Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1975, Qupperneq 17

Samvinnan - 01.08.1975, Qupperneq 17
Þegar ræðumaður þagnaði, dundi við hlátur og ^ ^ kátína í salnum. Með þessari sögu hafði Ásgeir Ásgeirsson unnið sinn fyrsta sigur í kjördæmi ^ ^ Jóns Sigurðssonar. %% flokksins, þ. e. sjálfstæðis- manna. Ásgeir Ásgeirsson var fæddur 13. maí 1894 í Kóranesi á Mýr- um. Hann varð stúdent 1912, tók guðfræðipróf í Reykjavík 1915. Hann hafði verið bisk- upsskrifari, bankaritari í Landsbankanum og kennari við Kennaraskólann frá 1918. Árið 1917 kvæntist hann Dóru Þórhallsdóttur biskups Bjarna- sonar. Guðjón Guðlaugsson var fæddur 9. desember 1857 á Skarði á Skarðsströnd. Hann hafði numið búfræði hjá Hall- dóri Jónssyni búfræðingi á Rauðumýri við ísafjarðardjúp og síðar verið við ræktunar- störf í Danmörku. Þá hafði hann verið bóndi í Steingríms- firði og jafnframt kaupfélags- stjóri í Hólmavík 1907 til 1919. Hann hafði verið þingmaður Strandamanna 1893 til 1907 og 1912 til 1913 (kosinn 1892 og 1911), landskjörinn þingmaður 1916 tU 1922. Guðjón hafði starfað í fjölmörgum milli- þinganefndum og var orðinn gæzlustjóri Söfnunarsjóðsins frá 1922. Hahn var tvíkvæntur. Pyrri kona hans var Ingibjörg Magnúsdóttir. Hún lézt 1913. Seinni kona hans var Jóney Guðmundsdóttir. Forvitni og tilhlökkun var meðal fundarmanna áður en leikurinn hófst, því að nú komu hér fram til að keppa um þingsætið nýir menn, sem héraðsbúar þekktu ekki nema af orðspori, en um langt skeið undanfarið höfðu innanhér- aðsmenn verið í framboði. Ásgeir var óskrifað blað á þessum sviðum, hafði að vísu tekið þátt í félagsmálum fyrir sunnan og gengið í Framsókn- arflokkinn undir forustu mágs síns, Tryggva Þórhallssonar, er um þessar mundir var rit- stjóri Tímans. Guðjón frá Ljúfustöðum var hins vegar gamalkunnur bar- dagamaður á landsmálasvið- inu. í fyrstu ræðu sinni hóf Guð- jón frásögn af ýmsum fram- faramálum þjóðarinnar á síð- ustu áratugum og kom þar talsvert við sögu sjálfur, því að hann hafði borið fram mörg niál á þingi, einkum varðandi jarðræktarmál og búnaðar- framkvæmdir. Hann sá fram á nýja tíma og taldi reynsluna i starfinu undanfarna áratugi verða mikils virði og nauðsyn- lega fyrir þá, sem ættu að ráða niálum. Ásgeir flutti þar jómfrúr- ræðu sína og ræddi landsmálin nokkuð á víð og dreif, en þar kom brátt, að hann lýsti þvi að nýir tímar og umbótasókn væri framundan á þjóðmála- sviðinu, að vísu hefði sú sókn hafizt fyrir nokkrum áratug- um, en nú risi hún hærra með hverju árinu sem liði, fyrir til- verknað hins unga og vaxandi Framsóknarflokks. Beindi hann sjónum að hinum mikla hildarleik, sem nýlega væri lokið, en umrót væru á mörg- um sviðum og margt í undir- búningi, sem flokkur sam- vinnumanna myndi beita sér fyrir að leysa til heilla fyrir land og lýð. Eftir framsöguræðurnar hóf- ust svo hin eiginlegu vopna- viðskipti. Guðjón brá nú brandi sin- um forna á loft og lagði til andstæðingsins, — ekki til samvinnumanna beinlínis, því að sjálfur hafði hann stofnað verzlunarsamtök og verið kaupfélagsstjóri, — heldur gengu vopnalög hans gegn Framsóknarmönnum, sem