Samvinnan - 01.04.1977, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.04.1977, Blaðsíða 20
ÚR SVEIT í BORG um eins og hestar hans, sem smituðust af skapgerð hans og urðu stífir og ótvíl- ráðir og harðir og létu sér ekki blöskra torfærurnar. Hann byrjaði á hlaðsprett- inum á gerðinu og hélt honum upp hól- inn án þess sæist á hestinum að bratt- inn íþyngdi honum. Skepnan æstist ekkert við sprettinn. Ögunin var alveg áreynslulaus og það urðu engar svipting- ar þegar þeir stönzuðu á hlaðinu.“ bls. 215. Um persónur bókarinnar má annars segja að þær deilist í þrjá hópa: Aðalper- sónan Einar og helstu aukapersónur í kringum hann mynda einskonar burðar- ás og stoðir, svo gripið sé til líkinga. Þ. e. a. s. stoðirnar öðrum megin eru feðgarnir Ólafur og Einar — hinum megin feðginin Tómas og Margrét — og þetta tengja kærustuparið Einar og Margrét einog ás milli tveggja megin- stoða. Hinir tveir hóparnir eru annars- vegar „annað sveitafólk“ og „kaupstað- arfólk“ hinsvegar. Það er eftirtektarvert við meginstoð- irnar okkar að öðrum megin er bú- ið Gilsbakki, gömul bújörð, þarsem allt virðist hafa verið á undanhaldi, hvers- vegna vitum við ekki, kannski vegna þess að gamli maðurinn vann of mikið að hugsjónum sínum í þágu annarra. Hins- vegar er Gilsbakkakotið handan við ána, nýbýli Tómasar, þarsem allt hefur á sama tíma verið byggt upp. Tómas er lika raunsær hugsjónamaður og við fá- um á tilfinninguna að hugsjónirnar hjálpi honum fremur en tefji fyrir hon- um við eigin uppbyggingu. — Og eftir því er framhaldið: Einar flytur til Reykja- víkur, Margrét verður eftir hjá foreldr- um sínum. Þannig sameinar sagan per- sónulega og félagslega þætti og verður fyrir vikið bæði góð skáldsaga um rök einstaklingstilverunnar og eins umfjöll- un félagslegrar þróunar á íslandi á til- teknu sögulegu tímabili. IV. Það er eiginlega alveg sama hvernig við nálgumst Land og syni með raun- sæi hennar í huga, hversu þröngsýn sem við kunnum að vera þegar þetta hug- tak er annarsvegar. Land og synir er ómótmælanlega raunsæisskáldsaga. Hún gerir í víðtækasta skilningi tilkall til þess að henni sé trúað, persónur, stað- hættir og sagnræn framvinda öldungis trúverðugt. Félagsleg vandamál eru jafn- framt lykillinn að þema sögunnar. Og ef við göngum hvað lengst í rétttrúnaðin- um á þessu hugtaki sjáum við einnig að höfundur gengur eins langt og sann- gjarnt getur talist i viðleitni sinni að takmarka vitneskju og ágengni sögu- manns. Ég miða þá að sjálfsögðu við að ekki sé sett jafnaðarmerki milli raun- sæis og algerrar hlutlægni í stíl. Hins- vegar eru margir langir kaflar i Landi og sonum þarsem reglum hlutlægninnar er lotið að fullu þó hugsanir Einars ber- ist alltaf uppá yfirborðið öðru hvoru. Sagan er sögð í þriðju persónu frá sjónarhorni Einars nema í þremur köfl- um af átján þarsem um undantekningar er að ræða, þó þannig að Einar er þá ekki viðlátinn í sögunni. í þessum þrem- ur köflum er sagan sögð frá sjónarhorni Ólafs og á einum stað sjáum við i hug Margrétar. Við fáum þó aldrei að kafa djúpt i tilfinningalíf persónanna, yfir- leitt er aðeins um tilfinningaleiftur að ræða eða minningabrot sem við þurfum oft að ráða meira eða minna í. Einsog einatt þegar um takmarkaða vitneskju er að ræða hjá sögumanni not- ar hann tákn, misjafnlega yfirveguð, til nánari útskýringa eða öllu fremur til að auka á dýptina. Þannig væri það verk- efni að athuga litanotkun í Landi og sonum svo eitthvað sé nefnt. Skýrasta dæmið um tákn í sögunni er þó Hvíting- ur, hestur Einars. Aðeins einu sinni kem- ur það fyrir að lesandinn hafi útsýn frá sjónarhorni Margrétar og á þeim stað fær hann afdráttarlausar upplýsingar um tákngildi Hvitings: „Og hún skildi nú að þetta ferfætta stolta dýr var sá hvíti draumur sem Ein- ar átti sér utan nauðsynjar og erfiðis, sprottinn upp úr náttúrunni og engum falur frekar en guðsgjafirnar. Kannski ekkert skipti hann máli annað en þessi hestur, og að vera til og lifa væri ein- ungis fólgið í gangi hans og tilþrif- um . . .