Neisti - 30.01.1979, Qupperneq 8

Neisti - 30.01.1979, Qupperneq 8
1. tbl. Neista 1979, bls. 8 Víetnam - Kampútsea Þann 25. desember s.l. réðst her víetnamska verkalýðsríkisins inn í Kamp- útsen. Áður hafði útvarpið í Hanoi skýrt frá því að settar hefðu verið á laggirn- ar, að undirlagi Víetnama, hersveitir í Kampútseu erskyldu berjastgegn hinni glæpsamlegu stjórn Pol Pots. Framvindu mála þekkja víst flestir, innrásarher- inri sótti skjótt fram og lagði undir sig flesta hluta landsins á ótrúlega skömmum tíma og þótti sýnt að Pol Pot nyti ekki stuðnings eða hylli almennings í landinu af þeim sökum. Enn er barist á ýmsum stöðum í Kamp- útseu en ekki er gott að segja hvort mótstöðu þá er Kampútseumenn veita beri að skilja sem stuðning við Pol Pot og glæpahyski hans, eða sem þjóðernislega innblásna andstöðu gegn Víetnömum, en nóg virðist um slíkar kenndir á vorum dögum. Þar eð Neisti getur ekki státað af því, að vera „fyrstur með fréttirnar" og ekki einu sinni annar, er engin ástæða til þess að lýsa í smáatriðum hvernig málum vatt fram. í blaðinu birtum við hins vegar meirihlutasamþykkt er gjörð var um þetta mál á fundi Sameinaðs Fulltrúaráðs Fjórða Alþjóðasambandsins. Er þar að finna nokkuð greinargóða úttekt á afstöðu trotskista í málinu og áherslupunktum þeirra. Við leggjum áherslu á, að innrás Víetnama í Kampútseu er óverjanleg. Þess vegna krefjumst við tafarlauss brottflutnings víetnamsks herliðs úr landinu. Innrásin, sem virðist að mestu sprottin af þjóðernislegum óvildarhug, sem er gagnkvæmur, getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þróun byltingar- innar í Indókína. Það er engan veginn víst að þeir valdhafar er taka við af stjórn Pol Pots reynist fullfærir um að ráða við þann mikla vanda er steðjar að kampútseanska samfélaginu. Innrásin magnar upp allar erjur í Indókína, býður heim hættunni á langvarandi skærustríði og mannföllum, niðurrifi á þeirri uppbyggingu er þegar hefur átt sér stað, og gæti á endanum verkað sem réttlæting fyrir heimsvaldastefnuna til þess að hlutast til um málefni Indókína. Við leggjum áherslu á að þjóðir Indókína vinni saman að uppbyggingu sósíalismans í anda alþjóðahyggju verkalýðsins, leggi niður þjóðernislegan ágreining sinn og berjist gegn skrifræðisvaldinu, fyrir uppbyggingu lýðræðis- legs miðstjórnarvalds verkalýðs og bænda. Síðustu atburðir í Kampútseu hafa d sorglegan hátt leitt í Ijós afdrifaríkar afleiðingar þjóðernisrembings og smú- smyglislegrar eiginhagsmunaviðleitni, sem einkennir stefnu þeirra skrifrœðis- legu stjórna, er sitja við stjórnvölinn í löndum þar sem auðvaldsþjóðfélaginu hefur verið velt úr sessi. Vissulega verður að vísa ákveðið á bug ramakveini hins alþjóðlega auð- valds og siðblindra smáborgaralegra menntamanna um hinn ..kampútse- anska harmleik", og sýna fram á eðli þess: meinfýsin aefmg í pólitískum loddaraskap. Amerísku heimsvaldasinnarnir, sem nú fella krókódílatár yfir þeim manns- lífum sem fórnað hefur verið i Kamp- útseu, œtlast til þess að fólk gleymi að það voru miskunnarlausar loftárásir þeirra á Norður-Vietnam og Kamp- útseu, innrás þeirra i Kampútseu, að ekki sé minnst áfjöldamorð þeirra í S- Víetnam, sem eyðilögðu algjörlega efnisleg lífsskilyrði tugmilljóna manna og skópu hlutlœgar orsakir hinna gífurlegu vandamála hungurs og sjúk- dóma, sem hin sigursœla bylting í þremur ríkjum Indókína hefur staðið andspœnis síðan 1975. Hin alþjóðlega borgarastétt, sem nú þykist verja „þjóðlegt fullveldi" í Kampútseu, er sú sama og hefur um aldaraðir beint nýlendustefnu sinni gegn stórum hluta íbúa heimsins, neitað þeim