Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1975, Side 8

Samvinnan - 01.08.1975, Side 8
Öldin okkar er öld hrað- fara þéttbýlismyndunar. Fólki í sveitum fækkar stöðugt, en Reykjavík vex og vex. Sjötti áratugurinn er seinna síldveiðitímabilið. Þá gekk þjóðin inn um glæstar dyr neyzlusam- félagsins. völlur voru mörg og smá fram- lög félagsmanna, enda var byrjað smátt en vöxturinn síð- an furðulega ör. Þegar við lítum yfir útlínur hag- og félagsþróunar fyrstu áratuga tuttugustu aldar, sjá- um við, að íslendingar kusu tvær aðskildar hagþróunarleið- ir. í gegn um allt tímabil hins öra hagvaxtar var þetta tví- þætta hagþróunarkerfi grund- völlur hagrænnar og pólitískr- ar þróunar. Og þó dregið hafi úr andstöðum þessa kerfis okk- ar, eins og eðlilegt er þegar við héldum inn í neyzlusamfé- lagið, er það enn grundvöllur íslenzkra stjórnmála. Þróun byggðar í landinu á tuttugustu öld ber einnig að skoða í ljósi þessarar þróunar. Öldin okkar er öld hraðfara þéttbýlismyndunar. Frá 1901 til 1940 fækkar fólki í sveitum úr 63000 í 47000 en hlutsfalls- talan lækkar úr 80% niður í 38%. Vöxtur Reykjavíkur var mjög ör á þessu tímabili, eða úr 6700 í 38200, úr 8,5% þjóð- arinnar í 31,4%. En aðrir kaup- staðir og kauptún með yfir 300 íbúa uxu einnig mjög ört, þó samanlagður vöxtur þeirra væri minni en vöxtur Reykja- víkur, enda samanlögð stærð þeirra mun meiri en stærð Reykjavíkur 1901, 8879 manns á móti 6682. 1940 var saman- lögð íbúatala þessara staða um 36300 og hafði hlutur þeirra vaxið úr 11,3% í 29,9%. En 1940 var Reykjavík ein orðin aðeins fjölmennari en hinir staðirnir samanlagt. Er Hafn- arfjörður þó talinn með öðru þéttbýli, enda Hafnarfjörður þá það langt frá Reykjavík að daglegt samneyti þar í milli var lítið. Landshlutajafnvægi var heldur ekki slæmt 1940 miðað við það sem síðar varð. Frá 1901 hafði einungis orðið bein fækkun á Austurlandi, úr 10634 í 10123, enda var norska gullöldin liðin. íbúafjöldi Vest- urlands, Vestfjarða og Suður- lands hafði staðið nokkurn- veginn i stað með örlítilli fjölg- un. Hins vegar hafði hlutfalls- tala þessara landshluta vissu- lega lækkað mikið, þeir höfðu lagt höfuðborginni til mikið af góðu fólki. En á Norðurlandi fjölgaði úr 20249 i 27406 eða um 7157 manns þó hlutfallstala Norðurlands lækkaði úr 25,8% í 22,6%. Á endastöðinni, Reykjavík og Reykjanesi, fjölgaði úr 12025 i 47460 eða úr 15,3% þjóðarinnar i 39,1%. Ég endurtek, að þrátt fyrir mikla fjölgun á Reykjanesi var eng- inn landshluti enn illa staddur. Síldin óð fyrir Norðurlandi á sumrum og gnægtir fiskjar voru fyrir Vestfjörðum. Endalok síldaráranna fyrri veiktu Norðurland vissulega. Og ýmislegt fleira gerðist á næsta áratug, sem dró úr mætti landsbyggðarinnar en jók veldi höfuðborgarinnar. Á stríðsár- unum urðu togararnir aftur stórgróðafyrirtæki, þó nú væru þeir allir orðnir gamlir og úr sér gengnir. En önnur aðgerð af völdum stríðsins var þó afdrifaríkari. Fram til 1940 sigldu millilandaskip til flestra helztu hafna landsins. Vega- kerfið var þá lítilfj örlegt, flug varla hafið, en strandsiglingar talsverðar. Og siglingar milli- landaskipanna tryggðu, að verzlun í helztu kaupstöðum stóð verzlun höfuðborgarinnar nokkurn veginn jafnfætis. En á stríðsárunum síðari urðu ís- lendingar, eins og í fyrra strið- inu, að snúa viðskiptum sínum frá Evrópu til Ameríku. Leng- ing siglingaleiðar svo og fækkun skipa af styrjaldará- stæðum, varð til þess að gjör- nýta varð millilandaskipin fyrst og fremst til siglinga milli landa. Strandferðir þeirra lögðust að mestu niður, vörum