Neisti - 30.01.1979, Side 10
1. tbl. Neista 1979, bls. 10
Bahro-ráðstefnan 1978
Dagana 16.-19. nóvember fór fram í
V-Berlín ráðstefna til stuðnings a-
þýska andófsmanninum Rudolf Bahro.
Hana sóttu um 3000 manns, baráttu-
fólk af v-evrópska vinstri vængnum og
talsverður fjöldi útlægra andófsmanna
frá A-Evrópu.
Bahro er tæknifræðingur og var
félagi í a-þýska kommúnistaflokknum.
Eftir innrásina í Tékkóslóvakiu 1968
fór hann að verða gagnrýninn á hið
„sósíalíska“ skipulag sem ríkir í A-
Þýskalandi og öðrum ríkjum A-
Evrópu. Árangurinn varð bókin Val-
kosturinn (die Alternative) sem bóka-
forlag v-þýsku verkalýðssamtakanna
gaf út í ágúst 1977. Um leið og bókin
kom út birtust viðtöl við Bahro í dag-
blöðum og sjónvarpi í V-Þýskalandi.
A-þýsk yfírvöld brugðust við hart og
var Bahro handtekinn í skyndingu. Var
honum haldið í fangelsi í eitt ár, en
síðan dæmdur í átta ára fangelsi fyrir
njósnir í leynilegum réttarhöldum.
Bahro hefur látið skýrt í ljós að hann
styðji hina ókapitalísku undirstöðu A-
Þýskalands, en krefst róttækra breyt-
inga á hinni pólitísku yfirbyggingu,
sem sé skilyrði fyrir þróun til sósíalism-
ans. Bahro álítur að „menningarbylt-
ing“ sé nauðsynleg til að útrýma skrif-
ræðinu fyrir fullt og allt. Þar á hann við
afnám hinnar gömlu skiptingar vinn-
unnar (sérstaklega skiptingarinnar
milli andlegrar og líkamlegrar vinnu)
og afnám stigveldis á vinnustöðum og
að framleiðsluferlið verði gert félags-
legra, þannig að verkafólk taki þátt í
stjórnun fyrirtækjanna. Þá hefur hann
látið í ljós stuðning við hinn s.k.
Evrópukommúnisma og álítur að
lýðræðisþróun í A-Evrópu muni
auðvelda umskiptin frá kapitalisma til
sósíalisma á Vesturlöndum.
Nefndin til að verja Rudolf Bahro
var stofnuð í V-Berlín í febrúar 1978.
Hún er samfylking óháðra sósíalista og
félaga í ýmsum sósíalískum samtökum
þ.á m. GIM, sem er deild Fjórða
alþjóðasambandsins í V-Þýskalandi.
Nefndin hóf fljótt eftir stofnun sína
undirbúning ráðstefnunnar og var hún
fjármögnuð á ýmsan hátt, m.a. gáfu
tónleikar með Wolf Biermann o. fl. af
sér stórfé, sem rann til ráðstefnunnar.
Tilgangur ráðstefnunnar
Ráðstefnan hafði tvenns konar til-
gang: að krefjast þess að Bahro yrði
látinn laus og að ræða hugmyndir
hans, en Bahro fór sérstaklega fram á
slíkar umræður með útgáfu bókar
sinnar. Bahro-nefndin hefur lagt
áherslu á, að hún hafi engin and-
sovésk, and-kommúnísk eða and-
sósíalísk markmið né sé hún andsnúin
því, að dregið verði úr spennu í sam-
búðinni við Sovétríkin.
Á ráðstefnunni og í lokaályktun
hennar var lögð mikil áhersla á tengslin
milli baráttunnar gegn and-lýðræðis-
legum aðgerðum á Vesturlöndum og
lýðræðisþróunarinnar í A-Evrópu.
Wolf-Dieter Narr frá Bertrand Russel-
dómstólnum, sem átti nýlega mikinn
þátt í að afhjúpa pólitíska kúgun í
V-Þýskalandi sagði, að svipuð réttar-
höld bæru í bígerð um kúgunina í A-
Evrópu.
