Neisti - 30.01.1979, Side 2

Neisti - 30.01.1979, Side 2
1. tbl. Neista 1979, bls. 2 Ríkisstjórnarflokkarnir hafa nú lagt fram tiliögur sínar um efnahagsstefnu til lengri tíma. Alþ.fl. var fyrstur og lagði fram hugmyndir sínar í frum- varpsformi skömmu fyrir jól. Þegartil- lögur Framsóknarfl. sáu dagsins ljós, sást að þeir voru í meginatriðum sammála Alþ.fl. Nú er svo komið að efnahagsstefna, sem Alþ.fl. „stal“ frá Sjálfstæðisfl. er orðin sameign þessara þriggja flokka og væntanleg ríkis- stjórnarstefna vinstri stjórnar. Tillögur Abl. hafa vissa sérstöðu. Þeir leggja höfuðáhersluna á aukna framleiðslu og hagræðingu innan ein- stakra fyrirtækja og „áætlanagerð", en segja lítið um fjármagnsmarkaðinn, hina mikilvægu „áætlanamiðstöð“ auðvaldskerfisins. Sé litið á reynslu undanfarinna vikna virðist andstaða Abl. gegn hærri vöxtum'vera meiri í orði en á borði. Hver hefði trúað því fyrir fáum mánuðum að útgerðarmenn og frystihúsaeigendur stæðu í dag og mótmæltu vaxtahækkun Svavars Gests- sonar og Jóhannesar Nordal? Afnám víxla og aukning vaxtaaukalána til einstaklinga hefur ekki valdið sams konar mótmælum, en stefnir í sömu átt. Tillögur Abl. eru að einu leyti frá- brugðnar tillögum Alþ.fl. og Fram- sóknarfl. í afgerandi máli. Það er ekkert um kjaraskerðingar 1. mars í tillögum Abl. (Aftur á móti er í tillög- um Abl. lagt til að tengja visitölu launa við viðskiptakjör - sjá grein í þessu blaði.) Lúðvík Jósepsson hefur lýst því yfir að slíkt komi ekki til greina af hálfu Abl. Til að svo verði, verður verkalýðs- hreyfingin að gefa út ákveðna yfirlýs- ingu þar sem öllum kjaraskerðingar- hugmyndum er mótmælt á skýlausan hátt. Það er kominn tími til að verka- lýðshreyfingin hætti að vera einungis þolandi þeirrar ríkisstjórnar sem forysta hennar kom á fót og reyni að hafa áhrif á gerðir stjórnarinnar með markvissum aðgerðum. Við munum án efa fjalla að einhveiju leyti um hugmyndir Abl. og Framsóknarfl. sérstaklega í síðari tölu- blöðum Neista. í þessari grein munum við eingöngu fjalla um frumvarp Alþ.fl. og þá fyrst og fremst þau ákvæði, sem eru nú orðin sameiginleg stefna flestra atvinnurekenda og flokk- anna á Alþingi. Þetta eru ákvæði, sem væntanlega verða framkvæmd að ein- hverju leyti á þessu ári. Lausnarorðin eru: sparnaður í rekstri og fjárfest- ingum hins opinbera, fjárfestinga- stjórn og virkari hagstjórn, sveigjan- legra lánakerfi, sem láni út fjármagn gegn jákvæðum raunvöxtum og skipu- leg stéttasamvinna. Vandamál auðvaldsins Á undanförnum árum hefur ís- lenskri borgarastétt orðið það ljóst að hún verður að grípa til ráðstafana til að sporna gegn þeirri geysilegu sóun, sem felst í þeirri offjárfestingu, sem í dag er metin á tugi milljarða. Annað stórt vandamál er, að sparifé í bönkum og öðrum lánastofnunum hefur dregist saman um þriðjung miðað við þjóðar- framleiðslu, frá því sem var árið 1970. Þetta hlutfall er nú margfalt lægra en í nálægum löndum og veldur sífelldum lánsfjárskorti. Þessi skortur á lánsfé er síðan leystur með verðbólguskapandi peningaprentun. Það er þetta vanda- mál sem liggur að baki kröfunnar um jákvæða raunvexti. Það eru ekki áhyggjur af sparifégamla fólksins, eða verðbólgugróða braskaranna, sem valda áhuganum á jákvæðum raun- vöxtum. Þótt þessi atriði hafi verið óvenju áberandi undanfarin 6 ár, þá hefur verðbólgugróðinn verið mikil- vægur þáttur í efnahagslífinu um áratuga skeið. Það er aftur á móti orðið nauðsyn fyrir auðvaldið að hækka raunvexti til að auka sparifé í bönkunum og þar með getu þeirra til að sjá atvinnurekendum fyrir lánsfé. Þótt atvinnurekendur séu nær sammála um þessi vandamál og margir geri sér grein fyrir því hvað sé heildar- hagsmunum þeirra fyrir bestu, þá koma ráðstafanir gegn vandamálun- um misjafnlega við pyngjur þeirra. Eins og alkunna er, þá er hugsun þeirra rígbundin við budduna - ekki hvaða buddu sem er, heldur þeirra eigin buddu. Þeir geta