Samvinnan - 01.04.1977, Page 21
Þar voru bækur sem geymdu strit,
vonbrigði og ávinning í tölum, og
enginn kvaddi svo þetta líf að
ekki yrði slegið þverstriki undir
gjöld og tekjur . . .
er það Kani af vellinum. Og hann ekur
á brott úr borginni, æðir norður í sveit
drukkinn og illa hafður, keyrir útaf á
leiðinni og biður bana. Hann átti að
minnsta kosti ekki afturkvæmt í sveit-
ina.
Atburðarásin í Norðan við strið er
ekki þessleg, að hún verði auðveldlega
rakin. Höfundur gerir sér helst mat úr
smáatvikum sem fá þó verulegt gildi af
samhenginu. Stíllinn er rólegur og líð-
andi þarsem kímnin á greiðan farveg til
lesandans. Dæmi: „Aðrir snúa sér að
símstöðinni og útvarpinu. Báðar þessar
stofnanir eru í sama húsi. Þeir höggva
upp hurðina áður en húsvörðurinn hefur
tíma til að opna fyrir þeim. Um kvöldið
þykir ríkisstjórninni ástæða til að mót-
mæla landgöngunni. Hún lætur á sér
skilja að Tjallinn sé kominn í algjörri ó-
þökk landsmanna ef einhverjir skyldi
kæra sig um að vita það. Og forsætis-
ráðherra biður fólk að vera kurteist við
gestina á meðan þetta ástand vari.“
bls. 13.
Þetta var i Reykjavík á fyrsta degi
hernámsins, en sagan gerist í ónafn-
greindum bæ fyrir norðan (Akureyri).
Þegar fyrsti hermannahópurinn, fjöru-
tíu „ambassadorar á klossum" kemur
þangað á varðskipi, stendur á bryggj-
unni vél til að vinna mó, sem er álitið
dæmi um atvinnuleysið í bænum, enda
ætlunin að nota vélina í framkvæmda-
vinnu hjá bændum.
En nú breytist allt á skömmum tíma.
Með hernum, sem um síðir taldi nálega
fjögur þúsund manns eða álíka margir
og íbúar bæjarins, kom atvinnan. Allir
urðu skyndilega ríkir, að a. m. k. á eigin
mælikvarða. Bretavinna dregur til sin
en sjómennska og allar aðrar atvinnu-
greinar leggjast nær niður. Aðeins tveir
menn róa áfram á sjó, Nikulás og Jói
Tangó, sem ekki mega til þess hugsa að
vinna við gervismíði hjá Tjallanum, en
það er flugvöllurinn, einskonar handunn-
in eilífðarsmíð. Vinnumórallinn grotnar
niður í iðjuleysi, setið á skóflunni í
stað þess að moka með henni.
Fjármálaspilling og skert siðgæðisvit-
und siglir hraðbyri í kjölfarið. Jón
Falkon kaupir af bændum lóðina sem
herinn hvggst hafa undir flugvöll og
selur þeim á margföldu verði. Ungar
stúlkur leiðast útí kynlífssukk.
Innlendar framkvæmdir eru litlar en
i bókinni er þó dæmi um skóverksmiðju
Jóns Falkon og Vopna. Þar átti að gera
skó úr steinbítsroði, en sá innlendi iðn-
aður varð að reyk.
Sögunni lýkur með flugvélaárás Þjóð-
verja. Enginn hermaður lætur þar lífið
en sjómennirnir Jói Tangó og Nikulás
verða verst úti, þeir eru á sjó þegar árás-
in er gerð og fá á sig kúlnadembu. Jói
deyr og Nikulás er dauðvona i bókarlok.
Það eru semsagt hermenn friðarins sem
láta lífið í Norðan við stríð.
Þessar sögur eru þannig ólikar í veiga-
miklum atriðum. Norðan við stríð er t. d.
mun þjóðfélagslegri en 79 af stöðinni. í
Norðan við stríð er kímnin leidd í önd-
vegi þarsem „tilfinningastill“ hafði yfir-
leitt drottnað í 79 af stöðinni og Landi
og sonum, stundum þó með öfugum for-
merkjum, töffaraanda. Þó er Indriði
alltaf sjálfum sér líkur, nærfærin efnis-
meðferð segir alltaf til sín, raunsæi og
ófá stilsatriði sem hér skal ekki farið
nánar útí.