Stuðningur verkalýðs-
samtaka
Á ráðstefnunni bar talsvert á
stuðningi frá verkalýðssamtökum, sem
gaf til kynna möguleika til að virkja
þennan mikilvæga þjóðfélagshóp í
þágu mannréttindabaráttunnar í A-
Evrópu. Tvö v-þýsk kennarasamtök
sendu kveðjurtilráðstefnunnar. Þávar
birt bréf, sem járniðnaðarmenn í
Volvo-verksmiðjunum í Gautaborg
hafa sent til Samtaka járniðnaðar-
manna í A-Þýskalandi. Þar segir m.a.:
„Árásirnar á listamenn skaða land
ykkar miklu meira heldur en þessi
fórnarlömb geta gert með verkum
sínum.“
Ernest Mandel sem talaði fyrir hönd
Fjórða alþjóðasambandsins sagði, að
stuðningsaðgerðirnar við Bahro væru
Meðal annarra þátttakenda frá A-
Evrópu voru Jiri Pelikan og Zdenek
Heizlar frá Tékkóslóvakíu, Mihaly
Vajda, ungverskur andófsmaður í
útlegð og Boris Weil sovéskur andófs-
maður í útlegð. Einnig voru þarna full-
trúar fyrir Informacni Materialy, sem
er tékkneskt byltingarsinnað sósíalískt
tímarit og frá Listy, sem er málgagn
sósíalískra útlaga frá Tékkóslóvakíu.
eitt af mikilvægustu verkefnum hinnar
alþjóðlegu verkalýðshreyfíngar. Hann
sagði að samstaðan með Bahro væri
um leið samstaða með öllum fórnar-
lömbum kúgunarinnar í þeim löndum,
sem búa við stalíníska stjórn. Þá
minnti hann áheyrendur á byltingar-
sinna, sem sitja í fangelsum í Kína og á
fórnarlömb hreinsana Stalíns og
krafðist þess, að þau yrðu endurreist.
Mandel sagði, að þrátt fyrir að Bahro
væri ekki fulltrúi hins rétta valkostar
og þó að margt sé það í bók hans, sem
byltingarsinnaðir sósíalistar séu ekki
sammála þá sé nauðsynlegt að halda
umræðunum áfram og sýna Honecker-
skrifræðinu, að það hafi ekki þaggað
niður í Bahro með því að hneppa hann
í fangelsi. Mandel vakti og athygli á að
skrifræðisklíkurnar í verkalýðsríkjun-
um eru berskjaldaðar fyrir þrýstingi frá
verkalýðssamtökum, flokkum komm-
únista og sósíalista og frá ýmsum
framfarasinnuðum samtökum. Við
verðum að krefjast þess, sagði Mandel,
að verkalýðssamtökin og Evrópu-
kommúnistaflokkarnir taki upp heils-
hugar baráttu og noti áhrif sín til fulls.
Stuðningur
frá A-Evrópu
Stuðningur og þátttaka baráttu-
manna fyrir lýðréttindum frá A-
Evrópu var mikilvægur þáttur ráð-
stefnunnar. „Nefndin til félagslegrar
sjálfsvarnar" (KOR) í Póllandi sendi
ráðstefnunni kveðjur. Sama gerði
Charta 77 í Tékkóslóvakiu svo og
annar hópur þaðan „Nefndin til að
verja þá sem eru ofsóttir fyrir engar
sakir.“
Ludek Kavin einn af stuðnings-
mönnum Charta 77, sem nýlega fluttist
frá Tékkóslóvakíu talaði á ráðstefn-
unni. Hann lagði áherslu á þá
staðreynd, að andstöðuhóparnir hafa
náð sér vel á strik í Tékkóslóvakíu og
Póllandi. Þá sagði hann að svipaðrar
þróunar gætti í Rúmeníu, Júgóslavíu,
Ungverjalandi og Búlgaríu. Kavin
vakti og athygli á því hlutverki sem
sósíalísk öfl leika í þessum hreyfingum
og lagði áherslu á nána samvinnu
útlægra andófsmanna frá hinum ýmsu
löndum.
