Neisti - 25.07.1979, Blaðsíða 12

Neisti - 25.07.1979, Blaðsíða 12
Merktar greinar túlka ekki endi- lega stefnu Fylkingarinnar. Útgefandi: Fylking byltingarsinnaðra kommúnista Aðsetur: Laugavegur 53A, sími 17513 Ábm.: Birna Þórðardóttir Gírónúmer Neista er 17513-7 Vantraustið á verkalýðs stéttínm Andófsmenn handteknir í Prag Stjórnvöld I Tékkóslóvakíu hafa hafið nýja kúgunarherferð gegn andófsmönnum og eru það harka- legustu aðgerðirnar síðan 1972. 29. maí hófu hundruð lögregluþjóna aðgerðir gegn félögum í Nefnd til varnar þeim sem eru ofsóttir án saka. Nefnd þessi vinnur í sam- vinnu við Charta og eru ýmsir leiðandi andófsmenn félagar í báðum. Ýmsir þeirra sem voru handtekn- ir hafa nú verið látnir lausir en þó sátu ennþá tíu inni, þegar síðast fréttist, ákærðir fyrir „afbrot gegn lýðveldinu". Meðal þeirra hand- teknu er byltingarinnaði marxist- inn Petr Uhl og rithöfundurinn Václav Havel. Afbrotgegn lýðveld- inu falla undir 98. kafla hegningar- laganna og eru refsingar 2-10 ára fangclsi. Petr Uhl er hinsvegar ákærður eftir 2A grein 98. kaflans, en það þýðir að hann er grunaður um niðurrifsstarfsemi í samvinnu við erlend ríki eða erlenda agenta. í því tilfelli er lágmarksrefsing þriggja ára fangelsi. (Internationalen) Trotskistar handteknir í Hong Kong 7 félagar í Fylkingu Byltingar- sinnaðra Marxista, trotskiskum samtökum í Hong Kong voru handteknir nú í vor, í skemmti- garðí í borginni, þar sem þcir ætluðu að efna til mótmæla gegn kúgun á andófsmönnum í Kína. Áður höfðu samtökin efnt til mótmæla fyrir utan aðsetur Xin- hua-fréttastofunnar kínversku í borginni. (Klassekampen) Bxáða- birsrðalögr ö O fyrir 3%? Miðað við yíirlýsingar VSÍ um að ekkert væri til að semja um, þá varð samningafundurinn um 3% launahækkun til ASÍ furðulega stuttur. VSÍ hefur geFið út ítrekað- ar yfirlýsingar um samstöðu með launastefnu vinstri stjórnarinnar og augljóst er að forystumenn VSf miða stefnu sína við það, að nota (engsl vinstri stjórnarinnar við forystu verkalýðshreyfingarinnar til að ná fram kjaraskerðingum. Engu að síður munu flestir hafa undrast hversu fljótt Þorsteinn Pálsson og Co samþykktu stefnu Ólafs Jóhannessonar og Alþ.fl. og skrifuðu undir samninga um „verð- bólgukauphækkun“. Það er þess vegna eðlilegt að álykta sem svo, að ríkisstjórnin hafi verið búin að fá loforð frá Þorsteini og félögum um þessi 3% þegar hún ákvað, að setja bráðabirgðalögin á farmenn. Ódul- in gleði Þorsteins eftir bráðabirgða- lögin sýndi að þau voru honum a.m.k. 3% virði. Þau losuðu hann undan því, að þurfa að standa við stóru orðin um bein átök við verka- lýðshreyfinguna með allsherjar verkbanni. Þeir samningar, sem forystu- menn ASÍ og VSf hafa undirritað, fela í sér 3% grunnkaupshækkun til áramóta. Þeir fela einnig í sér sam- þykki forystu ASÍ við þeirri kjara- skerðingu, sem framkvæmd hefur verið að undanförnu og þeirri kjaraskerðingu, sem fram undan er 1. september og 1. desember. Þessi undansláttarstefna ASf- forystunnar og forystu verkalýðs- flokkanna frammi fyrir