Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1978, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.03.1978, Blaðsíða 8
Enn einn harmleikur hefur verið leikinn til enda í þessari fögru en afskekktu sjávarbyggð ... Fjárhús byggt um 1928. Bæjarrústir a8 Eyri, byggt um 1922. Eyrarhóll í baksýn. FJÁRHÚS ÁRNA ÁEYRI Frásögn eftir Finn Kristjánsson kaupfélagsstjóra á Húsavík Þessi frásögn mín fjallar um gamalt gleymt býli, eyðijörð. Eitt fagurt sumarkvöld kom ég á þetta býli. Ég stóð þar við litla stund, aleinn, hlustaði á mikillega sögu þess i þögn- inni, einkennilega sögu. Ég sá fyrir mér handtök fólksins sem átti þarna sitt skjól, en það yfirgaf skjólið, eftir eru ótrú- leg listahandtök. Þá datt mér i hug að einhver leyniþráður hefði raunar alltaf verið á milli min og þessarar afskekktu, yfirgefnu jarðar. Ég ákvað að skrifa þátt um þessa einkennilegu eyðijörð og þó aðallega um listaverkið sem gamli húsbóndinn skildi þar eftir þegar hann yfirgaf bæinn sinn. Jörðin er Knarrareyri á Flateyjardal en sjálft lista- verkið er fjárhúsin hans Árna á Eyri. Langt er á milli bernsku- heimilis mins og Knarrareyrar. Það má heita að allur hinn hrikalegi Kinnarfjallgarður að- skilji jarðirnar. Halldórsstaðir i Kinn standa, sem kunnugt er, austan undir fjallgarðinum sunnanverðum en Knarrareyri er hins vegar norðan og vestan undir Eyrarfjalli sem raunar er nyrsti hluti Kinnarfjalla. Það var því ekki undarlegt að í minum barnshuga fyndist mér jörðin Eyri vera eins og hinum megin á hnettinum og nokkur ævintýraheimur. En þá voru Kinnarfjöllin ekki svo lít- ill hnöttur. Ég minnist þess eitt sinn þegar ég var lítill strák- hnokki heima, það var kvöld- vaka og ljós logaði á stóra lampanum. Ég hafði það verk- efni að sitja á skammeli og tæja ull. Gömul kona, vinkona min, hafði tekið ofan af henni. Þá kom Sigurður föðurbróðir minn og sagði: „Það er skömm að þú skulir ekki lesa íslend- ingasögurnar, góði minn, lestu þessa“, og hann rétti mér sögu Finnboga ramma. Ég var aldrei hrifinn af þvi að tæja ull en ég held að þeg- ar þetta gerðist hafi mér þó litist stórum verr á norrænuna en þó fór svo að ég fór að tak- ast á við Finnboga ramma og þótti skemmtileg viðureignin. Síðan held ég að saga Finn- boga sé öðrum íslendingasög- um heppilegri til að vekja á- huga ungra á þeim merkilegu bókmenntum. Þá las ég fyrst um Knarrar- eyri, bæinn sem var hinum megin á hnettinum, og þá var víst spunninn úr ullartásunni grannur leyniþráður til Knarr- areyrar sem átti eftir að styrkjast og slitnaði raunar aldrei alveg. í Finnbogasögu segir: „Ás- björn dettiás bjó á Eyri, hann giftist Þorgerði, sem var systir Þorgeirs goða á Ljósavatni." Dettiás mun hafa verið harður í horn að taka við eiginkonuna Þorgerði. Þvi eitt sinn þegar hann fór til Alþingis skipaði hann Þorgerði að láta bera út barn sem hún myndi fæða á 8

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.