Samvinnan - 01.04.1977, Page 27
~S. '4
orlofsdvöl sumariff 197?
0RL0FSTÍ!y)AR:
AFSLfiTTUR:
AÐSTAÐA:
8. - 15. jðní Hðsmæð ravikan að BIFRÖST 1977
15. - 20. 11 5 dagar 6. 300 é mann
20. - 27. II vika UPPSELT
27. - 4. jöll vika 9.900 é mann
4. - 11. tl vika 9.900 é mann
11. - 18. 11 vika 9.900 é mann
18. - 25. II vika 9.900 é mann
25. - 1. 11 vika 9.900 é mann
1. - 8. Sgúst Nemendasamban dsvika SVS 1977
8. - 15. ii vika 9.900 é mann
15. - 22. ii vika 8.900 é mann
22. - 29. 1! vik a 8.900 é mann
Þeir sem p ant a sér orlofsdvöl og greið a fyrir
1. maí fS 10 % af ofangreindu verðií af slátt.
NATARKORT:
BÖRN:
PANTANIR:
Orlofsdvölin er seld é tueggja manna herb. með
handlaug (þrjö rúm) og þriggja manna herb. með
Sér snyrtingu og sturtu. Aðgangur að gufubaði,
íþrðttasal, setustofu og bðkasafni. Ötvarp S
huerju herb. og 15 mín. akstur í sundlaug.
ödýrt heimilisfæði með okkar uinsælu matar -
kortum, hálft eða fullt fæði.
LÍkur matseðill og sami matsveinn og fyrri Sr.
Börn yngri en 8 Sra fá frítt fæði og upDÍhald
í fylgd foreldra sinna. 8-12 Sra börn greiða
50 % gjald. Barnaleikvöllur S*staðnum.
HjS Guðmundi Arnaldssyni B.ifröst, Borgarfirði
INNLEND ORLOFSDVÖL BIFRÖST BORGARFIRDI
Hlýr sumarvindur blés um
hæðarbrúnirnar. Eftir því, sem
tunglið fetaði hærra upp á
himinhvolfið, glataði það
rauða litnum og varð á lit-
inn eins og sterkt te. Úlfar
hófu söng sinn á milli hæðar-
draganna og heima á bæjun-
um tóku hundarnir undir með
dapurlegu spangóli. Dökk-
grænn litur eikanna og gulur
litur grassins kom vel í ljós í
tunglskininu.
Jim heyrði í kúabjöllum og
reið á hljóðið i átt til hjarðar
sinnar. Hann fann hana rólega
á beit og nokkur dádýr höfðu
slegizt í hópinn. Hann hlustaði
upp i vindinn eftir hófaslögum
eða mannsröddum.
Klukkan var orðin meira en
ellefu, þegar hann beindi hest-
inum heim á leið. Hann fór
framhjá vesturturni sandkast-
alans, reið í skugga hans og
kom svo aftur fram í tungls-
ljósið. Pyrir neðan sig sá hann
glampa dauft á þökin á hlöðu
sinni og húsi. Geisli endur-
kastaðist frá svefnherbergis-
glugganum.
Hestarnir, sem voru á beit,
litu upp, þegar Jim reið yfir
hagann. Rauður glampi kom í
augun, þegar þeir sneru höfð-
unum.
Jim var næstum kominn að
réttinni, þegar hann heyrði
hestatraðk inni í hlöðunni.
Hann kippti i taum hestsins
Hann hlustaði. Aftur heyrðist
það, traðkið úr hlöðunni. Jim
tók riffilinn og fór hljóðlega af
baki. Hann sleppti hestinum
og læddist í átt til hlöðunnar.
í myrkrinu heyrði hann,
hvernig heststennur tuggðu
hey. Hann færði sig innar i
hlöðuna og fann stallinn, sem
hesturinn var við. Eftir að hafa
hlustað andartak, kveikti hann
á eldspýtu með þvi að strjúka
henni við riffilinn sinn. Við
stallinn stóð hestur með hnakk
og beizli. Beizlismélin héngu
laus og losað hafði verið um
hnakkgjörðina. Hesturinn
hætti að eta og sneri höfðinu
að ljósinu.
Jim slökkti á eldspýtunni og
flýtti sér út úr hlöðunni. Hann
settist á barm brynningarkers-
ins og horfði niður i vatnið.
Hugsanirnar komu svo hægt,
að hann kom þeim jafnóðum i
orð og sagði í hálfum hljóð-
um:
„Á ég að gá inn um glugg-
ann? Nei. Höfuðið á mér myndi
kasta skugga inn i herbergið."
Hann athugaði riffilinn, sem
hann hélt á. Við núning og
handfjötlun hafði svart byssu-
lakkið nuddast af og silfurlit-
ur málmurinn komið í ljós.
Að lokum stóð hann ákveð-
inn á fætur og gekk í átt til
hússins. Á tröppunum teygði
hann fótinn fram og reyndi
hverja tröppu varlega áður en
hann steig fullum þunga sin-
um á hana. Smalahundarnir
þrir komu framundan hús-
veggnum, hristu sig, teygðu og
þefuðu, dingluðu skottinu og
fóru þvínæst aftur að sofa.
Það var dimmt í eldhúsinu,
en Jim vissi, hvar hver hlutur
var. Hann rétti út höndina og
snerti borðshorn, stólbak,
handklæðaslána um leið og
hann gekk áfram. Hann gekk
svo hljóðlcga gegnum eldhúsið,
að hann gat jafnvel heyrt sinn
eigin andardrátt, skrjáfið, þeg-
ar buxnaskálmarnar strukust
saman og tifið i úrinu í vas-
anum. Svefnherbergisdyrnar
voru opnar og það myndaðist
27