Hver verður þá útkoman ef við leggjum
þessar þrjár skáldsögur saman hvað tím-
Vamir
Ef neistanum tekst
að ná sér upp
komast hjá bráðri
köfnun og sloka
lífsandans ioft
svo að skaphitinn
varpi skíðlogum
eldstólpa
uppúr þekjunni
í átt til stjarnanna
— er hlaupið til
og hringt á slökkviliðið.
Kristinn Reyr
ann í þeim snertir? í ákveðnum skilningi
fáum við þá samfellda þjóðlifsmynd
tímabilsins 1935-1955 einsog slíkt getur
yfirleitt gerst í skáldsögum. Við skulum
að lokum skoða þetta aðeins nánar.
í Landi og sonum, sem kemur fyrst í
tímaröð, kynnumst við íslenskri sveit
fjórða áratugsins, störfunum þar og lífi
fólksins. Hesturinn er þarfasti þjónninn
og mjólkurbíllinn einstakur í sinni sveit.
í einstaka svipmyndum kynnumst við
hverfandi menningu sveitanna þegar þar
var fjöldi fólks og mergur þjóðlífsins. En
þetta hefur breyst. Fólkið flýr núna úr
sveitum og niðrí kaupstaðina þarsem lif-
vænlegra er að búa og þar er vaxarbrodd-
ur þjóðlífsins. Þar hefur vélmenningin
þegar hafið innreið sína, vélar í bátum,
rafmagn í húsum og annað eftir þvi.
í Norðan við stríð er þessari þróun
fylgt eftir. Við kynnumst þar kaupstaðar-
lífinu á íslandi, fyrst á örlitið þróaðra
stigi en í Landi og sonum, en nú er horft
frá miðju kaupstaðarins en i Landi og
sonum var hann séður úr sveit. En þessi
tiltölulega hæga þróun á sér ekki langra
lífdaga auðið. Erlendis er skollið á stríð
og uppá íslandi skellur á holskefla hraðr-
ar atburðarrásar með hernámi Breta og
síðan tilkomu Ameríkanans. Skyndilega
eru flugvélar, herskip, kafbátar og næg
vinna orðin hluti af lífi þessa kreppu-
fólks. Þróunin verður gífurlega ör, allt
er á fleygiferð og þjóðlífið skiptir gjör-
samlega um svip.
Síðast kemur 79 af stöðinni og gerist í
höfuðborginni. Þar er að fjara út þessi
flóðbylgja örlagaatburða en þó verður
ekki aftur snúið og þróunin heldur á-
fram. Það er kannski táknrænt að nú er
söguhetjan ekki sjálfseignarbóndi held-
ur leigubílstjóri í borg sem græðir helst
á akstri hermanna og sprúttsölu. Sjálf-
ur er hann þó sveitamaður einsog
kannski allir íslendingar. Bíllinn hefur
leyst af hólmi hestinn og er þarfasti
þjónninn í lífi borgarbúa. Og jafnframt
er bíllinn tilfinningalega tekinn við hlut-
verki hestsins, bíllinn er leigubílstjóran-
um unga það sem Hvítingur er Einari.
Nú er það ekki hestur, það er bíll; ekki
sveit heldur borg og tæknin er „tekin
við af“ náttúrunni.
Lokið 19. 11. 1976.
Kjartan Jónasson.
Heimildir:
Land og synir
Indriði G. Þorsteinsson.
Norðan við strið
Indriði G. ÞorsteinsSon.
79 af stöðinni
Indriði G. Þorsteinsson.
Eðlisþættir skáldsögunnar
Njörður P. Njarðvik.
Að yrkja á atómöld
Sveinn Skorri Höskuldsson.
íslensk skáldsagnaritun 1940-1970
Erlendur Jónsson.
21