Neisti - 25.07.1979, Page 4
7. tbl. 1979, bls. 4
Nokkrar maó -stalínískcur
kollsteypur
Hægri þróun kínverska skrifræðis-
ins og endurreisn þeirra „borgaralegu“
afla sem Maó og hans klíka kom á kné í
menningarbyltingunni, hefur valdið
því að margir maóistar hafa snúið baki
við Peking-skrifræðinu. Sumir maó-
istahópar gerðust Lin Piaoistar eftir
fall Lin Piao. Aðrir hoppuðu af þegar
Deng komst endanlega upp á toppinn
Enn eru þó nokkrir hópar maóista
sem enn elta linuna frá Peking. í
Evrópu eru helstu hóparnir á Norður-
löndum. Innan þessara hópa eru í dag
nokkrar raddir, sem reyna að andæfa
eltingarleiknum við stefnu kínverska
skrifræðisins. (Sjá greinina um N ATO-
umræðu meðal maóista í Noregi.) Það
er aftur á móti vonlaust að geta sér til
um hversu útbreytt þetta andóf er, eða
hversu alvarlega það er þenkjandi.
Maóistar hafa jú löngum sýnt, að þeir
geta torgað ýmsu án þess að þeim verði
ómótt. Margir hefðu t.d. ætlað að
innrás Kína í Víetnam mundi valda
þeim maóistum erfiðleikum, sem fyrir
aðeins 3-4 árum fordæmdu alla þá sem
efuðust um fullkomið ágæti foryst-
unnar í Víetnam. En þessi atburður
virðist ekki valda maóstalínískum
samtökum í Svíþjóð, Noregi eða
fslandi neinum teljandi vandræðum.
Hér á landi hafa bæði EIKml og
KFÍml elt línu kínverska skrifræðisins.
Á síðustu mánuðum hefur KFf-ml
jafnvel verið enn ákafari i stuðningi
sínum. í Verkalýðsblaðinu hefur aftur
á móti mátt sjá að undanförnu einstaka
aftur og lýstu því yfir (með nokkrum
rétti) að Deng væri ekki maóisti. Þeir
styðja því „fjórmenningaklíkuna“.
Meðal þessara maóista er einn helsti
fræðimaður maóismans franski próf-
essorinn Bettelheim, sem er eini
maðurinn sem reynt hefur að rökstyðja
kenningar Maós fræðilega.
gagnrýnisraddir í lesendabréfum og
hvatningu til gagnrýni í afstöðunni til
Kína. Það er líka næstum ómögulegt
annað en að einstaka maóistar í EIK-
ml velti fyrir sér málunum eins og
höfundur lesendabréfs í Verkalýðs-
blaðinu 21. maí: ,, Við sögðum ekki
styggðarorð um stefnu Kommúnista-
flokks Albaniu fyrr en allt var að fara
til fjandans hjá þeim í endurskoðunar-
stefnu og blaðran sprungin í samskipt-
um þeirra við Kinverja. Við gagnrýnd-
um ekkert frá Kína á áhrifa- og
valdalíma fjórmenningarklíkunnar
sem tókst með áhrifum sínum i
áróðursmálum og fasískum stjórnar-
háttum að gera ógnarlegan skaða..."
Gagnrýni höfundar þessa lesenda-
bréfs á stjórnarhætti í Kína í dag er
aftur á móti sú ein, að hann er ekki
alveg viss um að stefna Dengs í efna-
hagsmálum sé að öllu leyti rétt!
Kampútsea
Einmitt þetta dagana er það helsta
hitamál maóista að verja Pol Pot og
félaga hans í Kapútseu. Þeir lýsa
Sihanouk fyrrum einræðisherra og
kúgara alþýðunnar í því landi, sem
hinum ágætasta fulltrúa alþýðunnar. í
þeim efnum keppa þeir við Elínu
Pálmadóttur. Það hefur auðveldað
þeim leikinn í þessum efnum að áróður
víetnömsku fjölmiðlanna hefur verið
ærið mótsagnakenndur. Það verður
aftur á móti fróðlegt að heyra hvað þeir
hafa að segja um samfylkingu, sem nú
er í augsýn á milli Pol Pots og
„Hreyfmgu frjálsra Kombodíu-
manna", sem tengd er In Tam fyrrum
forsætisráðherra Lon Nol, sem nú er
búsettur í Bandaríkjunum. Samkvæmt
viðtali við leng Sary sem birtist í New
York Times 1. júní segir Ieng Sury að
„gagnkvæmur skilningur fari vax-
andi,“ milli þessara leyfa af her lepp-
stjórnar bandarísku heimsvaldastefn-
unnar og Pol Pots. (Það var Þorsteinn
Helgason sem sagði í Dagskrár-grein í
Þjóðviljanum að það væri þráhyggja
hjá Halldóri Guðmundssyni að halda
að Bandaríkin kæmu eitthvað nálægt
málum í Indókína!).
