Neisti - 01.10.1963, Blaðsíða 1

Neisti - 01.10.1963, Blaðsíða 1
EFNI: HÚSNÆÐI FYLKINGARFRÉTTIR FERTUGASTA OG SJÖTTA ÁR HORFUR ÆF 25 ÁRA ATÓMIÐ BÓKMENNTIR AFRÍKA 1963 SPJALL ÁLYKTUN Sjaldan hefur lygin verið stórkostlega tröllslegri en þessa haustdaga, þegar vesælir leiksoppar auðvaldsaflanna berja höfðinu allt hvað af tekur við steininn í grátbroslegri tilraun að telja sjálfum sér trú um að við- reisnin hafi „ tekizt vel „ Lífskjörin batnað Daglegar þarfir brýna aftur á móti sannleikann fyrir hverjum þeim manni, sem vinnur fyrir sér sjálfur. Það er langt síðan menn gátu leyft sér það andlegt brfari að hafa skoðun á því" hvort jörðin væri flöt,eða hnöttótt í laginu. Nú munu þeir vandfundnir, sem hafa skoðun á því máli. Staðreyndi/’ leysa skoðanir af hólmi. Makalaus er sú fáfræði að vita ekki,eða heimska að vilja ekki vita, að grundvöllur sósxalismans eru löngu raunsönnuð visindi. Það er vandi okkar og vegsemd ungra sósíalista að búa okkur sem bezt undir það verkefni.sem framþróunin fær okkur í hendur pð skapa fyrirmyndar þjóðfélag á íslandi. Þessu blaði er ætlað það hlutverk að verða okkur nokkur hjálp, að við megum gerast betri sósíalistar hver og einn, og efla félags- l£f okkar. Þvf sósfalisti.sem ekki starfar 1 styrkum félagsskap við sam- herja sína.miimir á háspennustaur einhvers staðar a öxræfum uppi, sem ekki ber neirrn rafmagnsstreng. Þetta blað er fyrsti áfangi að þvi marki að koma okkur upp miklu og voidugu málgagni. Þvi byrjum við svo smátt.að við höfum ekki efni á að fara meir.ekki vantar viljann. Áætlun er til umútgáfu 4-6 blaða af þess- ari stærð framá næsta sumar. Hvernig okkur gengur og hvað sfðar verður er mest komið undir manndómsneistanum f þér, lesandi góður. 1

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.