“ bls. 72. Er ekki draumur Einars svo nátengdur sveitinni að til borgarinnar kemst hann ekki án þess að farga honum fyrst? Þeg- ar hann hefur sálgað Hvitingi, skotið hann og látið falla oní tekna gröf, þá þyrlast upp ryk og sest á hvítan feldinn og óhreinkar hann. — Eru ekki örlög fyrstu kynslóðar sveitamanna í borginni harmræn, verður ekki líf hans firrt? Og hvernig ber þá að skilja lokaorð sögunnar: „ . . . og hún héldi áfram að vera stúlkan hans þótt aldrei kæmi slóð í þennan snjó.“ Hún sem hann kallar á öðrum stað: „jarðargróðann". — Liggur þá ekki beinast við að álykta að þrátt fyrir allt geti enginn tekið frá honum draum hans og ástina á náttúrunni og lífi hennar? En enn hljótum við að spyrja hvað slíkur maður hafi að gera til borgarinnar? Keyra leigubíl? Og hlýtur hann ekki að hverfa aftur til baka, til sveitarinnar, jafnvel þó skynsemin krefj- ist þess að hann hverfi þaðan? Eða á hann ekki afturkvæmt? Þessum spurningum svarar Indriði ekki i Landi og sonum, nema ef vera skyldi að kjarni málsins felist í ummælum Ein- ars á einum stað: „Það yrði þó alltaf spurning um annan kirkjugarð“. Hitt er þó víst að raunsæi sögunnar allt að því krefst þessara söguloka. Brottför Einars er ekki aðeins í fullu samræmi við þann tíma sem sagan gerist á heldur hallast innviðir verksins allir í þessa sömu átt. Augljóslega fer Einar þó hálfur og ekki heill á brott sem hann þó sjálfur leggur þunga áherslu á. Afstaða hans er í full- um samhljómi við skynsemi hans og á- stand búsins en tilfinningar hans eru á allt öðru máli. í sveitinni skilur hann allt eftir er honum er kærast, þ. a. m. er Margrét, en það að hún verður eftir á sér ekki eins augljósa skýringu i sögunni en á það ber að líta að hún er einbirni, foreldrar hennar gamlir en lifandi og búa auk þess þokkalegu búi. V. Þegar fjalla á um þjóðfélagslegar ræt- ur í Landi og sonum verður næsta erfitt að horfa framhjá tveimur öðrum skáld- sögum Indriða, „79 af stöðinni“ og „Norð- an við stríð“. í stað þess að einskorða þetta mál við Land og syni verður hér reynt að veita innsýn í þjóðfélagslegan veruleika þessara þriggja skáldsagna. Land og synir gerist á fjórða áratug tuttugustu aldar þegar atvinnubyltingin og þéttbýlismyndunin var ennþá tiltölu- lega hæg og kreppan áberandi þáttur í lifi fólksins. Næst kemur Norðan við stríð (síðasta skáldsaga Indriða) og segir frá umróti stríðsáranna, hersetu og pen- ingaflóði. Síðust i röðinni tímatalslega er 79 af stöðinni og segir frá eftirstríðsár- unum, gerist einhverntíma um og eftir 1950. Tengsl Lands og sona og 79 af stöðinni eru einna mest áberandi. í 79 af stöðinni segir frá ungum manni úr sveit sem keyrir leigubil í Reykjavík. Hann verður ástfanginn af giftri konu, eiginmaður hennar er sinnisveikur og staddur er- lendis þarsem ætlunin er að reyna að ráða bót á meini hans með uppskurði. Leigubílstjórinn ungi sefur hjá konunni hverja 5 virka daga vikunnar og enda- þótt það fái á hann að konan skuli vera gift tekur hann þó ástarsamband þeirra af fullri alvöru. Honum er því léttir að þvi að þær fréttir berast að maðurinn sé dáinn. Þeim mun meir fær á hann sú vitneskja að þriðji maðurinn er í spilinu, að það er ekki móðir konunnar sem dvel- ur hjá henni um helgar og hindrar þann- ig samvistir þeirra tvo daga i viku, heldur 20

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.