Neisti - 26.08.1979, Side 5

Neisti - 26.08.1979, Side 5
8. tbl. 1979, bls. ^ Streytuviðbragðið er ekki sjúklegt, það er samfélagið sem gerir streytu að 1 sjúkdómi. j l Streyta er ekki síður hœttuleg en ' krabbamein. Streyta er hins vegar , beinlínis samofin samfélagsgerðinni. 1 Streyta getur valdið sem ncerst algerri 1 andlegri lömun og uppgjöf. Um það bil þriðjungur sjúkradaga á rœtur sínar að rekja til streytu. | Tíundi hver félagi danska alþýðu- sambandsins hefur einkenni streytu á alvarlegu stigi. Vinnuvernd Einar Baldvin Baldursson Streyta Vinnusjúkdómar eru margir og misjafnir. Flestir eiga þeir þó það sameiginlegt að tæknilega séð er hægt að vinna bug á þeim. Það er pólitísk spurning hvort það verði gert og að hve miklu leyti. í flestum tilfellum rekast hagsmunir verkafólks og at- vinnurekenda á í sambandi við ráðstaf- anir gegn vinnusjúkdómum. Slíkar lausnir eru oft kostnaðarfrekar. Til þess að tryggja framgang þeirra er óhjákvæmilegt að setja spurningar- merki við eignarrétt atvinnurekenda á atvinnutækjunum. Hvað streytu varð- ar, er þetta ljósast í sambandi við færi- bandavinnu og vaktavinnu. Hvað er streyta? Grundvöllur streytunnar er ósjálf- rátt sálrænt og líkamlegt viðbragð ein- staklingsins við hættuástandi. Þetta viðbragð er sálrænt og líkamlega heilbrigt. Áður fyrr gat líf og heill ein- staklingsins verið undir þessu við- bragði komið. Þetta viðbragð verður ekki að streytu fyrr en einstaklingur- inn er knúinn til að sýna slík viðbrögð samfellt. Hávaði, loftmengun og kuldi eru nokkur þeirra atriða sem knýja fólk í sífellda viðbragðsstöðu. Líkam- inn býr sig til að mæta hættu sem er samfelld og hvorki verður lögð að hólmi né undan flúið. Áður fyrr leystist streyta upp í slíku viðbragði nú hleðst hún upp. AÖ loknum v/innudegi heldur hrynjandi vinnunar áfram ai skilyrða líf verkafálks. Streyta getur til að byrja með valdið takmörkuðu heilsutjóni. Langvarandi streyta getur valdið verulegu heilsu- tjóni á einstökum líffærum og andlegri heilsu fólks. Streytusjúkdómar Andlegir og líkamlegir streytusjúk- dómar, eru fyrst og fremst viðbrögð við streytuskapandi ástandi. Stundum er sjúkdómsþróunin sprengingu líkust, en venjulegast er um hægfara þróun að ræða, sem birtist á ýmsan hátt. - Það er almennt vitað að streyta getur valdið ýmsum blóðþrýstings- sjúkdómum. Með tilraunum hefur verið sýnt fram á tengsl kransæða- sjúkdóma og streytuþátta á vinnu- stöðum. Sýnt hefur verið fram á, að streytuverkan í mynd vinnuhraða og færibandavinnu, leiðir til breytinga á efnasamsetningu blóðsins, sem vitaðer að geta leitt til æðakölkunar og krans- æðasjúkdóma. Verkafólk sem býr við mikið vinnuálag, nefnir gjarnan ein- kenni eins og mikinn hjartslátt, verki í hjartastað eða óreglulegan hjartslátt, en öll þessi einkenni tengjast truflun á starfsemi hjartans. - Streyta á vinnustað leiðir oft til maga- og meltingartengdra truflana. Algeng einkenni eru matarleysi, ógleði, tilhneiging til niðurgangs eða hægðar- tregðu. Sænsk rannsókn á félögum sænska alþýðusambandsins, sýndi að 20% aðspurðra kvartaði yfir því að eiga oftlega við erfiðleika að stríða í sambandi við maga og meltingu. Rannsóknin sýndi að þeir sem bjuggu við mesta streytu höfðu einnig flest einkenni. - Vinnustreyta getir leitt til vöðva- spennu með tilhneigingu til vöðva- bólgu og liðatognunar. Oft myndast vöðvaflækjur í hnakka og öxlum. Ein- kennin eru