var skipað upp í Reykjavík og borgin varð sá allsherjarmiili- liður í verzlun og flutningum, sem hún hefur verið fram á þennan dag, þó merki gagn- sóknar sjáist nú. Haftakerfi eftirstríðsáranna og fram yfir 1960 tryggði enn betur þessa stöðu Reykjavíkur, því ætluðu menn að fá innflutningsleyfi var æskilegt að búa sem næst Skólavörðustígnum. Verðjöfn- unarpólitík í flutningum strandferðaskipanna varð Reykjavík og miklu frekar til hjálpar en landsbyggðinni, þar eð sú stefna varð fyrst og fremst til þess að stækka verzlunarsvæði Reykjavíkur. En það sem hefði getað gert út af við landsbyggðina var at- burðakeðja sjötta áratugsins. Þessi áratugur byrjaði ekki björgulega. Stríðsgróðinn var rokinn út i veður og vind. Verð afurða okkar hafði fallið stór- lega. Atvinnuleysi var 1951 og 1952, um allt land að heita mátti. Þjóðin brauðfæddi sig ekki sjálf þau ár, við lifðum á amerísku gjafakorni, Marshall- fé. Þegar afurðabatinn kom byggðist hann nær einungis á stórframkvæmdum á Suðvest- urhorni landsins, framkvæmd- um hersins á Keflavíkurflug- velli, Sogsvirkjun og byggingu Áburðarverksmiðjunnar og Sementsverksmiðjunnar. Sára- lítið var um framkvæmdir í öðrum landshlutum. Meira að segja fiskiskipafloti Norðlend- inga fór suður á vertíð og landshafnir voru gerðar þar til að taka á móti honum frekar en að leggja fram fjármagn til uppbyggingar í heimahöfnum bátanna. Og landmenn fylgdu flotanum suður. Ef til vill má segja, að lítil afkastageta byggingariðnaðar Reykjavíkur hafi helzt hamlað gegn fjölda- flutningi fólks suður. Sjötti áratugurinn er seinna síldveiðitímabilið. Ekki er auð- velt að gera upp áhrif þeirra uppgripa á þróun byggðarinn- ar. Mest urðu áhrif síldarár- anna á Austurlandi, en heild- aráhrifin urðu þau, að þjóðfé- lagið sem heild komst á nýtt hagþróunarstig. Þjóðin gekk inn um glæstar dyr neyzlusam- félagsins. Vegna síldveiðanna höfðu áframhaldandi stór- framkvæmdir Suðvestanlands ekki eins mikil áhrif og ella hefði orðið, en þar á ég við Búrfellsvirkjun og verksmiðj- una í Straumsvík. En á þess- um árum barst einnig hingað til lands erlend aðferðafræði í stjórnsýslu, hagræn áætlana- gerð. Meira skipulag komst á umræðu um byggðaþróun og 1963 ályktaði Alþingi, að gerð skyldi sérstök áætlun um að- gerðir til að stöðva fólksflótta frá Vestfjörðum. Það starf, sem ég tók þátt í, m. a. með aðstoð norskra sérfræðinga, var upp- hafið að tilraunum til skipu- legra aðgerða til að hafa áhrif á þróun byggðar i landinu. Því starfi hefur siðan verið haldið áfram, þó enn þann dag í dag skipi það ekki þann sess í stjórnsýslukerfi ríkisins, sem nauðsynlegur er, eigi verulegur árangur að nást. Önnur nýj- ung, ekki ómerkari en gerð landshlutaáætlana ríkisins, er stofnun landshlutasamtaka sveitarfélaga, sem grundvöllur var lagður að á síðustu árum áratugsins. Á árunum 1940 til 1960 hækk- aði hlutfall Reykjanessins úr 39,1% í 52,7%. Á Vestfjörðum fækkaði um nær 2500 manns en í öðrum landshlutum fjölg- aði lítilsháttar þó hlutfalls- tölur þeirra allra lækkuðu mik- ið. Það sem af er þeim áratug, sem við nú lifum hefur þróun byggðarinnar á ýmsan hátt verið jákvæðari en áður. Skiln- ingur á nauðsyn byggðajafn- vægis hefur vaxið. Skipulegar aðgerðir stjórnvalda hafa auk- izt nokkuð og sjálfsbjargar- viðleitni íbúa landshlutanna hefur vaxið. Meira jafnvægi er í framkvæmdum á milli lands- hluta. Og ekki skulum við gleyma skuttogurunum þó ekki séu þeir að mínu viti eins hald- góð byggðaaðgerð og sumir vilja vera láta. □ 8

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.