orðið sammála um að offjárfesting sé í sjávarútvegi (t.d. á ársfundum LfÚ), en útgerðarmaður sem þarf á nýjum bát að halda getur ómögulega séð að þessi bátur feli í sér offjárfestingu. Sama gildir um skipa- smíðastöðina sem vantar verkefni. Atvinnurekendur eru sammála um að auka þurfi framboð á lánsfé til fyrir- tækjanna. Iðnrekendur, verslunar- eigendur og eigendur þjónustufyrir- tækja, sem treysta því að þeir geti velt vaxtahækkuninni út í verðlagið, eru opinberlega fylgjandi vaxtahækkun. Útgerðarmenn og eigendur fiskvinnslu- stöðva eru aftur á móti hræddir um að þeir þurfi sjálfir að bera einhvern hluta af vaxtahækkuninni og hika þess vegna. Það eru þessar innri andstæður borgarastéttarinnar, sem takmarka allar tilraunir til hagstjórnar í auð- valdsþjóðfélaginu. Jafnvel í þeim til- fellum þar sem vandamálin eru augljós, hafa lausnimar alltaf mis- munandi afleiðingar fyrir einstaka at- vinnurekendur. Framkvæmd ákveð- inna lausna á vandamálum auðvalds- skipulagsins í heild byggist þannig á því að þeir sem hagnast á breytingunni séu efnahagslega og pólitískt öflugri en þeir sem tapa á henni. Annars verður vandamálið óleyst hversu hróplegt sem það kann að vera. Um eitt atriði geta þó pyngjur hinna einstöku atvinnurekenda orðið sam- mála: Það verður að lækka launin og auka gróðann. Það er þetta verkefni, sem þeir hafa lagt höfuðáherslu á und- anfarin ár. Kjarasáttmálinn í frumvarpi Alþ.fl. eru ákvæði um að laun hækki ekki meir en 5% 1. mars og síðan um 4% á þriggja mánaða fresti. Þetta þýðir að laun eiga að hækka um 18% á þessu ári. í athuga- semdum með frumvarpinu kemur í ljós að þar er gert ráð fyrir því að verðbólg- an verði um 30% á árinu. Frumvarpið gerir þannig ráð fyrir því að kaupmátt- ur launa verði lækkaður um 9% á þessu ári, til viðbótar við það sem þegar er komið. (Miðað við samningana frá 1977 yrði kjaraskerðingin meiri því verðbótaaukinn hverfur.) Reyndar er rætt um að „sérstakur kaupauki á lægstu laun“ verði ákveðinn ef vísi- talan hækkar um meir en þessi 5% (síðar 4%), en það er ekkert sagt um það hvers eðlis þessi „sérstaki kaup- auki“ eigi að vera. Þessi kauplækkunartillaga erhöfuð- atriðið í þeim kjarasáttmála sem fjallað er um í frumvarpinu. Af öðrum atrið- um þessa margrómaða sáttmála er einungis rætt um að koma eigi á fót „kerfisbundnu samstarfi ríkisvalds og aðila vinnumarkaðarins." Fyrirmynd- in að því stofnanabundna stéttasam- vinnufyrirkomulagi sem Alþ.fl. vill koma á er sænska fyrirkomulagið á þessum málum. Það vekur kannski furðu einhverra að ekkert er minnst á vísitölumálin í sambandi við kjarasáttmálann. Sú staðreynd sýnir að tillögunum um þjóðhagsvísitölu var einungis ætlað að vera leið til að framkvæma kjaraskerð- ingu. Það sem segir um kjarasáttmál- ann í frumvarpi Alþ.fl. sannar þaðsem við höfum áður bent á hér í Neista, að þessi s.k. sáttmáli er ekkert annað en aðferð stéttasamvinnu-forystu til að lækka launin. Þetta er stefna sem breski Verkamannaflokkurinn hefur beitt sér fyrir undanfarin 4 ár. Einmitt þessa dagana eru verkamenn í breska Verkamannaflokknum að svara þess- um sáttmála Callaghans og forystu verkalýðssamba,ndsins á viðeigandi hátt. Fjárfestingastjórn íslenskir auðherrar eru eftirbátar flestra stéttarbræðra sinna í öðrum löndum varðandi hagstjórn og „áætl- anagerð". Flestar ríkisstjórnir í auð- valdsheiminum hafa að undanförnu þreifað fyrir sér á bessari braut með misgóðum árangri. I sumum auðvalds- ríkjum, t.d. Frakklandi og Hollandi, hafa tilraunir í þessa átt staðið í meir en áratug. Þessi þróun sýnir þá þörf sem er fyrir raunverulega áætlanagerð í nútíma efnahagslífi. Allar þessar tilraunir auðvaldsríkjanna hafa rekið sig á að áætlanagerð er ósamræman- leg því sjálfsforræði sem einstaka fyrir- tæki hafa í auðvaldsþjóðfélaginu. Ríkisvaldið getur sett fram misjafnlega góðar spár um þróun efnahagsmál- anna, sem fyrirtækin taka mið af, ef þau