Evrópukommar“
valda vonbrigðum
Eitt af því sem vakti hvað mesta
spennu fyrir ráðstefnuna var, hvort
„Evrópukommúnistaflokkarnir" tækju
þátt í ráðstefnunni. Spænski kommún-
istaflokkurinn sem hefur á yfirborðinu
haldið uppi harðri gagnrýni á Moskvu-
stjórnina sendi engan fulltrúa til ráð-
stefnunnar þrátt fyrir boð um það.
Félagi úr franska kommúnistaflokkn-
um sem var á ráðstefnunni lét það skýrt
í ljós, að hann væri þar alfarið á eigin
vegum, en‘ á engan hátt á vegum flokks-
ins. Á hinn bóginn var fulltrúi frá
ítalska kommúnistaflokknum á ráð-
stefnunni, og undirritaði hann loka-
ályktunina ásamt fulltrúum annarra
vinstriflokka. Þetta var Angelo Bol-
affi, ritstjóri fræðilegs málgagns flokks-
ins, Rinascita.
Hvað viðvék jafnaðarmönnum þá
sendu ítölsku og spænsku flokkarnir
fulltrúa sem undirrituðu lokayfirlýs-
inguna. Willy Brandt sem nú er
formaður þýska jafnaðarmannaflokks-
ins og II. Álþjóðasambandsins, sendi
ráðstefnunni bréf þar sem hann lofar
að hafa samráð við félaga sína íþessum
samtökum í þeim tilgangi að fá Bahro
látinn lausan.
Á ráðstefnunni störfuðu 9 mismun-
andi starfshópar. M.a. voru ræddar
þar ýmsar hliðar á efnahagsuppbygg-
ingunni í A-Evrópu, tengslin milli
verkamanna og menntamanna í þeirri
baráttu, sem hefur átt sér stað síðan
1953 og leiðir til að þróa áfram jafn-
réttisbaráttu kvenna í A-Evrópu.
Fjölmiðlar í V-Þýskalandi sögðu
ítarlega frá ráðstefnunni svo og dag-
blöð á Vesturlöndum, t.d. danska dag-
blaðið Information sem Þjóðviljinn
styðst mjög við í erlendum fréttaskýr-
ingum sínum. Það er því furðulegt
hversu blaðið fjallaði lítið um ráðstefn-
una, sem var óumdeilanlega eitt það
merkilegasta, sem gerðist í þessum
málaflokki s.l. ár.
Stuðst við Intercontinental
Press/Inprecor
S.Hj.
Lokayfirlýsing ráðstefnunnar
Þátttakendur í Alþjóðlegu ráðstefn-
unni um og fyrir Rudolf Bahro i V-
Berlin 16.-19. nóv. láta i Ijós enn á ný
andstöðu sina við sakfellingu Rudolfs
Bahro af hendi a-þýskra dómstóla i
leynilegum réttarhöldum. Við krefj-
umst þess að hann verði látinn laus
þegar í stað.
Bahro hefur leitast við að beita
marxiskum aðferðum og hugmyndum
við kannanir <. þjóðfélögum A-Evrópu
og til að benda á leiðir til sósíalistískra
umbreytinga.
Án tillits til þess hvort menn eru
sammála kenningum Bahros og ein-
staka fullyrðingum. þá er bók hans,
bók gagnrýnins marxista og kommún-
ista og mikilsvert vísindalegt og póli-
tískt framlag. Með verki sínu „Val-
kosturinn'‘ (die Alternative) hefur
hann lagt fram mikilsvertframlag tilað
kynna sósialismann sem raunsœtt
takmark einnig hefur hann reynt að
leggja grundvöll að breytingum. Þess
vegna eru vonir margra bœði íaustri og
vestri tengdar við hann svo og við
Robert Havemann. Við lýsum yfir
stuðningi við og rœðum Rudolf Bahro
vegna þess að við fylgjum sósíalisma.
Sósialismi og lýðrœði verða ekki
aðskilin.
