Neisti - 25.07.1979, Blaðsíða 5

Neisti - 25.07.1979, Blaðsíða 5
7. tbl. 1979, bls. 5 „Fyrsta verkaskiptingin er millimanns og konu í því skyni að ala upp nýja einstaklingaNú get ég bœtt þessu við: Fyrsta stéttaandstœðan í sögunni er samtíma fyrirbœri og hagsmunaand- stœða karls og konu í sérhjúskapnum, og fyrsta stéttakúgunin fer fram, samhliða því sem karlmennirnir undir- oka kvenþjóðina (Úrvalsrit I, bls. 396). „Sérfjölskylda nútímans er grund- völluð á þrœlkun konunnar á heimil- inu, hvort sem hún er nú opinber eða dulklœdd, - og þjóðfélagið er sett saman úr eintómum sérfjölskyldum“. (Sama bls. 403). Stéttabaráttan og Matthías Á. I Morgunblaðinu 24. mars s.l. er viðtal við Matthías Á. Matthíesen fyrr- verandi fjármálaráðherra um samning- inn um aukinn samningsrétt BSRB gegn 3% kauphækkun. í viðtalinu lýsir Matthías þeirri skoðun sinni að samningurinn muni „valda meiri út- gjöldum í framtíðinni en menn gera sér grein fyrir,“ og fordæmir einnig ákvæði um samningsrétt einstakra félaga um sérkjarasamninga. Stéttarbarátta 17. apríl gerir grein fyrir þessari afstöðu Matthíasar og bætir við: „Þeir fáu (!) sem enn taka mark á mogganum hljóta í samrœmi við þetta að styðja samkomulagið(l) sem umtalsverðan sigur. Það hefði einhvern lima þótt saga til nœsta bæjar, að íhaldið styddi ,,vinstri“- stjórn!" Það hlýtur að hafa komið Stéttabar- áttunni ánægjulega á óvart þegar verkalýðsmálaráð Sjálfstæðisflokks- ins dró rökrétta niðurstöðu af orðum Matthíasar (miðað við hagsmuni íhaldsins) og skoraði á fólk að fella samningana. ÁD. um sínum af ónógum vopnabúnaði NATO af meira kappi en Morgun- blaðið. Á sama tíma og hægri öflin í Bandaríkjunum vilja endurvekja „virðingu Bandaríkjanna erlendis", þá ræðir einn af helstu forystu- mönnum skandínavískra maóista um að Bandaríkin séu að flýja frá Evrópu. Miðað við allt þetta er í sjálfu sér ekkert undarlegt þótt bæði sænskir og norskir maóistar hafi sagt hlutlaust frá stórsigri breska íhaldsflokksins í kosning- unum í maí í blöðum sínum. Bæði blöðin lögðu þó áherslu á vilja Tatchers til að berjast gegn Sovét- ríkjunum. Á kappræðufundi með Fylk- ingunni s.l. vetur sögðust forystu- menn í EIK-ml vera á móti NATO. Jafnframt sögðust þeir vera á móti „einhliða veikingu NATO“. Þeim tókst þó aldrei að útskýra þessa afstöðu sína með skiljanlegu móti á fundinum. Það hefur verið á almanna vit- orði undanfarin ár, að forysta kínverska skrifræðisins var hliðholl NATO og veru íslands í NATO. Síðasta skiptið, sem þetta var staðfest var nú í vor, þegar íslenskir blaðamenn voru á ferðalagi í Kína. í viðtali við Wang Zhen, varafor- sætisráðherra Kína, kom m.a. þetta fram samkvæmt frásögn Morgun- blaðsins 6. maí: ,,Þá ræddi fVang sérstaklega um ísland, sem hann sagði mjög mikilvægan stað. Hann kvað Kínverja mjög hrifna af utanríkisstefnu íslands ,,og hvaða afstöðu þið hafið tekið til trygging- ar friði í heiminum". Hann sagði að Kínverjar hefðu verið hrifnir af því raunsœi fslendinga að semja við Bandaríkin um varnir landsins og hve samvinna landanna vœri góð. Hann kvað Kínverja hafa virtþessa afslöðu íslands, jafnvel áður en sambúð Bandaríkjanna og Ktna batnaði". Það sem hefur verið að gerast innan maó-stalínísku samtakanna hér á landi og í Skandinavíu er hægfara aðlögun að þessari stefnu kínverska skrifræðisins. Umræðan í Klassekampen gefur smávegis innsýn í það hvar þessi umræða er stödd. ÁD. monologue exterieur ástin mín ef þú vilt vera mr. hyde skal ég vera dr. jeckyll með doktorsgráðu í pönki og prímitífum aðferðum við að stjórna heiminum við giftum okkur í trássi við tímann og mókadongjafir á síðkvöldum, lúnatískir varðmennirnir fá ekki haldið aftur af okkur er við leggjumst útí skýjaða veröld á mótorhjólum júanavindling milli varanna þar sem þokan hylur hið ósýnilega, síðan spilum við póker við heiminn í handjárnum með ásvitsföngum í röndóttum nærfötum og reisum mannhæða háa girðingu í hjörtum okkar sem slá þá í rot og tilfinningar sem við færum út í mörgþúsund sjómflur og landgrunn ástarinnar rís fáni í hálfa stöng spítalans; eftir það verður aldrei skýjað í mosagrænum terlynbuxum í ljósbrúnum skyrtum með safaríkar wrigleyvarir standa landvættirnir aftan á tíkallinum og miða á þá sem nálgast pleisið af sömu heift og drakúla sem hélt höll sinni hreinni með því að girða hana hauskúpum óvina sinna; fóðraðir á ódýru nautakjöti og djúpsteiktum kartöflum (oftast brenndum) og rækjubleiku gunnarsmajonesi ganga þeir um hrollkalt hraunið, nema á kvöldin í bröggunum í fjögurra hæða blokkunum fá þeir stundum hass í pípurnar sínar og láta sig dreym’um að komast heim í kaliforníusólina og hlusta á gömlu beach boys plöturnar sem fagna þeim útbrunnar einsog grænir heilar þeirra eins og blóðug hjörtu þeirra er þeir loksins ganga óeinkennisklæddir atvinnuiausir um götur stórborganna þar sem regnbláar kjötbúðirnar eru opnar allan sólarhringinn John Wayne - In memorian. Sígarettan bíður enn eftir andlitinu, kúrekahatturinn hangir einmana í fataskápnum; reuterstrimlarnir streymd’yflr borgina john wayne er látinn. á því leikur enginn vafl, ómegaúr hans fara á þjóðminjasafnið og grænu húfurnar munu ábyggilega passa á önnur höfuð einhvern tíma þegar skógurinn þarf að hylja sál þeirra. djonn vein er látinn í ljósaskiptunum fær karon óskarinn en ef til vill leikur hann sér nú með bonansabyssu í valhöll. útúrdúr á miðnesheiði john wayne er látinn plastvöðvar hans fara á uppboð einsog flísar úr krossi krists og dætur hans munu hefja leit að staupinu sem hann drakk síðasta vískísjússinn úr og íbúar reykjavíkurborgar geta flutt svipbrigði hans vestr’yfir næst þegar leifur heppni fer í þerapíu til innheima.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.