álíta það þjóna sínum hagsmun- um. Ríkisvaldið getur einnig ákveðið styrki og aðra aðstoð við fýrirtæki til að beina þróuninni í ákveðna átt. En árangur þessarar viðleitni er undir því kominn að markmið „áætlananna" samsvari gróðahagsmunum atvinnu- rekenda. Ef tímabundnar verðsveiflur, eða önnur atriði gera ákveðna þætti „áætlunar" óarðbæra, út frá sjónar- hóli hins einstaka atvinnurekenda, þá er „áætlunin" áhrifalaus. Þótt einstaka atriði í frumvarpi Alþ.fl. (t.d. ákvæði um aukningu peningamagns um 24% á ári og fastan ramma um erlendar lántökur. M.a. Seðlabankinn, en þaðan eru flestar grundvallarhugmyndirnar í frumvarp- inu komnar, sá ástæðu til að benda á að lögfesting þessara atriða væri út í hött) séu þess eðlis, að halda mætti að þingmenn flokksins hafi fengið glýju í augun varðandi möguleika á stjórn efnahagslífsins og ætli að framkvæma ,,áætlanirnar“ hvað sem sveiflur mark- aðarins tauta og raula, þá bendirfrum- varpið í heild til þess að tiltölulega skammt eigi að ganga í þessum efnum. Slík túlkun samsvarar betur því sem vitað er um hugmyndir þessara manna, sem eflaust trúa sjálfir á jafnaðar- mennsku markaðarins! Tillögur um breytingar sem fram koma í frumvarpinu eru í meginatrið- um tvenns konar: í fyrsta lagi á að auka gerð „áætlana" um fjárfestingar og fjármögnun þeirra. í frumvarpinu er reyndar rætt um að „beina fjárfesting- unni í framleiðniaukandi aðgerðir í at- vinnulífi landsmanna“, en ekkert er sagt um það hvernig á að gera þetta. í öðru lagi á að gera miklar breyt- ingar á fjármagnskerfinu, með því að afnema allar sjálfvirkar reglur um út- lán og framlög úr ríkissjóði; samræma lánskjör og hækka vexti, þannig að raunvextir verði jákf æðir á árinu 1980. Útlán eiga að ákvarðast af arðsemi þess sem lánað er til. Við höfum ekki möguleika á því að fjalla hér um hugmyndir frumvarpsins í smáatriðum. Við bendum því aðeins á mikilvægustu annmarkana: í fyrsta lagi er erfitt að ímynda sér, að hægt sé að stjórna því hversu mikil fjárfestingin verður, nema mjög tak- markað. Stærsti hluti fjárfestingarinnar er í dag fjármagnaður með afskriftum fyrirtækjanna og gróða þeirra. Yfir þessu fjármagni ráða atvinnurekendur einir og ráðstafa því eftir því hvað er arðvænlegast hverju sinni. Það má reyndar gera ráð fyrir því að hægt sé að hafa áhrif á ýmsar stærri fjárfestingar (húsnæði, skip) með stjórnun á lánakerfinu, en það er aðeins lítill hluti af heildarfjárfestingunni og sennilega ekki sá sem skiptir mestu varðandi offjárfestinguna, (nema í útgerð). Það er einnig hægt að benda á að sú launalækkun sem Alþ.fl. vill fram- kvæma mun auka þetta fjármagn, sem atvinnurekendur geta ráðstafað að eigin geðþótta. Það er ekki trúlegt að meir en smábrot þessa fjármagns leiti inn í bankakerfið á næstunni sem sparifé. Stærsti hluti þess fer í einka- neyslu atvinnurekenda og fjárfest- ingar. í öðru lagi eru arðsemis'sjónarmið varðandi útlán engin trygging fyrir því, að það fjármagn sem lánastofnanirnar ráða yfir fari þangað sem hagkvæmast er að nota það. Það er vitað, að ýmiss iðnaður, þjónustustarfsemi og verslun sem njóta forréttinda (vegna verndar eða góðrar markaðsaðstöðu) gefa af sér mikinn arð, án þess að starfsemi þeirra sé sérstaklega hagkvæm eða nytsöm. Það sem gefur góðan arð í dag, út frá sjónarhóli einstakra at- vinnurekenda, getur verið offjárfesting á morgun o.s.frv. Einkum í sjávarút- veginum er það augljóst að einungis bein stjórnun á fjárfestingunum getur hindrað offjárfestingu. Arðsemissjón- armið varðandi fjárfestingar í sjávarút- vegi er vísasta leiðin til að útrýma fiski- stofnunum. f þriðja lagi höfum við þau atriði sem ákvarðast m.a. af smæð íslenska markaðarins. Við þessar aðstæður hefur frjálst spil ópersónulegra mark- Frh. bls. 11 Efnahagsmálafrumvarp Alþýðuflokksins ,/U Georg Grosz: Friður milli launavinnu og auðmagns

x

Neisti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.