Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1975, Qupperneq 21

Samvinnan - 01.08.1975, Qupperneq 21
Bólugil. Lyktaði þeim svo, að þeir Hjálmar og Jón Reykjalín skildu að kalla sáttir, en fyrir níðkveðskap sinn og aðrar á- virðingar var Hjálmar dæmdur til einnar viku varðhaldsvistar upp á vatn og brauð, auk þess sem brenndur skyldi allur kveðskapur hans, sem til næð- ist. Munnmælasagnir herma svo frá, að Hjálmar hafi strokið úr varðhaldinu þegar fyrstu nóttina og flúð vestur til Skagafjarðar, en fangavist hans hafi aldrei orðið lengri. Þar er þó ekki farið rétt með, því að fyrir nokkrum árum kom i leitirnar í Þjóðskjala- safni skýrsla, sem sýnir svo að ekki verður um villzt, að hann hefur raunverulega tekið út Þessa refsingu sína nokkru eft- ir réttarhöldin. En á hinn bóg- inn sýnist greinilegt, að Hjálm- ar hefur á þessum árum verið gæddur mjög riku hugmynda- flugi, og er það e. t. v. skáld- gáfa hans, sem brýzt þannig út, að svo sýnist, sem hann hafi tæplega haft fulla stjórn á þessu hugmyndaflugi sínu á köflum. Nokkrar vægast sagt nijög ótrúlegar furðusögur af honum eru til, sem sýnist verða að rekja til þessara ára og til hans sjálfs. Skal ég ekki rekja þær hér frekar, en hitt er ljóst, að á þessum yngri árum sínum birtist Hjálmar okkur í ljósi sögunnar sem ástríðufullt ungt skáld með opið hugarfar, en jafnframt gæddur ríkri skáld- gáfu, sem hann beitir í þágu óstöðvandi heiftar sinnar gegn öllu hinu illa og rangsnúna i heiminum. Það er þannig ekki algjörlega ný bóla, að ungu skáldin reynist eldri og ráð- settari samborgurum sínum þyrnir í augum og óþægur ljár i þúfu. • flutningur til skagafjarðar Þegar hér var komið sögu átti Hjálmar þannig nokkuð hrös- óttan feril að baki, og má vera, að það hafi ýtt undir hann að leita fyrir sér á nýjum slóð- um. Vorið 1820 fluttist hann búferlum úr Eyjafirði og fór þá vinnumaður að Silfrastöðum í Blönduhlíð i Skagafirði. Þar hefur hann fljótlega kynnzt konu sinni, sem sið- ar varð, en hún hét Guðný Ólafsdóttir, og voru þau Hjálmar systrabörn. Átti hún heima hjá foreldrum sínum þar skammt frá, á Uppsölum í Blönduhlíð, og var um það bil fimm árum yngri en Hjálmar, eða rétt um tvítugt, þegar hér var komið sögu. Fæddist fyrsta barn þeirra um sumarið eftir, 1821, og var það stúlka, sern skírð var Sigríður eftir fóstru Hjálmars. Þessi dóttir þeirra andaðist þó aðeins mánaðar- gömul. Vorið 1822 voru þau Hjálmar og Guðný svo gefin saman i hjónaband, og reistu þau bú sama vor á hluta af jörðinni Bakka í Öxnadal, þar sem þau bjuggu síðan í tvö ár. Má geta þess, að sagnir herma, að Hjálmar hafi fengið ábúð- arréttinn þar gegn því að vera eiganda jarðarinnar innan handar um níðkveðskap um konu nokkra þar í sveitinni, sem ort hafði um hann níðvís- ur, en hann þóttist vanmegn- ugur að svara sjálfur. Má því með nokkrum rétti segja, að Hjálmar hafi hér kveðið undir sig jarðnæðið, ef þessar sagnir eiga við rök að styðjast. Frá Bakka fluttust þau Hjálmar og Guðný svo vorið 1824. Fóru þau þá að Nýjabæ í Austurdal í Skagafjarðardöl- um, sem er afskekkt byggðar- lag suður af Skagafjarðarhér- aði, sem þó mun hafa þótt bú- sældarlegt á þessum tíma, einkum með tilliti til fjárbú- skapar. Á Nýjabæ bjuggu þau í fimm ár og mun hafa búnazt vel, en heimildir eru fyrir hendi um það, að þar hafi efni Hjálmars aukizt töluvert, svo að við lok þessa tímabils hafi hann verið kominn fyllilega i hóp meðalbænda hvað efna- hag snerti. En ekki gekk þeim þó allt í haginn í Austurdal. Þau áttu þar harðskeytta ná- granna, sem voru lítið hrifnir af búskap þeirra þar, og eftir að nokkrum sinnum hafi komið til átaka milli Hjálmars og þeirra, eru alltraustar heim- ildir fyrir því, að einn þeirra hafi beinlínis setið fyrir hon- um með það í huga að ganga af honum dauðum. Hjálmar slapp þó undan þeirri fyrirsát, en hins vegar er þess tæplega að vænta, að hann hafi fýst mikið í lengra nábýli við þessa granna sína, og af þeim ástæð- um hefur verið talið, að hann hafi flutzt þaðan burt árið 1829. Fór hann þá að Uppsöl- um í Blönduhlíð og bjó þar á hluta af jörðinni til ársins 1836, er hann fluttist að Bólu, sem hann er síðan oftast kenndur við. Allan tímann frá því að Hjálmar fluttist frá Eyjafirði og þar til hann fór frá Nýjabæ, verður ekki séð að hann hafi gefið sér tíma til að sinna skáldskap að nokkru marki, heldur hefur hann verið önn- um kafinn við að byggja upp bú sitt. Á hinn bóginn má telja mjög líklegt, að meðverkandi ástæða fyrir búferlaflutningum hans þá hafi verið sú, að hann hafi fýst að taka þar upp þráðinn að nýju í meira fjöl- menni og við betri aðstæður en einangrunin í Austurdal hafði Minnismerki um Hjálmar í Bólu, gert af Jónasi Jakobssyni. Rústir beitarhúsanna frá Brekku.

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.