um þjóðlegt fullveldi og neitað þeim um lágmarksréttindi til þjóðlegrar sjálfsákvörðunar. Það er einnig sama borgarastétt sem hefur háð óteljandi stríð, þar sem hundruð- um þúsunda karla, kvenna og barna hefur verið fórnað í því skyni að við- halda nýlenduveldinu, og sem einnig í dag neitar þjóðum í öllum fimm heims- álfum um þjóðleg réttindi þeirra; frá írlandi um Palestínu til S-Afríku. Jafnframl verður að fordœma lodd- araskap sovéska skrifrœðisins þegar það dirfist að tala um vörn mannrétt- inda í Kampútseu meðan það treður undir hcel sér grundvallarmannréttindi í eigin landi, svo að ekki sé talað um mannréttindi í Tékkóslóvakíu og hin- um Austur-Evrópuríkjunum. Hvað viðkemur hinum ,,stórkost- lega, framsœkna" fyrrverandi leiðtoga Kampútseu, Síhanúk prins, (einum af þessum hörðuforsvarsmönnum mann- réttinda) verður að minna hann á að undirtyllur hans ofsóttu kampúlse- anska kommúnista. Þessar ofsóknir eiga sök ádauða margra kommúniskra félaga og leiðtoga þeirra. Pol Pot og fylgismenn hans björguðust naumlega frá þessum örlögum. Að þessu sögðu og í Ijósi þess, að aðalbaráttan allan tímann beinnist gegn heimsvaldastefnunni, geta bylt- ingarsinnaðir marxistar ekki látið hjá líða að geta eftirfarandi: Við gerum ekki upp ámilli hinna ýmsu skrifrœðis- stjórna. Ef hinni alþjóðlegu borgara- stétt heppnast nú að valda miklu fjaðrafoki vegna atburðanna í Kamp- útseu - einkum og sérilagi notfœra sér þá í áróðursskyni, ásviði stjórnmála og í framtíðinni, í hernaðarlegum til- gangi - liggur sökin hjá skrifrœðinu. Það á fullan rétt á sér að tala um hörmungar. Það er rétl að hafa íhuga hvernig aðstceðurnar hafa breyst, frá því áhlaup amerísku heimsvaldastefn- unnar gegn þjóðum Indókína vakti upp andúð um allan heim, þar til hin hetjulega andstaða byltingarinnar gegn þessum árásum innblés milljónum andheimsvaldasinnaðra baráttumanna um allan heim sóknarhug, og þegar brotthvarf amerísku heimsvaldastefn- unnar frá Indókina var af verkalýðs- stétt allra landa talinn mikill ósigur fyrir kapítalískt afiurhald og stórt skref heimsbyltingarinnar fram á við. Sú mikla samúð sem byltingin í Indókína öðlaðist meðal vinnandi fólks íheiminum er nú að hverfa vegna glœpsamlegra aðgerða hinna skrifrœð- islegu stjórna sem hafa látið efnahags- lega, pólitíska og hugmyndafrœðilega sundurþykkju þróast upp i milliríkja- skœrur, fyrst með því að ná stigi hernaðarárekstra og nú með því að láta leiðast út í stríð háð af fullum styrk. Þessi þróun hlýtur að skapa upp- nám, tortryggni og draga úr baráttu- anda meðal töluverðs hluta hinnar alþjóðlegu verkalýðsstéttar og meðal annars andheimsvaldasinnaðs baráttu- fólks i nýlendum og hálfnýlendunum. Fjórða Alþjóðasambandið telur að skriffinnarnir eigi sök á þessari þróun. Borgarastríð og hótanir um hernaðar- aðgerðir hafa ekkert með kommún- isma og sósíalisma að gera og eralgjör- lega andstœtt hagsmunum verkalýðs og bœnda í Indókína, Kína og Sovét- ríkjunum. Þróunin er þvert á móti merki um að sá eitraði ávöxtur Stalíns, fræðikenningin um ,,sósíalisma i einu landi" erfarinn að rotna,þ.e.a.s. aðhið þjóðlega og þjóðrembingslega fagnað- arerindi hefur tekið stjórnina meðal skriffinnanna í kommúnistaflokkunum fimm. Óháð hinum mikilvægu hagsmun- um hinnar alþjóðlegu verkalýðsstéttar, að ekki sé talað um mikilvœga hags- muni heimsbyltingarinnar, er nú hver og ein af þessum skrifrœðislegu stjórn- um tilbúin til þess að vernda með vopnavaldi eigin hagsmuni gegn ,,sam- þenkjandi" fólki í öðrum i.bróður- flokkum"jafnt og gegn verkalýð ieigin landi. Kommúnistar og verkamenn um heim allan! Þetta