Neisti - 25.07.1979, Qupperneq 8
Níu trotskistar
hnepptir í fangelsi
Arabar kreQast réttar síns
íran:
V erkalýðsbókmenntir
sem vit er í
Ólafur Haukur Sím-
onarson lætur mikið að
sér kveða um þessar
mundir. í vetur kom frá
honum ágæt skáldsaga
Vatn á myllu Kölska og
nú hefur Alþýðuleikhús-
ið hafið sýningar á nýju
leikriti eftir Olaf. Það
heitir Blómarósir.
Hin háþróaða verkaskipting auð-
valdsþjóðfélagsins hefur verið mjög
drjúg við að reisa veggi á milli verka-
leikið í Lindarbæ
Það er
lýðsins og bókmenntanna ogafleiðing-
arnar eru eðlilega þær að almenningi
finnst bókmenntir og listir koma sér æ
minna við.
Þessa múra geta engir rofið nema
listamenn. Með tilliti til stéttaskipt-
ingar er staða þeirra mjög svipuð stöðu
menntamanna yfirleitt, þeir geta valið
að standa með lágstéttunum og túlka
þeirra málstað í verkum sínum og ef
þeir velja þá leið þurfa þeir náttúrulega
að kynna sér veruleika þess fólks sem
þeir eru að skrifa fyrir og samalaga sig
þeim hópi eins rækílega og unnt er.
„Pólitískar deilur á kaffistofunni.“
Þar hefur hnífurinn raunar oftast
staðið í kúnnu hjá íslenskum rithöf-
undum. Þeir hafa snobbað niður á við
- eins og kallað er - og gjarna viljað
skrifa stórfenglegar verkalýðsbók-
menntir en látið það vera að kynna sér
verkalýðsmál og líf verkafólks. Um
þetta mætti nefna mörg dapurleg
dæmi.
Blómarósir
Blómarósir Ólafs Hauks Símonar-
sonar eru af ánægjulega ólíku tagi. Þar
er gerð virkilega heiðarleg tilraun til
þess að grípa á kýlum auðvaldsþjóð-
félagsins og ýta undir umræðu um mál
sem þörf er að ræða. Að mínu viti hefur
sú tilraun tekist. Það voru að vísu
nokkrir gallar á frumsýningunni sem
vonandi verða sniðnir af á næstu
sýningum, til dæmis voru nokkur
atriðanna of löng og þá sérstaklega
atriðið þar sem blómarósirnar fara á
dansleik. Þar stöðvaðit framvinda
leiksins, og atriðið myndi varla missa
nokkuð af merkingu sinni þó það
styttist um helming. Slíkir og þvílíkir
gallar á verkinu eru hins vegar bæði
fáir og smáir og skipta minnstu máli.
Hitt er mikilvægara að í leikritinu er
dregin upp sterk og nærfærin mynd af
lífi kvennanna sem það snýst um.
Blómarósirnar eru sjö og hafa allar sín
einstaklingseinkenni en þær mynda
líka heild.
Vandamál blómarósanna eru ekki
ný af nálinni. Ein þarf fóstureyðingu,
ein slasast á vinnustað, ein er einstæð
móðir og í það minnsta þrjár þeirra
þurfa að dragnast með dæmalaust
erfiða foreldra á bakinu. Þessi hefð-
bundnu vandamál sem mörg okkar
þekkja af eigin raun og annarra og
mörgum finnst hálfvegis hafa verið
kaffærð í vandamálaumræðu - þau
öðlast líf og verða fersk í þessu leikriti
vegna þess að þau tengjast bæði
persónum og pólitík.
Alþýðuleikhús
Leikur og öll túlkun á sviðinu var
með hinum mestu ágætum. Það má
vafalaust þakka stefnufastri og góðri
leikstjórn og hæfileikaauðgi hópsins
sem slíks. Það var varla hægt að finna
misfellu á samstarfi og samspili leikara
og raunar bar öll leiksýningin vott um
átak sem var sterkt, vegna þess að það
var sameiginlegt.
