Samvinnan - 01.04.1977, Síða 25

Samvinnan - 01.04.1977, Síða 25
Smásaga eftir John Steinbeck Þýðandi Anna María Þórisdóttir upp einu orði. Hún var ágæt eiginkona, en hann hafði ekki af henni neinn félagsskap. Hún talaði aldrei. Stóru augun hennar eltu hann, og þegar hann brosti, brosti hún stund- um líka, fjarrænu og hálfduldu brosi. Endalaust var hún að prjóna og sauma og gera við. Þarna sat hún og horfði á sín- ar eigin duglegu hendur og var sem hún virti fyrir sér með undrun og stolti þessar litlu, hvítu hendur, sem gátu unnið svo ágæt og nytsöm verk. Hún liktist svo mjög dýri, að stund- um klappaði Jim henni á höf- uðið eða hálsinn alveg af sömu hvötum og hann hefði strokið hesti. Innanhúss var Jelka framúr- skarandi. Það var alveg sama á hvaða tíma Jim kom inn utan af heitri, þurri heiðinni eða neðan af neðstu engjunum, alltaf var miðdegisverðurinn nákvæmlega tilbúinn, rjúk- andi heitur fyrir framan hann. Hún horfði á hann borða, ýtti til hans réttunum, þegar hann þarfnaðist þeirra og fyllti boll- ann hans, þegar hann var tóm- ur. Á fyrstu dögum hjónabands- ins sagði hann henni frá því, sem skeði á bænum, en hún brosti til hans eins og útlend- ingur gerir, þegar hann vill vera þægilegur i viðmóti, jafn- vel þó að hann skilji ekki, hvað við er átt. „Stóðhesturinn skar sig á gaddavírnum,“ sagði hann. Og hún svaraði: „Já,“ og leit niður fyrir sig með fasi, sem hvorki bar vott um spurningu né áhuga. Innan skamms gerði hann sér ljóst, að hann næði engu sambandi við hana. Ætti hún sér sitt eigið innra lif, var það langt utan seilingar hans. Hindrunina í augum hennar var ekki hægt að yfirstíga, vegna þess að hún var hvorki óvinsamleg né af ásettu ráði. Á nóttunni strauk hann slétta, svarta hárið hennar og ótrúlega, mjúku, gullnu axlirn- ur og hún andvarpaði lítillega af ánægju. Það var aðeins í hámarki atlotanna, sem hún virtist öðlast sitt sjálfstæða iíf, æðisgengið og ástríðufullt. Og svo varð hún allt í einu aft- ur þessi sívakandi og skyldu- rækna eiginkona. „Hvers vegna talarðu aldrei við mig?“ spurði hann. „Lang- ar þig ekki til að tala við mig?“ „Jú,“ sagði hún. „Hvað viltu að ég segi?“. Hún talaði tungu- mál hans út úr hugarheimi, sem þó var ókunnur kynþætti hans. Eftir árið var Jim farinn að þrá félagsskap kvenna, smá- slúður, háværa stríðni og gróf- yrði. Hann fór því að fara aft- ur til bæjarins og drekka og gantast við háværu stúlkurnar i „Stjörnunum þrem“. Þeim geðjaðist vel að ákveðnu og svipmiklu andliti hans og hláturmildinni. „Hvar er konan þin?“ spurðu þær. „Heima í hlöðu,“ svaraði hann. Það var brandari, sem aldrei brást. Siðdegis á laugardögum söðl- aði hann hest og stakk rifflin- um í hulstrið, ef vera kynni að hann rækist á dádýr. Alltaf spurði hann: „Er þér sama, þó að þú sért ein heirna?" „Já, alveg sama.“ Einu sinni spurði hann: „En ef einhver kæmi?“ Augu hennar urðu andartak hvöss, en síðan brosti hún: „Ég myndi reka hann í burtu.“ „Ég kem um hádegi á morg- un. Það er of langt að koma aftur til baka í nótt.“ Hann fann, að hún vissi, hvert hann ætlaði, en hún kom aldrei með nein andmæli né gaf til kynna á nokkurn hátt, að henni félli þetta ekki. „Þú ættir að eignast barn,“ sagði hann. Það birti yfir svip hennar. „Einhvern tíma verður guð góður,“ sagði hún áköf. Hann tók sér einmanaleik hennar nærri.. Ef hún vildi nú bara heimsækja hinar konurn- ar i dalnum, þá yrði hún ekki eins einmana, en hún var ekkert gefin fyrir heimsóknir. Um það bil einu sinni í mánuði spennti hún hestana fyrir kerruna og fór og tafði eitt síðdegi hjá móður sinni og öll- um systkina- og frændsystk- inahópnum, sem átti heima í húsi föður hennar. „Þú kemur til með að skemmta þér,“ sagði Jim við hana. „Þarna bablið þið þetta asnalega tungumál ykkar all- an seinnipartinn eins og í skeglubjargi. Og