Neisti - 30.01.1979, Side 4
1. tbl. Neista 1979, bls. 4
Verðbólgnir ráðherrastólar
eða öflug verkalýðshreyfíng
Framboð Fylkingarinnar ti) alþing-
iskosninganna var ekki vinsælt. Það
var gagnrýnt sem sundrungarframboð
á þeim tíma sem verkalýðshreyfing-
unni var lífsnauðsyn að standa saman.
Og eftir á þótti mörgum hið lélega kjör-
fylgi sanna réttmæti andúðar sinnar á
framboðinu.
Fylkingin hefur lengi barist fyrir
meiri samvinnu verkalýðsflokkanna.
Frammi fyrir kjaraskerðingunum sl.
vetur krafðist Fylkingin samfylkingar
verkalýðsflokkanna gegn borgara-
flokkunum, hún krafðist þess að þessir
flokkar sem hafa forystu í verkalýðs-
hreyfmgunni beittu aðstöðu sinni til að
efla verkalýðshreyfinguna til átaka.
Fylkingin benti á að einungis með
baráttu verkalýðsstéttarinnar sjálfrar
yrðu kjörin varin. Gegnum alþingi,
jafnvel gegnum ríkisstjórn mundu
hinir umbótasinnuðu verkalýðsflokk-
ar aldrei vinna sigur í þessari baráttu,
jafnvel ekki þótt viljinn væri fyrir
hendi, án þess að hafa baráttuglaða
verkalýðshreyfingu að bakhjarli.
Efling verkalýðshreyf-
ingarinnar . . .
Fylkingin setti fram skoðanir sínar á
hvað þyrfti að gera, (sjá td. Neista 3.
tbl., mars 1978). Viðkröfðumstfundaí
verkalýðsfélögunum. Við kröfðumst
þess að þessir fundir yrðu tíðir og
reglulegir. Við kröfðumst þess að
möguleikar á skæruverkföllum yrðu
kannaðir. Við kröfðumst aukinnar
blaðaútgáfu á vegum verkalýðshreyf-
ingarinnar. Við kröfðumst opinna
samningaviðræðna. Við kröfðumst
þess að allt þetta starf yrði miðað við
allsherjarverkfall sem ræki smiðshögg-
ið á að brjóta kjaraskerðingarlögin.
Við gerðum okkur mætavel grein
fyrir að verkalýðshreyfingin var ekki í
stakk búin til að fara í sigurvænlegt
allsherjarverkfall eins og á stóð. Og við
gerðum okkur líka grein fyrir því að
forystumenn og forystuflokkar verka-
lýðshreyfingarinnar yrðu ekki óðfúsir
til að ýta undir það sem til þurfti.
. . . eða þingflokkanna
Fram að kosningum kom það sífellt
betur í ljós að af þessum mönnum og
flokkum var einskis að vænta. Alb. og
ASÍ settu fram kröfuna Samningana í
gildi. Fátt var gert til að framfylgja
henni, en orðin hljómuðu vel fyrir
kosningar. Helstu foringjar verkalýðs-
hreyfingarinnar, svo sem formaður
Verkamannasambands íslands, sögðu:
Kjarabæturnar verða taldar upp úr
kjörkössunum. Ný vinstri stjórn, það
var úrræðið.
Fylkingin hefur aldrei farið í
launkofa með að hún telur verkalýðs-
hreyfínguna illa undir harða baráttu
búna. Þess vegna berjumst við fyrir
eflingu hennar, aukinni virkni innan
hennar, meiri umræðu, auknu upplýs-
ingastreymi, auknu lýðræði.
Það þarf ekki að tíunda viðbrögð
verkalýðsflokkanna og verkalýðsfor-
ingjanna innan þeirra við þessum
hjáróma söng. Hvar eru fundirnir í
verkalýðsfélögunum? Hvernig er að
útgáfumálum staðið innan verkalýðs-
hreyfingarinnar? Hvernig er verkalýðs-
hreyfingin upplýst um ástand mála, um
fyrirhugaðar aðgerðir toppforystunn-
ar o.s.frv.?
Kjördagur - hinn
mikli vendipunktur
Samningana í gildi, kjarabæturnar
verða taldar upp úr kjörkössunum, var
sagt fyrir kosningarnar. Og til að
sannfæra auman verkalýðinn, hæst-
virta kjósendur, um sannleiksgildi
þessara orða og mátt kjörseðilsins,
kippti borgarstjórnarmeirihlutinn
samningunum aftur í gildi í sínu yfir-
ráðasvæði. Þá var ekki annað að heyra
en nýrri ríkisstjórn væri ekkert hægara
en rétta verkafólki það aftur sem af því
hafði verið tekið. Það þurfti ekki að
brýna verkafólkið til baráttu, því var
nóg að fá sér sunnudagsgöngu að kjör-
borðinu. En auðvitað hlýðir borgar-
stjórnin nýju lögunum.
