Neisti - 28.04.1975, Blaðsíða 7

Neisti - 28.04.1975, Blaðsíða 7
af og þróun Sovetríkjanna Og það var Stalín, sem sagði 24. ágúst 1939 : ,tÉg veit hve mjög þýska þjóðin elskar foringja sinn (sein Fúhrer). Fg legg til að við skálum fyrir heilsu hans." URKYNJUN EOA GAGNBYLTING ? fimmta grein Hins vegar taldi Trotski og vinstriandstaðan, að afstaða stalín- ísku flokkanna 1 baráttunni gegn fas- ismanum og seinni heimsstyrjöld- inni hefði sýnt fram á, að ekki vseri mögulegt að breyta þessum flokkum f byltingarsinnaða átt. Á sama hátt og heimsstyrjöldin fyrri sýndi fram á endanlega úrkynjun umbótaflokka r næstu grein verður fjallað um hugmyndir maóista varðandi þróun Sovét- ríkjanna og verður það næstsíðasta greinin í þessum greinaflokki. f loka- greininni verður siðan fjallað um vinstriandstöðuna í Sovétríkjunum í dag. bja 2. Alþjóðasambandsins og fram á nauðsyn þess að stofna hið 3. , sýndi heimsstyrjöldin siðari fram á úr- kynjun og stöðnun stalínísku flokk- anna og nauðsyn þess að stofna 4. Alþjóðasambandið, en það er önn- ur saga, sem ekki verður rakin hér og nú. Þegar hér var komið sögu töldu ýmsir. straumar innan kommúnista- hreyfijigarinnar 1 heiminum, að Sov- étríkin væru orðin heimsvaldasinnuð - í sömu merkingu og Lenín skil- greindi það hugtak. Gegn þessari skilgreiningu lagð- ist Trotskí og allur þorri vinstriand- stöðunnar. Vissulega var það rétt, að skrifræðið hafði náð völdum inn- an ríkisvaldsins. En skrifræðið er ekki stétt og þó að skrifræðið geti barist og berjist gegn hagsmunum verkalýðsstéttarinnar, þá var ekk- ert sem benti til að ný stétt hefði tekið völdin í Sovétríkjunum. Trotskí skilgreindi Sovétríkin sem vanskapað verkalýðsríki, verkalýðsrfki í þeirri merkingu, að eignarrétti borgarastéttarinnar og pólitískum völdum hefði verið hnekkt; vansköpuðu í þeirri merk- ingu að skrifræðið væri handhafi hins pólitiska valds. Trotski undir- strikaði, að samtimis þvi að bylt- ingarsinnuðum marxistum bæri að berjast fyrir pólitiskri byltingu 1 Sovétríkjunum, þar sem veldi skrif- ræðisins væri hnekkt, þá bæri bylt- ingarsinnuðum marxistum að verja landvinninga byltingarinnar gagn- vart heimsvaldasinnuðum ríkjum vesturheims. Listin er (ekki) þorskur Tillaga um umrædugrundvöll „Skáldið svífur yfir flokkadráttunum" - teikning eftir George Grosz. Sósíalfsk menningarfylking r Þjóðviljanum 16. mars segir Árni Bergmann frá nýjum samtökum í Danmörku, Sósialísku menningarfylk- ingunni, og vitnar 1 starfsáætlun sam- takanna: ,,Hið innra umræðustarf 1 Sósial- ískri menningarfylkingu á að stuðla að þróun grunneininga (starfshópa) á vinnustöðum og 1 stofnunum. Starf samtakanna út á við á þegar frá byrj- un að miðast við að láta slxka hópa þróast. Þessir hópar eiga ekki aðeins að bjóða upp á annað kerfi til menning- ardreifingar en menn eiga nú kost á, enda þótt þvi hlutverki gegni þeir einnig. Þeir eiga fyrst og fremst að vera vettvangur fyrir eigið menningar' frumkvæði á sósfaliskum grundvelli. " Menningarneysla Nýju orði hefur skotið upp á himin- inn: menningarneysla. Mörgum róttæk- um menntamanninum þykir menningar- neysla (eða etv. öllu frekar listneysla) alþýðumannsins ekki næg, allur hans timi fari í að veiða og umskapa þorsk, menningar neyti hann aðeins með glápi á amerískar sjónvarpsmyndir. f þessu er vissulega mikið til og rétt að gaumgæfa það. En hitt er verra, að með öllu þessu tali um menningarneyslu hafa hinir róttæku menningarpostular lagt blessun sma á skiptingu milli sköpunar og neyslu menningar. Það sem þeir leggja á- herslu á er að menningarframleiðend- ur eða listamenn nái til menningarneyh- enda, tilhneiging virðist vera til að leggja að jöfnu menningu og menningar- skipti annars vegar og vörur og vöru- skipti hins vegar. Listamenn: framleiáslustétt Margir listamenn leggja mikið upp úr því að þeir séu viðurkenndir sem starfstétt og settir við hlið verka- manna, iðnaðarmanna osfrv. Rithöfund- ar hafa heyrst kalla sig ritverkamenn og þykir hinu æðsta marki náð með stofnun stéttarfélags rithöfunda. T þessu felst enn viðurkenning á að listsköpun skuli hlíta sömu lögmálum og vöruframleiðsla. Þessi afstaða er mjög eðlileg 1 kapi- talisku þjóðfélagi og 1 rauninni ekki