Samvinnan - 01.04.1977, Page 22

Samvinnan - 01.04.1977, Page 22
Gunnar Karlsson, sagnfræðingur ÁTÖKIN VIÐ GUÐJOHNSEN Á komandi hausti er væntanleg ný bók eftir Gunnar Karlsson lekt- or sem ber heitið Frelsisbarátta suöur-þingeyinga og Jón á Gaut- löndum. Þar er fjallað um baráttu fyrir frelsi í mjög víðri merkingu, þannig að bókin veitir yfirlit yfir stjórnmálalíf og verslunarfélags- skap bænda í héraðinu um nær hálfrar aldar skeið, frá því um 1840 og fram um 1890. Einnig er fjallað nokkuð um félagslíf í hér- aðinu almennt, og höfundur veltir fyrir sér þeirri spurningu hvers vegna þingeyingar stóðu svo fram- arlega í félagsmálaþróun þjóðar- innar sem raun ber vitni. Síðasti hluti bókarinnar er æviágrip Jóns Sigurðssonar á Gautlöndum sem kom mjög við flesta þætti félags- starfs í héraðinu, var alþingismað- ur þess í hálfan þriðja áratug og fyrsti formaður Kaupfélags Þing- eyinga. Hér er birtur stuttur kafli úr þeim hluta ritsins sem fjallar um upphaf samvinnuverslunar í hér- aðinu. Gripið er niður í miðjum kafla sem ber heitið Lífsbarátta Kaupfélagsins. Áður hefur verið sagt frá harðindum sem mættu félaginu á fyrsta starfsári þess, upphafi sauðaútflutnings og skyndilegu verðfalli á sauðum árið 1885, og loks átökum um það hvort félaginu bæri að greiða útsvar í Húsavíkurhreppi. Hér hefur að segja frá rimmu kaupfélagsmanna við Þórð Guðjohnsen, verslunar- stjóra dönsku selstöðuverslunar- innar á Húsavík. Útsvarsálögurnar hafa ekki verið annað en smáskærur af hálfu Þórðar Guðjohnsen í upphafi. Hann virðist raunar alls ekki hafa litið á Kaupfé- lagið sem hættulegan keppi- naut á fyrstu árum þess. Hann gerði Jakobi Hálfdanarsyni ýmsa smágreiða á fyrstu árum pöntunarstarfsins þegar hann /Skorti næstum allt sem til verslunar þurfti. Sumarið eða haustið 1881 fékk Jakob að skipta pantaðri álnavöru í pakkhúsi verslunarinnar.1 Sumarið 1882 útvegaði Þórður sendimann upp að Grímsstöð- um til að láta Jakob vita þeg- ar vöruskip Slimons kom til Húsavíkur.- Kaupfélagsmenn voru enn fastir viðskiptamenn Örum & Wulff, þrátt fyrir nýj- ungartilraunir sínar, og það hefði verið ástæðulaus stirfni að synja þeim um smágreiða. Verslunarstjórar hafa verið vanir þvi að bændur leituðu að einhverju leyti til lausa- kaupmanna með verslun og vitað að ekki var til neins að taka það óstinnt upp. Ekkert bendir til að Þórður Guðjohn- sen hafi verið gjarnari á að einoka viðskipti verslunar- manna sinna en almennt gerð- ist áður en Kaupfélagið tók að ógna tilveru þeirrar verslun- ar sem hann stjórnaði. Þegar árið 1883 þóttust kaup- félagsmenn þó vita að eigend- ur og stjórnendur Húsavíkur- verslunar væru farnir að ó- kyrrast vegna Kaupfélagsins. jí mars skrifaði Benedikt á Auðnum Kristjáni Jónasar- syni:3 Það er óumræðilega hlægilegt að sjá hvernig verslunarsálin á Húsa- vik lemst um á hæl og hnakka að drepa félagið; hér er i almæli að umboðsmaður Ö(rum) & W(ulff) sem hér var í sumar . . . hafi heitið verslunarstjóranum 1000 kr. premíu ef hann gæti drepið félag- ið og mikill grunur vaknaður um að verslunarstjórinn hafi sömu að- ferð við einstöku menn. Bréf Þórðar Guðjohnsen til Jóns á Gautlöndum um haust- ið vitnar um að honum hefur verið farið að hitna í hamsi. Ekki kemur fram að hann sé að kvarta undan Kaupfélag- inu, en vafalaust á hann við það að einhverju leyti þegar hann segir:1 „Það er einkenni- legur hugsunarháttur að vilja nota kaupmanninn eins og forðabúr i neyðinni en skíta (ég bið forláts á gifuryrðum) honum stykki þegar einhver annar hlaupagosi kemur með glys og óþarfavöru.