Eftir kosningar er slagorðið: Samn-
ingana í gildi, ekki lengur á lofti. Allt er
breytingunum undirorpið. Nú er það
barátta þjóðarinnar gegn verðbólg-
unni. Að breyta samningum með
lögum var áður hinn mesti glæpur.
Þegar Alb. er ístjórn er það ekki lengur
glæpur. Án þessaðhaldafundiíverka-
lýðsfélögunum keppast verkalýðsfor-
ingjar Alb. við að lýsa stuðningi við
aðgerðimar. Víðast hvar þar sem fundir
hafa verið haldnir, hafa þeir hins vegar
lýst óánægju sinni með þær.
Hin lýðræðislega lygi
Þessar ráðstafanir eru kallaðar
fullar kjarabætur á óbeinan hátt. En
skv. útreikningum okkar, sem birtust í
11. tbl. Neista þýða þessar aðgerð-
ir kjaraskerðingu upp á 6%.
Kjarabætur þurfa ekki að felast
einvörðungu í krónufjölgun í umslag-
inu. En að krefjast samningana í gildi
fyrir kosningar og hundsa þá svo eftir
kosningar er merki um lýðskrum og
óheilindi. Og við munum alla tíð
Baráttan fyrir samningsrétti BSRB
Eins og lesendum Neista mun
kunnugt býr BSRB við mjög skertan
samnings- og verkfallsrétt í saman-
burði við það sem gerist á hinum
almenna vinnumarkaði og kveðið er á í
vinnumálalöggjöfinni frá 1938, sem þó
felur í sér mikla skerðingu á verkfalls-
rétti.
Ber þar helst á milli, að verkfalls-
réitur BSRB er bundinn við heildar-
samtökin, en um sérsamninga ein-
stakra félaga svo sem röðun í launa-
flokka o.fl. fjallar og ákvarðar
gerðardómur, svokölluð kjaranefnd,
þar sem fulltrúar ríkisvaldsins hafa
úrslitavaldið. Á hinum almenna vinnu-
markaði hafa aðildarfélög ASf sjálf
verkfalls- og samningsréttin.
Annað er að gildistími samninga má
ekki vera skemmri en tvö ár hjá BSRB,
en gildistíminn er samningsatriði á
hinum almenna markaði.
Þá kveða lög um samningsrétt
BSRB svo á að um framkvæmd
verkfallsaðgerða einkum verkfallsund-
anþágur skuli enn einn gerðardómur-
inn fjalla, kjaradeilunefnd, sem reynd-
ist BSRB að ýmsu leyti skeinuhætt í
síðasta verkfalli.
Fögur fyrirheit
ríkisstjórnarflokkanna
Fyrir myndun núverandi ríkisstjórn-
ar átti forysta BSRB viðræðufund með
fulltrúum þeirra flokka sem nú eru í
ríkisstjórn. Þar kom m.a. fram sú
„afstaða" þessara flokka, að verkfalls-
og samningsrétturinn yrði samræmdur
því sem almennt gerist hjá verkalýðs-
félögunum, en einnig það, að samn-
ingar þeir sem í gildi eru skuli fram-
lengjast til 1. des. 79 með óbreyttu
grunnkaupi og án áfangahækkana. En
síðustu samningar BSRB kveða á um
3% áfangahækkun 1. apríl 79.
Formannaráðstefna BSRB haldin
strax eftir þennan viðræðufund hét því
að beita sér fyrir framlengingu samn-
inga BSRB án áfangahækkunarinnar
yrðu þær réttarbætur framkvæmdar
sem ríkisstjórnarflokkarnir lofuðu.
Fyrirheitin svikin
í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar-
innar sem birtist nokkrum dögum
síðar er dregið í land frá fyrirheitum.
Þar var einungis lýst yfir að tveggja ára
samningstímabilið yrði lagt niður svo
og kjaranefnd.
Næsta einn og hálfan mánuðinn
virðist ekkert ske í málinu. Hinn 12. og
13. október kom samninganefnd
BSRB aftur saman. Komu þar fram
skiptar skoðanir um það, hvort verk-
fallsrétturinn skyldi vera hjá aðildar-
félögum BSRB eða hvort þessi réttur
skyldi takmarkast við heildarsamtök-
in. Ekki veit undirritaður gjörla
hvernig menn skiptust i hópa um þetta
Frh. bls. 11
Jæja, þá er maður búinn að telja uppúr
kjörkössunum.....
berjast gegn því að ríkisstjórn breyti
kjarasamningum verkafólki í óhag.