sókn at- vinnurekendavaldsins, þjónar ein- ungis því hlutverki að gefa skrif- ræðinu í verkalýðshreyfingunni stundarfrið og búa í haginn fyrir frekari framsókn atvinnurekenda og íhaldsins. Þegar VSÍ hefur notfært sér samráð vinstri stjórn- arinnar og verkalýðsforystunnar og styrkur þess er orðinn slíkur, að það treystir sér til að fara út í aðferðir eins og t.d. allsherjar verk- bann, þá verður þeim ekki lengur gagn af vinstri stjórn. Á meðan VSÍ eflir faglegan styrk atvinnurekenda og Sjálfst.fl. undir- býr pólitíska sókn þeirra, grefur forysta ASÍ undan styrk verka- lýðshreyfingarinnar með aðgerðar- leysi, og undanslætti. ÁD. Þá er svo komið að Alþýðubanda- lagið hefur í ríkisstjórn tekið þátt í því að stöðva verkfall með bráðabirgða- lögum. Mönnum getur fundist að verkalýðshreyfingin í heild hefði átt að standa betur að þessum verkfallsað- gerðum, sameinast um raunhæfa jafn- launastefnu, beita heildarstyrk sínum til sigurs. En frá sjónarmiði sósíalista er fráleitt að finna að baráttu farmanna útfrá því að útgerðin megi ekki við kauphækkun þeirra eða að hún verði fyrst og fremst tekin frá láglaunafólki. Hér voru sjómenn í réttmætri kjara- baráttu og þeir áttu skilið að hljóta stuðning og uppbyggjandi gagnrýni. Slik voru ekki viðbrögð „verkalýðs- flokksins". Þvert á móti. Einsog FFSÍ benti réttilega á var hér stigið það örlagaríka skref að stöðva löglega boðað verkfall með lagasetningu. Þetta er stórhættulegt fordæmi. Hver á að trúa Alþýðubandalaginu þegar það andmælir næst slíkum aðgerðum af hálfu hægri stjórnar? Hver getur tekið mark á þeirri staðhæfingu að Alþýðubandalagið sé pólitísk forystu- sveit verkalýðshreyfingarinnar, stétt- arfélaganna? Auðvitað var setning þessara bráða- birgðalaga ekki nema 'eðlileg afleiðing af ríkisstjórnarþátttöku Alþýðubanda- lagsins. Hafi menn á annað borð tekið þá ákvörðun að sitja í borgaralegri ríkisstjórn sem hefur ekki annað hlut- verk en að halda auðvaldsskipulaginu gangandi, og þarf í þessu tilfelli að gera það við erfiðar aðstæður, eru árásir á verkalýðshreyfinguna ekki nema af- leiðing þeirrar ákvörðunar. Flokkar með ögn nánari tengsl við baráttumál sósíalismans en Alþýðubandalagið hefðu e.t.v. frekar kosið að kljúfa sig útúr ríkisstjórn en að ráðast beinlínis gegn sjálfum verkfallsréttinum. En hér kemur auðvitað til óttinn við atkvæða- tap, óttin við að þurfa að byrja með nokkrum hætti upp á nýtt, óttinn við að taka forystu fyrir raunverulegri baráttu. Það verður að segjast sem er að með þessum bráðabirgðalögum tók Al- þýðubandalagið að sér skítverk fyrir íslenska auðvaldið. Vinnuveitenda- sambandið hafði farið út í mikla sókn sem það var í þann mund að heykjast á. Verkbann þess var geysióvinsælt og ýmislegt benti til þess að nú gæfist verkalýðshreyfingunni loks færi á að bæta áróðursaðstöðu sína að nokkru. En bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar leystu þennan vanda Vinnuveitenda- sambandsins. Þorsteinn Pálsson fram- kvæmdastjóri þess beinlínis varpaði öndinni léttar þegar