Samvinnan - 01.04.1977, Síða 19
Kannski ekkert skipti hann máli annað
en þessi hestur, og að vera til og lifa væri einungis
fólgið í gangi hans og tilþrifum . . .
þar heima og hefur skúrað og þvegið og
tekið til í bænum. Hann fylgir henni
heim um kvöldið.
Eftir kistulagninguna fer Einar að
hitta kaupfélagsstjórann . . .
„Það yrði ekki komist hjá þvi vegna
þess að þar voru bækur sem geymdu strit,
vonbrigði og ávinninga í tölum, og eng-
inn kvaddi svo þetta líf að ekki yrði sleg-
ið þverstriki undir gjöld og tekjur."
bls. 147.
Hjá kaupfélagsstjóranum fær hann að
vita að skuldin er:
„Tvö þúsund þrjú hundruð áttatiu og
fimm krónur, sextíu og þrír aurar . . .
Hann var að hugsa um trésmiðina og
hvernig þeir höfðu hreyft sig þegar þeir
lyftu lokinu og létu það siga yfir kist-
una og hvernig það hafði fallið í grópina
með daufum smell og síðan ekkert nema
lakkaður viðurinn, unninn af ókunnum
höndum, og þessi skuld færð í bækur af
ókunnum mönnum, sem höfðu séð töl-
urnar vaxa á hverju ári. Það voru ekki
tölur um spor eða vökur eða áhyggjur
eða svita eða þreytu. Þær voru hvorki
vonlausar né bjartsýnar og það var ekki
hægt að skjóta þær og þótt margir hefðu
reynt að brenna vondar tölur, heyrði
það ekki til samvisku manna í þessu
byggðarlagi og þess vegna var skuldin
þarna óafturkallanleg og ópersónuleg og
án allrar viðkvæmni, eins og dýr sem
hjartað hefur verið skorið úr og heilinn
en heldur samt áfram að lifa. Hann leit
upp og sagði:
— Ég ætla að borga þessa skuld.“
bls. 151-152.
Einar tekur þá ákvörðun að selja allt-
saman, skjóta og selja. Það kemur i ljós
að þegar allt er selt, jörðin, hús og bú-
peningur reynist skuldin nær helmingur
af heildar söluverði. Kaupfélagsstjórinn
hafði lofað Einari að hann mundi aldrei
krefjast þess að jörðin yrði seld uppí
skuldir. Margrét biður Einar að skipta
um skoðun og fara hvergi, einnig faðir
hennar sem minnir Einar á að hægt er
fá lán. En allt kemur fyrir ekki. Einar
fer sínu fram. Faðir Margrétar kaupir
Gilsbakka af Einari á sex þúsund krón-
ur sem þykir gott verð, og dóttir hans
Margrét, lofar Einari að fylgja honum
suður. Einar kallar hana við það tæki-
færi: „Jarðargróðann".
Einhver tilkomumesti kafli Lands og
sona segir frá því er Einar fer með Hvít-
ing, skýtur hann og grefur. Lesandinn
finnur hversu hart er brugðist við, sú
taug sem fastast bindur Einar þessari
sveit og þessum stað er skotin sundur, af
blendnum tilfinningum. Engum getur
dottið í hug að Einari sé léttbært að yfir-
gefa sveitina, til þess er líðan hans með
landinu og öllu kviku þar alltof mikil.
Einar er innst inni sveitamaður, en raun-
sær sveitamaður.
Margrét lofar Einari sem fyrr segir að
fara með honum suður, hún biður hann
hinsvegar að koma ekki til að kveðja
foreldra hennar, hún ætlar að hitta hann
á gistihúsinu í kaupstaðnum við brott-
för. Nóttina fyrir brottfarardag sefur
Einar í þessu gistihúsi, daginn eftir skil-
ur hann við sig hundinn og jarðargróð-
ann. Margrét kemur ekki.
„Og svört slóð vatnsins bugðaðist út
hvíta breiðu eylendisins undir hólnum
og veginum, sem hún hafði ekki gengið
og ekki hafði verið sporaður þennan
morgun. Þrátt fyrir það var hún stúlkan
hans og engin nema hún, án sársauka
og óþols yfir að hafa beðið, og hún héldi
áfram að vera stúlkan hans þótt aldrei
kæmi slóð í þennan snjó.“
bls. 234.
III.
Land og synir gerast í sveit, okkur er
líka óhætt að fullyrða að þessi sveit sé í
Skagafirði. Augljóst leiðarminni í sög-
unni er hesturinn, ekki aðeins Hviting-
ur sem jafnframt gegnir táknrænu hlut-
verki, heldur hestar yfirleitt. í sögunni
fáum við sjaldan að vita um hugsanir
annarra en Einars og sú vitneskja sögu-
manns er takmörkuð. Hinsvegar fáum
við ýmislega viðbótarvitneskju ef við
tengjum persónur sögunnar hestum
þeirra:
„Þeir höfðu riðið fetið og faðir hennar
hafði haft taumana slaka og bifazt eftir
rólegum hreyfingum gamla blesótta
hestsins, sem hafði borið hann alla vegi
eins lengi og hún mundi. Þeir höfðu far-
ið götuna á undan Einari og hestur hans
hafði sótt á að hlaupa og lyft fótunum
hátt í stuttum hröðum skrefum með
höfuðið alveg í fangi hans undan taum-
takinu.“
bls. 71.
„Hreppstjórinn sat álútur í hnakknum
og hafði báðar hendur á taumunum og
hesturinn hljóp fallega undir honum.
Það var eins og þeir yrðu allir góðir í
höndum hans. Þeir höfðu aga af honum
og jafnvel móbikkjur báru sig við að
hlaupa þegar hann var setztur á þær.
Hann var alltaf á brúnum hesti og með
þennan svarta hatt og menn þekktu
hann af þessu tvennu og sögðu: þarna
fer hreppstjórinn, og höfðu aga af hon-
SKÁLDSAGA EFTIR
INDRI-BB G.
HDR5TEINSS0N
19