Neisti - 25.07.1979, Page 9

Neisti - 25.07.1979, Page 9
7. tbl. 1979, bls. 9 Viðtal við grænlenskan verkalýðssinna „Heimastjómin áfangi til sjálfstœðis“ Eftirfarandi viðtal virtist fyrir skömmu í Klassekampen, málgagni RSF, deildar F.A. í Danmörku. Viðtalið er við Jens Lyberth, sem var í efsta sæti á framboðslista Sulissartut Partiat (Verkamanna- flokkurinn) við Landsþingskosn- ingarnar nú fyrir skömmu. Verka- mannaflokkurinn var stofnaður skömmu fyrir kosningarnar að undirlagi grænlenska verkalýðs- sambandsins, SIK og fékk flokk- urinn um 5% atkvæðanna í kosn- ingunum. Grænlenska verkalýðs- sambandið, sem áður hét G.A.S. (Grönlands Arbejder Sammen- slutning) var stofnað fyrir 25 árum. Á þeim tíma hefur það þróast úr því að vera verkfæri danska ríkisins og yfir í að verða baráttusamtök. lens Lyberth segir svo frá: Þetta byrjaði á gangstéttarveitingahúsi í París, þar sem nokkrir félagar frá danska verkalýðssambandinu töl- uðu um, að þörf væri á verkalýðs- hreyfingu á Grænlandi. I Græn- landsráðuneytinu hafði það einnig borið á góma, að menn þar gætu ekki haldið áfram að bera alla ábyrgð á hinum lágu launum á Grænlandi. Vegna þessa stofnuðu þeir G.A.S. Greenex-verkfallið Flestir a.m.k. í Danmörku þekktu ekkert til G.A.S. mest allt starfstímabil þess. Samtökin urðu fyrst þekkt eftir mánaðarlangt verkfall gegn fjölþjóðaauðhringn- um Greenex í námunni í Mamorilik í árslok 1977. Þá studdi það við bakið á námumönnunum, en átti engan verkfallssjóð. Danska verka- lýðssambandið studdi ekki bar- áttuna... I SIK eru nú um 6500 félagar, álíka margir af báðum kynjum. Á hinn bóginn tilheyra margir grænlenxkir verkamenn ekki sambandinu, ef þeir gerðu það væru félagarnir u.þ.b.. 12000. Grænland einsog við viljum hafa það Sp: Hvernig á það Grænland að vera, sem þið viljið? Grænland þar sem allir eru jafnir, þar sem ekki eru stéttir og þar sem gæðin skiptast jafnt á milli íbúanna. Þetta er takmark SIF. SP hefurlíka tekið upp þessa stefnu. Á ráðstefn- unni 1978 urðu miklar umræður um kerfið, stöðu okkar í því og hvort ætti að lappa upp á það, en það viljum við ekki. Tekið var mið af því þegar stefnuskrá flokksins var samin. En þessu verður ekki breytt á einum degi. Þess vegna verður að koma til áætlunargerð fyrir nánustu framtíð og einnig stefnumið fyrir framtiðartakmark- ið. Þau felast m.a. í því, að samfélagið taki yfir stór fram- leiðslufyrirtæki. Þjóðfélagið eða Landsþingið á að taka yfir Græn- landsverslunina sem á að hafa staðbundna stjórn. Auðvitað á að vera samræming, svo að ekki verði um samkeppni að ræða á milli fyrir- tækjanna og sjómenn og útgerðar- menn eiga að stýra þeim. Sp: Viljið þið sósíalískt sam- félag? - Já það er það, sem þið hér nefnið sósíalískt samfélag. Við notum ekki þau orð. Við förum varlega í sakirnar að taka upp erlend orð. Við höfum dýrkeypta reynslu af því, og höldum okkur því við okkar eiginn orðaforða. Heimastjórnin aðeins áfangi Sp: Hvernig viljið þið koma þessu samfélagskerfí á? Krefst það ekki þess, að Grænland slíti öll tengsl við Danmörku? - Nú þegar heimastjórnin er komin á virðist sem flestir líti á heimastjórnina sem áfanga á vegin- um til sjálfstjórnar. Áður en heima- stjórnin komst á fóru menn gæti- lega í að tala um hvað mundi gerast er það kæmist á. Ég túlka ályktanir SIF svo, að