Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1975, Side 3

Samvinnan - 01.08.1975, Side 3
 ■ $ Samvinnan Samstarf Norðurlanda mikilvægt Á því sumri, sem nú er senn liðið, héldu nor- rænir samvinnumenn árlegan fund sinn hér á íslandi. í setningarræðu minntist Erlendur Einars- son á helztu erfiðleikana, sem nú þyrfti að glíma við i islenzku efnahagslifi. Hæst bæri þar skugga verðbólgu, sem hefði verið meiri á síðastliðnu ári en áður og langt yfir venjuleg hættumörk. „islendingar eru ýmsu vanir i þessum efnum“, sagði hann. „En segja má, að á siðastliðnu ári hafi keyrt um þverbak. Lækkandi verð á útflutn- ingsafurðum okkar hefur mjög aukið á vandann. Aðstaðan gagnvart löndum Efnahagsbandalags- ias er einnig afar óhagstæð, þótt samningur is- lands við EBE hafi gengið í gildi 1. april 1973. Tollalækkunum átti að vera að fullu lokið á árinu 1977. Þá hefðu ýmsar þýðingarmiklar íslenzkar sjávarafurðir, svo sem frystur fiskur, orðið toll- frjálsar við innflutning til EBE. Vegna útfærslu fiskveiðilögsögu islands i 50 mílur kröfðust Vestur-Þjóðverjar þess, að banda- lagið frestaði framkvæmd ákvæðanná um tolla- laekkanir á sjávarafurðum. Þess vegna hafa toll- ar á íslenzkum sjávarafurðum innfluttum til landa EBE hvergi lækkað, en sums staðar hækkað, t. d. i Bretlandi, þótt íslendingar lækki tolla á EBE- iðnaðarvörum, sem fluttar eru inn til íslands. Meðan hér fæst engin breyting á eru íslendingar að mestu útilokaðir frá þýðingarmiklum mörk- uðum fyrir sjávarafurðir i löndum EBE. Þar sem þvingunarráðstafanir gagnvart íslandi ná til út- flutningsafurða, er taka yfir % af útflutningi lands- manna, er hér um að ræða mjög harðvitugar refsiaðgerðir og er leitun á slíku meðal Evrópu- þjóða. i augum islendinga eru þessar aðgerðir furðulegar, þegar þess er gætt, að nokkur af ríkjum EBE hafa lýst yfir þeim ásetningi sínum að færa út lögsögu sína í 200 mílur. Refsiaðgerðunum er án efa beitt gagnvart is- lendingum vegna þess, að í hlut á eitt smæsta ríki í Evrópu. Varðandi fiskútflutning islands og EBE, þá veldur það okkur þungum áhyggjum, að Efnahags- bandalagið h'efur nú byrjað á því að veita upp- bætur á sjávarafurðir og er þess þegar farið að gæta sem undirboð á freðfiski á Bandaríkjamark- aði og getur valdið islendingum verulegu tjóni“. i framhaldi af þessu vék Erlendur að samstarfi samvinnumanna á Norðurlöndum og sagði: „Hér er alls ekki vettvangur að ræða efnahags- vanda íslands; hann snýr fyrst og fremst að okkur íslendingum sjálfum . .. Ef til vill er afsökun mín að minnast á þessi mál hér helzt sú, að við Is- lendingar eigum frekast að mæta gagnkvæmum skilningi frá frændþjóðum okkar á Norðurlöndum, og vináttuböndin milli samvinnumanna á Norður- löndum eru traust og einlæg. islenzkir samvinnu- menn telja Norðurlandasamstarf og þátttökuna í NAF og NAE mjög mikilsverða. Þar endurspegl- ast raunhæft samstarf Norðurlanda á efnahags- sviðinu. Það hefur einnig sýnt sig, að NAF getur verið stökkpallur til samstarfs á ýmsum sviðum, t. d. á sviði iðnaðar. ibúatala islands er aðeins 1% af íbúatölu allra Norðurlandanna. Við erum því litli bróðirinn í samstarfi Norðurlanda og verðum því oftast að treysta á forsjá hinna stærri. Vonandi geta þó íslendingar þótt smáir séu