Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1975, Page 12

Samvinnan - 01.08.1975, Page 12
Um stjórnmál it Sá stjórnmálamaður nær beztum árangri, sem er svo heppinn að geta sagt það sem allir hugsa og seg- ir það nógu hátt og skýrt. Theodore Roosevelt Heiðarlegur er sá stjórnmálamaður, sem hægt er að treysta — þegar mað- ur er búinn að múta hon- um! Simon Cameron •fc Stjórnmál eru alvar- legra mál en svo, að hægt sé að láta stjórnmálamenn eina fjalla um það. Charles de Gaulle ☆ Hyggilegast er að vera annaðhvort til hægri eða vinstri. Allir vita hvað ger- ist þegar fólk er úti á miðri götunni. Það er ekið yfir það! Aneurin Bevan Hann var stjórnmála- maður af lífi og sál. Hann var vanur að hugsa í millj- ónum — milljónum annarra manna. Arnold Bennett it Hvaða kjáni getur gagnrýnt — og margir gera það. C. Carbett erkibiskup ■fr Honum stóð hjartan- lega á sama um, hvaða leið bifreiðin ók — aðeins ef hann fékk sjálfur að sitja við stýrið. Sagt um Lloyd George it Það er langtum betra að vera bundinn við akkeri vitleysunnar, en leggja út á hið hættulega haf hugsun- arinnar. J. K. Galbraith Stjórnmál eru vísindin, sem fjalla um það, hvernig hver fær hvað, hvenær og hvers vegna. Sidney Hillman ■jír Trúarbrögð eru skipu- lögð til að fullnægja þörfum sálarinnar. Stjórnmálin gegna sama hlutverki — fyrir líkamann. Joce Cary jafnir eftir, þeir lifðu i þeim og lifðu af. En sonur hans! Pétur þekkti ekki ópíumgreni nema úr bókum, og því olli það honum angri í hvert sinn, sem hann sá Jan grindhoraðan fyrir sér á svefnbekknum í þessari gráu og sjúklegu þoku, að drengurinn fékk mongólskt yfirbragð. Þetta bráðlæti Jans hafði einnig aðrar afleiðingar, eða var það kannski tíðarandinn, sem Bettína smitaðist af. Hún hafði að minnsta kosti komizt að raun um, að engin ástæða væri til þess, að hún væri heima að elda, úr þvi að Pétur fór á safnið á hverjum degi og kom ekki heim fyrr en að kvöldi, og þau sáu Jan aldrei hvort eð var. Bettína vildi einnig gjarna hafa eitthvert gagn af menntun sinni, og einn daginn tilkynnti hún Pétri, að hún hefði fengið stöðu við menntaskólann í hverfinu, 30 stundir á viku, danska og franska. Hafi ein- hver ihaldssemi leynzt í Pétri, hlaut þetta að fá á hann. Út af fyrir sig hafði hann ekkert á móti því, að Bettína tæki að sér starf, hann hefði meira að segja skipað svo fyrir, ef þau hefðu bara getað rætt málíð. Allt í einu sögðu hvorki kona hans né sonur honum, hvað þau hugðust taka sér fyrir hendur, og það olli Pétri óör- yggi. Pétur hafði ekki haft að mörgu að hverfa í lífinu, ef undan eru skilin safnið og sunnudagarnir sælu fyrir löngu. Þó hafði hann ætíð átt sér eitt algert og víðfeðmt skjól; það mátti kalla lífsval hans og hald í lífinu; það voru Bettína, Jan og raðhúsið þeirra, hverfið þeirra, erfið- leikar þeirra, hraðlestin; sjálf- ur lífsstíll þeirra, hreinn og gljáfægður; að allt var eins og það var. Nú komu skellur i gljáann, en það hefði heldur ekki komið að sök, ef Pétur hefði sjálfur verið ósnortinn af umbrotunum. Jafnvæginu — ihaldssömu eða frjálslyndu — var raskað, og dag einn sá Pét- ur í fyrsta sinni eftir sjö ára samstarf, að vinnufélagi hans, Lotte Brinkland mag. art. og safnvörður, hafði bæði lendar og barm og lítið ljósrautt eyra, sem brá allt í einu fyrir, þegar sólin skein inn um háa glugg- ana og á það gegnum hárið. Og ekki nóg með það: Pétur fann, að þetta eyra á Lotte Brinkland þarfnaðist snerting- ar, og engum öðrum en honum var ætlað að fitla við það. Dag einn skaut fulltrúa barnaverndarnefndar upp heima hjá Pétri og Bettínu. Lögreglan hafði ráðizt til inn- göngu i „dópgreni“, og meðal þeirra, sem þar héldu sig, var Jan. Nú langaði fulltrúa barna- verndarnefndar til að vita, hvernig heimilisástæðurnar væru hjá Jan. Pétur og Bett- ina litu snöggt hvort á annað, en einhverra hluta vegna litu þau strax undan. Rétt á eftir gat þó Pétur sagt, að þetta gengi ágætlega, ekkert los væri á neinu og báðir for- eldrarnir ynnu fyrir kaupi... Hvort þau rifust? Aldrei. Loks- ins ræskti maðurinn sig og fór með þeim