Neisti - 30.01.1979, Side 6

Neisti - 30.01.1979, Side 6
1. tbl. Neista 1979, bls. 6 Viðtal við bandarískan félaga Á undanförnum árum hefur kreppa auðvaldsþjóðfélagsins grafíð um sig í Bandaríkjunum, höfuðvígi heims- valdastefnunnar. Afleiðing þessarar kreppu hefur verið vaxandi barátta verkafólks, kvenna og minnihluta- hópa. Án tillits til efasemda margra vinstri sinna (af tegund Marcuse o.fl.) hefur bandarískur verkalýður sýnt að fjölmennasta stétt iðnverkafólks í heimi býr yfir miklu afli til baráttu gegn auðvaldinu. Þróun stéttabarátt- unnar í Bandarikjunum á eftir að hafa mikil áhrif á baráttu verkafólks og sósíalista annars staðar í.heiminum. Um daginn var hér á ferð bandarísk- ur félagi, Russel Block að nafni. Við notuðum tækifærið og spurðum hann nokkurra spurninga um þróun mála í Bandaríkjunum að undanförnu. Russel er félagi í Sósíalíska Verkamanna- flokknum (Socialist Workers Party), bandarísku deild Fjórða Alþjóðasam- bandsins. Fyrst spurðum við hann um áhrif verkfalls kolanámumanna og baráttu vinstrisinnaðs hóps innan verkalýðsfélaga stáliðnaðarmanna fyr- ir auknu lýðræði og harðari baráttu- línu innan sambands stáliðnaðar- manna, en þeir stóðu að framboði róttæks verkalýðsforingja, Sadlowsky, til forsetakjörs í sambandi stáliðnaðar- manna. Þessir atburðir settu mjög svip sinn á baráttu verkafólks fyrir einu ári. Russel: „Núna er lítil hreyfing meðal þessara hópa. Ástæðurnar eru mis- munandi. Meðan á kolanámuverkfall- inu stóð, var augljóst, að verkamenn- irnir höfðu gert uppreisn gegn forystu verkalýðssambandsins. Það kom tvisv- ar fyrir að þeir felldu samningsdrög, sem forystan bar upp. f verkfallinu voru verkamennirnir mjög vel skipu- lagðir. Það er hefð fyrir slíku í námun- um. Samstaðan hefur alltaf verið mjög öflug þar. Þeim tókst m.a.s. að standa gegn framkvæmd Taft-Hartley lag- anna (lög í Bandaríkjunum, sem heim- ila stjórninni að leita eftir dómsúr- skurði sem skyldar verkalýðsfélög að fresta verkfallsaðgerðum í 90 daga). Verkamennimir neituðu að snúa til vinnu sinnar og Carter neyddist til að fá dómsúrskurðinum aflétt. Þrátt fyrir andstöðu verkamann- anna við forystu verkalýðssambands- ins, þá skapaði verkfallið ekki nýja forystu. Verkfallinu lauk, án þess að verkamennirnir næðu fram öllum kröfum sínum. Eftir verkfalhð lægði öldurnar. En sú reynsla sem verka- mennirnir öfluðu sér og þeir lærdóm- ar, sem þeir kenndu öðrum hlutum verkalýðshreyfingarinnar hafa varð- veist. Ástandið er rólegt núna en það getur hvenær sem er orðið sprenging aftur. í sambandi stáliðnaðarmanna voru aðstæður aðrar. Þar var um að ræða hreyfingu undir forystu óánægðra for- ystumanna í nokkrum félögum. Sad- lowsky hefur lengi starfað sem baráttu- maður innan verkalýðsfélaganna. Hann mótmælti t.d. stríðsrekstri Bandaríkjanna í Víetnam á síðasta áratug. Það er litið á hann sem vinstrimann. Samtímis hefur hann mjög sterka stöðu innan verkalýðs- félaganna. f kosningaherferð sinni tók Sadlowsky upp fjölmörg málefni, sem ekki hefur heyrst neitt um innan verkalýðshreyfingarinnar í 40 ár. Það gerði kosningaherferð hans mjög mikilvæga. Á