Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1975, Side 24

Samvinnan - 01.08.1975, Side 24
um, er hann vakir einn að næt - uriagi og hugleiðir missi sinn. Hann lýsir þar fyrst á mjög svipmikinn hátt nístandi sorg sinni og einmanleika: það dimmir, hann drúpir höfði og sálarsjón hans skýrist í svart- nættinu. Allt umhverfið er myrkt og ógnvekjandi, náttúr- an afskræmd, syndahegning yfirvofandi, ... náttgali Lóðins læsir fjöðrum, þrumir þögull á þekjum uppi, Yfir illverka eiturdölum hanga hegningar hræðileg ský ... Síðan snýr hann við blaðinu og rifjar upp fyrstu fundi og sam- búð þeirra hjónanna með hug- ljúfum og skáldlegum mynd- um, sem hljóta aukna skerpu af ógnalýsingunum, sem á undan fara. Þess má geta til gamans, að nokkuð ótvírætt sýnist, að Hjálmar yrki þennan kafla undir áhrifum frá kvæð- inu Ferðalok eftir Jónas Hall- grímsson, sem einmitt birtist í tímaritinu Fjölni árið 1845, er hann rifjar þarna upp í trega- blöndnum söknuði, líkt og Jón- as gerir, liðnar ástarstundir þeirra hjónanna með áherzlu á fegurðinni í samvis'tum þeirra. Síðan víkur Hjálmar að andláti Guðnýjar og átakanlegri sorg sinni, sem hann lýsir, og eftir það ræðir hann um, að sjálfur muni hann innan tíðar fylgja konu sinni í gröfina, sem þá verði hjónasæng þeirra „upp- búin aftur“. Næst lýsir hann þó efa sínum um, að þetta geti orðið, en sá efi hverfur, er hann sér fyrir sér, að þau hjón- in verði kölluð fyrir dóm Guðs, þar sem hann biður Krist að veita þeim eilíft líf á himnum. Hann er þannig að berjast við það í þessum hluta kvæðisins að lægja sorgar- og örvænt- ingaröldurnar í huga sér, og að lyktum tekst honum að sætta sig við orðinn hlut í krafti trú- ar sinnar og sannfæringar um líf eftir dauðann. Kvæðinu lýkur síðan með lýsingu á þvi, er dagur rennur og hann hug- leiðir, að nú beri sér að þreyja, unz hvíldin gefist, og treysta á fögnuð væntanlegra endur- funda. í stuttu máli er það um þetta kvæði að segja, að Hjálmar kafar hvergi dýpra í persónulegum sorgum sínum en þar, enda er það meðal fremstu verka hans vegna rök- réttrar myndbyggingar og ein- lægrar túlkunar á átakanlegri sorg. • LJÓÐAGERÐ Hjálmar átti enn eftir ólif- aða fuila þrjá áratugi, er hér var komið, en á þeim tíma fara ekki miklar sögur af at- höfnum hans. Lengst af þess- um tíma var hann heimilis- fastur á Minni-Ökrum, og eitt- hvert búhokur hefur hann haft þar, sem a. m. k. hefur nægt honum til að draga fram lífið, svo að um beinan skort eða neyð hefur naumast verið að ræða hjá honum. En aftur á móti gerðist hann afkastamik- ið ijóðskáld á þessu skeiði, og mun meginhlutinn af merkari kvæðum hans vera til orðinn þá. Yrkisefni hans frá þessum árum eru býsna fjölbreytt, hann yrkir um sjálfan sig í gamansömum tón, einnig yrkir hann um húsdýr sín og vetrar- veðráttuna, fæst lítillega við Frystiskápar og kistur í úrvaii frá Bauknecht Fljót og örugg frysting. * Öruggar og ódýrar í rekstri. * Sérstakt hraöfrystihólf. * Einangraðar aö innan með áli. * Eru með inniljósi og læsingu. * 3 öryggisljós.sem sýna ástand tækisins og margir fleiri kostir. Greiðsluskilmálar eöa staðgreiðsluafsláttur. Leitið upplýsinga strax. (Baukne cht veit hvers konan þarfnast Samband íslenzkra samvinnufélaga VÉLADEILD Ármúla 3 Reykjavík sími 38900 24

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.