ummælum, að þau heyrðu nánar frá sér síð- ar. Seinna kom bréf þess efnis, að gætu þau ekki haft stjórn á Jan og haldið honum burtu frá „skaðlegu umhverfi", yrðu yfirvöldin að grípa í taumana. Drengurinn var þá þrettán ára. En allt í einu höfðu þau ekki svo ýkja miklar áhyggjur af honum, heldur hinu, að þau gátu ekki sagt neitt af viti hvort við annað. Frelsisskerð- ingarhótunin hafði haft ein- hver áhrif á drenginn. Hann fór að halda sig mikið heima, þar sem hann sat og drúpti höfði, svo oft sást ekki einu sinni framan í hann, ekkert nema sítt hár, sem virtist gró- ið við borðplötuna. Ekki var unnt að fullyrða, hvort hann virti foreldra sina fyrir sér gegnum fortjaldið, en þetta minnti á þann hluta dýragarðs, sem ætlaður er smærri rán- dýrum, þar sem þau vafra í hringi í þröngum búrunum í senn inni í sér og vitandi um granna sína, úfin í skapi og full löngunar, en alls ófær að komast gegnum rimlana. Pétur var ekki viss um, hvort það var nokkuð fleira en franskan og danskan, sem Bettina sóttist eftir í skólan- um. Hann vissi aðeins, að hon- um sjálfum nægði ekki lengur ljósrautt eyra Lotte og sólskin- ið i afsteypudeildinni. Hann vildi meira, og hann fékk það. Bettína var sá aðili, sem greinilega beið hnekki við þetta, og þegar svo langt var gengið, hélt hún Jan. En það undarlega var, að samt sem áður hafði eiginlega ekkert gengið hjá Pétri. Víst flutti hann að heiman, og vissulega hafði hann tíð samskipti við Lotte Brinkland mag, art. En Jan stóð milli þeirra, og Bett- ína var heldur ekki dauð, og húsið þeirra stóð ennþá, og þegar allt kom til alls, var ring- ulreiðin slík, að ekki var ýkja auðvelt að henda reiður á henni. Þetta stafaði af þvi, hve Jan var gugginn og leit út eins og liðlega áttrætt gamalmenni, þótt hann væri þrettán ára. Meðan Pétur sat og smá- geispaði yfir nýju riti um kon- unglega danska portrettmál- ara, reyndi hann að rifja þetta upp fyrir sér. Hvað hafði stjórnað lífi hans til þessa? Skynsemin? Hann var þess al- búinn að fallast á það. En svo reyndi hann að láta hugmynd- ina um ,,skynsemina“ koma heim og saman við 1) Bett- ínu, 2) Jan, 3) Lotte Brinkland. Það gekk ágætlega með númer eitt, en aðeins litla stund. Svo varð hann að spyrja aftur: Hvers vegna giftist ég henni? Var það af skynsemi? Þvaður. Af ást? Ójá. Og Jan? Hvers vegna eignuðumst við hann? Af skynsemi? Þvaður. Það var of erfitt. Og Lotte? Skynsemi? Píp. Það var eyra, ljósrautt, og svo hitt, sem á eftir kom. Hon- um hlýnaði af að hugsa um það, en varð einnig órótt. Hann fékk glýjur í augun og leit af bókstöfunum, sem voru farnir að sindra fyrir augum hans. Rétt á eftir var hann farinn að fara yfir atriðin aftan frá og kom að Jan. Honum var enn heitt og óróleikinn ágerðist. Loks hugsaði hann um Bettínu og stóð á fætur með sting í hjartanu. Hann var óstyrkur og gat ekki verið kyrr. Pétur fann sig sekan. Þetta var gamaldags sektartilfinning með kökk J hálsinum, og hann langaði til að leggja niður rófuna. Hvað hafði hann gert? Hann hafði kvænzt Bettínu, getið með henni son og búið með henni i 14 ár, og hann kunni ekki ótvírætt svar við hvers vegna! Þetta var hneyksli! Allt til þessa hafði hann kennt Jan um, að hjónabandið fór út um þúfur, en hann vissi nú, aö hann var sekur, hann einn, en um leið gerði hann sér einnig ljóst, að hann gæti aldrei snú- ið aftur til Bettínu. Það væri ekki einungis glappaskot, held- ur einnig hörmulegt áfall. Sennilega kærði hún sig ekk- ert um hann. Honum var heitt og hann gekk órór um gólf í litlu skrifstofunni. Hann leit í allar áttir, en það var sama hvert hann beindi augum sín- um; alls staðar sá hann hið sama; lítinn þrettán ára öld- ung, sem faldi sig bak við sítt hár og gægðist gegnum riml- ana. Pétur neri hendur sínar og tautaði fyrir munni sér. Eitt andartak langaði hann að skjótast til Lotte, en vann bug á því með því að yppta öxlum hálfvegis eins og af skyldu- rækni. Það hlaut að vera ein- hver leið, einhvers konar „lausn", sem hann fann ekki lykilinn að. Ótal myndir þutu 12

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.