þegar tími er til kominn munum við halda áfram og taka örlögin í okkar eigin hendur. Olíukreppan: Mesta gróðafyrirtæki olíufélaganna Það er augljóst mál að olíuforði heimsins er takmarkaður og fer minnk- andi. Hins vegar stafa þær gífurlegu verðhækkanir sem orðið hafa af olíu undanfarið, að mjög litlu leyti af minnkaðri olíuframleiðslu. Þær stafa fyrst og fremst af því að olíufélögin halda eftir birgðum til að auka gróða sinn. Hin opinbera skýring á olíukrepp- unni er sú að olíuskorturinn stafi af þeirri röskun sem varð á olíufram- leiðslu í íran við byltinguna þar. Þetta er þó harla slæm skýring. • í Febrúar síðastliðnum leiddi bandarísk þingrannsókn í ljós að olíu- framleiðsla heimsins væri alveg jafn mikil og fyrir írönsku byltinguna, - önnur olíuútflutningsríki hafa að mestu fyllt í skarðið rneð því að auka sinn útílutning. • Verslunarnefnd Bandaríkjanna hefur viðurkennt að hún hafi sannanir fyrir því að olíufélögin nýti ekki allar hráolíubirgðir sínar, og bensínskort- urinn kunni að vera búinn til af olíu- félögunum. • Á sama tíma eykst gróði stóru olíufélaganna aldeilis ótrúlega; á fyrsta ársíjórðungi 1979 jókst gróði Texaco um 80%, gróði Exxon jókst um 37%, Mobils um 81%, Getty um 41% og þannig mætti lengi telja. • Bandaríski öldungadeildarþing- maðurinn Thomas Eagelton upplýsti þann 15. maí að undanfarið hefðigróði 16 stærstu olíufélaganna af heima- framleiddri hráolíu numið frá 144%til 389% af framleiðslukostnaði. Verðhækkunin á olíu hefur verið hrikaleg. Frá ársbyrjun hefur verð á hráolíu á lausa markaðnum tvöfaldast og er nú komið upp í 37 dollara tunn- an, samanborið við 16.50 dollara meðalverð á langtímasamningum frá olíuútflutningsríkjunum (OPEC). Verðhækkun á olíu hefur gífurleg almenn verðhækkunaráhrif. Vélar ganga fyrir olíu (eða bensíni), ýmis gerfiefni eru búin til úr henni, hún er notuð til kyndingar, og líklegast er ekki til það svið efnahagslegrar starf- semi sem losnað gæti við verðhækk- unaráhrif olíuhækkunar. Olíukreppan nú kemur á tíma þar sem ýmislegt bendir til að hægri öflin séu að endurheimta sjálfstraust sitt, og talað er um almenna hægri sveiflu í vestrænum iðnrikjum. Ólíklegt er að þeir hlutar auðstéttarinnar sem verða illa fyrir barðinu á olíukreppunni reyni ekki að notfæra sér ástandið til að velta gjörvallri olíuhækkuninni yfir á herðar verkafólks. Það verður t.d. fróðlegt að sjá hvaðan ,,vinstri“-stjórnin ætlar að fá fjármagn til að greiða niður olíu- verð til fiskiskipa allt fram í september. Það er alltént ljóst að verkalýðsstétt vesturlanda verður að vera vel á verði ef hún á ekki að lenda í því að borga upp umframgróða olíuauðhringanna. Ölíukreppan hefur einnig annan anga sem ekki er síður mikilvægur. Hún gefur áróðri fyrir byggingu og starfrækslu nýrra kjarnorkuvera byr undir báða vængi, henni er ætlað að brjóta á bak aftur alla andstöðu við kjarnorkuáætlanir, sem eins og kunn- ugt er, hafa mjög átt undir högg að sækja undanfarið. Hagsmunir olíu- félaganna hvað þetta varðar eru gífurlega miklir, t.d. er fjórðungur allrar úraníumvinnslu í Bandaríkjun- um á vegum olíufélaganna. Olíufélögin gera sér vel ljóst að olían endist ekki endalaust. Spurningin er bara hvort endist lengur, olían eða olíufé|ögin. Við stefnum tvímælalaust áð því að koma olíufélögunum fyrir kattarnef. Þann 