Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1975, Síða 23

Samvinnan - 01.08.1975, Síða 23
1838, hinn 28. nóvember, riðu hreppstjórar Akrahrepps í hlaðið i Bólu ásamt sjö fylgd- armönnum og kröfðust þess að fá að gera þar þjófaleit, þar sem þau hjónin lægju undir grun um sauðaþjófnað. Leit- uðu þeir þar dyrum og dyngj- um, en fundu ekkert, er benti til slíks, unz þeir rákust loks á kagga með sauðakjöti í litlum kofa inn af eldhúsinu. Töldu þeir kjötið í kagga þessum vera heldur mikið, eftir því sem þau hjónin höfðu skorið af fé um haustið, og varð úr, að þeir báru logandi ljós inn í kof- ann, þar sem m. a. var geymt talsvert af þurru sauðataði, og innsigluðu kaggann. Hurfu þeir á brott við svo búið, en skömmu eftir að þeir voru farnir, kom upp eldur í kofanum, og brann hann til ösku með öllu sem í honum var, og einnig hluti af eldhúsinu. Höfðu þau hjón þannig orðið fyrir allmiklu LjPRf i—i PRcnimvnDASTOPRn hp. Brautarholti 16 sími 25775 Pren tmyndageró og Offsetþjónusta EFÞAÐ VANTAR í sumarbústað, sveitina, bæinn — eru það plaströrin frá Reykjalundi, sem nú eru notuð. Létt, sterk og sveigjanleg rör. Öruggar og auð- veldar tengingar. Leggja má hundruð metra án tenginga. Þola högg og hnjask — lítil hætta á skemmdum þó vatnið frjósi. Ónæm fyrir áhrifum vatns, lofts og jarðvegs. Framleidd úr Hostalen, frægu þýzku plastefni, sem notað er í leiðslur um allan heim. Fylgist með tækninýjungum upplýsinga. — leitið nánari VATN fSi5®ÍT UB HosriUj 'Í545JHI FRA höchsUA VINNUHEIMILIÐ AÐ REYKJALUNDI AÐALSKRIFSTOFA REYKJALUNDI, Mosfellssveit - Simi 91-66200 SKRIFSTOFA i REYKJAVÍK, Bræðraborgarstig 9 - Simi 22150 tjóni af völdum leitarmanna, bæði var hluti af bæ þeirra eyddur af eldi og talsverður hluti lífsbjargar þeirra til vetrarins eyðilagður. Upp af þessu spruttu mála- ferli, sem stóðu yfir því nær til jafnlengdar árið eftir, og er augljóst, að málið hefur verið rekið af mikilli hörku móti þeim Hjálmari og Guðnýju. En þrátt fyrir það tókst ekki að færa neinar sönnur á, að þau væru sek um sauðaþjófnað, enda voru þau samtaka um að bera staðfastlega af sér allar slíkar ákærur. Lyktaði málinu svo, að þau voru að kalla sýkn- uð, en þó munu þau hafa orðið að þola tjónið af brunanum bótalaust. Er og svo skemmst frá að segja, að allt, sem vitað er um þetta mál, bendir til þess, að ákæran á hendur þeim hafi verið að mestu úr lausu lofti gripin og þau hafi hér orðið að þola ofríki harðskeyttra nábúa sinna, en skapgerð Hjálmars var svo farið alla ævi, að hon- um hætti mjög til að espa menn upp á móti sér og gera þá að heiftúðugum óvildar- mönnum sínum. En þó að sauðaþjófnaðar- málinu hafi lyktað með sigri hjónanna í Bólu, er eigi að síð- ur augljóst, að ákæran og málaferlin hafa gengið mjög nærri þeim báðum. Við það bættist og það, að Hjálmar mun hafa veikzt um þessar mundir og orðið meira eða minna ófær til vinnu. Að lokum gafst hann svo upp við búskap- inn, og vorið 1843, eftir sjö ára búskap í Bólu, fluttust þau hjónin þaðan og fóru að Minni- Ökrum í sömu sveit. Á Minni- Ökrum átti Hjálmar síðan eft- ir að eiga heimili í tuttugu og átta ár, og bjó hann þannig fjórum sinnum lengri tíma þar en í Bólu, sem hann er annars við kenndur. • FRÁFALL GUÐNÝJAR Eftir tveggja ára veru á Minni-Ökrum varð Hjálmar svo fyrir þyngsta áfallinu á sinni rysjóttu ævi, sem var missir Guðnýjar, en hún and- aðist sumarið 1845. Þrátt fyrir einstaka árekstra mun hjóna-' band þeirra hafa verið farsælt, og um það hversu fráfall henn- ar hefur fengið á Hjálmar, fá- um við gleggsta hugmynd í kvæðum þeim, sem hann orti eftir hana látna. Fremst þeirra verka er tvímælalaust kvæð- ið Andvaka, og er rétt að staldra aðeins við það. Þetta er langt leiðslukvæði, þar sem Hjálmar lýsir hughrifum sín- 23

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.