Neisti - 25.07.1979, Side 3

Neisti - 25.07.1979, Side 3
7. tbl. 1979 - bls. 3 Af þingi BSRB Launafólk hefji sameiginlega gagnsókn 31. þing BSRB var háð 11.-14. júní s.l. Engin tök eru að gera grein fyrir öllu sem Eftirfarandi kjara- málaályktun var samþykkt: Stjórnvöld hafa d samningstíma- bilinu ítrekað rofið gerða kjara- samninga stéttarfélaga. Þannig liðu ekki nema fjórir mánuðir frá því fjármálaráðherra undirritaði nú- gildandi kjarasamning við BSRB þar til kjaraskerðing var lögbund- in. Síðan hefur kjaraskerðingin verið siendurtekin og skortir nú stórlega á að staðið sé við kjara- samning þann, sem nú er að renna út. Gagnvart þessari kjaraskerðingu hafa launþegasamtökin sýnt mikið umburðarlyndi. Þetta umburðar- lyndi hefur haft það eitt í för með sér, 'að stjórnvöld og atvinnurek- endur hafa eflst í kjaraskerðingar- áformum sínum. Það er því knýj- andi nauðsyn að launþegar hefji sameiginlega gagnsókn í kjarabar- áttu sinni. 31. þing BSRB lýsir yfir fullum stuðningi við uppsögn á kjara- samningum opinberra starfsmanna og leggur áherslu á eftirtalin megin- atriði við gerð nýs samnings: 1. Bœlt verði að fullu sú kjara- skerðing, sem opinberir starfsmenn hafa orðið fyrir af völdum stjórn- valda. 2. Vísitalan mæli jafnan að fullu þær verðhækkanir, sem eiga sér stað. Þingið bendir á, að kaup- lækkun með skerðingu verðbóta- ákvæða er jafnranglát og lögbund- in grunnkaupsskerðing. 3. Áfram verði haldið þeirri jafn- launastefnu, sem BSRB hefur markað, sem miðar að því að tryggja öllum launþegum lífvœnleg kjör fyrir dagvinnu. Jafnframt verði mismunandi launa- kerfi opinberra starfsmanna sam- ræmd, með það fyrir augum að auka launajafnrétti. 4. Aukin áhersla verði lögð á ýmsa félagslega þœtti, t.d. aðbúnað á vinnustað, endurhœfingu og starfs- menntun, styttri vinnuskyldu vegna aldurs og óþægilegs vinnutíma. Aukin verði aðild starfsmanna að stjórnun stofnana. 5. Lögð verði áhersla á, að kjara- samningar verði gerðir skýrir og ótvírœðir. 6. Sett verði tryggileg ákvœði íaðal- kjarasamning um rétt BSRB og bæjarstarfsmannafélaga til upp- sagnar kaupliða með verkfalls- heimild á samningslímabilinu, ef kaupmætti umsaminna launa og/eða raungildi verður raskað af stjórnvöldum. Jafnlaunastefnu í reynd Sigurjón Helgason bar fram til- lögur varðandi kjaramálin, sem einkum beindust að því að jafn- launastefnan sem þarna er lýst stuðningi við kæmi beint fram í ein- stökum þáttum kröfugerðarinnar. Urðu talsverðar almennar um- ræður um breytingartillögu hans við annan lið ályktunarinnar, þar sém hann lagði til að við yrði bætt kröfu um að verðlagsbætur yrðu jafnan fyrir alla, og miðaðar við vísitöluprósentu um miðbik launa- skalans. Slíkt þýddi að þærheildar- verðbætur sem ríkið greiddi væru hinar sömu eins og ef hverjum og þarna fór fram. Hér verður aðeins drepið á nokkra þýðingarmikla þætti. einum yrði greitt eftir prósentu- reglum. Hins vegar mundi þetta verja þá lægst launuðu miklu betur fyrir verðbólgunni en þá hæst launuðu. Fyrir mistök var breytingar- tillaga þessi sett upp á móti öðrum liðnum í heild sinni en ekki eins og hún var upphaflega hugsuð, að hún bættist efnislega við þann lið. Var þessi