25. maí síðastliðinn birtist leiðari í bandaríska Trotskyistablaðinu ,,The Militant", þar sem ræddar eru leiðir í þessu efni. Þar sagði meðal annars: ,,Fyrst af öllu verðum við að fá að vita sannleikann um hvað er aðgerast. Hve mikil olía og bensín er raun- verulega í jörðu? Hver mikil olía og bensín er í leiðsl- um og geymslutönkum á þessari stundu? Hver er raunveruleg afkastageta þeirra olíuhreinsistöðva sem þegar eru í notkun? Eftir leikreglum kapilaliskrar við- skiptaleyndar er verkafólki, - og jqfnvel rikissljórninni - cetlað að taka gott og gilt það sem olíufélögin segja um þessar mikilvœgu staðreyndir. Allar tölfrœðiheimildir sem Orkuráðu- neytið hefur undir höndum eru komn- ar frá oliuiðnaðinum... Verkalýðs- hreyfingin œtti að krefjast þess að bók- hald olíusamsteypanna verði opnað fyrir opinberri rannsókn. Við skulum setja hvern einasta þátt i starfsemi þeirra undir stœkkunargler. Verkalýðurinn œtti að gera þá kröfu til stjórnarinnar að iðnaðurinn verði tekinn úr höndum Rockefelleranna, Gettyanna, DuPontanna, og annarra einkaeignaraðilja og hann gerður að almenningseign... Baráttan fyrir al- menningseign ætti að fela það í sér að orkuiðnaðurinn verði settur undir stjórn óháðrar nefndar, sem sé kosin beint af Bandarísku þjóðinni, ogsem sé ábyrg gagnvart henni. Verkamenn i orkuiðnaðinum sjálf- um myndu hafa eftirlit með starfsemi slíkrar nefndar, til að sjá um að hún starfaði opinskátt og gerði allar upplýsingar um iðnaðinn kunnar." - gunnar. Rhódesía / Zimbabwe: Leppstjóm hvita minnihlutans Nýtt ríki hefur að nafninu til verið stofnsett í Afríku. Það er ríkið Rhodesía/Zimbabwe, með blökku- manninum Muzorewa í forsæti. Borg- aralegir fjölmiðlar hafa viljað láta sem svo að þar sé lokið einhverri illræmd- ustu stjórn hvítra manna í Afríku, nú sé aðeins Suður-Afríka eftir. Um miðjan júní aflétti öldunardeild Bandaríkjaþings viðskiptabanni sínu á Rhódesíu, þrátt fyrir andstöðu Carter- stjórnarinnar, og nýja íhaldsstjórnin í Bretlandi hefur birt skýrslur sem gefa í skyn að kosningarnar í apríl hafi verið „sanngjarnar". Hin formlega ríkisstofnun í júní- byrjun mun tæpast verða nokkur 17. júní ’44 í augum þeirra tæplega 7 milljóna svertingja sem búa í landinu. Satt að segja hefðu athöfnin varla getað orðið fátæklegri. Það var enginn nýr fáni dregin að hún, vegna þess að nýr fáni er ekki til. Enginn þjóðsöngur var kyrjaður, vegna þess að ríkið nýja á sér engan þjóðsöng. Og aðalræðuna hélt Ian Smith, persónugervingur kúg- unarstefnu hvíta minnihlutans um ára- tugaskeið. Við athöfnina blakti að vísu breski fáninn, Union Jack - dálítið broslegt tákn um tilraunir nýju stjórnarinnar til að fá viðurkenningu ráðamanna í London. En stjórn Thatchers fer sér hægt um þessar mundir, og enn hefur hún ekki staðið við fyrri yfirlýsingar sínar um að viðurkenna Muzorewa, sem einsog kunnugt er fagnaði mjög sigri íhaldsflokksins í bresku þing- kosningunum. Bresku stjórnina skortir ekki viljann og enginn þarf að halda að þessa aftur- haldssamasta ríkisstjórn sem siglt hefur skútu Jóns bola síðan á fjórða áratugnum beri lýðræðisást mjög fyrir brjósti. Hér eru einfaldlega meiri háttar alþjóðlegir hagsmunir bresks og og niðurstöðum breskra íhaldsþing- manna, eru nefnd dæmi þess að fólk sem neitaði þátttöku í kosningunum hafi