hann var spurður um þau í Útvarpinu og sagði að með þeim hefði ríkisstjórnin sýnt skilning á vanda atvinnuveganna. Farmenn voru hins vegar reiðir að vonum. En þegar Alþýðubandalagið tók til við að réttlæta þessa aðgerð sína tók steininn úr. Leiðari Þjóðviljans 19. júní, sem Vésteinn Lúðvíksson svaraði reyndar að bragði í mjög góðri dag- skrárgrein, bar fram ýmsar þær rök- semdir sem Albvðubandalagsforystan hefur hingað til kynokað sér við að nota. Þar segir að vísu að að Alþýðu- bandalagið geri þetta ekki með glöðu geði (!) og að farmenn séu síst ofhaldn- ir af launum sínum. En bent er á að efnahagsmálin séu erfið um þessar mundir, olíukreppan muni fara að segja til sín, og „aðrir hópar launþega hafa fallist á að axla sinn hluta af þeim byrðum sem á þarf að leggja í barátt- unni við verðbólguna." Úr því laun- þegar almennt eru svo vænir að vilja axlar byrðar kreppunnar er ómögulegt að farið verði að hygla farmönnum sérstaklega. Hér þarf að höggva á hnútinn með bráðabirgðalögum og það helst þannig að aðrir hópar laun- þega fari ekki að gera sig breiða á eftir. Eða hvað segir í leiðaranum: „Ef eitthvert mið verður tekið af tillögum sáttanefndar virðist sem farmenn megi sæmilega við una, auk þess sem sú lausn mála virðist ekki gefa tilefni til viðbótarkröfugerðar frá öðrum hóp- um launþega." Hér blómstra röksemdir stéttasam- vinnustefnunnar. Taka verður mið af erfiðri stöðu þjóðarbúsins, allir verða að bera byrðarnar, atvinnurekendur eiga bágt („saltfiskbyrgðir eru veru- legar í landinu og valda eigendum sínum svefnlausum nóttum.“), stöðva verður kröfugerð þrýstihópanna - ergo verður stjórnin að brjóta verkfallið á bak aftur. Alþýðubandalaginu þykir það miður. Hafi þetta verið gert „tnyndast svigrúm hjá ríkisstjórninni til mótunar tillagna um heildarlausn þess efna- hagsvanda sem við blasir." Það má nærri geta að sú heildarlausn mun ekki miða að því að auka hlut verkafólks í þjóðartekjunum. Ríkisstjórnin er end- urbótasinnuð borgaraleg stjórn, sem ekki framkvæmir neinar endurbætur. Alþýðubandalagið gerir allt til að halda sæti sínu í þeirri stjórn vegna þess að það þorir ekki í kosningar nú. Allt stafar þetta ekki af fúlmennsku forystumanna Alþýðubandalagsins (án þess að mér detti í hug að halda því fram að þeir séu einhver sósíalísk góð- menni). Þetta er afleiðing sósíaldemó- kratískrar stjórnlistar þessa flokks. Afleiðing þess að hann fer leið sem byggir á því að reyna að halda auð- valdskerfinu gangandi með þátttöku í borgaralegum samsteypustjórnum. Sú leið byggir þegar allt kemur til alls á vantrausti á verkalýðsstéttinni, á þeirri trú að íslensk verkalýðshreyfing geti ekki staðið undir raunverulegum þjóð- félagslegum völdum, að stéttasam- vinna með þjóðarheild í huga sé eina færa leiðin. í þessu felst djúpstæð vantrú á möguleikum sósíalismans yfirleitt. Markmiðið hverfur, hreyf- ingin, flokkurinn, er allt. Séu menn á annað borð komnir alfarið inn á þessa braut er röklega niðurstaðan sú að þá baráttu sem verkalýðshreyfingin þó reynir að