nú væru til komnir og vildu gína yfir málunum og eigna sér það, sem aðrir hefðu borið fram til sigurs. Nefndi hann í þvi sam- bandi umbætur á jarðræktar- málunum, sem hann hefði barizt fyrir. Eitt þeirra voru girðingalögin, — um gadda- vírinn, — sem nú væri strengd- ur til varna kringum tún og engjalönd landsmanna og kæmu í stað grjótgarðanna og vallargarðanna fornu. í næstu ræðu sinni sagði Ás- geir þessa sögu af hananum og hænunum hans: — Það var einu sinni hani, sem átti heima með hænunum sínum í litlum kofa. í vetrar- kuldanum var hurðin ekki opnuð, en það var lítið kringl- ótt gat á hurðinni, sem han- inn fór út um, þegar hann vildi viðra sig. Og hænurnar eltu hann út um litla gatið og inn aftur. Þannig gekk þetta allan vet- urinn, — haninn fór með hæn- urnar sínar út og inn um litla gatið. Þegar sólin hækkaði á lofti og vorið settist að völd- um, var hurðin opnuð upp á gátt, til þess að sólin gæti lýst og vermt þessa vistarveru. En nú brá svo við, að han- inn sat kyrr inni með hænurn- ar sínar. Hann fann hvergi litla gatið til að smjúga út um. Eins er það með Guðjón Guðlaugsson: — meðan allt var í ólagi með jarðræktarlög- in, þá var Guðjón með á nót- unum og fór út og inn um litla gatið, eins og haninn, en þegar Framsóknarmenn hafa opnað hurðina upp á gátt, þá er Guð- jón ekki með og situr sem fast- ast inni, af því að hann finnur ekki litla gatið. Þegar ræðumaður þagnaði dundi við hlátur og kátina í salnum. En vafalaust má telja, að með þessari sögu hafi Ás- geir unnið sinn fyrsta sigur i kjördæmi Jóns Sigurðssonar. En Guðjón hafði ekki veriö vanur því að láta andstæðing- inn eiga hjá sér smámuni, enda notað þau vopnin, sem næst voru hverju sinni og tíðum skyrpt í eggjar. Hann brá nú á það ráð að veitast að Ásgeiri persónulega, — benti skilmerkilega á reynsluleysi hans í stjórnmál- um, og þar með, að hann væri eins og eitt snoturt gluggablóm i Laufási, þar hefði hann látið sólina verma sig og að lokum hreppt biskupsdótturina fyrir konu. — Já, sagði Ásgeir, — ég hef ekki komið í gegn neinum gaddavírslögum, en ég tel mig samt ekki alveg þekkingarlaus- an í atvinnuháttum lands- manna, því að á skólaárum mínum var ég í kaupavinnu, kynntist þá mörgu og lærði margt. En viðvíkjandi því, sem Guðjón talar um veru mína í Laufási og líkir mér við glugga- blóm, get ég sagt honum það, að mér hefur liðið vel í Laufási og er ánægður með minn ráða- hag. Það var þegar auðsætt, að Ásgeir hafði fengið hinn á- kjósanlegasta andstæðing, þar sem Guðjón á Ljúfustöðum var. Fundurinn þótti hinn skemmtilegasti, en viðureign þeirra benti brátt til þess, að leikurinn var ójafn, einkum eftir að Guðjón tók að mæðast. Þeir stóðu á hösluðum velli, annar seigsterkur og forn, hinn mjúkur og lipur og fer í loft upp eða hverfur undan, — er afsleppur, eins og keila í sjó- lokunum. Áheyrendum hvarflar jafn- vel í hug stef úr Grettisljóð- um Matthíasar, sem hefst með þessum orðum: — Svo takast þeir á, — þó að langt sé frá að samlíking Matthíasar hæfi hér, nema að litlu leyti. Guðjón brýndi að vísu enn 17

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.