Samstaða með Rudolf Bahro er í
okkar augum samstaða með öllum
pólitiskum föngum og fólki sem er
ofsótt vegna póliliskra eða trúarlegra
skoðana sinna i A-Evrópu. Samt sem
áður, eins og kemur í Ijás í hinum
mörgu Berufsverbot-málum og öðrum
höftum á lýðréttindum í V- Þýskalandi
og i V-Berlin, áfólk á þessum stöðum,
sem hefur svipaðar skoðanir og Bahro,
í erfiðleikum með að útskýra og reka
áróður frir hugmyndum sinum og
tillögum um annarskonar þjóðfélags-
þróun. Þessvegna er það eðlilegt að við
berjumst einnig gegn hverskyns póli-
tiskri kúgun ogfyrir þvíaðfélagsleg og
borgaraleg réttindi verði í heiðri höfð
og fyrir almennri sakaruppgjöf póli-
tískra fanga um alhn heim.
Þátttakendurnir iþessari alþjóðlegu
ráðstefnu - verkalýðssinnar, kommún-
istar, óháðir sósíalistar, sósíalistar og
sósíaldemókratar frá ýmsum löndum
A- og V-Evrópu höfum rœtt verk
Bahros þrjá undanfarna daga. Án
tillits til ósamkomulags i daglegu starfi
okkar, þá höfum við reynt aðsetjagott
fordæmi með þessari ráðstefnu.
Við ítrekum þá œtlun okkar að
halda áfram þessari umrœðu i löndum
okkar með þvíað skiptast á reynslu og
með því að styrkja samstöðustarfið.
Rudolf Bahro vonast eftir gagnrýnum
viðtökum og umræðum um bók sína.
Við getum aðeins látið aðra vita um
þessa von og áskorun tilpólitiskrar og
siðferðilegrar ábyrgðartifinningar
allra vinstri samtaka.
Við beinum þeirri áskorun til lýð-
rœðislegs almenningsálits um allan
heim og sérstaklega til ýmissa póli-
tískra og trúarlegra samtaka og verka-
lýðsfélaga innan verkalýðshreyfmgar-
innar svo og til æskulýðs og stúdenta-
samtaka að gera allt sem íþeirra valdi
stendur til að auka þrýstinginn á a-
þýsk yftrvöld að þau láti Rudolf Bahro
lausan. Þetta verður þvi aðeins
mögulegt að annað alþjóðlegt frum-
kvæði fylgi i kjölfar ráðstefnunnar.
Sérstaklega bíður hinnar alþjóðlegu
verkalýðshreyfmgar hér mikið hlut-
verk.
Samþykkt af: Nefndin til að frelsa
Rudolf Bahro (Berlin).
Nefndin til að frelsa Rudolf Bahro
(Paris)
Biermann-nefndin (Paris)
Ritstjórar Listy (Frankfurt)
Sameinaði sósialistafokkurinn
(PSU) Frakklandi
Sameiningarflokkur öreiganna
(PdUP) ítaliu
II Mantfesto ítaliu
Sósíalíski verkamannafokkurinn
á Spáni (PSOE)
Kommúnistafokkur Ítalíu (PCI)
Sameinað fulltrúaráð Fjórða al-
þjóðasam bandsins
Gilles Martinel, félagi i fram-
kvœmdanefnd Sósíalistaf. Frakklands
(PSF)
Alsír
- eftir lát
Boumedienes
Houari Boumedienne, forseti Alsír,
lést 27. desember s.l. í Algeirsborg.
Tæp fjórtán ár eru liðin frá vandaráni
hans og „byltingarráðsins“ þegar Ben
Bella var steypt af stóli, 1965. Má segja
að þá hafi vinstriþróun alsírsku bylt-
ingarinnar stöðvast en við tekið
tímabil hægriþróunar og afturhvarfs til
kapítalísks skipulags. Síðustu árin
hafði Boumediene viðað að sér gífur-
legum völdum, gegndi samtímis em-
bætti forseta, varnarmálaráðherra og
leiðtoga eina löglega flokksins - FLN.