þeim vinnustöðum þar sem hreyfmg Sadlowskys átti stuðnings- menn, gekk þeim vel að skipuleggja stuðningsmannalið. Þeim gekk verr á þeim vinnustöðum þar sem þeir áttu enga stuðningsmenn fyrir. Erfiðleik- arnir voru í því fólgnir að verkamenn- irnir eru tortryggnir gagnvart öllum tilraunum til breytinga af hálfu for- ystumanna innan verkalýðsfélaganna. Þessi tortryggni þeirra er mjög eðlileg. Þeir hafa oft séð hvernig hópur verkalýðsforingja skipulagði herferð undir því yfirskini að þeir ætluðu að breyta ástandinu til batnaðar. Þegar á reyndi kom í ljós að það eina sem þeir höfðu áhuga á voru völd innan verka- lýðshreyfingarinnar. Sadlowsky fékk þriðjung atkvæða samkvæmt talningu forystu sambands stáliðnaðarmanna. Eftir að kosningar- herferðinni lauk vonuðum við í Sósial- íska Verkamannaflokknum að hreyf- ingin héldi starfi sínu áfram, stofnaði hópa í félögunum, gæfi út fréttablað og fleira. Því miður skeði ekkert af þessu. Þar með komu takmarkanir þeirrar forystu, sem Sadlowsky er hluti af, í ljós. Þeir gátu skipulagt herferð fyrir kosningar í verkalýðssambandi, en þeir gerðu sér ekki grein fyrir mikil- vægi þess að skipuleggja sig sem skoðanahóp, sem starfaði samfellt innan verkalýðsfélaganna. Margir þeirra sem störfuðu fyrir Sadlowsky hafa nú engan starfsvettvang. Þeir halda áfram að styðja hann og munu vafalaust taka þátt í kosningaherferð- um hans í framtíðinni. Þarna er afl, sem í dag er ónotað, en á eftir að sýna sig í verki. Undanfarna mánuði hefur ástandið í stáliðnaðinum farið versnandi. Eftir að atvinnurekendur fengu því framgengt að stjómin greip til verndaraðgerða gegn erlendri samkeppni, hófu þeir að loka þeim stáliðjuverum, sem gáfu lítinn arð og ollu miklu atvinnuleysi í mörgum borgum, t.d. í Ohio. Stáliðn- aðarmenn hafa því enn meiri ástæðu í dag til að hefja gagnsókn. Það er ómögulegt að segja til um það hvenær meiri háttar átök muni eiga sér hreyfingarinnar fram slagorðið:,, Kjós- um demókrata-meirihluta á þing“. Þetta var þeirra eina svar við krepp- unni 1973-74. Vandamáliðvaraðþeim tókst þetta allt of vel. Nú hafa demó- kratar meirihluta í báðum deildum þingsins, 2/3 allra ríkisstjóra eru demókratar, flestir borgarstjórar í stóru borgunum eru demókratar og nú er forsetinn demókrati. Þessum miklu kosningasigrum demókrata hafa fylgt hörkulegustu árásir, sem verkalýðs- hreyfingin hefur orðið fyrir um ára- tugaskeið. í dag er ómögulegt fyrir forystu verkalýðshreyfingarinnar að segja við verkafólk að það sem nú þurfi að gera sé að kjósa enn fleiri demó- krata! Það er þetta sem veldur verkalýðs- foringjunum þungum áhyggjum. Þess vegna hafa sumir þeirra gagnrýnt flokkur með fjöldafylgi, sem stofnaður yrði í Bandaríkjunum, myndi mjög fljótt vaxa og verða eitt af sterkustu öflunum í bandarískum stjórnmálum. Það er einmitt þetta sem forysta verkalýðsfélaganna er hrædd við. Hún veit að þessi þróun, sem hefur dregist svo lengi, gæti vaxið þeim yfir höfuð. Þeir eru í erfiðri stöðu í dag. Þeir þora ekki að stofna eigin flokk, en samtímis er Demókrataflokkurinn orðinn ónot- hæfur. Það er þess vegna alls óvist