Neisti - 28.04.1975, Blaðsíða 4

Neisti - 28.04.1975, Blaðsíða 4
4 i Annað árið f röð er auðvaldsheimurinn nú staddur f djúpstæðri, efnahags- legri kreppu. Orsaka kreppunnar er ekki að leita í náttúruhamförum eða öðrum atriðum, sem eru mannkyninu óviðráðanleg. Orsaka kreppunnar er þvert á móti að leita í sjálfu skipulagi þjóðfélagsins. Lækkun launa verkafólks er ekki vegna ónógrar framleiðslugetu verkalýðs- ins. Þvert á móti. Framleiðslugeta verkafólks er meiri en það sem auð- valdið getur selt með gróða. En ef gróðinn er ekki nægilegur, þá dregur auðvaldið úr framleiðslunni. Atvinnuleysi og launalækkanir fylgja í kjölfarið. Orsaka efnahagskrepp- unnar er þvi að leita í innri mótsögnum auðvalds skipulagsins og stjórn- leysi auðvaldsframleiðslunnar. Sý kreppa sem nú skekur auðvalds- heiminn er alvarlegasta efnahags- kreppan eftir seinni heims styrjöldina. í fyrsta skipti í rúma tvo ára- tugi hefur þjóðarframleiðslan minnk- að í mörgum helstu auðvaldsríkjunum. Það er þvf ljóst að jafnframt þvf sem auðvaldsskipulagið er statt 1 tima- bundinni kreppu, þá er hér um að ræða langtimaþróun í átt til sifellt djúpstæðari og varanlegri efnahags- kreppa. r löndum hins svokallaða þriðja heims sem lengi hafa þjáðst undir járnhæl heimsvaldastefnunnar hefur efnahagskreppan haft hin geigvænleg- ustu áhrif. í ýmsum fjölmennari löndum eins og Indlandi og Bangla Desh rrkir nú algjör hungursneyð sam- hliða efnahagslegum glundroða og spillingu. Fjölmörg ríki Afriku og S-Amerfku hafa einnig fengið að kenna alvarlega á efnahagskreppu auðvaldsins. Eina undantekningin eru oliurikin. Hin siaukna eftirspurn eftir orkugjöf- um gerði það nauðsynlegt að hækka verðið á olíunni til þess að framleiðsl- an á oliu f Norðursjónum og fleiri orkugjöfum yrði arðbær. Með sam- eiginlegu átaki oliufurstanna og storu oliufélaganna tókst að knýja fram geipilegar hækkanir á oliu, sem stór- lega jók á glundroðann í auðvalds— skipulaginu. En það er til marks um söguleg afturhaldseinkenni olíufur stanna, að stór hluti þeirra milljóna dollara, sem nú steyma til oliuríkjanna, fer 1 vopnakaup og uppbyggingu lögreglu til að viðhalda kúgun þeirra, og einka- neyslu þeirra og til fjárfestinga f öðrum auðvaldsrfkjum, samtimis og verkalýður og bændur olíulandanna búa við sult og ólæsi. r heimsvaldalöndunum hefur efna- hagskreppan afhjúpað „velferðar"- fmynd auðvaldins. Launalækkanir, atvinnuleysi, verðbólga og lækkun félagslegra útgjalda er sú ,,velferð", sem auðvaldið hefur upp á að bjóða í dag. Jafnhliða dýpkun efnahagskrepp- unnar aukast einnig an'dstæðurnar milli heimsvaldalandanna. Banda- rikin bera ekki lengur þann ægishjálm yfir önnur auðvaldsrfki sem áður. A efnahags sviðinu veita Japan og EBE Bandarfkjunum harða samkeppni. Baráttan milli heimsvaldalandanna um markaði og hráefni fer stöðugt harðnandi. Samtfmis getum við séð, hvernig brestur f öllu alþjóðasam- starfi auðvaldins. f kjölfar kreppunn— ar hefur efnáhagsleg og pólitfsk spilling auðvaldsins aukist. Gjald- eyrisbrask hefur orðið ein arðvæn- legasta fjárfestingin eftir að dollara- kerfið brast. Verðbólgan knýr fjár- magnið f átt til brasks með hráefni, fasteignir allskonar og jafnvel lista- verk. Þettaeykur vitaskuld enn á skipulagsleysi auðvaldsskipulagsins og kreppuna. A pólitfska sviðinu rekur hvert hneykslið annað. Hæst ber Watergate*- hneykslið og f kjölfar þess mútu- hneyksli sem sýndu höfuðvfgi hins borgaralega lýðræðis í réttu ljósi. Sú mynd sem hér hefur verið dregin upp af þróunartilhneigingum auðvalds- kerfisins sýnir ljóslega að verkalýð- urinn á um tvo valkosti að velja: SÓSfALISMA eða HRUN SIÐMENNING— ARINNAR. f stað skipulagsleysis auðvaldsskipu- lagsins verðum við að setja sósíalíska áætlanagerð. Aframhaldandi þróun auðvaldsskipulagsins leiðir óhjákvæm- ilega til sffellt djúpstæðari kreppa, atvinnuleysis og