lagt ýmislegt jákvætt til mála i Norðurlandasamstarfi, ekki sízt á sviði menningarmála". ÁgCst 1975, 69. érgangur, 6 hefti útggtr.nrti Samfaand Istenzkra samvinnu- létaga. Ritstjorí: Gylfi Gröndal. Af- gretðsla og auglýsingar: Erna Egils- dottir, Rítstjórn og nigreiðsla: Suður- landsbraut 32, sirnl 61255. Kerrtur út tiu sinnum á ári. ÁskrMtarverð: 1500 krónur, I lausasölu 200 krónur hverl heftí. Gcrð mynrtamóta: Prommyndastol- an ftf. Litgreimng á torslðu: Prentmynd sf. Prentun: Prentsmiðjan Edda hf. 3 Fornstugrein og ritstjóra- rabb. 4 JÞróun byggðar á íslandi, grein eftir Bjarna Einars- son bœjarstjóra á Akur- eyri. Ö Barnasiðan. 10 Jan, smásaga eftir Kiaus Rifbjerg, þýöing: Trausti Ólafsson, blaðamaöur. 12 Sagt 13 Viðhorf; Sjaldan veldur einn þá tveir deila, eftir Jón Grimsson. 14 Ársfundur NAF í Reykja- vik. 16 Vor fyrir vestan, frásögn eftir Gunnar M. Magnúss, rithofund. 19 Mayonnaise, sagt frá sögu þess og birtar nokkrar upp- Bjami Einarsson Bjarni Einarsson, bæj- arstjóri á • Akureyri, skrifar athyglisverða Qrein um byggðaþróun, °9 birtist hún í þessu °9 næsta hefti Sam- vinnunnar. i fyrri hlut- anum er rakin saga þýggðaþróunar hér á landi frá upphafi vega til okkar daga. Er óhætt að fullyrða, að ekki hafi áður birzt svo Gunnar M. Magnúss greinagott yfirlit yfir þetta mikilsverða mál. í síðari hlutanum vik- ur Bjarni nánar að samvinnufélögunum og hlutdeild þeirra i þró- un byggðar hér á landi. Er sá hluti greinarinn- ar ekki síður forvitni- legur en hinn fyrri. Margir munu eflaust hafa ánægju af að lesa Klaus Rífbjerg minningabrot Gunnars M. Magnúss, sem birt- ist i þessu hefti. Hann hefur rifjað upp stjórn- málasögu sína í létt- um dúr og hefst hún, er hann var unglingur fyrir vestan og studdi Ásgeir Ásgeirsson for- seta með ráðum og dáð. Lýsingin á fyrsta framboði Ásgeirs til þings er skemmtileg. Að lestri hennar lokn- um skilst vel, að þjóðin skyldi fela Ásgeiri Ás- geirssyni að gegna æðsta virðingaremb- ætti þjóðarinnar. Smásaga þessa heftis er eftir Klaus Rifbjerg. Hann er tvímælalaust kunnasti nútímahöfund- ur Dana og afköst hans og vinsældir á ritvell- inum með ólíkindum. Hann hefur sent frá sér flestar gerðir ritverka: skáldsögur, smásögur, Ijóð, leikrit, ritgerðir, revíur. Eins og kunn- ugt er hlaut Rifbjerg hin eftirsóttu bók- menntaverðlaun Norð- urlandaráðs fyrir skáld- söguna „Anna, ég, Anna" — en það er eina þókin, -sem þýdd hefur verið eftir hann á íslenzku. 20 Sjá nú hvað ég er beina- ber ..., minning Bólu- Hjálmars i tilefni af hundrað ára ártíðar hans eftir Eystein Sigurðsson. 22 Sunrarkvöld yfir Dyrfjöll- um, ljóð eftir Sigurð Ó. Pálsson. 20 Verölaunakrossgáta. 26 Visnaspjall. 70RSÍÐAN; i’orsíðumyndin er frá Fiateyri rtð Önundarfjörð og er birt í úlefni af titilgrein þessa heft- is um þróun byggðar hér á landi eftir Bjarna Einarsson, bæjarstjóra. Það er rnikið rætt ag ritaö um jafnvægi í byggð landsins og byggðastefnu, en fæstir gera sér ljóst, hvað átt er viö i raun og veru. Greinar Bjarna Einarssonar varpa skýru ljósi á þetta mikilvæga mál. Flateyri kemur raunar lika við sögu i frásögn Gunn- ars M. Magnúss i þessu hefti — Vor fyrir vestan. (Ljósm. Mats Wibe Lundt. 3

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.