er nýtt tœkifœri sam- bœrilegt við uppgjör Krúsjeffs við glœpi Stalíns á 20. flokksþingi Komm- únistafiokks Sovétríkjanna, eða þegar sovéskir skriðdrekar þurrkuðu út ung- versku byltinguna 1956 og vorið íPrag 1968 - til þess að skilja sögulegt gildi baráttu Trotskys, Vinstriandstöðunn- ar og Fjórða Alþjóðasambandsins fyrir alþjóðahyggju og verkalýðslýð- rœði. Þetta var ekki og er ekki stríð um betri eða verri baráttuhefðir, um löngu liðnar spurningar, um hvað bœri að gera á 3. áratugnum, eða um persónu- leg hlutskipti Trotskýs og Stalíns. Þetta var og er spurning um líf eða dauða hinnar alþjóðlegu verkalýðs- hreyfingar, um líf eða dauða kommún- ismans. Atburðirnir í Indókína, eftir að amerísku heimsvaldasinnarnir höfðu sig á brott þaðan og eftir að hið borgaralega hálfiénsveldi hrundi, sanna ennþá einu sinni að ekkert af þeim veigamiklu vandamálum, sem þjóðirnar í Indókína standa frammi fyrir í dag, verður leyst án alþjóða- hyggju og lýðræðis verkalýðs og fátœkra bænda. Sovéska skrifræðið hefur lagt grunn- inn að þessum sorgarleik, sem hefur þróast í skugga margra ára ,,slökunar- stefnu" gagnvart bandarisku heims- valdastefnunni og hikandi stuðnings þeirra við byltinguna í Indókína, sem dró árásastríð heimsvaldastefnunnar á langinn. Sovétmenn staðsettu mikinn hernaðarafla, þ.m.t. kjarnorkuvopn, við landamœri verkalýðsríkisins Kína og stuðningur þeirra við afturhalds- saman stuðningsmann heimsvalda- stefnunnar, Lon Nol og stjórn hans í Kampútseu, varð þess valdandi að yfir- gnœfandi meirihluti leiðtoga Komm- únistafiokks Kampútseu varð mjög háður kínverska skrifrœðinu. Þegar Lon Nol-stjórninni var steypt varð hin nýja Pol Pot-stjórn að miklu leyti lepp- stjórn, sem stýrt var frá Peking. Kínverska skrifrœðið, sem hefur frá byrjun áttunda áratugsins litið á Sovét- ríkin sem sinn höfuðfjanda, hagnýtti sér yfirráð sín yfir forystumönnum Kampútseu til þess að magna upp andsovéska og andvíetnamska herferð, blés í glœður kampútseanskrar þjóð- ernishyggju og veigraði sér ekki við að leita styrks og aðstoðar ífaðm hinnar alþjóðlegu borgarastéttar, bœði gegn Sovétríkjunum og gegn víetnamska verkalýðsríkinu. Víetnamska forystan hefði getað skapað forsendur fyrir annarri þróun hefði hún sett fram aðlaðandi valkost fyrir kampútseanska fjöldann og kommúnistana, raunverulegt sósial- ískt sambandsríki, þar sem þjóðir Indókína gœtu notið sömu réttinda og þar sem allar myndir lýðræðis verka- manna og bœnda hefðu gert mögulegt fyrir þá að skapa sína eigin framtíð. Vafalaust hefði slíkt sambandsríki verið stórt skref t þá átt að leysa alvar- leg efnahags- og félagsleg vandamál, sem hin sigursæla bylting stóð and- spœnis í löndunum þremur eftir þá miklu eyðileggingu, sem villimannlegt árásarstríð heimsvaldasinnanna orsak- aði. En i stað þess aðfylgja slíkri alþjóða- sinnaðri stefnu hefur víetnamska skrif- rœðið breytt hugmyndinni um sam- bandsríki í aðferð til þess að dylja víetnömsk yfirráð. Vinnubrögðin í samstarfinu við Laos er sláandi dæmi um þetta í augum kampútseansks fjölda. Við þessar aðstæður var óhjá- kvæmilegl að hinn hefðbundni kamp- útseanski þjóðarrembingur og and- staða gegn Víetnam risi upp aftur og skapaði bœði kínverska skrifrœðinu og skjólstœðingum þess í Pnom Penh nauðsynlegan grundvöll fyrir ábyrgð- arlausa baráttu þeirra gegn víetnamska verkalýðsríkinu. Hinar grimmilegu aðferðir, fjöldabrottflutningur og fjöldaaftökur, sem Pol Pot-stjórnin notaði til þess að framkvæma djúp- tœka félagslega umsköpun í Kamp- útseu, skapaði grunninn fyrir út- breidda óánœgju, aðgerðaleysi og upp- gjafaranda