kjaraskerðinga^, sam- hliða pólitfskri og félagslegri kúgun, vfgbúnaði og styrjöldum. Saga okkar aldar kann mörg dæmi um villimenn— sku auðvalds skipulagsins: tvær heims- styrjaldir, fjöldamörg nýlendustrfð, sigur fasismans á fjórða áratugnum. Félagar ! Verkafólk ! Látum ekki söguna endur- t ak a sig ! Lærum af reynslu stéttabarittunnar Heimssögulega hefur sósfalísk bylting verið á dagskrá í meira en hálfa öld. f meira en hálfa öld hefur baráttan staðið um alræði auðvaldsins eða alræði verkalýðsins. f þessari baráttu hefur verkalýður- inn unnið marga sigra. Byltingin f Rússlandi 191 7 og byltingin f Kfna 1949 gnæfa þar hæst. f byltingarbaráttunni hefur verka- lýðurinn einnig beðið marga ósigra. Orsakir þessara ósigra hafa ekki verið þær, að hlutlægar forsendur sósfalfskrar byltingar hafi ekki verið fjrir hendi. Framleiðslugeta verkalyðsins nægir tvfmælalaust til að stytta vinnutímann, þannig að verkalýðsstéttin sem heild geti tekið virkan þátt f framkvæmd alræðis ör- eiganna. Kreppur og styrjaldir auð- valdsfns hafa einnig margsinnis knúið verkalýðinn til hetjulegra upp- reisna gegn auðvaldinu. Orsaka ósigranna er að leita f kreppu forystusveitar verkalýðsins, sem aftur og aftur hefur leitt bylting- arbaráttu verkalýðsins afvega eða hreinlega barist gegn henni. Svik sósíaldemókrataflokka við alþjóða- hyggju öreiganna 1914 og þjónslund þeirra f garð heimsvaldastefnunnar er án efa frægasta dæmið sem saga verkalýðshreyfingarinnar þekkir. Dæmi um hræðslu endurbótasinnanna við völd verkalýðsins er, þegar þýsku sósfaldemókratarnir bældu niður uppreisn verkalýðsins 1919-21. NÚ hefur hægri þróun flestra kommu- nistaflokka Komintern sáluga náð það langt, að þeir bjóða auðvaldinu stétt- asamvinnuþjónustu sfna af engu minni ákafa en sósfaldemókrataflokk- arnir. Nýjasta dæmið um þá ósigra, sem endurbótastefnan leiðir yfir verkalýðinn, er sigur fasismans f Chile. Hikandi reyndu endurbótasinn*- arnir að finna meðalveg milli alræðis auðvaldsins og alræðis verkalýðsins. Til að blfðka auðvaldið reyndu þeir að halda aftur af verkalýðnum, sam- tfmis og verkalýðurinn neyddi þá'til að framkvæma endurbætur sem hræddu auðvaldið. Þetta ástand hlaut að leiða til efnahagslegs og fél- agslegs glundroða sem annað hvort myndi enda með valdatöku verkalýðs- ins eða algjörs ósigurs hans. Það þekkja allir, hvernig þessari „frið- samlegu leið til sósfalisma" lyktaði. Hún reyndist vera sú blóðugasta — fyrir verkalýðinn. Sósíalísk umsköp- un þjóðfélagsins krefst þess, að fyrir hendi sé innan verkalýðsstéttarinnar forystuafl, sem getur leitt baráttu verkalýðsins yfir til sósíalisma. Slfk forystusveit verður að vera al- gjörlega sjálfstæð gagnvart öllumborg- aralegum og skrifræðislegum öflum innan verkalýðsstéttarinnar og heyja látlausa baráttu gegn slfkum öflum um forystuna innan verkalýðsstéttar- innar. Slfk forystusveit verður að vera lenínískur kommúnistaflokkur. Byggjum kommúnfskan verka1ýðsf1okk ! Stéttabaráttan í dag Ut um allan heim mætir verkalýð- urinn nú kreppu auðvaldsins með auk- inni stéttabaráttu. Ut um allan heim rfs verkalýðurinn upp gegn arðrani og kúgun auðvaldsins. f Kambódfu hefur hetjuleg barátta verkalýðsins og bænda leitt til algjörs hernaðarlegs ósigurs heimsvalda- stefnunnar. f Víetnam hefur Þjóð- frelsisfylkingin nú umkringt Saigon og heldur hersveitum heimsvalda>- sinna f úlfakreppu. En baráttunni er langt frá þvf að vera lokið. f Bandarfkjunum reynir Ford forseti enn þá f örvæntingu að fá þingið til að samþykkja stórfellda hernaðar- aðstoð við Saigon-klíkuna f von um, að á sfðustu stundu verði hægt að neyða Þjóðfrelsisfylkinguna til eftir- gjafa. A frelsuðu svæðunum er upp- byggingarstarfið ennþá skammt kom— ið. Verkefnin eru óþrjótandi eftir hina geipilegu eyðileggingu, sem styrjöld heimsvaldasinnanna hefur valdið. Nú er rúmt ár sfðan herinn f Port- úgal steypti fasfsku