hreinlega verið skotið og bent er á að margir hafi verið beittir ofbeldi til að draga þá á kjörstað. Það er því gersamleea út í hött þegar íslenskir íjölmiðlar láta í veðri vaka að einhvers konar alvöru kosningar hafi farið fram í landinu og að meirihlutastjórn hafi tekið völdin í Rhódesíu. Valdataka Muzorewas er ekki sigur fyrir lýðrétt- indabaráttu blökkumanna fremur en sigur Thatchers í Bretlandi er fagnað- arefni fyrir róttæka kvenfrelsishreyf- ingu. Forusturíki auðvaldsheimsins stefna að annarri lausn, þau vilja ekki styggja bandamenn sína og viðskiptalönd í þriðja heiminum og helst þurfa þau líka að ná einhvers konar samkomu- lagi við Sovétblokkina. Þess vegna vildi Carter stjórnin ekki aflétta viðskiptabanninu á Rhódesíu og þess vegna er breska íhaldið tregt til viður- kenningar. Viðskiptabannið er auðvit- að mestu orðið formið eitt. Fjölþjóða- hringarnir hafa löngu farið í kringum það og gert t.d. í gegnum útibú í Suður- Afríku viðskipti við forna óvini sína, hvítu landnemana (Settlers) í Rhód- esíu. En viðskiptabannið var eftir sem bandarísks auðvalds í tafli og þá getur enginn leyft sér afleiki. Bretar þurfa að hyggja að stöðu sinni í Samveldinu og bæði ríkin verða að tryggja sér velvilja Afríkuríkja. Ekkert Afríkuríki utan Suður-Afríku hefur hins vegar viður- kennt stjórn Rhódesíu eða fallist á úrslit kosninganna. Enda hlýtur að vera erfítt að réttlæta þessar kosningar sem lýðræðislegar. Atkvæði svertingja gilti 1 / 7 af atkvæði hvíts manns, tveir helstu andstöðu- flokkar svertingja, sem saman eru komnir í Föðurlandsfylkingunni (Patriotic Front) eru bannaðir og stuðningsmenn þeirra sæta ofsóknum, og í sumum kjördæmum smalaði stjórnarherinn svo rösklega á kjörstaði að kosningaþátttaka fór vel yfir 100%. Kosningarnar fóru fram á grundvelli stjórnarskrár sem meirihluti íbúanna hefur aldrei verið spurður álits á; hún tryggir hvíta minnihlutanum áfram- haldandi völd yfir hernum, lögregl- unni, dómskerfinu, embættismanna- liðinu og veigamikla aðstöðu í yfir- stjórn landsins - auk þess sem tryggt er að hvítir landeigendur missi ekki neitt af löndum sínum. í skýrslu Mannréttindanefndar breska þingsins, sem fjölmiðlar hafa auðvitað ekki hampað nærri jafnmikið áður táknræn aðgerð, yfirlýsing um að Bretar og Bandaríkjamenn þættust ekki vera samábyrgir stjórninni í Rhódesíu. Ætlun þessara landa er að ná ein- hvers konar samkomulagi við forystu- menn Föðurlandsfylkingarinnar, Nkomo og Mugabe og stofna til nýrrar samstjórnar í landinu. Sú stjórn mætti í utanríkispólitík sinni vera hliðholl Sovétmönnum, svo lengi sem hún tryggði að landið væri opið fyrir vest- rænum fjárfestingum, vesturheimskt auðvald hefði aðgang að auðlindum þess og vinnuafli. Slíkt stjórnunar- fyrirkomulag er næsta algengt í Afríku og það væri ný bóla ef Einingarsam- tök Afríkuríkja hefðu eitthvað við það að athuga. Það er ekki víst að þetta ætlunarverk takist. Óbreyttir skæruliðar Föður- landsfylkingarinnar, sem hafa þurft að þola stöðugar loftárásir á búðir sínar í nágrannaríkjunum og þekkja kúgun- ina í landinu sjálfu, eru varla ginn- keyptir fyrir vestrænum auðvalds- lausnum. Og það skiptir miklu að sósíalistar á Vesturlöndum sýni hetju- legri baráttu þeirra samstöðu í verki. hg-

x

Neisti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.