Leiktjöldin eru líka sérkennilega
skemmtileg og handhæg. Þau eru
óvenjulega sjálfstæð en miða á sinn
hátt að sama marki og annað í þessari
sýningu: Að draga fram stéttaandstæð-
ur þjóðfélagsins, lýsa gráum og hörð-
um veruleika verkafólks og hvetja það
til samstöðu og baráttu. Sama máli
gegnir um búningana og raunar er
plakat, leikskrá og allt sem viðkemur
sýningunni óvenjulega vandað og
skemmtilegt.
Að endingu vil ég óska öllum þeim
sem stóðu að þessari sýningu mjög
langs starfsaldurs.
Kristján Jóh. Jónsson
“... miðað við Rokkefeller eru launin lág.‘
f byrjun þessa mánaðar voru níu
félagar í HKS (Sósíalíska verka-
mannaflokknum, deild Fjórða alþj.
samb. í fran) handteknir. Handtök-
urnar áttu sér stað í borginni Ahwaz,
sem er í héraðinu Khuzistan í Suður-
fran, en í því héraði eru helstu ólíulind-
ir landsins. fbúar Khuzistans eru að
meginhluta arabar, sem að undan-
förnu hafa krafist aukinnar sjálfs-
stjórnar sér til handa. Hefur komið til
óeirða milli þeirra og byltingarráða
Khomeinis, sem hafa reynt að bæla
niður baráttu arabanna.
HKS hefur einn stjórnmálaflokka í
íran stutt heilshugar baráttu' araba og
annarra minnihlutaþjóða í íran fyrir
sjálfsákvörðunarrétti. Handtökurnar
áttu sér einmitt stað daginn eftir að
HKS deildin í Ahwaz hafði sent frá sér
yfírlýsingu, þar sem krafíst var sjálfs-
ákvörðunarréttar til handa áröbum og
að herlögum yrði aflétt í héraðinu.
í lífshættu
Af hinum níu handteknu eru sjö í
lífshættu. Byltingarráðið sem stóð fyrir
handtökunum neitar að skýra frá, hvar
þeir eru niðurkomnir og þeim hefur
ekki verið leyft að hitta lögfræðinga. Á
hinn bóginn hefur fréttst að hinir
handteknu séu ákærðir fyrir samvinnu
við bandaríska agenta! Allt síðan HKS
kom á fót deild í Ahwaz í sl.
marsmánuði hefur hún búið við
sífelldar ofsóknir hægrimanna í bylt-
ingarráðunum. Blaðsölumenn samtak-
anna hafa þráfaldlega verið handtekn-
ir og margir félagar hafa orðið fyrir
árásum vopnaðra trúarofstækis og
hægrimanna. Þrátt fyrir þessar of-
sóknir hafa samtökin alfarið hafnað að
starfa neðanjarðar enda hafa þeir
öðlast með hugrekki sínu og staðfestu
virðingu og samúð stórs hóps verka-
manna, sem hefur áhuga á sósíalisma
og vill viðhalda og auka þau lýðréttindi
sem milljónir írana börðust fyrir á
síðasta ári. HKS hefur nú hafið mikla
herferð til að fá hina handteknu látna
lausa. Haldnir hafa verið blaðamanna-
fundir og þúsundum flugrita verið
dreift. Þá hafa öll helstu dagblöð í íran
sagt ítarlega frá handtökunum og
einóig skýrt frá mótmælum í öðrum
löndum gegn þeim.
Aðeins upphafið?
Margir óttast að þessar handtökur
séu aðeins upphafið að yfirgripsmikl-
um ofsóknum á hendur vinstrimönn-
um og kommúnistum í íran. Fram að
þessu hafa þeir getað starfað nokkuð
frjálslega, t.d. hefur HKS getað selt
málgagn sitt Verkamanninum í 35000
eintökum vikulega og sömuleiðis hald-
ið fjöldafundi þrátt fyrir ofsóknir
hægrimanna.
Sósíalíski verkamannaflokkurinn
(HKS) er í mestri hættu, því að
gagnrýni hans á Khomeini og kröfur
hans um áframhaldandi þróun bylt-
ingarinnar í átt til sósíalismans eru sem
fleinn í holdi þeirra sem halda að
íranska byltingin hafi runnið skeið sitt
á enda.