Það heitir lygi að kalla raunverulegar
kjaraskerðingar kjarabætur. Við við-
urkennum að verkalýðshreyfingin geti
þurft að hörfa í kjarabaráttunni. En að
halda verkalýðshreyfingunni óvirkri í
þeirri trú að kjörseðillinn sé beittasta
vopnið, hörfa síðan eftir miklu meiri
kosningasigur en við var búist, án
þess að virkja verkalýðshreyfinguna til
átaka, og kalla þetta undanhald að
halda í horfinu, slíkt eru svívirðilegar
lygar, blekkingar og svik.
Efnahagsráðstafanirnar 1. des. einar
sér eru nógu alvarlegar, en þessar
blekkingar, lygar og svik hinna
„lýðræðislegu" verkalýðsflokka eru þó
margfalt alvarlegri.
Réttar upplýsingar, umræða og lýð-
ræði eru verkalýðshreyfingunni lífs-
nauðsyn. Að hörfa einu sinni er ekki
það versta, það versta er að vera ekki
búinn til baráttu á ný.
Þróun mála síðustu vikur eru ein-
ungis staðfesting á þvísem Fylkingin er
búin að tönnlast á. Fyrir kosningar
benti Fylkingin á að stefna Alb. og
Alþfl. mundi einungis leiða til þess sem
orðið er, og þegar þessi stjórn mun
hrökklast frá verður verkalýðshreyf-
ingin enn verr í stakkinn búin til að
mæta áframhaldandi árásum atvinnu-
rekenda, ef svo heldur fram sem horfir.
Fylkingin hefur haldið uppi gagnrýni á
þessa flokka, hún hefur lagt fram aðrar
tillögur, aðra stefnu, - í krafti þeirrar
stefnu bauð hún fram. Réttmæti þessa
framboðs hlýtur að vera augljóst þeim
sem ekki einblína einungis á prósentu-
tölur um óvirka kjósendur.
Einar Ólafsson.
Dreifirit Fylkingarfélaga
innan BSRB
Nokkrum dögum fyrir samninga-
nefndarfundinn 18. janúar gáfu nokkr-
ir Fylkingarfélagar innan BSRB úl
dreifirit þar sem mótmœlt var að
gengið yrði til samninga við ríkis-
stjórnina á grundvelli samkomulags-
draga hennar frá 4. janúar og BSRB
forystunnar frá S.janúar. En þá var allt
útlit fyrir skjólt samkomulag aðila og
allsherjaratkvœðagreiðslu um það,
enda lítið sem bar á milli.
í dreijiritinu voru drög BSRB
gagnrýnd á þeirri forsendu að þar væri
fallið frá kröfunni um verkfallsréttinn
til félaganna og afnám gerðardóma
fyrr en knúið hefði verið á ríkisstjórn-
ina í opinni baráttu, með beitingu alls
styrks samtakanna og henni stillt upp
við vegg í Ijósi fyrri yfirlýsinga ríkis-
stjórnarflokkanna. Einnig var þar
gagnrýnt að samþykkt skyldi að fella
niður kauphœkkunina 1. aprílfyrrená
reyndi hvort unnt væri að knýja þessar
réítarbœtur fram án þess að borga
þyrfti fyrir þær.
Yrði BSRBfélögum ítrássi viðþessi
mótmœli og önnur stillt upp frammi
fyrir allsherjaratkvœðagreiðslu á
grundvelli fyrrnefndra samningsdraga
hvöttu bréfritarar BSRB félaga til að
segja já þrátt fyrir allt.
Einhverjum kann að ftnnasi að i
þessari afslöðu felist mótsögn, en svo
er þó alls ekki. Breytingarnar á samn-
ingsréttinum eru vissulega til bóta, þótt
alls ekki hafi verið látið á reyna hvort
ná mætti lengra. Afnám 3% grunn-
kaupshœkkunar í 3 mánuði (samning-
ar eru uppsegjanlegir frá 1. júlí) vegur
sjálfsagt lítið peningalega á móti þeirri
kjaraskerðingu sem lögbundið 2ja ára
samningstímabi/ getur leitt til á tímum
óðaverðbólgu og stöðugra vísitölu-
skerðinga og falsana. En það er rangt
að bjóða stjórnvöldum upp á að borga
þeim fyrir kosningaloforð sín fyrr en
reynir á styrk samtakanna til að
komast hjá því. Félli hins vegar
ofannefnt samkomulag BSRB í alls-
herjaratkvœðagreiðslu, mundi það
gefa íhaldsöflunum, þeim sem engar
breytingar vilja á samningsréttinum
byr undir báða vœngi og það mundi
seinka réttarbótum.
Þess vegna erum við nú að reyna að
komaí veg fyrir að BSRBforystan geri
stóra skyssu. Geri hún samt þessa
skyssu (hœttan á þvi hefur minnkað
nú) verðum við að vinna gegn því að
það leiði tilþess að BSRB verði dregið
enn lengra niður ífenið.
RS.