Neisti - 25.07.1979, Page 1
17. árg. 7. tbl. 1979 -
ÖREIGAR ALLRA LANDA SAMEINIST
Verð í lausasölu kr. 200.
FYLKING BYLTINGARSINNAÐRA KOMMÚNISTA - STUÐNINGSDEILD FJÓRÐA ALÞJÓÐASAMBANDSINS
í fótspor Alþýðuflokksins
í humátt eftír Ihaldinu
Við höfum skrifað það áður hér í NEISTA,
að þegar auðvaldið sveiflar svipunni krýpur
Alþýðubandalagið í duftið. Þetta hefir komið
betur í ljós síðustu vikur en nokkru sinni fyr.
Fyrir mánuði síðan lagði Alþýðubandalagið
fram tillögur, sem það ætlaði fyrst að keyra í
gegnum þingið, og síðar að lögfesta með bráða-
birgðalögum. Ekkert er eftir af þessum tillögum
nú. Bráðabirðgalögin, sem loks voru sett fela
ekkert af hugmyndum Alþýðubandalagsins í sér
nema þá eina sem aldrei mátti orða - verkfalls-
bann.
Það er vissulega efni til umhugsunar, að þeir
flokkar sem hingað til hafa helst sótt sér fylgi úr
röðum verkafólks, skuli nú hafa efnt til banns á
verkfalli. Stéttsvik eru vissulega ekki nýmæli í
þeim herbúðum, þýlund við auðvaldið því
síður. Hingað til hefur Alþýðubandalagið þó
veigrað sér við að ráðast beint að barátturétt-
indum verkalýðsins.
Þessi þróun er dæmigerð fyrir alla þróun
Alþýðubandalagsins yfirleitt. S.l. vetur hefir
svonefnt samráð við verkalýðshreyfinguna
verið aðalstefnumál flokksins, sem hefir í raun
þýtt takmarkalausa auðvaldsþjónkun, og enda-
laust ,,tillit“ til hagsmuna auðvaldsins í landinu.
Gerðardómslögin nýju eru rökrétt framhald af
þessari stefnu - öllu skal fórnað til að halda í
ráðherradóm þriggja manna.
Á tímabili vinstri stjórnarinnar síðari
1971-74 og svo s.l. ár hefur Alþýðubandalagið
barist fyrir því að koma sér innúr kuldanum og í
náðarfaðm hins borgaralega ríkisvalds. Virku
flokksfólki hefir verið smalað inní nefndir og
ráð og þægir þjónar fengið umtalsverða
bitlinga. Þessi barátta flokksins hefur komið í
stað hinna yfirlýstu markmiða hans, að berjast
fyrir hagsmunum verkafólks. Embættasýkin er
farin að ráða ferðinni eins og hún hefur gert hjá
Alþýðuflokknum um áratugi, og þá er þess
skammt að bíða að flokkurinn varpi sósíalískri
hugmyndafræði sinni fyrir róða og afhjúpi
endanlega eðli sitt.
Það er hægt að draga þrjár ályktanir af ömur-
legri frammistöðu verkalýðsforystunnar og Al-
þýðubandalagsins frammi fyrir hótunum
Vinnuveitendasambandsins.
- Þáttaka verkalýðsflokka í borgaralegri ríkis-
stjórn leiðir ekki til bættrar baráttustöðu
verkalýðsins - þvert á móti. Hún bindur
verkalýðshreyfinguna enn fastar undir þræls-
ok stéttasamvinnunnar.
- Alþýðubandalagið hefur í reynd gefið uppá
bátinn tilraunir sínar til að sýnast sósíalískur
flokkur og viðurkennt alræði auðvaldsins í
málefnum verkafólks, hvort sem það alræði
er framkvæmt fyrir tilstilli ríkisvaldsins,
með gerðardómi eða með hótunum atvinnuT
rekenda.
- Þess vegna er nauðsynlegt að byggja upp
nýjan verkalýðsflokk, sem getur sameinað
alla þá, sem sætta sig ekki við að þjóna
burgeisunum sýknt og heilagt, en vilja þess
í stað efna til baráttu innan og utan verka-
lýðshreyfingarinnar fyrir meiriháttar þjóð-
félagsbreytingum og nýjum starfsháttum sem
geta leitt til þeirra, fyrir virku lýðræði
innan hreyfingarinnar og algeru sjálfstæði
verkalýðshreyfingarinnar gagnvart stéttar-
hagsmunum auðvaldsins.
Ef hinu þjóðfélagslega valdi verkalýðsins er
ekki beitt mun auðvaldið fara sínu fram óhindr-
að. Þetta vald reynir Alþýðubandalagið að lama
um þessar mundir, með gerðardómslögum og
svonefndu samráði. Baráttan gegn þessum
skemmdarverkum Alþýðubandalagsins er
brýnasta verkefnið í dag. Þvílík barátta er
forsenda allra framfara í málefnum verkafólks.
Án slíkrar baráttu mun auðvaldið stjórna
verkalýðshreyfingunni áfram gegnum Alþýðu-
bandalagið áfram - verkafólki til tjóns, og
greiða þjónustuna með bitlingum ofaní
hungruð gin framagosanna í flokknum.
Framkvæmdanefnd Fylkingarinnar.
Stöðvum
sókn
íhaldsins.
Það hlakkar í íhaldinu
þessa dagana. Sjálf-
stæðisflokkurinn nýt-
ur þess að vera í stjórn-
arandstöðu og láta
vinstri stjórnina vinna
skítverkin fyrir sig.
Undir yfirvarpi frjáls-
hyggjunnar sækir í-
haldið fram í hug-
myndafræðilegri bar-
áttu. Ólafur Björns-
son, og aðrir postular,
boða frelsi tilað rang-
færa skoðanir.
Sjá greinar í opnu:
Nokkrar
maó-
stalín
ískar
koll
steypur.
Hve lengi munu maó-
istar á Norðurlöndun-
um torga kollsteypum
Peking-skrifræðisins,
án þess þeim verði
ómótt?
Sjá bls. 4.
Þjóðin
gegn
forseta
lýð
veldisins
Hver er bakgrunnur
Sandinistahreyfingar-
innar?
Sjá bls. 10