breytingartillaga felld með 128 atkvæðum gegn 22. Fékk hún áreiðanlega eitthvað minni stuðn- ing en efni stóðu til vegna ofan- nefndra mistaka, þar sem fólk var raunverulega neytt til að fella út hluti úr öðrum liðnúm sem það gjarnan vildi að væri þarna með, ef koma átti breytingartillögunni inn. Hvað sem þessu líður var stuðn- ingurinn við hana allt of lítill sé þess gætt að Starfsmannafélag Ríkis- stofnana (SFR) sem hafði 38 fulltrúa á þinginu var einhuga um þessa stefnu á aðalfundi sínum í apríl s.l. Var það mál manna að ýmsir af forystuliði SFR létu sér ekki eins annt um þessa kröfu inni á BSRB þingi eins og innan SFR fyrir þing. Heyrðist ekkert frá þeim málglöð- ustu þeirra um þetta á þinginu. Hvernig þeir greiddu atkvæði er ekki vitað, þar sem Kristján Thor- lacius krafðist leynilegrar atkvæða- greiðslu um þetta „tilfinningamál" eins og hann orðaði það. Heildarsamtökin fari með samnings- og verkfallsréttinn Talsverð umræða var um samn- ingsréttarkröfur, þó einkum það atriði hvort samnings- og verkfalls- rétturinn skyldi vera í höndum að- ildarfélaga BSRB eins og er í félög- um ASÍ og vinnumálalöggjöfin leyfir ennþá. Það hefur verið krafa BSRB forystunnar að aðildarfélög- in skuli einungis hafa samningsrétt um sérsamninga, og hafði hún sitt fram á þessu þingi. Breytingartil- laga Sigurjóns Helgasonar um að krafan skyldi vera um samnings- réttinn hjá félögunum sjálfum var felld, þótt stuðningur við hana kæmi frá þó nokkrum félögum. Að öðru leyti samþykkti þingið stefnu í þessu máli sem felur í sér kröfu um sama samningsrétt og aðrir búa við. Stuðningur við farmenn Farmannaverkfallið stóð sem hæst meðan þingið var og voru bráðabirgðalög og verkfallsbann yfirvofandi. Samþykkti þingið á- lyktun sem fordæmdi verkbanns- aðgerðir „vinnuveitendasambands- ins“ og skoraði á viðsemjendur farmanna að leysa þegar í stað þessa kjaradeilu þannig að far- mönnum væru tryggð hliðstæð kjör og aðrir búa við miðað við raun- verulegan vinnutíma. Var þetta mjög útvatnað afbrigði að upphaf- legri tillögu Sigurjóns Helgasonar sem fól í sér yfirlýsingu um stuðn- ing við farmenn í verkfallsaðgerð- um sínum og fordæmingu á yfirvof- andi gerðardómslögum. Breyting- artillaga hans í sömu átt var felld í almennri atkvæðagreiðslu. Það hefði verið mikið gæfuspor fyrir BSRB og reyndar fyrir verka- lýðshreyfinguna í heild ef upphaf- leg tillaga Sigurjóns eða breytingar- tillagan hefði verið samþykkt. Ástæða þess að hún náði ekki fram að ganga er eflaust, að það sat í mönnum að í verkfalli BSRB 1977 tóku skipstjórar á farskipum undir hatramman áróðurssöng íhaldsins, meðal annars með samstilltu pípi á ytri höfninni í Reykjavík. En hvað sem þessu líður var hér um stuðningsyfirlýsingu að ræða og þörf ábending um að verkalýðs- hreyfingin hefur annað þarfara að gera en að standa í hefndaraðgerð- um vegna fyrri mistaka en þarf að snúa bökum saman til varnar sjálf- stæði sínu og baráttustöðu undir kjörorðinu: Árás á einn okkar er árás á okkur alla. Bæjarstarfsmannaráð og tvískinnungur Lögum var breytt í þá átt að stofna formlega svokallað bæjar- starfsmannaráð (7 manna) innan BSRB, sem skal hafa eftirfarandi hlutverk, m.a.: Að fylgja