einræði þar í landi. Þróunin í Portúgal hefur allt frá þeim tfma einkennst af sfvaxandi barattu verkalyðsins. Verkalyður Portúgals hefur þrátt fyrir hálfrar aldar fasfskt einræði sýnt undraverðar baráttuvilja og árvekni. Það var ár- vekni verkalýðsins og óbreyttra her- manna, sem kom f veg fyrir að valda- ránstilraunir Spinola heppnuðust. Það voru þessir ósigrar hægriaflanna og frumkvæði verkalýðsins með verk— smiðjutökum og verkalýðseftirliti, sem knúði fram þjóðnýtingarnar. En hin pólftfsku völd eru enn 1 höndum hinnar smáborgaralegu herhreyfing- ar og endurbotasinna. Valkostir f Portúgal eru tveir. Annað hvort mun verkalyðurinn halda byltingunni áfram yfir í sósfalfska byltingu eða að auðvaldinu tekst að brjóta stéttarstyrk verkalýðsins á bak aftur. f Guinea Bissao hefur PAIGC þegar unnið algjöran sigur og heldur bylt- ingunni áfram. f hinum fyrrverandi portúgölsku nýlendum Mósambik og Angóla stendur enn harðvítug barátta milli sósfalfskra og borgaralegra afla, milli sósfalfskrar byltingar og nýnýlenduskipulags af einhverri teg- und. f þeim rfkjum sem hér hafa verið talin upp er byltingin á afgerandi stigi. Það verður þvf að legjjja sér- staklega mikla áherslu á að utskýra eðli þessarar baráttu og skapa sem mestan stuðning við byltingaröflin f þessum rfkjum. En einnig f öðrum rfkjum virðist tfmi afgerandi baráttu nálgast. A Spáni brestur í hinu fasfska skipulagi auðvaldsins. Stjórnin í Madrfd hefur nú nýverið komið á herlögum f nokkr- um héruðum. f Argentfnu, á ftalfu og vfðar geisar mjög hörð stéttabarátta, f Englandi heldur verkalýðurinn áfram baráttunni og stefnir út fyrir ramma endurbótastefnunnar. A fr- landi heldur baráttan áfram gegn bresku heimsvaldastefnunni og fyrir sósfalisma. f Danmörku - þessu rfki, sem áður var fyrirmynd „velferðar- fmyndar" auðvaldsins - hefur stétta- baráttan farið harðnandi. Danskur verkalýður neitar að taka á sig byrð- arnar af kreppu auðvaldsins. En stéttabaráttan f heiminum hefur ekki einungis aukist að magni til. Það er ekki einungis svo að fleiri og fleiri verkamenn taka nú þátt f barátt- unni, að verkföll eru fleiri og vara lengur. Baráttuaðferðir sem lengi hafa legið f láginni eru nú aftur tekn- ar f notkun: dæmunum um verkalýðs- eftirlit og verksmiðjutökur fer nú ört fjölgandi. Verkalýðurinn neitar að hlfta alræðisvaldi auðvaldsins. Hann neitar að takmarka baráttu sfna við baráttuna um á hvaða verði hann selur auðvaldinu afnot af sjálfum sér. Hann neitar að virða eignarrétt auð- valdsins yfir þeim framleiðslutækjum sem verkalýðurinn hefur skapað. Það er skylda allra byltingarsinna að styðja þessa baráttu. Sérhver sigur byltingarbaráttu verkalýðsins hvar sem er f heiminum er sigur verkalýðsins á fslandi. Félagar ! V e rkafólk ! - Gerum meðvitundina um þetta að grundvallaratriði f stéttabaráttunni ! Eflum alþjóðahyggju öreiganna ! Skipuleggjum okkur alþjóðlega gegn hinu alþjóðlega auðvaldi og heimsvald— astefnu þess ! - Öll völd til BBS ! - fslenska ríkistjórnin viðurkenni BBS og byltingarstjórnina f Kambod- fu - GRUNC! - Ekkert samband við Saigonklfkuna ! - Sósfalískt Víetnam ! - Verkalýðsbylting eina lausnin f Portúgal ! - Sameinað sósfalfskt frland ! - Styðjum alþýðu Chile fyrir sósfal- isma ! - Lifi alþjóðahyggja öreiganna ! - Eflum alþjóðlega skipulagningu verkalýðsins ! - fsland úr NATÖ - herinn burt ! - Lifi heimsbyltingin ! Kreppa íslenska auðvaldsins Skipulagsleysi markaðs þjóðfélags- ins kemur einkar vel f ljós, þegar þróun efnahagslífsins á fslandi er athuguð sl. ár. A fáum mánuðum, já fáum vikum gerbreyttist þróun verð- lags á innflutnings- og útflutnings- vörum. A fáumvikum versnuðu við- skiptakjör auðvaldsins um 10%. Þess- ar verðbreytingar komu sérstaklega harkalega niður á undirstöðugrein- um fslenska auðvaldsins - sjávarút- vegnum.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.