- S.Hj.
Nöfn þeirra félaga okkar sem
handteknir hafa verið í íran:
Mustafa Seifabadi
Hormoz Fallahi
Mustafa Gorgzadeh
Hamid Shahrabi
Fatima Fallahi
Maha Hashemi
Omid Mirbaha
Mohammed Poorkahvaz
Eins og frem kemur á öðrum stað
hér í blaðinu hefur að undanförnu
komið til átaka milli araba í Iran og
íranska hersins, sem hefur leitast við að
brjóta baráttu þeirra á bak aftur. Arab-
ar í fran eru einkum búsettir í hinu
olíuauðuga Khuzestanhéraði við botn
Persaflóans. f því héraði eru arabar um
70% íbúanna.
í nýlegum bæklingi sem Arabíska
menningarmiðstöðin hefur sent frá sér
kemur fram að meginhluti arabanna er
verkafólk, sem bæði vinnur við olíu-
iðnaðinn og einnig við þjónustustörf.
Aftur á móti eru kaupmenn og aðrir
kapitalistar ekki af arabískum upp-
runa. Þá segir í bæklingnum: ,, Vegna
þessarar stéttarstöðu búa arabarnir í
fátœklegustu og skítugustu hlutum
borganna, hnappaðir saman í hreys-
um... Meira en 70% íbúanna í
Khuzestan eru arabar en aðeins 5%
háskólamenn og 1% háskólakennarar i
borginni Abadan i Khuzestan eru
arabar".
Arabar hefja baráttu
Arabar hafa nú hafið baráttu fyrir
réttindum sínum. Hafin hefur verið
útgáfa blaða, fundir og mótmæli hafa
átt sér stað og þeir hafa stofnað sín
eigin samtök. Barátta kúrda og turk-
mena í íran að undanförnu á án efa
þátt í þjóðlegri vakningu araba. Kröfur
arabá komu vel fram á fjöldafundi í
borginni Khorramshahr nú í vor, en
þær voru m.a: Arabíska verði viður-
kennd sem opinbert tungumál í araba-
héruðunum. Frelsi veitist til að prenta
bækur, blöð og yfirlýsingar á arabísku.
Fulltrúar araba sitji í stjórnlaga-
þinginu. Hluti olíugróðans renni til
arabísku þjóðarinnar.
Kröfur araba hafa mætt næsta litl-
um skilningi hjá Bazargan-stjórninni.
Hefur þeim raunar aðeins verið svarað
með kúgunaraðgerðum gegn samtök-
um araba, einnig hefur þráfaldlega
verið ráðist á fundi þeirra. Stjórnin í
Teheran telur allar slíkar kröfur vera
„aðskilnaðarstefnu" og er þessari
röksemd 'einnig beitt gegn kúrdum og
turkmenum. Byltingarnefndirnar sem
eingöngu eru skipaðar persum hafa
haft í frammi daglegar árásir á samtök
araba.
Átök brjótast út
Eins og áður sagði er mikill hluti
arabanna verkafólk, réttindabaráttan
því að miklu leyti hvílt á því. Hafnar-
verkamenn í borginni Khorramshahr
hófu verkfall um miðjan maí til að
krefjast hærri launa og að verkalýðs-
félag þeirra yrði viðurkennt. Um
svipað leyti voru 20 leiðtogar stál-
verkamanna handteknir í borginni
Ahwaz.
í maílok réðust úrvalssveitir íranska
hersins á menningarmiðstöðvar araba í
ýmsum borgum. Arabar létu þessari
ögrun ekki ósvarað og þyrptust í þús-
undatali út á göturnar til mótmæla og
var kveikt í lögreglustöðvum og versl-
unum. Stjórnin svaraði með útgöngu-
banni og neyðarlögum og 700 fallhlíf-
arhermenn voru sendir til að bæla
mótmælin niður. Sagt er að í
bardögunum sem á eftir fylgdi hafi 200
látið lífið og 600 særst.
Intercontinental Press
S.Hj.
Þjóðernisminnihlutar krefjast réttinda sinna víðsvegar um Iran.