Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1975, Síða 16

Samvinnan - 01.08.1975, Síða 16
• „VIÐ VERÐUM AÐ STYÐJA ÁSGEIR!“ Það var dag einn sumarið 1923, að Friðrik Hjartar, skóla- stjóri á Suðureyri, hitti mig á plássinu og sagði: — Nú verður Ásgeir Ásgeirs- son í framboði fyrir Framsókn- arflokkinn. — Nú-já? Ég hafði aldrei heyrt þennan Ásgeir nefndan fyrr. Ég kannaðist aðeins við einn Ásgeir Ásgeirsson, — þann eina og stóra Ásgeir Ásgeirs- son, sem átti verzlanir í öllum nálægum plássum og einnig hér á Suðureyri, — Ásgeir gróssera, sem átti hið mikla Gunnar M. Magnúss rit- höfundur hefur skrifað bók, þar sem hann rifjar upp kynni sín af stjórn- málum bæði fyrr og síð- ar. Bókin heitir „Sæti númer sex“ og kemur væntanlega út fyrir næstu jól. Gunnar hefur leyft Samvinnunni að birta þennan skemmti- lega kafla um fyrsta framboð Ásgeirs Ásgeirs- sonar, forseta. millilandaskip, Ásgeir Ásgeirs- son, er á vorin kom hlaðið varningi utan úr löndum og flutti út saltfiskinn okkar. — Við verðum að styðja hann, sagði Friðrik. — Er það góður maður? sagði ég. Þegar ég var búinn að sleppa þessum orðum út úr mér, fann ég samstundis, að þetta var fremur hláleg spurning. Ég átti alls ekki við það, hvort þessi Ásgeir væri góðmenni, — hvort hann væri hjartahlýr maður, sem ekki mætti neitt aumt sjá, — hvort hann stryki um vanga á barni, sem væri að gráta og segði: — Stakkstu þig á ílís, lof mér að sjá puttann þinn, — eða hann tæki kannski upp budduna sína og rétti fátæk- legri konu bankaseðil með þeim orðum, að hún skyldi kaupa fyrir þetta rýju, svo að börnin hennar færu ekki i jólakött- inn. Og Friðrik skildi við hvað ég átti og svaraði: — Þetta er einn af fremstu og glæsilegustu ungu mönn- um, sem nú hafa komið fram, bæði gáfaður og gæfulegur, tók stúdentspróf 18 ára og guð- fræðipróf 21 árs hefur verið við framhaldsnám í Svíþjóð. Hann hefur stundað ýmis störf, verið bankastarfsmaður og biskupsskrifari, nú kennari við Kennaraskóla íslands, ;— tengdasonur Þórhalls biskups og því mágur séra Tryggva, ritstjóra Tímans. Við þessa frásögn Friðriks, kom mér í hug það, sem hún María litla sagði við hann Ey- vind: — Ég er María, ungi mömmu sinnar, hrossabrestur babba, busladýrið heima, dótturdótt- ir Óla í Noröurbænum á Heiði, fjögra í haust, tveim dögum eftir veturnætur, — það er ég! — Nei, ertu það þó, sagði Eyvindur. — Jæja, sagði ég, — en ég hef ekki kosningarétt. — Þú ert forustumaður í íþróttafélaginu Stefni, sagði Friðrik. — Þið getið haldið fund og samkomu og boðið Ásgeiri að halda þar fyrirlest- ur. — Við verðum að styðja hann með ráðum og dáð. Það væri heiður fyrir okkur að eignast þennan mann fyrir þingmann, bætti hann við. Þannig blés Friðrik í mig áhuga fyrir þessum unga efn- ismanni, sem var að leggja af stað að sunnan. Og við félag- arnir í Stefni ræddum málið og ákváðum að bjóða Ásgeiri að flytja erindi um sjálfvalið efni á samkomu, sem við ætl- uðum að efna til að framboðs- fundum loknum. Okkur fannst þá þegar, að við værum orðnir þátttakendur í sókn hans til sigurs í kjördæmi Jóns Sig- urðssonar og hlökkuðum til komu hans. • GLUGGABLÓM OG GADDAVÍR Nú rann upp sú stund, að framboðsfundur skyldi hefjast á Suðureyri og gengu þeir í salinn, annar sléttur í andliti, fullur að vöngum, fríður sýn- um, dökkhærður og hárið mikið og afturkembt, mildur á svip með dálítið blik í augum, prúður í fasi, beinvaxinn, nærri fattur, mjúkur í göngu- lagi, tuttugu og níu ára að aldri, — Ásgeir Ásgeirsson, fulltrúi Framsóknarflokksins, hinn rúnum ristur, svipmikill, heldur þreytulegur í fram- göngu en hiklaus, með lúnar vinnuhendur, þybbinn í herð- um og tekinn að þynnast á vanga, hálf-sjötugur að aldri, — Guðjón Guðlaugsson frá Ljúfustöðum, fulltrúi Borgara- 16

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.