V erkalýðshreyfingin
Algengasta aðferð forystumanna
EIK-ml þegar þeir deila á aðra er að
falsa skoðanir þeirra. Dæmi um þetta
er t.d. grein eftir Ara Trausta í
Verkalýðsbl. 21. maí. Þar segir hann:
„ Greining marx-leninismans á óhjá-
kvæmilegri tilveru og störfum borg-
aralegrar verkalýðsforystu á tímum
einokunarauðvalds er röng fyrir Fylk-
ingunni." Nú veit Ari mæta vel, að
þessi fullyrðing hans er röng, en það
veldur honum vafalaust engum áhyggj-
um (Það var Stéttabaráttan sem full-
yrti það fyrir nokkrum árum, að það
væri meðvituð stefna EIK-ml að beita
rógi.). Grein Ara fjallar annars aðal-
lega um grein eftir Guðmund Hall-
varðsson sem birtist í Þjóðviljanum.
Hann ræðst með offorsi á að Guð-
mundur skuli tala um „uppgjöf* og
„misskilning“ verkalýðsforystunnar í
dag. í hans augum
eru kjaraskerðingarnar, sem núverandi
ríkisstjórn hefur framkvæmt, einfald-
lega stefna verkalýðsforystunnar. Það
verður allerfitt fyrir Ara að útskýra
þróun verkalýðsbaráttunnar undan-
farin ár út frá þessum sjónarhóli. T.d.
verða samningarnir 1977 og stefnu-
mótun ASÍ-þingsins 1976 næstaóskilj-
anleg fyrirbæri. Þessi einsýni EIK-ml
hefur einnig löngum gert þeim ókleift
að greina á milli verkalýðsafla og
borgaraafla í stéttabaráttunni. Þessi
einsýni verður þeim mun alvarlegri
sem byltingaröflin á íslandi leika ein-
ungis lítið hlutverk í þeirri stéttabar-
áttu sem fram fer hér á landi og oftast
lýtur forystu stéttasamvinnusinnaðra
og borgaralegrar verkalýðsforystu.
Kvennabaráttan
Án efa hefur einangrunarstefna
EIK-ml auðveldað samtökunum að
halda hugmyndafræðilegum yfírráð-
um sínum yfir meðlimunum. Hvort
sem þetta er meðvitað eða ekki, þá
hefur einangrunarstefna verið næstum
allsráðandi í starfi samtakanna. Rétt-
lætingin á þessari einangrunarstefnuer
mismunandi. Þegar þeir vilja alls ekki
taka þátt í samfylkingu, þá heimta þeir
að skilningur þeirra á heimsvalda-
stefnu sé viðurkenndur í grundvelli
samfylkingarinnar. Þetta mál nota þeir
t.d. til að réttlæta tilvist 8. mars-
hreyfingarinnar. Til þess að aðgreina
sig enn frekar frá Rauðsokkahreyf-
ingunni hafa þeir endurskoðað allar
helstu kenningar marxismans. um
kúgun kvenna. Samkvæmt þeim er
kúgun kvenna ekki upprunnin í verka-
skiptingu á milli kynjanna heldur
stéttaskiptingunni og þeir fordæma
óspart karlveldishugmynd Rauðsokka
og telja jafnvel baráttu gegn fjölskyld-
unni í núverandi my nd vera af hinu illa.