“ Það var þó ekki fyrr en árið 1886 að Þórður Guðjohnsen lét alvarlega til skarar skríða gegn Kaupfélaginu. Hann gat haft tvær ástæður til að velja ein- mitt þetta ár, og er raunar sennilegt að þær hafi báðar ráðið nokkru. Annars vegar var bágur hagur Kaupfélagsins eft- ir verðhrunið 1885. Á aðalfundi félagsins í febrúar 1886 var jafnvel talað um að gera enga sumarpöntun vegna skulda fé- lagsins erlendis, en það hefði þýtt að félagsmenn hefðu ver- ið algerlega upp á kaupmenn komnir með úttekt fram á haust.5 Hin ástæða Þórðar var hagur verslunar hans. Á þess- um árum var kaupmönnum oft legið á hálsi fyrir að vera fús- ir að lána í góðærum en inn- heimta skuldir af hörku þegar hart var í ári. í rauninni mun það oft hafa verið svo að auð- veldara var að fá verslunar- skuldir greiddar i hörðum ár- um. Þegar vel heyjaði vildu bændur setja á heyin og farga sem minnstu. Freistandi var fyrir kaupmann að fallast á það, þvi að hagur verslunar- innar var auðvitað kominn undir þvi að búskapur bænda þrifist. Þegar hey voru lítil var hins vegar góð von fyrir versl- anir að fá margt sláturfé upp í skuldir. Þegar deilur kaupfé- lagsmanna við Þórð Guðjohn- sen urðu að blaðamáli hélt hann þvi fram að árið 1884 hefði verið mjög gott i Þing- eyjarsýslu og þá hafi verslun- arskuldir orðið um 2/5 hærri en nokkru sinni fyrr. „ . . . hey- in voru mikil (segir Þórður) og menn langaði sárt til að bjarga fé sínu undan hnífnum í það sinni til þess að geta aukið stofn sinn.“ Árið eftir gekk mjög litið að grynna á skuldunum að sögn Þórðar, en viðskiptamenn hans sneru sér æ meira til Kaupfélagsins. Loks árið 1886 „var mér ekki lengur til setunnar boðið með að ganga eftir skuldum laga- veginn . . En í hverju var aðför Þórðar gegn Kaupfélaginu þá fólgin? Aðferðum hans var lýst i „Kafla úr bréfi frá þingeyingi" í Norðurljósinu snemma árs 1887. Síðar kom i Ijós að Pétur á Gautlöndum var höfundur bréfsins. Þar segir meðal ann- ars:7 Á Húsavík er nú hin einkennileg- asta verslunaraðferð sem sögur hafa farið af síðan verslun var laus látin af dönum. Það eru nú að vísu fáir að tiltölu sem hafa haft geð að skríða að fótskör Húsavíkurverslunar. En þeir eru þó nokkrir sem neyðst hafa til þess, eins og von er til þegar litið er á hin almennu bágindi meðal almennings. En þeir einir verða náðarinnar aðnjótandi sem gjöra skriflegar skuldbindingar á þá leið: 1. að borga í sumarkauptíð það sem þeir fá til láns þangað til. Verði brigð á um þá borgun skuld- binda þeir sig til að sæta lögsókn fyrir gestarétti og bera allan kosnað af því. 2. að versla með hvert eyrisvirði við Húsavikur- verslun þetta ár. . . . Við þetta bætist að menn sem falað hafa matvörur, annað hvort móti pen- ingum út í hönd eða að þeir hafa átt inni i versluninni fyrir því, hafa farið svo búnir. Það hjálpar því ekki þótt matvara sé til á Húsavík og þótt bjargarlaus fjöl- skyldumaður komi með „glóandi gull“, hann fer svo búinn nema hann skrifi sig með húð og hári til — verslunarstjórans. Þórður svaraði þessum ásök- unum og viðurkenndi að skil- yrði þau sem verslunin hefði sett viðskiptamönnum sínum hefði verið rétt hermd i bréf- inu. Það er þvi óhrekjandi að Þórður synjaði mönnum um verslun nema þeir skuldbyndu sig skriflega til að eiga öll við- skipti sín við verslunina það árið.8 Það er einnig staðreynd að Þórður hóf fjöldamálsókn- ir til að innheimta skuldir. Sjálfur sagðist hann aðeins hafa lögsótt 32 viðskiptamenn sínal' Hins vegar neitaði Þórð- ur afdráttarlaust þeirri ásökun að hann hefði synjað bjargar- lausum fjölskyldumönnum um mat gegn borgun út í hönd eða út á inneign. Hann kvaðst hafa neitað einum þremur mönnum um mat gegn borgun, en það hefðu ekki verið bjargarlausir fjölskyldumenn og þá hefði verið ósýnt hvort matarbirgðir nægðu handa föstum við- skiptamönnum.10 Það tókst kaupfélagsmönnum ekki að hrekja. Pétur á Gautlöndum útvegaði vottorð frá einum manni sem hafði verið neitað um úttekt út á inneign um þorrakomu 1887 en það var vinnumaður og ekki bjargar- laus fjölskyldufaðir.11 Kaupfélagsmenn leiddu fram vitnisburð þess að Þórður ætti til að binda menn með skrif- legum samningum við verslun sína lengur en til ársins, jafn- vel alla tíð sem þeir ættu heima i umdæmi hennar. Pét- ur á Gautlöndum birti reikn- ing frá Húsavíkurverslun til Péturs Guðmundssonar á Krákárbakka, þar sem honum voru taldar til skuldar 50 krón- ur fyrir samningsrof sam- kvæmt bréfi frá 20. janúar 1888. Samningsrofin sagði Pét- ur hafa verið þau að nafni hans á Krákárbakka hef ði hætt viðskiptum við Húsavíkurversl- 22

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.