hverju þeir taka upp á“. Neisti: Sósíalíski Verkamannaflokk- urinn hefur að undanförnu beint starfi sínu í vaxandi mæli að verkalýðsfélög- unum. Hvernig gengur að útbreiða hugmyndir hins byltingarsinnaða sósí- alisma meðal bandarísks verkafólks? Russel: „Á síðasta áratug reyndum við að nýta uppsveifluna meðal stúd- enta og einbeittum okkur að því að efla stöðu okkar innan háskólanna og afla félaga. Markmið okkar var engu að síður, að ná til verkafólks, einkum iðn- verkafólks. Áherslan á háskólanna var í okkar augum einungis krókur á þeirri leið. En vegna þeirra aðstæðna sem ríktu þá færði þessi krókur okkur nær markmiðinu. Það er verkafólk í iðnaði, sem er í þeirri stöðu, sem þjóðfélagslegt afl verkalýðsstéttarinnar er fólgið í. Sér» hver byltingarsinnaður flokkur verður að ná til þessa fólks, ef hann ætlar að framkvæma ætlunarverk sitt. Ástand- ið í dag er að verulegu leyti frábrugðið því sem ríkti á 7. áratugnum. Þá var mjög erfitt að fá verkafólk til að gefa sósíalískum hugmyndum einhvern gaum. Nú hefur þetta gjörbreyst. Víetnamstríðið, Watergate-málið og ,, Verkafólk leitar nú ákaft eftir ein- hverjum valkosti við núverandi ástandi. Það er þess vegna alls ekki andsnúið sósíalískum hugmyndum. “ r bókinni: Still hungry in America jósm. : Clavton stað. En ég er þess fullviss að herferð Sadlowskys verður þess valdandi að næstu átök verða markvissari og meira meðvituð“. Neisti: Meðal verkafólks í Banda- ríkjunum má sjá vaxandi óánægju með aðgerÖir Carterstjómarinnar til að sporna gegn efnahagskeppunni. Þessi óánægja hefur neytt marga íhaldssama foringja innan verkalýðshreyfingar- innar, sem lengi hafa stutt Demókrata- flokkinn, til að mótmæla opinberlega. Gæti þessi þróun leitt til þess að verka- lýðshreyfingin hætti að styðja Demó- krataflokkinn? Russel: „Allt frá því á 4. áratugnum hefur forysta verkalýðshreyfingarinn- ar miðað stefnu sína við stuðning við Demókrataflokkinn, í stað þess að treysta á sjálfstæða baráttu. Eftir síðari heimsstyrjöldina, þegar róttæki hluti bandarísku verkalýðshreyfingarinnar hafði horfið af sjónarsviðinu, þá verður þessi stefna ofan á. Á 6. og 7. áratugnum, þegar efnahagsþenslan var ríkjandi, þá gat forysta verkalýðshreyf- ingarinnar bent á árangur af þessari stefnu. Atvinnuleysi var tiltölulega lítið og nokkrar umbætur náðu fram að ganga. Demókrataflokkurinn reynir ekki að láta líta svo út sem hann sé verka- lýðsflokkur. Aftur á móti eru margir einstaklingar innan hans, sem þykjast vera vinir verkafólks. Þegar tímabil efnahagskreppunnar hófst fyrir um 10 árum, þá var Repú- blikanaflokkurinn við völd. Það var þess vegna auðvelt fyrir forystu verka- lýðshreyfingarinnar að segja að vanda- málið væri í því fólgið, að við stjóm- völinn stæðu óvinveittir aðilar. Lausn þeirra var að kjósa fleiri demókrata á þing, þannig að þeir fengju meirihluta á þingi. Árið 1974 setti hluti verkalýðs- Carter opinberlega. Þetta ástand olli athyglisverðri þróun í síðustu kosning- um, einkum í Ohio. Þar bauð s.k. frjálslyndur vinur verkafólks, Dick Clark, sig fram til þings. Hann var mjög háður stuðningi