Samvinnan - 01.04.1977, Side 29
um annast um þetta og athuga
aðstæður.“
Jim reikaði i átt að vatns-
bólinu. „Heyrið þið,“ kallaði
hann, „þið viljið nú ekki vera
svo góðir að hreinsa svolítið
til, þið skiljið?“
Mennirnir gengu inn í húsið.
Eftir fáeinar mínútur komu
þeir aftur og báru stirnað lík-
ið á milli sin. Það var vafið
innan i teppi. Þeir lyftu því
upp í kerruna. Jim kom í átt-
ina til þeirra. „Verð ég að fara
með ykkur núna?“
„Hvar er konan þín, hr.
Moore?“ spurði sýslumanns-
fulltrúinn.
„Ég veit það ekki,“ sagði
hann þreytulega. „Hún er ein-
hversstaðar hér nálægt."
„Þú ert viss um, að þú hafir
ekki drepið hana líka?“
„Já, ég snerti hana ekki. Ég
skal finna hana og koma með
hana seinnipartinn í dag. Það
er að segja, ef þið viljið ekki,
að ég komi með ykkur núna.“
„Við höfum tekið af þér
skýrslu," sagði likskoðarinn,
„og guð veit, að við höfum
augu i höfðinu, er ekki svo,
Will? Auðvitað er möguleiki á,
að þú verðir ákærður fyrir
morð, en þeim möguleika verð-
ur sleppt. Það er alltaf þannig
í þessum landshluta. Vertu nú
ekki of harðhentur við konu
þína, Moore.“
„Ég skal ekki meiða hana,“
sagði Jim.
Hann stóð og horfði á kerr-
una skrölta burtu. Hann spark-
aði hugsandi i rykuga jörðina.
Heit júnísólin var nú komin
upp fyrir hæðirnar og glamp-
aði grimmilega á svefnher-
bergisglugganum.
Jim gekk hægt inn í húsið
og kom aftur út með níu feta
langa nautasvipu. Hann gekk
yfir húsagarðinn og inn i hlöð-
una. Þegar hann klifraði upp
stigann upp á heyloftið, heyrði
hann, að háa hvolpsýlfrið hófst
aftur.
Þegar Jim kom aftur út úr
hlöðunni, hélt hann á Jelku
yfir öxlinni. Við brynningar-
kerið setti hann hana varlega
niður. Hárið á henni var löðr-
andi í heyi. Blóðrákir sáust
aftan á blússunni hennar.
Jim vætti marglita klútinn
sinn úr vatnsdælunni og þvoði
bitnar varir hennar og andlitið
og strauk hárið frá andlitinu.
Dimm augu hennar fylgdu
hverri hreyfingu hans.
„Þú meiddir mig,“ sagði hún,
>,þú meiddir mig mikið.“
Hann kinkaði alvarlega kolli.
„Eins mikið og ég gat án þess
að drepa þig.“
Heit sólin skein á jörðina.
Nokkrar maðkaflugur suðuðu,
þær fundu blóðlyktina.
Jelka reyndi að brosa með
bólgnum vörunum. „Fékkstu
annars nokkurn morgunverð?"
„Nei,“ sagði hann, „engan.“
„Jæja, ég ætla þá að steikja
nokkur egg.“ Hún brölti með
erfiðismunum á fætur.
„Leyfðu mér að hjálpa þér,“
sagði hann. „Ég skal hjálpa
þér úr blússunni, hún storknar
við bakið á þér, það verður
sárt.“
„Nei, ég geri það sjálf.“ Það
var einkennilegur hljómur í
röddinni. Dökk augu hennar
hvíldu hlýlega á honum and-
artak. Síðan sneri hún sér við
og haltraði inn i húsið.
Jim beið, sitjandi á barmi
vatnskersins. Hann sá reykinn
koma upp um reykháfinn og
líða beint upp í loftið. Eftir
fáein andartök kallaði Jelka
á hann úr eldhúsdyrunum.
„Komdu, Jim. Morgunverð-
urinn þinn.“
Fjögur steikt egg og fjórar,
þykkar sneiðar af fleski láu á
hituðum disknum fyrir fram-
an hann. „Kaffið verður til-
búið eftir andartak," sagði
hún.
„Ætlar þú ekki að borða?“
„Nei, ekki núna, munnurinn
á mér er of sár.“
Hann reif í sig eggin og
horfði þvínæst á hana. Svart
hárið var vandlega greitt. Hún
var komin i hreina, hvíta
blússu.
„Við förum i kaupstaðinn
seinnipartinn i dag,“ sagði
hann. „Ég ætla að panta timb-
ur. Við skulum byggja nýtt hús
neðar í dalnum."
Hún leit snögglega á lokaðar
svefnherbergisdyrnar og horfði
þvínæst aftur á hann. „Já,“
sagði hún, „það verður ágætt.“
Og siðan eftir andartak: „Ætl-
arðu nokkurn tíma að slá mig
aftur — fyrir þetta?“
„Nei, aldrei aftur fyrir þetta.“
Bros kom fram i augu henn-
ar. Hún settist á stól við hlið
hans, og Jim rétti út höndina
og strauk yfir hár hennar og
niður hálsinn að aftan. 4
Þröstur Magnússon
Vióhöftim
eiðaifærin og
verkimar-
vörurnar
Viö erum umboósmenn fyrir:
Þorskanet frá:
MORISHITA FISHING NET LTD.
"Islandshringinn” og aörar plastvörur frá
A/S PANCO
Vira frá:
FIRTH CLEVELAND ROPES LTD.
Saltfiskþurrkunarsamstæöur frá
A/S RAUFOSS og PYROFABRIKKEN
Slægingarvélar frá:
A/S ATLAS
Loönuflokkunarvélar frá
KRONBORG
Fiskþvottavélar frá:
SKEIDES MEK. FABRIKKER A/S
Pökkunarvélar fyrir saltfisk frá
A/S MASKINTEKNIKK
F/V Kassaþvottavélar frá:
FREDRIKSONS
Bindivélar frá
SIGNODE
Umboössala fyrir:
HAMPIÐJUNA H.F
Innflytjendur á salti, striga og
öllum helstu útgeröarvörum.
SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA
@ Sjávarafuróadeild
SAMBANDSHÚSINU RVÍK, SÍMI 28200
29