Neisti - 26.08.1979, Side 2

Neisti - 26.08.1979, Side 2
8. tbl. 1979, bls. 2 Leysið kreppuna á kostnað atvinnurekenda: Þjóðnýtið olíufélögin, stöðvið ofveiðina og skipuleggið sjávarútveginn. Hápunktur þeirrar efnahagsþenslu, sem hófst hér á landi árið 1976, er nú að baki og auðvaldsskipulagið stefnir í átt að alvarlegri kreppu. Ástæða þess að einkenni þessarar kreppu hafa enn ekki komið skýrt í ljós, er sá mikli afli, sem fengist hefur það sem af er þessu ári. En það er ljóst að þetta er einungis gálgafrestur. Ef ekki verður dregið úr ofveiðinni strax, verða afleiðingarnar enn alvarlegri síðar. Efnahagsþensla undanfarinna ára byggði á hagstæðri verðþróun á fiskafurðum á heimsmarkaðnum og auknum afla hér á landi, þ.e. aukinni rányrkju. Á sama hátt eru nú mettun erlendra markaða og nauðsynlegur samdráttur í afla vegná ofveiði og offjárfestingar, höfuðástæður þeirrar kreppu sem fram undan er. Sú ríkisstjórn verkalýðsflokkanna og Framsóknarflokksins, sem situr í krafti þeirrar hreyfingar verkafólks, sem fram kom á árunum 1977 og 78 og leiddi til glæsilegs kosningasigurs verkalýðsflokkanna á síðasta ári, fínnur engin önnur ráð til að mæta þessari kreppu, en skerðingu á kaup- mætti launa. í stað nýrrarstefnu í anda slagorðsins um samningana í gildi hefur vinstri stjórnin barið í gegn þá kjaraskerðingarstefnu, sem íhalds- stjórnin heyktist á í fyrra vor. Nú þegar hefur kaupmáttur launa verið skertur um a.m.k. 15% miðað við samningana frá 1977 og hann er orðinn lægri en hann var strax eftir þá samninga! Vinstri stjórnin hefur, með aðstoð verkalýðsforystunnar, leitast við að halda aftur af öllu sjálfstæðu frum- kvæði af hálfu verkalýðshreyfingar- innar á sama tíma og hún hefur virt eignarrétt og völd atvinnurekenda á öllum sviðum. Þessi stefna hefur auðvitað leitt til þess að stjórnin hefur orðið að gefa eftir gagnvart markaðs- lögmálunum og þrýstingsaðgerðum atvinnurekenda, sem hafa haft vit á að nýta þessar aðstæður sér í hag og m.a.s. fengið forystu verkalýðshreyfingar- innar til að samþykkja lög gegn löglegu verkfalli. Undir yfirskini þess að verið væri að forða verkafólki frá átökum við atvinnurekendavaldið hefur verka- lýðshreyfingin lúffað þannig að forysta VSÍ veit þá leið besta í dag til að ná fram markmiðum sínum, að vinstri stjórnin tóri áfram. Forysta verkalýðsflokkanna grípur hvert haldreipi, sem býðst, til að forða sér undan ábyrgð á afleiðingum stjórnarstefnunnar og þýlyndi hennar gagnvart hagsmunum atvinnurekenda. Hún reynir að nota Jan Mayen deiluna til að beina augum verkafólks frá aumingjaskap hennar sjálfrar. Hún hefur notað s.k. olíukreppu og gert hana ábyrga fyrir bróðurpartinum af verðbólgunni og glundroðanum. Á sama tíma og verðhækkanirnar á olíuvörum eru notaðar til að réttlæta skerðingu á launum verkafólks, þá er reynt að vernda gróða olíufélaganna en ekkert gert til að endurskipuleggja hið margfalda dreifingarkerfi þeirra. Skiptaprósentan til sjómanna er lækk- uð en útgerðarmenn fá olíustyrk, sem þeir nota til að greiða stórkostlega sóun á olíu, sem hlýst af kappsiglingu eftir loðnunni lengst norður í höf. í stað áætlana um veiðar og skiptingu afla milli vinnslustöðva er alið á sundr- ungu milli sveitarfélaga og lítið sem ekkert gert til að hamla gegn áfram- haldandi offjárfestingu í fiskveiðum. Sú kreppa, sem nú er framundan, er óhjákvæmileg afleiðing skipulagsleysis og gróðasóknar innan auðvaldsskipu- lagsins. Til að sporna á raunhæfan hátt gegn afleiðingum þessarar kreppu verður að berjast gegn ákvörðunar- valdi atvinnurekenda yfir framleiðsl- unni og gróðahagsmunum þeirra. Verkafólk og hin skipulagða verka- lýðshreyfing verður að taka upp baráttu fyrir ráðstöfunum, sem miða að því að afnema stjórn atvinnurek- enda og markaðsins á afkomumögu- leikum okkar. Það verður að hafna öllu samstarfi við atvinnurekendur og borgaralega kaupránsflokka. Það verður að krefjast þess að verkalýðs- flokkar segi sig strax úr ríkisstjórn, sem einungis þjónar hagsmunum atvinnu- rekenda. Það verður að byggja upp