meðal kampútseansks fjölda og gerði vietnamska skrifrœð- inu léttara um vik að hefia óábyrga til- raun stna til þess að leysa ,,kampútse- anska vandann" með beinni hernaðar- innrás, sem hófst um jólin 1978. Sú staðreynd, að forystan í Peking virðist hafa snúið baki við Pol Pot og fylgismönnum hans skömmu fyrir inn- rásina og byrjað að styðja við bakið á hinum aflurhaldssinnaða fyrrverandi kóngi Norodom Síhanúk, er mœli- kvarði á óánœgju kampútseanska fiöldans með þessa stjórn. Andstaða Fjórða Alþjóða- sambandsins við skipulagða innrás víetnamska hersins inn í Kapútseu felur ekki í sér snefil af stuðningi við blóðþyrsta hermdarverkamenn Pol Pot-klíkunnar. Þessi stjórn var blettur á orðspori sósíalismans. Fara verður aftur til stjórnar Stalíns á 4. áratugn- um til þess að finna sambœrilegar stjórnunaraðferðir. En það verkefni að steypa þessum skemmdarstarfsmönn- um var - og mun verða - verkefni kampútseanskra verkamanna og smá- bœnda. Þetta verkefni er ekki undir nokkrum kringumstæðum hœgt að fela skrifrœði annarra landa og herjum þeirra. Áframhaldandi dvöl víetnamska hersins í Kampútseu kemur ekki ein- göngu til með að afhjúpa fullyrðingar nýju stjórnarinnar um að hún sé raun- verulegur valkostur við harðstjórn Pol Pots. Hún kemur ekki aðeins til með að gera hina nýju stjórn að erindrekum Hanoi-stjórnarinnar. Þjóðleg andstaða Kampútseumanna við erlenda hersetu kemur til með að aukast og þar með hœttan á umfangs- mikilli og langvarandi andstöðu, jafnvel í mynd langdregins skœruhern- aðar, sem við núverandi aðstœður myndi létta verk hins afturhaldssama einrœðis í ThaUandi og heimsvalda- stefnunnar við að undirbúa gagnsókn gegn víetnömsku byltingunni í fyrsta skipti stðan heimsvaldastefnan mátti þola hrakfarir sínar 1975. Þegar allt kemur til alls erþað öryggi víetnamska verkalýðsríkisins fyrir bestu að víet- namskt herlið verði sent burt út úr Kampútseu. Verkamenn, bændur og allur hinn kúgaði fjöldi heims verður að leggjast gegn öllum kröfum um að Sameinuðu Þjóðirnar grípi inn í gang mála í Kampútseu. Þótt slík afskipti vœru ólíkleg við núverandi styrkleikahlut- föll í Indókína og um allan heim, vœru þau eingöngu yfirvarp fyrir afskipti amerísku heimsvaldastefnunnar ímál- inu. Bandaríkjastjórn notfœrði sér Sameinuðu þjóðirnar til þess að dulbúa gagnbyltingarsinnaðar aðgerð- ir í Kóreu-stríðinu og seinna til þess að berjast gegn þjóðlegum öflum íKongó. Það verður einnig að berjast gegn til- raunum til þess að nota ástandið í Kampútseu sem átyllu fyrir hernaðar- legum afskiptum af Víetnam, til þess að sniðganga verkalýðsríkið diplómat- ískt og beita það efnahagsþvingunum. Bandaríkjastjórn, sem á sök á gífur- legri eyðileggingu í Indókína, verður að láta í té mikinn stuðning við endur- uppbyggingu í Víetnam, Laos og Kampútseu án skilyrða. - Engan stuðning við Pol Pot-stjórn- ina! - Víetnamskt herlið verði samstundis á brott úr Kampútseu! - Kampútseanskir verkamenn og bændur verða sjálfir að taka ákvarðanir um eigin stjórn! - Hernaðarlegar hótanir og erjur milli verkalýðsríkja hætti strax! - Einingarfylkingu verkalýðsríkja gegn heimsvaidastefnunni! - Afturhvarf til hefða lenínismans um sanna alþjóðahyggju verkalýðsins! - Fyrir lýðræðislegu sambandsríki þjóða Indókína grunduðu á algjöru jafnrétti! - Gegn alræði skriffínanna, fyrir lýð- ræðislegu valdi verkalýðs og bænda! - Gegn öllum tilraunum heimsvalda- sinna til íhlutunar í Kampútseu og Víetnam! Þýð. ógk/ád. Meirihlutasamþykkt Sameinaðs Fulltrúaráðs Fjórða A Iþjóðasambandsins ♦ ♦

x

Neisti

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.