verkalýðsfélag- anna í vélaiðnaðinum. Þessiverkalýðs- félög sögðu Clark það fyrirfram að þau mundu ekki styðja hann, ef hann greiddi atkvæði með orkuáætlun Carters, en þessi áætlun hafði það markmið að auka gróða olíufyrirtækj- anna á kostnað verkafólks. Clark greiddi orkuáætlun Carters atkvæði sitt, verkalýðsfélögin í vélaiðnaðinum neituðu að styðja hann og hann féll út af þingi. Á þennan hátt ætluðu verkalýðsforingjarnir að hegna demó- krötum. Þetta er svipuð stefna undir nafninu „launaðu vinum þínum og hegndu óvinum þínum“. Vandamálið er að verkafólk á enga vini meðal demókrata, eða meðal repúblikana. Þessi staða setur á dagskrá stofnun verkalýðsflokks. Bandaríkin eru eina iðnvædda auðvaldsríkið þar sem enginn verkalýðsflokkur með fjölda- fylgi er til. í dag höfum við einungis tvo borgaralega flokka. Stofnun verka- lýðsflokks, sem byggði fylgi sitt á verkalýðshreyfingunni yrði þess vegna stórt spor fram á við jafnvel þótt slíkur flokkur yrði endurbótasinnaður og forysta hans skrifræðisleg. Stofnun slíks flokks mundi gjör- breyta pólitísku ástandi í Bandaríkj- unum. Stefna valdastéttarinnar hefur byggst á því undanfarið að tryggja að fólk kæmi ekki auga á neina aðra val- kosti en demókrata og repúblikana. Þeir hafa neytt allra bragða til að tryggja þetta. Svo þekktustu dæmin séu tekin, þá voru bæði Malcolm X og Martin Luther King myrtir við dular- fullar kringumstæður. Það er skoðun mín, að verkalýðs- vaxandi efnahagskreppa hafa séð fyrir því. Verkafólk leitar nú ákaft eftir ein- hverjum valkosti við núverandi ástand. Það er þess vegna alls ekki andsnúið sósíalískum hugmyndum. Þetta hefur gert okkur kleift að senda félaga til mikilvægra vinnustaða í stáliðnaðin- um, í námunum og fleiri greinum iðn- aðar. Sú breyting á starfi Sósíalíska Verkamannaflokksins, sem við höfum verið að framkvæma undanfarin 2-3 ár, hófst með því að við reyndum að stofna deildir í sem flestum mikilvæg- um borgum. Þegar við byrjuðum voru deildir í um 20 borgum. Nú höfum við deildir í meir en 50 borgum. Eitt af vandamálum bandarísku verkalýðs- hreyfingarinnar hefur lengi verið, að uppreisnir verkafólks í einum lands- hluta hafa ekki breiðst út til annarra landshluta. Árið 1934 voru t.d. alls- herjarverkföll í Minneapolis og San Fransisco. Verkafólk tók að verulegu leyti völdin í þessum borgum um tíma. En hreyfingin náði ekki að breiðast út til Chicago, New York og annarra stór- borga. Til þess að verða sigursæl verður bylting í Bandaríkjunum að ná til allra landshluta. Að undanförnu höfum við stofnað deildir þar sem sósíalistar hafa aldrei verið áður. Nýjasta deildin okkar er t.d. í Birmingham í Alabahma, í hjarta Suðurríkjanna. Við höfum deildir í Houston í Texas, San Diego, Denver í Colorado og Miami í Florida. Allt eru þetta nýjar deildir. Við sendum fólk frá borgum þar sem við höfðum stórar deildireins og í New York og Chicago og létum það stofna deildir á nýjum stöðum og afla félaga. Þetta hefur gengið mjög vel. Nú er komið að öðru stigi í þessari þróun. Nú leggjum við áherslu á að

x

Neisti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.