - 01.04.1977, Qupperneq 17
bæri, sem flestir mundu í fljótu
bragði telja sérlega einstakl-
ingsbundið og óháð samvitund
þjóðar eða hóps. Durkheim
rannsakaði og birti niðurstöð-
ur sínar um þetta efni í riti
sem nú er sígilt orðið: Sjálfs-
morðið. í þessu merkilega verki
er að finna lýsandi dæmi um
vísindalega hæfni og hug-
mvndaauðgi Durkheim.
Langt mál mætti rita um
þetta verk og þýðingu þess fyr-
ir allar félagsfræðirannsóknir
tuttugustu aldarinnar. Hér
verður þó aðeins getið örfárra
atriða, sem sýna hvernig Durk-
heim beitir aðferð sinni.
Fyrsta verk Durkheim er að
afmarka hvað í fyrirbærinu
sjálfsmorð felst. Hann flokkar
niður aðferðir þær, sem menn
hafa við að svipta sig lífinu og
kemst að þeirri niðurstöðu, að
þær hafa ekki áhrif á aðal-
atriðið, sem er að viðkomandi
einstaklingur fyrirfer sér. Til
að fá upplýsingar um sjálfs-
morð leitar Durkheim i opin-
berar skýrslur um þau. Raðar
síðan niður sjálfsmorðum eftir
aldri, kyni, starfi, búsetu, trú-
arbrögðum o. s. frv. Síðan at-
hugar hann sveiflur á sjálfs-
morðum innan þessara flokka
hvers fyrir sig. Að þessu loknu
hefur hann i höndum þá fé-
lagslegu staðreynd sem er sú
að sjálfsmorð er ekki einstakl-
ingsbundin athöfn heldur fé-
lagsleg!
Á hverju byggir Durkheim
þessa fullyrðingu? Á því, að
til sé í hverju samfélagi ákveð-
inn fjöldi af fólki, sem fremji
sjálfsmorð, og þessi fjöldi á-
kvarðist af öflum, sem eru
samfélagsleg, en ekki einstakl-
ingsbundin. Með öðrum orðum:
fólk fremur sjálfsmorð vegna
þess að það er félagslegt afl,
sem viðurkennir sjálfsmorð,
hvetur til þess, gerir ráð fyrir
því. Mismunandi sjálfsmorðs-
tíðni eftir löndum, aldri, kyn-
ferði, hjúskaparstöðu o. s. frv.
er til vitnis um að félagsleg öfl
séu að verki. Durkheim taldi
ennfremur, að hægt væri að
flokka tegundir sjálfsmorða
niður eftir samfélagsgerð, trú-
arbrögðum og stétt.
Hér hefur mjög stuttlega
verið sagt frá nokkrum megin-
atriðum félagsfræðikenninga
Durkheim. í annarri grein mun
ég segja nánar frá kenningum
hans og rannsóknum á því,
sem hann kallar heilbrigt og
sjúkt þjóðfélag, og hvernig
hann leitar uppruna trúar-
bragða í samfélaginu sjálfu en
ekki utan þess.
1
Marsmorgunn í Reykjavík
Á sjöunda tímanum
loga Ijós
í kapellunni í Landakotsspítala.
Þar er útlend systir að biðjast fyrir
á máli sem aðeins Guð skilur.
Himinninn er farinn að lýsast í austri.
Það er logn og fjögurra stiga frost.
Turn Hallgrímskirkju gnæfir yfir hús og fjöll
með lýsandi krossi.
í fáum húsum er Ijós,
fáir eru á ferli
og fátt um bíla
líkt og á hvíldardegi.
En það varir ekki lengi.
Þegar sólin rís upp
rétt fyrir hálf níu
er borgin vöknuð
og krossinn á Hallgrímskirkju
sýnist fjarlægur
vegna birtunnar.
Frá Landakotsspítala ekur svartur bíll
með einhvern sem ekki mun fá að sjá
þennan fagra dag.
Jóhann Hjálmarsson