þú grínast við þennan stóra, fullvaxna frænda þinn með vandræða- svipinn. Gæti ég fundið eitt- hvað að þér, þá væri það það, að þú ert fjárans útlendingur." Hann mundi, hvernig hún blessaði brauðið með kross- marki áður en hún stakk því i ofninn, hvernig hún kraup við rúmstokkinn á kvöldin og eft- ir helgimyndinni, sem hún hafði fest á vegginn i litlu stof- unni. Heitan, þurran laugardag í júni var Jim að slá hafra í grennd við bæinn. Verkið tók langan tíma. Klukkan var meira en sex, þegar sláttuvél- in þeytti frá sér siðasta hafra- vöndlinum. Hann ók skröltandi vélinni heim í húsagarðinn og aftur á bak inn í áhalda- geymsluna, þar leysti hann hestana frá og hottaði þeim af stað upp í hæðirnar, þar sem þeir skyldu vera á beit yfir sunnudaginn. Þegar hann kom inn í eldhúsið, var Jelka ein- mitt að setja matinn hans á borðið. Hann þvoði sér um andlit og hendur og settist nið- ur til að eta. „Ég er þreyttur," sagði hann, „en ég held samt, að ég fari til Monterey. Það er fullt tungl í kvöld.“ Bros blikaði í augum henn- ar. „Nú skal ég segja þér, hvað ég ætla að gera,“ sagði hann. „Ef þig langar að fara, skal ég spenna fyrir í hvelli og taka þig með.“ Aftur brosti hún og hristi höfuðið. „Nei, búðirnar vera lokaðar. Ég vil heldur vera hér.“ „Jæja, allt í lagi. Ég legg þá á hest. Ég hélt nú eiginlega ekki, að ég myndi fara. Hest- arnir eru víst allir einhvers staðar í burtu. En kannski næ ég einhverjum auðveldlega. Ertu viss um, að þig langi ekki?“ „Ef ekki væri svona framorð- ið og ég kæmist í búðir. En klukkan verður orðin tíu, þegar þú kemst þangað.“ „Ó, nei, — jæja, ég verð a. m. k. kominn rúmlega níu á hestbaki." Hún brosti með sjálfri sér, en gaf honum gætur, ef ske kynni, að hann óskaði ein- hvers. Kannski var það vegna þess, að hann var þreyttur eft- ir langan vinnudag, sem hann spurði: „Um hvað ertu að hugsa?" „Að hugsa? Ég man, að svona spurðirðu næstum á hverjum degi, þegar við vorum nýgift.“ „En um hvað?“ spurði hann ergilega. „Ó, — ég er að hugsa um eggin undir svörtu hænunni.“ Hún stóð á fætur og gekk að stóra dagatalinu á veggnum. „Ungarnir eiga að koma á morgun eða mánudaginn.“ Það var næstum orðið rokk- ið, þegar hann hafði rakað sig og farið i bláu ullardúksfötin og sett á sig nýju skóna. Jelka var búin að þvo upp og ganga frá. Þegar Jim gekk gegnum eldhúsið, sá hann, að hún hafði fært lampann á borðið við gluggann og sat þar og prjónaði brúnan ullarsokk. „Hvers vegna siturðu þarna í kvöld?" spurði hann. „Þú sit- ur annars alltaf þarna yfirfrá. Þú tekur upp á skrýtnum hlut- um stundum.“ Hún leit hægt upp af prjón- andi höndunum. „Tunglið,“ sagði hún rólega. „Þú sagðir, að það væri fullt í kvöld. Mig langar að sjá tunglið koma upp.“ „En heimsk ertu. Þú sérð það ekki úr þessum glugga. Ég hélt þú þekktir áttirnar betur en þetta.“ Hún brosti fjarrænu brosi. „Þá ætla ég að horfa út um svefnherbergisgluggann.“ Jim setti upp svarta hattinn sinn og fór út. Þegar hann gekk gegnum dimma, tóma hlöðuna, tók hann múl ofan af nagla. Uppi i grösugri hlið- inni blístraði hann hátt og hvellt. Hestarnir hættu að bita og komu hægt í átt til hans og staðnæmdust um tuttugu metra frá honum. Hann nálg- aðist varlega jarpa geldinginn sinn og strauk hendinni frá lendinni eftir síðunni og upp eftir hálsinum. Ólin á múlnum small í sylgjuna. Jim sneri við og teymdi hestinn inn í hlöðu. Hann fleygði hnakknum á bak hans og spennti gjörðina þétt, smeygði silfurbúna beizlinu yf- ir stíf eyrun, spennti hálssylgj- una, batt taum um háls hests- ins og festi endana snyrtilega við hnakkbogann. Síðan los- aði hann múlinn og teymdi hestinn heim að húsinu. Ljóm- andi rauðleitur ljósbjarmi sást yfir hæðunum í austri. Fullt tunglið myndi koma upp áður 25

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.