heyja verði að brjóta á bak aftur með lögum, „í þágu verkalýðs- ins“. Ef þessir síðustu atburðir verða ekki til þess að heiðarlegir sósíalistar í Alþýðubandalaginu fari að hugsa sinn gang, hlýtur maður að fara að efast um tilvist þeirra yfirleitt. Æskulýðsnefnd Alþýðubandalagsins á Suðurlandi hef- ur þegar tekið stöðu Alþýðubanda- lagsins til opinberrar umræðu, og tók I. maí s.l. eindregna afstöðu með að- gerðum Rauðrar verkalýðseiningar. Róttækir sósíalistar í Alþýðubanda- laginu verða að leggja á sömu braut. Sameiginlega verðum við að reyna að smíða þá baráttusamfylkingu í verka- lýðshreyfingunni vinstra megin við Alþýðubandalagið (jafnvel þó hún beinist fyrst um sinn aðeins að afmörk- uðum verkefnum) sem getur orðið raunverulegur valkostur í augum verkafólks. Uppgjör sósíalista við stjórnlist og starfshætti forystu Alþýðubandalags- ins er nú mikilvægast verkefni þeirra sem ekki hafa misst allt traust á verka- lýðsstéttinni. Hinir munu um síðir glata trausti hennar. hg- Slæm fjárhagsstaða Neisti hefur átt í allnokkrum fjár- hagserfiðleikum undanfarið. Á- stæðan er einkum sú, að okkur hefur ekki tekist að halda úti stöðugri innheimtu áskriftargjalda, þannig að við gætum mætt stöðug- um útgjöldum. Afleiðingin er sú að skuldir hafa hrannast upp og er það illt fyrir alla aðila. Vegna þessa bága ástands augna- bliksins biðjum við þig, ágæti áskrifandi, að bregðast vel við og greiða áskriftargjald það sem þú skuldar. Með síðasta tbl. Neista sendum við rukkanir til hluta áskrifenda utan Reykjavíkur, með þessu tbl. sendum við rukkun til þeirra áskrifenda utan Reykjavíkur og Kópavogs er þá urðu eftir. Okkur hefur oft gengið erfiðlega að innheimta áskriftir utan af landi og hjá nokkrum áskrifendum hafa safnast fyrir óþægilega háar skuld- ir, óþægilega háar báeði fyrir okkur og ekki síður fyrir viðkomandi áskrifendur. Biðjum við sérstak- lega þá er þetta á við að gera nú bragarbót á og hreinsa upp skulda- baggann. I Reykjavík og Kópavogi mega áskrifendur eiga von á rukkurum við húsdyr sínar. En vilji þeir spara okkur vinnu við innheimtu er sá möguleiki fyrir hendi að greiða áskriftargjaldið á skrifstofu Fylk- ingarinnar, að Laugavegi 53A (bakhús), - þar er opið alla virka daga frá kl. 5-7, og laugardaga frá kl. 2-4. Ennfremur geta áskrifendur greitt gjöld sín með gíróseðli. Þeir sem það gera þurfa að skrifa að greiðsl- an sé fyrir áskrift að Neista og skrifa nafn greiðanda og heimilis- fang. ________________ Við höfum ekki reiknað út hvert áskriftargjaldið verður fyrir síðari helming ársins, en það verður tilkynnt í næsta tbl. að loknu sumarleyfi. Hætt er við að um ein- hverja hækkun verði að ræða, þótt við reynum að halda henni í lág- marki. En í öllum bænum, áskrifendur góðir, bregðist vel við innheimtu og greiðið skuldir ykkar. Sumarleyfi Þetta tbl. er síðasta blað fyrir sumarleyfi. Næsta tbl., hið 8. þessa árs, mun koma út síðari hluta ágústmánaðar, eldhresst að loknu leyfi. Ritnefnd. 4 <

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.