Það er því ekki úr vegi að benda þess-
um „marx-leninistum“ á bók Engels
„Uppruni fjölskyldunnar“ þar sem
stendur:
„/ gömlu, óprentuðu handriti, sem
við Marx sömdum 1846 stendur þetta:
4
Maóistar í Noregi rœða 4
afstöðuna til NA TO
í Klassekampen, málgagni norsku
maó-stalíníska AKP-ml, hefur á
undanförnum vikum mátt sjá um-
ræðu í lesendabréfum um afstöð-
una til NATO. j umræðunni
er mikið rætt um afstöðu
Jan Myrdal, sænsks rithöfundar
og maóista, til NATO. í
einu lesendabréfinu er vitnað í grein
eftir Jan Myrdal í blaðinu Folket i
bild. Þar segir hann: ,,Nú reyna
Bandaríkin að flýja af hólmi í
Evrópu. Nú er NATO evrópskt
varnarbandalag, sem stendur and-
spœnis gráðugri heimsvaldastefnu
Sovétríkjanna... í þessari styrjöld
munu þjóðirnar þurfa á að halda
eldflaugum og orrustuflugvélum
NA TO og fleiru. Þegar sagt er að
alþýðustríðið ráði úrslitum þegar til
lengri tíma er litið, þá er ekki þar
með sagt að alþýðan sigri með
andlegri orku, sigurinn vinnst með
rifflum og eldflaugum
Lesendabréfið sem þessi tilvitnun
er í er í blaði dags. 4. maí. Höfundur
bréfsins heldur síðan áfram: „Að
krefjast úrsagnar úr NA TO í dag er
það sama og að gera varnarlaust
barn varnarlausara. Það vœri að
láta æðsta draum Brésnefs rætast".
Og undir lokin kemur smávegis af
maóískri „díalektík“: ,,Þess vegna
er ég sem NATO-andstæðingur
ósammála þeim sem vilja að við
segjum okkur úr varnarbanda-
laginu i dag. Ég er sannfærð um að
sagan mun sýna að slík aðgerð
leiddi til hinna verstu hörmunga".
í öðru lesendabréfi (31. maí)
kemur fram að P. Steigan formaður
AKP-ml svaraði spurningu frá
fréttamanni um það hvort hann
væri ekki lengur gegn NATO með
þessum orðum: „Jú, við erum það;
en ekki á skilmálum Sovétríkj-
anna". Höfundur þessa lesenda-
bréfs, sem er „forlagssjef* og með-
limur í AKP-ml, segir annars í
kafla, sem hann lætur heita „Gegn
úrsögn nú“:,,Efþeirsem ekkisjáað
nein hætta stafi af Sovélríkjunum,
þvert á telja Sovétrikin til vina, fá
meirihluta þjóðarinnar til að sam-
þykkja úrsögn úr NATO nú, þá
mun það vafalaust veikja stöðuna í
öryggismálum í Noregi og flýta
fyrir styrjöld... Að skapa varnir,
sem eru nœgilega öflugar til að vega
upp þessa minnkun gæti koslað
marga tugi milljarða króna í
áratugi... Ég vil ekki vera með um
að taka sjénsinn á því að við náum
þessu stigi, né heldur sjénsinn á því
sem gæti skeð áður en við náum
þessu stigi".
Það má segja AKP-ml það til
hróss (A.m.k. miðað við sænsku
maóistasamtökin SKP, sem nú
stefna á að taka upp kröfuna
„Svíþjóð í NATO“) að lesendabréf-
unum í Klassekampen eru fleiri,
sem vilja að krafan um úrsögn úr
NATO standi óbreytt. Sumir benda
á að NATO sé tæki heimsvalda-
stefnunnar og beinist gegn verka-
fólki og sósíalistum. Aðrir benda á
að hæpið sé að fullyrða, eins og Jan
Myrdal, að Bandaríkin ráði ekki
innan NATO. Það er eins og allt
væri í lagi að vera með ensku, þýsku
og frönsku heimsvaldastefnunni í
NATO - en ekki þeirri bandarísku.
Enn aðrir rökstyðja afstöðu sína á
þennan hátt: „Kröfuna „Orsögn
Noregs úr NATO“ vil ég halda í.
Það er mikilvægt, sérstaklega vegna
þess að þátttaka í NATO skapar
falska öryggiskennd hjá fólki.
,,NATO mun verja okkur, okkur
varðar ekkert um varnir landsins,
við þurfum ekki að hugsa um þá
hluti." " (14. maí)
Á sama tíma og Bandaríkin efla
herstyrk sinn og undirbúa sig
hernaðarlega og pólitískt undir það
að geta beitt sér gegn byltingar-
öflum eins og þau gerðu fyrir
ósigurinn í Víetnam 1975, þá ræða
skandínavískir maóistar um ágæti
NATO og birta fréttir þar sem
NATO-hershöfðingjar lýsa áhyggj-