Neisti - 01.10.1963, Page 12

Neisti - 01.10.1963, Page 12
SPJALL HRfM. £>essi kuldalega skamm- stöfun er ekki úr auglýsingum fyrir kæliskápa eða frostlög. Lík- lega á hún að benda til kaldbeittrar skynsemi félagsmanna, eða ein- faldlega fyrirlitningar þeirra á auglýsinga - l£fs - eliksxrs borgara- legs þjóðfélags. Heimssamtök róttækra fslenzkra menntamanna ákváðu á aðalfimdi síhum f ágúst s. 1. að leita til Æ. F. um samvinnu við útgáfu blaðs. Þannig er HRÍM aðili að NEISTA, þótt ekki sjái merki í efni þessa fyrsta tölublaðs. Við erum núna að koma á skiplags- tengslum við HRÍM - deildir og væntum þess, að félagar liggi ekki á liði sínu. Allt kemur til greina, jafnt djúpvitrar skilgreiningar sem léttilegur heilaspimi, en sér f lagi þá álit og tillögur um efni blaðsins ÞAÐ ER EKKI LENGI GERT að lesa þetta blað. Lengri tíma þarf til að setja það saman og þá drjúgum lengstan að gera það, að ómissandi blaði. Hver lesandi, sem vil að þvf vinna, verður að leggja fram sinn skerf. f fyrsta lagi þurfum við að safna áskrifendum, og fá þá til að borga fyrirfram, þvf við eigum ekki gxrænan eyri. f öðru lagi vildum við heyra frá sem flestum. Hvemiig lfst ykkur á blaðið ? Hvað mætti fara betur ? f þriðja lagi vildum við gjaxman fá frásagnir af félagsstarfi og áhuga- málxxm lesenda. Ef þú hefur lesið góða bók nýlega, spilar f hjlómsveit, eða tekur þátt f leiksýningum áhugamarma þætti okkur gaman, að þú leystir frá skjóðunni. Félagi, mimdu að það er ekki lengi gert að lesa þetta blað. Þiim skerfur verður að vera meiri. HÉR ER RÚSfNAN Jórnis Árnason, Björn Th. Björns- son, Sverrir Kristjánsson. Þessa merm er óþarii að kynna. Þeir hafa lofað að skrifa f NEISTA, þótt allir séu þeir önnum kafnir á öðrum vettvangi. Við enim viss um, að lesendur NEISTA kunna vel að meta vinsemd þeirra og láta sér hana að hvatningu verða. Nflsrr fJtg.ÆF Ég undirrit óska eftir að gerast áskrifandi aðNEISTA Nafn Heimili ÁLYKTUN SAMBANDSSTJÖRNAR Æ.F. um æskulýðsmál. Sagt er : æskan er spillt. Það er bent á ljót atvik. Umvöndun skortir ekki. En raunhæfar lausnir vantar. Unga fólkið er manndómsmeira eldri kynslóðum. En tímamir eru breyttir. Samfélagið er lftt mótað. Af því sýpur unglingurinn seyðið. Hann hefur ekki ástæðu til að fagna tækni tuttugustu aldar. Hún er sjálfsögð. En unglingurinn veit ekki annmarka þess frelsis fjármagnsins, sem umlykur hann. Peningar fást með vinnu. Allt alþýðufólk vinnur, jafnvel bömin. Lffsglaður leikur er gamaldags. Skemmtanir eru seldar á markaði. Aug- lýsingin skapar beztu söluvöru. Tómstundir em dýrar og ber að nýta vel. Algleymi hins keypta unaðar veitir hagstæðustu nýtingarprósentu. Þess- vegna fara ungiingar f Þjórsárdal annarlegra erinda, í stað þess að þreyta huga eða hönd f keppni og frjálsum leik. Hvar skal staðar nema? Hvernig skal stefna til uppbyggingar en ekki niðurrifs ? Æskulýðsfylkingin vill benda á nokkur skjótvirk úriæði. Við beinum kröfum okkar til þeirra, sem þyngsta ábyrgð bera. Önnur æsku- lýðssamtök þurfa að sameinast um þetta. 1. Bannið bamavinnu með öllu. 2. Takmarkið vinnu xmglinga við sex stundir á dag. 3. Tryggið öllum xmglingum sumarlejrfi. 4. Verið ábyrg fyrir uppeldi æskunnar - gerið æskuna ábyrga fyrir eigin samtökum. 5. Hlúið að félögum æskufólks með fjárstyrkjum. 6. Hættið að byggja brennivínshof - reisið æskulýðshallir. 7. Öll fjárplógsstarfsemi meðal æskunnar skal varða við lög. Þessum kröfum skal hrundið f framkvæmd. Æskan á heimtingu á þvf. Og mun hún þá ekki valda vonbrigðum. Þjóðskipulag einkagróðans metur einskis mannleg verðmæti. Vinnu- aflið er eina markaðsvara verkamannsins. Hann er þræll stritsins. Æsku- maður úr alþýðustétt verður leiksoppur ómennskra afla. Þar er höfuð- meinsemdin. Samvirkni og sósíalismi verða að leysa íhald og óstjóxm af hólmi. Það eitt er fullnaðartiygging jákvæðu uppeldisstarfi. Og um leið verða ávextir vinnunnar sjálfkrafa eign verkamannsins. Samkeppni pen- inganna er nitt úr vegi. Það er erfitt að gangaá móti tfðarandanum : einstaklingshyggju, gróðakapphlaupi, sölumennsku og vinnuþrældómi. En sé umbylting þjóð- félagsins nauðsynleg til að vernda maimdóm komandi kynslóða, þá skal svo verða. FRAMHALD AF BLS. 2 Rfkið er eini aðilinn, sem gæti fullnægt þörfinni. Ef ríkið væri það, sem okkur er sagt, að það sé - hlutlaust afl, sem stendur ofan við þjóðfélagið og á að gæta hagsmuna allra þegna þess, mundi það styrkja þá tll þess að eignast íbúð. Er það ekki sjálfsögð skylda slíkrar stofnxmar að láta alla hafa þak yfir höfuðið sem allara fyrst ? Ríkið er ekki hlutlaust vald, heldur hlutdrægt vald. Hinar ráðandi stéttir hafa ríkisvaldið f sfnum höndum, þótt aðrar stéttir geti rýrt þetta vald að vissu marki. íslenzka ríkið hefur ekki sýnt lit á að finna róttæka lausn á húsnæðisvandræðunum. Við hljótum að lýsa því yfir, að sá aðili, sém málið er skyldast, hefur ekki sinnt þvf sem skyldi. Borgaralegt þjóðfélag reynir að leysa öll þjóðfélagsvandamál á gnindvelli framboðs og eftirspumar. Við sósfalistar teljum þetta enga lausn. Vandamálin verða ekki leyst fyrr en nóg er til af.gögnum og gæðum til þess að fullnægja öUum efnisiegum þörfum. Aðeíns með samvirkum þjóðfélagsháttum er þetta mögulegt. Lausn húsnæðisvandamálsins sem og annarra vandamála byggist þvf á baráttunni fyrir sósfalisma Það kemur að þvf, að þakleitandi verður þekkingarleitandi og þak yfir höfuðið verður eins og hvert annað landslag tilheyrir náttúrunni. RIT^EFND: MAGNÚS JÖNSSON RITSTJÓRI, HALLVEIG THORLACIUS, ÞORSTEINN FRÁ HAMRI. GlSLI B. BJÖRNSSON SÁ UM UMBROT. 1

x

Neisti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.