öfluga verkalýðshreyfingu í baráttu gegn atvinnurekendavaldinu. Það verður að byggja upp verkalýðshreyf- ingu, sem getur nýtt sigra fjöldabar- áttunnar til hagsbóta fyrir verkafólk og gegn völdum atvinnurekenda á öllum sviðum þjóðfélagsins. ÁD. „Bruðlið“ á spítulunum birtist ekki í launaumslögum Sóknarfélaga Nú fyrir stuttu komust málefni Sóknarkvenna (ásamt annarra starfs- hópa innan ríkisspítalanna) enn á ný í sviðsljósið, eða þegar hinar frægu sparnaðartillögur frá starfsmanna- stjórn ríkisspítalanna komu fram. Þær fólu í sér styttingu vakta með samsvar- andi launaskerðingu og hefði sú ráðstöfun vitaskuld bitnað harðast á hinum lægstlaunuðu - Sóknarkonum. Þessari atlögu hefur nú verið hrundið - a.m.k. í bili - og er það vafalaust snöggum viðbrögðum verkalýðshreyf- ingarinnar að þakka og þeirri athygli sem þetta mál hefur hlotið. Þessi athygli hefur m.a. leitt til umræðnaum hvar „bruðlið" sé að finna í rekstri spítalanna og hefur ekki þurft mikla hugarleikfimi til að komast að þeirri niðurstöðu að bruðlið birtist síst í launaumslögum hinna lægstlaunuðu. En önnur hlið þessara mála hefur lítt verið reifuð. Hún snertir viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar og þá kröfu- gerð sem hún setur fram á hverjum tima. Ef starfsmannastjórn ríkisspítal- anna hefur komist að þeirri niðurstöðu að vaktir séu lengri en nauðsynlegt er, þá hljóta verkalýðssinnar að setja fram kröfur í samræmi við það. Sem sé, við hljótum að setja fram kröfuna um styttri vinnutíma með óskertum laun- um, í stað þess að krefjast þess að fá að vinna óbreyttan vinnutíma. Þetta hefur verkalýðshreyfingin í Evrópu víða gert í alllangan tíma, m.a. stáliðn- aðarmenn, námuverkamenn, og ýmsir starfshópar kvenna á Norðurlöndum. T.d. hefur þessi krafa verið færð fram í Svíþjóð af miklum þunga um árabil. Þessar kröfur eru allsstaðar settar fram til að mæta fjöldauppsögnum vegna samdráttar og tilraunum til launa- skerðinga og kvennahreyfingin hefur einnig sett þessa kröfu fram ísamhengi við tilraunir til að koma með raunhæfa lausn á vandamálinu varðandi um- hugsun ungra barna og verkaskiptingu inni á heimilunum. Þar er krafan um 6 tíma vinnudag færð fram af fullu raunsæi. Það verður að skoða tilraunir starfs- mannastjórnar ríkisspítalanna til launaskerðingar, í tengslum við aukinn samdrátt og minnkandi hagvöxt sem leiðir af sér niðurskurð á fjármagni til dagheimila, skóla og heilbrigðisstofn- ana og allrar annarrar félagslegrar þjónustu, sem samkvæmt gildismati þessa samfélags er „óarðbær". Og vita- skuld er þá ráðist þar að sem varnir eru álitnar verstar, þ.e. hjá því starfsfólki sem hefur ótryggasta stöðu á vinnu- markaðinum, - ófaglærðum konum. Það er víða ráðist að hagsmunum þeirra nú uppá síðkastið, og bitnar samdráttur á félagslegri þjónustu einnig harðast á þeim, s.s. skortur á dagheimilum osfrv. H.J. Fylkingin: Bætt aðstaða í flokks- höllinni f sumar hafa staðið yfir miklar framkvæmdir íhúsi Fylkingarinnar að Laugavegi 53A. Salurinn á ! neðstu hæðinni hefur verið gerður 1 upp þannig að þar er nú Ijómandi : aðstaða til fundahalda og kaffi- | drykkju. Einnig vonumst við til að geta með tímanum komið þar upp sæmilegri bóksölu. Til þess skortir þó fjármagn sem stendur. Verið er að mála húsið að utan, þegar þetta er skrifað, og kemur það til með að gerbreyta allri ásýnd hússins, eins og allir þeir sem muna hvernig það leit út ættu auðveld- lega að geta ímyndað sér. f sumar hafa samtökin staðið fyrir vikulegum fræðslu- og um- ræðufundum, þar sem tekin hafa verið til umfjöllunar hin ýmsu mál, svo sem kvennabaráttan, ástandið í Evrópu, Suður-Ameríka, „bylting- in og listin" o.fl., o.fl. f ráði er að nokkurt framhald verði á þessum fundum í vetur, og geta þá stuðn- ingsmenn Fylkingarinnar og aðrir áhugamenn um verkalýðspólitík litið við inni á Laugavegi,fengiðsér kaffi, hlustað á fróðleg framsögu- erindi og tekið þátt í umræðum. Fundir þessir verða nánar auglýstir í Neista síðar.

x

Neisti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.