fast eftir samþykktum bæjarstarfsmanna- ráðstefnu og vera ráðgefandi aðili gagnvart stjórn BSRB varðandi málefni bæjarstarfsmanna og álykt- unaraðili um sömu mál. Þá segir í þessum lögum, að sé formaður eða varaformaður BSRB bæjarstarfs- maður skuli hann sjálfkjörinn í þetta ráð og vera formaður þess. Þótti ýmsum reyndum BSRB félögum óþefur af þessu og að hér væri til málamiðlunar verið að efla blokk bak við íhaldsforystuna í Starfsmannafélagi Reykjavíkur- borgar, og formann þess Þórhall Halldórsson, en hann varð fræg- astur fyrir klofningsbrölt sitt í verkfalli BSRB 1977, sem mjög varð til að veikja það verkfall. Hvort það var af þessari ástæðu eða annarri gaf formaður SFR, Einar Ólafsson, út þá „dagskipun“ til fulltrúa SFR sérdeilis til fulltrúa í laganefnd að hamla gegn þessu máli. Hvaða áhrif sem þetta kann nú að hafa haft, er hitt ljóst að talsverður hluti SFR fulltrúa greiddi atkvæði gegn myndun bæj- arstarfsmannaráða. Hins vegar greiddi nú Einar Ólafsson atkvæði með því. Spurði ég, blaðamaður Neista, nærstaddan þaulvanan þingseta hverju slíkt sætti. Kvað hann margt á svona þingum fyrir ofan skilning okkar mannlegra. Væri þetta lík- lega liður í stórbrotinni hemaðar- áætlun í makki. Benti hann á að formaður SFR sæti í uppstilling- arnefnd með öðrum mikilmennum sem réðu þeim ráðum sem mestu varðaði. Um verkfallssjóð og jafnréttismál Ákveðin var stofnun verkfalls- sjóðs BSRB, sem í skulu renna 15% af árgjöldum félaganna til sam- bandsins, sem og aukafélagsgjöld þeirra sem í verkfalli eru skyldaðir að vinna. Meðal annarra mála sem þarna voru rædd voru jafnréttismál og samþykkt um þau framsækin álykt- un. í henni er m.a. lögð áhersla á kröfuna um næg og góð dagvistar- heimili, um jafnan rétt karla og kvenna til að vera heima vegna veikinda barna, um rétt beggja foreldra til fæðingarorlofs, um rétt allra til hlutastarfa. Einnig var lögð áhersla á kröfur til hagsbóta fyrir aldraða og öryrkja. Margt lleira var rætt og vil ég vísa til Ásgarðs, tímarits BSRB, sem birta mun niðurstöður þingsins á næstunni. Andóf 79 Margir munu spyrja sig hvort Andóf 79 hefði ekki látið til sín taka á þinginu, miðað við það hvernig allsherjaratkvæðagreiðslan um samningsréttinn fór. Svo var nú ekki. Enginn talaði þarna við umræðuna sem kenndi sig við þau samtök eða tók upp merki þeirra. Þó komu fulltrúar þeirra til þings- ins sem gestir til að afhenda rúmar 100 þúsund krónur í verkfallssjóð, en þessir peningar urðu afgangs af þeirri peningasöfnun sem Andófið efndi til vegna starfsemi sinnar. Um stjórnarkjör og meginmál í heild hafði forystan „góðan hernil" á þinginu og miklu betri en á hinum almennu félögum í fyrr- nefndri allsherjaratkvæðagreiðslu. Stjórnarkjör í lok þingsins hafði á sér yfirbragð mikillar og vel- makkaðrar einingar, Kristján Thorlacíus formaður og fyrrnefnd- ur Þórhallur klofningur Halldórs- Meðal fulltrúa SFR á þingi BSRB var Sigurjón Helgason, sjúkraliði. Hann sat í jafnréttis- nefnd, en lét önnur mál einnig mikið til sín taka eins og fram kemur í meðfylgjandi frásögn. Sigurjón starfar með verkalýðsmálahóp Fylk- ingarinnar. Blm.: Breytingartillögur þínar féllu Blm.: Breytingartillögur