Samvinnan - 01.03.1978, Blaðsíða 5
Um þessar mundir eru að
koma á markaðinn í kaupfé-
lagabúðum og öðrum matvöru-
verzlunum um land allt þrjár
nýjar tegundir af kexi. Þær eru
í ilöngum og kringlóttum pökk-
um, bláum, gulum og brúnum.
Hinar smekklegu umbúðir um
kexið eru hannaðar af Helgu
Sveinbjörnsdóttur teiknara.
en tegundirnar eru mjólkur-
kex, vanillukex og kornkex. Eru
þetta fyrstu framleiðsluvörur
hinnar nýju iðngreinar, kex-
framleiðslunnar, sem sam-
vinnuhreyfingin hefur nú haf-
ið starfsemi á.
Vélarnar í kexverksmiðjuna
voru keyptar frá írlandi, og
komu þær til landsins í ágúst
á síðasta ári. Skömmu síðar var
hafizt handa við niðursetningu
þeirra, og tók það verk hálfan
þriðja mánuð. Verksmiðjan er
til húsa í sal, sem liggur með
endilangri norðurhlið Holta-
garða. Undanfarið hefur verið
unnið að prófun vélasamstæð-
unnar, en rækilega þurfti að
reyna öll tæki og allar upp-
skriftir, áður en fyrsta fram-
leiðslan var send á markaðinn.
Eins og áður hefur verið skýrt
frá var verksmiðjunni gefið
nafnið Kexverksmiðjan Holt.
Örnólfur Örnólfsson bakarameist-
ari: — Við erum sem óðast að ná
fullum tökum á öllum stigum
framleiðslunnar.
• 56 metra langur bakarofn
Sjálfur verksmiðjusalurinn
er 86 metra langur, og er hann
málaður í hólf og gólf og allur
hinn snyrtilegasti. Eins og gef-
ur að skilja veltur á miklu, að
þar sé fyllsta hreinlætis gætt í
alla staði, þar sem um við-
kvæma matvælaframleiðslu er
að ræða. Með annarri hlið sal-
arins stendur bakarofninn, sem
er engin smásmíði, 56 metrar
á lengd. í öðrum enda salarins,
við enda ofnsins, er deigið
hrært, venjulega um 400 kíló
í lögun, og er það gert i stórri
þar til gerðri hrærivél.
Úr hrærivélinni er deig-
inu lyft upp og hvolft ofan
í sjálfa bökunarvélina. Þar
rennur það fyrst á milli nokk-
urra valsa, sem jafna úr því og
gera það að sléttri samhang-
andi lengju. Þessi lengja fer
síðan inn í sérstaka vél, sem
A þessum svipmyndum úr Kexverksmiðjunni Holt má sjá í stórum drátt-
u,u gang framleiðslunnar. Kökurnar renna hægt á færibandi í gegnum
bakarofninn og koma siðan að pökkunarvélinni.
MYNDIR: EFFECT — S. ÞORGEIRSSON
/i a