annað en viðurkenning á þeirri stöðu sem framleiðslukerfið hefur sett lista- menn 1. Uppruni listarinnar f bók sinni Um listþörfina segir Ernst Fischer:,,Maðurinn tileinkar sér gæði náttúrunnar með þvf að breyta þeim. Vinnan er umformun, umbreyting náttúrugæðanna. Draum- urinn um töfravald mannsins yfir nátt- úrunni, draumurinn um að kynngi- magna hlutina, breyta ásýnd þeirra, er svörun fmyndunaraflsins við þvi sem áþreifanlega gerist 1 vinnunni. Frá þvf fyrsta var maðurinn galdra- maður. " Galdurinn, að ná valdi yfir hlutum, beita þeim sem tækjum við að um- skapa náttúruna, skapa, túlka. Smið- urinn er f senn galdramaður og lista- maður. En með þróun framleiðsluafl— anna, tilkomu vöruskipta og stetta- samfélags fer þetta hvert f sfna átt. Þó var Michelangelo f lok miðalda hvort tveggja í senn byggingarmeist- ari og myndhöggvari, askasmiðurinn íslenski jafnframt útskurðarmeistari. List og kapítalismi „Alveg sér á parti er aðstaða lista- mannsins f kapítalfsku þjóðfélagi. Mfdas breytti öllu f gull, kapitalism- inn breytti öllu f vöru. Með dæma- lausri aukningu framleiðslu og fram- leiðni, með sprengikynjaðri þenslu nýrra afstæðna út yfir öll svæði jarð- arinnar og öll svið mannlegrar tilveru, hefur kapítalisminn þurrkað út gömlu afstæðurnar, leyst þær upp í ský af iðandi mólekúlum, rofið allt beint samband milli framleiðanda og neyt- anda og fleygt afurðunum út á nafn- lausan markað þar sem allt verður að söluvöru. Áður vann handverks- maðurinn eftir pöntun fyrir tiltekinn aðila. Vöruframleiðandi hins kapítal- íska heims vinnur fyrir óþekktan kaup- anda, framleiðsla hans lendir í straumkasti samkeppninnar, sem þeyt- ir henni eitthvað út f buskann. Þessi yfirgripsmikla vöruframleiðsla, auk»- in verkagreining, sérhæfing allrar vinnu og framandleiki efnahagsaflanna slftur sundur öll bein og náin tengsl mannlegra samskipta, firrir mann- inn þjóðfélagsveruleikanum Og mann- eskjunni í sjálfum sér. f þeirri ver- öld verður listaverkið ifka vara, lista- maðurinn vöruframleiðandi. Gamli vinnuveitandinn breytist smám saman f þokukenndan frjálsan markað, sam- safn nafnlausra neytenda, svokallað „públikum". Listaverkið verðu æ háð- ara lögmálum samkeppninnar. " (Ernst Fischer: Um listþörfina) Maóurinrv skapara Maðurinn varð maður um leið og hann tók sér verkfæri - um leið og hann tók að umskapa náttúruna. Sköp- unin er manninum nauðsynleg. En með iðnvæðingu og verkaskiptingu - aðskilnaði listar og vöruframleiðslu - fæst sffellt minni sköpunargleði úr vinnunni. Að skrúfa skrúfu við færi- band færir verkamanninum f verk- smiðju auðhringsins harla litla sköp- unargleði. Þörf verkamannsins fyrir listsköpun - ekki bara listneyslu - er þvf aldrei meiri en nú á hástigi kapf- talismans. En tæknivætt þjóðfélag kapftalism- ans gerir almenna listsköpun hvort tveggja f senn kleifa og ókleifa: tækni- væðingin gefur manninum tækifæri til ríkulegra tómstunda, en kapítalisminn þröngvar listinni inn f verkaskiptingu vöruframleiðslunnar. Krafa um frekari umrœður Eins og fyrr er sagt leitast lista- menn við að fá viðurkenningu sem starfstétt, þe. formlega viðurkenn- ingu á þvf sem þegar hefur verið neytt upp á þá. Þessi viðleitni er fyllilega réttmæt við núverandi að- stæður og nauðsynleg. Listamaður- inn verður vitaskuld að miða við þá stöðu sem framleiðslukerfið hefur sett hann í og heyja lífsbaráttu sfna samkvæmt þvf. En um leið verður að hyggja að sérstöðu listarinnar. Hún er ekki sama og þorskur sem étinn er, hún er ekki framleidd til viðhalds lff- veru eða vinnuafli heldur til viðhalds manninum sem manni. Um leið og listamaðurinn, sem aðrir, þarf pen- inga fyrir mat og klæðum,hafa allir menn þörf fyrir list, ekki aðeins sem neysluvarning heldur sem eigin sköpun. f ljósi þess sem hér hefur verið sagt má sjá hversu skammt baráttan fyrir aukinni menningarneyslu nær. f stað hennar verðum við að fara að dæmi sósfalfsku menningarfylkingar- innar dönsku - ef marka má orðin sem vitnað var til f byrjun - og hefja baráttu fyrir þvf að sköpunarþörfin verði uppfyllt, byltingarsinnaða bar- áttu,þvf hún verður ekki til lykta leidd innan hins kapftalfska hagkerfis. eó.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.