Samvinnan - 01.04.1977, Síða 26
en dagsbirtan yrði að fullu
horfin úr dalnum.
í eldhúsinu sat Jelka enn
við gluggann og prjónaði. Jim
stikaði út i eitt hornið og tók
þaðan stuttan riffil, sem hann
átti. Hann þrýsti skothylkjum
i hlaupið og sagði: „Það bjarm-
ar af tunglinu yfir hæðirnar.
Ef þig langar að sjá það koma
upp, er bezt fyrir þig að fara
út núna. Það verður fagurrautt,
þegar það kemur upp.“
„Eftir andartak,“ svaraði
hún. „þegar ég er búin með
þessa umferð.“
Hann gekk til hennar ag
strauk mjúkt höfuð hennar.
„Góða nótt. Ég kem líklega
aftur um hádegi á morgun.“
Rökkursvört augu hennar
fylgdu honum út um dyrnar.
Jim setti riffilinn i sliðrið,
sem hékk við hnakkinn, fór á
bak og hleypti hestinum nið-
ur dalinn. Á hægri hönd reis
stór, rauður máninn hratt upp
yfir dökknandi hæðirnar. Tvi-
lýsið, siðasti dagsbjarminn og
ljós hins rísandi mána, skerptu
útlínur trjánna og gaf hæðun-
um dularfulla, nýja dýpt. Ryk-
ugar eikurnar glóðu og glitr-
uðu og skugginn undir þeim
var svartur eins og flauel.
Risastór, háfættur skuggi af
hesti og riðandi manni fylgdi
Jim á vinstri hönd skáhallt
fyrir framan hann. Frá bæjum
nær og fjær barst spangól i
hundum, sem bjuggu sig und-
ir nætursöng. Og hanarnir göl-
uðu, héldu að nýr dagur væri
risinn of snemma. Jim hleypti
geldingnum á brokk. Glymj-
andi hófatökin bergmáluðu frá
kastalanum að baki hans.
Hann hugsaði um hina ljós-
hærðu May í „Stjörnunum
þremur“. „Ég verð seinn,
kannski verður einhver annar
búinn að ná í hana,“ hugsaði
hann. Máninn var nú að fullu
kominn upp yfir hæðirnar.
Jim hafði riðið eina mílu,
þegar hann heyrði hófaslög,
sem komu í átt til hans. Reið-
maður birtist á valhoppi og
stöðvaði hest sinn.
„Ert það þú, Jim?“
„Já, halló George.“
„Ég var einmitt á leið til
þín. Mig langaði að segja þér,
— þú kannast við lindina í efri
hluta lands mins?“
„Já, já?“
„Jæja, ég var þarna uppfrá
seinnipartinn i dag. Ég fann
útkulnað bál og kálfshöfuð og
lappir. Húðin var á bálinu,
hálfbrunnin, en ég dró hana
út og fann brennimarkið þitt
á henni.“
„Hver andskotinn,“ sagði Jim,
„hve gamalt var bálið?“
„Jörðin er enn heit undir
öskunni. Ég gizka á, að það
sé frá þvi i nótt sem leið.
Heyrðu, Jim, ég get ekki farið
með þér, ég verð að fara til
bæjarins, en mér fannst ég
verða að segja þér þetta, svo
að þú gætir litast þarna um
sjálfur.“
„Hefurðu nokkra hugmynd
um, hvað þarna hafa verið
margir menn?“ spurði Jim ró-
lega.
„Nei, ég athugaði þetta ekki
svo gaumgæfilega."
„Jæja, það er víst bezt, að
ég fari uppeftir og líti á þetta.
Ég var líka á leið í bæinn. En
ef þarna eru þjófar að verki,
langar mig ekki til að missa
meira af búpeningnum. Er þér
sama, þótt ég stytti mér leið
gegnum land þitt, George?"
„Ég myndi koma með þér,
ef ég þyrfti ekki til bæjarins.
Ertu með byssu?“
„Já, já, hér við fótinn á mér.
Þakka þér fyrir að segja mér
frá þessu.“
„Það var ekkert. Farðu bara
yfir landið, sem þú vilt. Góða
nótt.“ Nágranninn sneri hest-
inum við og fór á valhoppi i þá
átt, sem hann hafði komið úr.
Fáein andartök sat Jim í
tungsljósinu og horfði á mikil-
fenglega skuggamynd sína.
Hann dró riffilinn úr slíðrun-
um og ýtti skothylki fram í
hlaupið og hélt byssunni því-
næst yfir hnakknefinu. Hann
sneri til vinstri út af veginum,
fór upp dálítinn hrygg, gegnum
eikarlund og svo niður hinum
megin og niður í næsta dal-
verpi.
Eftir hálfa klukkustund
hafði hann fundið yfirgefna
bálið. Hann athugaði þungt,
stirnað kálfshöfuðið og þreif-
aði á rykugri tungunni til þess
að dæma um, hve lengi það
hafði verið dautt eftir því, hvað
hún var þurr. Hann kveikti á
eldspýtu og gáði að brenni-
marki sínu á hálfbrunninni
húðinni. Loks fór hann aftur á
bak hestinum og reið yfir gras-
litlar hæðirnar og kom inn á
sitt eigið land.
Frumkvœdi og forysta
í föðurvömmálum.
í áratugi hafa kaupfélögin og Sambandið staðið í fararbroddi með nýjungar og
framfarir í innflutningi og dreyfingu kjarnfóðurs í landinu.
Og enn sem fyrr höfum við stöðugt fyrirliggjandi fjölbreytilegt úrval fóðurs fyrir
allan búpening.
Samsetning fóðursins byggist á langri reynslu sértræðinga og bænda hér á landi
og er að sjálfsögðu framleitt samkvæmt stöðlun Fóðureftirlits ríkisins.
STEWART FÓDURSALT Trygging gegn steinefnaskorti. COCURA 4,5 og 6 STEINEFNAVÖGGLAR Látið ekki COCURAvantaí jötuna.
SALTSTEINAR BLÁR ROCKIE - HVÍTUR KNZ - RAUÐUR KNZ Fyrir hesta, sauðfé og nautgripi.
ASETONA Örugg vörn gegn súrdoða.
Veitum allar nánari upplýsingar.
^ Innf lutningsdeild Sambandsins
og kaupfélögin.
26