Nú velta menn fyrir sér framtíð
landsins eftir lát forsetans, hvort
nokkrar breytingar verði á skipan
mála. í Þjóðskipulagsskrá Alsír segir,
að ríkið sé sósíalískt og múhameðstrú
sé þjóðtrú. Hins vegar leikur ekki vafi
á, af öllum sólarmerkjum að dæma, að
efnahags- og atvinnukerfið er í megin-
atriðum kapítalískt.
Hvað gerðist í Alsír?
Alsírskir skæruliðar háðu grimmilega
og mannfreka skærustyrjöld við her
franska nýlenduveldisins frá 1955-62
er landið öðlaðist sjálfstæði. Um þær
mundir voru evrópskir innflytjendur
mjög fjölmennir meðal íbúanna. En
skjótt skipuðust veður í lofti og þetta
fólk hóf að flytjast brott. Margir
þessara Evrópubúa höfðu haft at-
vinnurekstur með höndum og yfirgáfu
nú fyrirtæki sín, verksmiðjur og stór-
býli. Verkamenn og bændur brugðust
hart við og yfirtóku verksmiðjur og
stórbýli. Sjálfstjórnarnefndir voru
skipaðar og verksmiðjurnar reknar á
sameignargrundvelli. Óðalsjörðum var
breytt í samyrkjubú.
Stjórnvöld undir forsæti Ben Bella
skiptu sér lítið af þessu, en til þess að
hafa hönd með í bagga skipuðu þau
fyrirtækjunum stjórnendur, svo að
ríkið gæti fylgst með starfsemi þeirra.
Sumir verkamanna voru ekkert hrifnir
af þessu og streittust á móti. Þeim var
bolað burtu og fyrirtæki þeirra gerð
upptæk til ríkisins.
Við svo búið, þegar eigendur fram-
leiðslutækjanna voru á bak og burt og
stórt skarð höggvið í raðir borgara-
stéttarinnar, var hún lítils megnug og
valdasnauð. En hún átti góðan og
dyggan bandamann meðal „uppreisn-
armanna", sem hét Houari Boumedi-
enne. Hann stofnaði „Byltingarráðið“ á
laun og í nafni þess steypti hann Ben
Bella af stóli, en tók sjálfur að sér
æðstu stjórn. Ástæðan til þess að hon-
um veittist tiltölulega létt verkefni að
taka völdin, er án efa sú, að verkalýð-
urinn hafði engin raunveruleg ítök í
stjórnmálalífinu eða ríkismaskínunni.
Völd verkalýðsins voru og eru engin.
Skæruliðabyltingin byggðist ekki á
verkalýð borganna eins og hin sanna
öreigabylting.
Ríkið var áfram stærsti atvinnurek-
andinn. Jafnframt hófst Boumedienne
handa um að styrkja borgarastéttina í
sessi og hefur sú þróun haldist fram á
þennan dag. Henni hefur smátt og
smátt vaxið ásmegin. Árið 1976 kom
helmingur framleiðslunnar (fyrir utan
olíu- og jarðgasframleiðslu) frá fyrir-
tækjum í einkaeign, 80% heildsölu- og
smásöluverslunar var í einkaeign, svo
og meira en 60% í byggingariðnaði og
65% í vefnaðariðnaði.
Stétt eignamanna hefur eflst mjög í
Alsír, en efnahagsvandi ríkisins hefur
aukist að sama skapi. Mikið atvinnu-
leysi er ríkjandi og skuld ríkis við
erlend ríki nemur 14.7 milljörðum
Bandaríkjadala. Verkföll geisuðu um
landið árið 1977. Stúdentar og verka-
menn mótmæltu láglaunastefnu og
atvinnuleysi.
Engin ástæða virðist til þess að ætla
að nokkurrar stefnubreytingar sé að
vænta af hendi eftirmanna Boumedi-
ennes. Né heldur að Ben Bella verði
leystur úr haldi, en hann hefur setið
inni án dóms eða laga síðan 1965.
IP/I