þínar féllu hver af annarri. Telurðu samt ekki að þú hafir talsverðu fengið áorkað á þinginu? Sigurjón: Það held ég. Það er aldrei til tjóns að berjast fyrir góðum málsstað, þótt allt komist ekki í gegn. Þótt breytingartillaga mín við kjaramála- ályktunina félli þá var þingnefnd áður búin að taka talsvert af mínu framlagi inn í hana svo hún varð af miklu skarpari. Þá tel ég að samþykktin til stuðnings farmönnum hafi verið mikil- væg, þótt hún væri ansi útþynnt miðað við það sem ég vildi hafa hana. Ég varð fyrir vonbrigðum með undirtektir undir breytingartillögu mína við kjaramálaályktunina, þ.e.a.s. um jafnar verðbætur miðað við miðju skalans, sérstaklega varð ég fyrir vonbrigðum með hve fáir fulltrúar SFR greiddu henni atkvæði. Þó var þetta tekið beint úr nýgerðri samþykkt aðalfundar SFR. Það er hvimleitt að vera alltaf að tala um láglaunastefnu ef það kemur svo hvergi beint fram í sjálfri kröfugerðinni. Blm.: Stuðningurinn við farmennina var ekki eins eindreginn og maður hefði kosið. Hverju báru menn við? Sigurjón: Það kom nú ekki mikið fram í sjálfum umræðunum. Ég var hins vegar tekinn eintali og hvattur til að son varaformaður, o.s.frv. Annars skilst mér að á bakvið tjöldin hafi uppstillingin verið hið stóra mál þingsins, og mátti stundum heyra óminn af því. Þannig heyrðist það t.d. á víxl til SFR fólksins að finna yrði einhvern annan í stað Guð- rúnar Helgadóttur, þar sem hún gæfi ekki kost á sér, og svo hitt að menn yrðu endilega að styðja Guðrúnu. Vissu óbreyttir lítt hvað- an á þá stóð veðrið, en virtist helst að barist væri um tilveru Guðrúnar í stjórninni, án þess að vart yrði við nokkurn málefnalegan ágreining í því sambandi. Á endanum flaug svo Guðrún auðvitað inn án þess nokkur mælti mót. Það er ekki hægt að segja að þetta þing hafi verið mjög ákvarð- andi um meginmálin nú, þ.e.a.s. aðgerðir til að brjóta á bak aftur kjararán ríkisstjórnarinnar. Það er verkefni sem bíður baráttusinna innan BSRB sem og annarra samtaka launafólks á næstunni. R.S. taka breytingartillögu mína til baka og bent á píp farmanna að opinberum starfsmönnum í verkfalli okkar 1977. Þeir sögðu að farmenn ættu engan stuðning skilið. Við getum bara ekki endalaust látið reka á reiðanum með að ýmsir hópar launafólks gangi hver gegn öðrum. Ég vildi taka af skarið og leggja áherslu á þýðingu samstöð- unnar. Það voru bara ekki nógu margir sem vildu ganga eins langt og ég. Blm.: Var einingin í þinglokin raun- veruleg? Sigurjón: Það var nú talsverð undir- alda, sérstaklega frá SFR held ég. Við vissum aldrei hvort Guðrún Helga ætti að vera áfram þarna í stjórn eða annar fulltrúi frá SFR. Eitthvað virtist óhreint í því máli. Einhver hrossakaup sem ég veit ekki hvort hún vissi einu sinni nokkuð um sjálf. Hræddur um að mikið hafi verið makkað á bakvið. Blm.: En hvað nm þá viðurkenningu að veita klofningsmanninum úr verk- fallinu 77 varaformannsembættið? Sigurjón: Ég held að allir hafi gert ráð fyrir að íhaldið fengi þennan mann. Það þykir víst sjálfsagt að forystu- mennirnir semji sín á milli um þetta, til að halda friðinn. R.S. Sigurjón Helgason tekinn tali

x

Neisti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.