eymsl, verkir og höfuð- verkir. Langtíma spenna getur leitt til gigtar. - Oft á tíðum leiðir streyta til andlegra vandamála. Almenn einkenni eru þreyta, öryggisleysi, skapstyggð, vandamál í sambandi við svefn, geð- sveiflur með tilhneigingu til þunglynd- is, höfuðverkja og andlegrar deyfðar. Við sérlega erfiðar aðstæður, geta þessi streytueinkenni algerlega lamað viðkomandi andlega. Minniháttar taugaveiklunareinkenni eru í þessu sambandi afar mikilvæg. Kemur þar tvennt til. í fyrsta lagi getur alvarlegt sjúkdómsástand verið í myndun og í öðru lagi geta þau streytu- einkenni sem við höfum nefnt valdið fólki töluverðum erfiðleikum í daglegu lífi þess. Hafa verður í huga, að síðari tíma rannsóknir hafa sýnt, svo ekki verður um villst, að andleg líðan hefur áhrif á varnargetu líkamans gagnvart ytri áreitum og sýkingu. Einnig getur streyta valdið sérstökum vandamálum í sambandi við meðhöndlun annarra sjúkdóma. Besta dæmið um þetta er sykursýki, sem streyta getur haft magnandi áhrif á. Þó vísindamenn geri sér æ betri grein fyrir mikilvægi streytu í sjúkdómsferlum, vantar enn mikið á að hlutverk hennar í myndun sjúk- dóma og þróun þeirra sé að fullu skýrt og skilið. Streyta sem vinnusjúkdómur Streyta er eflaust með allra útbreidd- ustu vinnusjúkdómum. Við getum nefnt til dæmis, að 1973/74 var gerð rannsókn á félögum danska Alþýðu- sambandsins (LO). Þessi rannsókn var framkvæmd meðal 7000 félaga þess, en henni var þannig hagað að hún átti að veita upplýsingar um ástandið meðal 900 þúsund félaga þess. Upp undir helmingur aðspurðra sagðist hafa eitt af sjö mögulegum streytueinkennum. Einn tíundi aðspurða hafði einkenni sem bentu til alvarlegs streytuálags. Til samanburðar má geta þess, að fjórð- ungur aðspurða félaga sænska alþýðu- sambandsins segist búa við verulega streytu. Algengustu einkennin eru þreyta, svefnleysi og taugaveiklun. Eitt af helstu einkennum streytu er fjöldi sjúkradaga, hvort þeim fjölgar eða fækkar, skipting þeirra o.s.frv. Bæði í Danmörku og Svíþjóð hefur síðustu 10-15 ár orðið töluverð fj ölgun á sjúkradögum og sjúkratilfellum. Sænskur streytukönnuður hefur kom- ist að þeirri niðurstöðu að þriðjungur allrar sjúkrafjarveru eigi rætur sínar að rekja til streytu. Dönsk könnun sýnir að veruleg tengsl eru milli streytu og starfsskipta og að sömu niðurstöðu hefur verið komist í Svíþjóð. Hingað til hafa læknar og heilbrigðisyfirvöld ekki kunnað önnur ráð en aukna lyfjagjöf. Eina lausnin er hins vegar að ráðast á orsakir streytunnar í vinnuumhverfi fólks, ekki að auka útbreiðslu tauga- lyfja. Streyta meðal íslensks verkafólks Engar rannsóknir eru til hérlendar sem varpa ljósi á 'spurninguna um útbreiðslu streytu og annarra vinnu- sjúkdóma. Mestar og bestar upplýs- ingar er augljóslega að fá, með því að vísa til norrænna rannsókna. Mun- urinn á vinnuumhverfi hérlendis og á Norðurlöndum er ekki fslandi í hag. Færibandavinna er minni hér og sama gildir um vaktavinnu. Á móti kemur langur vinnudagur, sjálfstæð húsbygg- ingastarfsemi sem fer sérstaklega illa með ungt fólk, óöryggi í launa- og fjár- málum fyrir verkafólk, afleitar vinnu- aðstæður og svona mætti lengi telja. Nokkur munur kann að vera á því hvernig vandamálin birtast hér og á Norðurlöndum, en umfangið er örugg- lega ekki minna hérlendis. Orsakir streytu Mest áhrif á streytumyndun hafa þættir eins og vinnuhraði, launaform eins og akkorð og bónus, yfirvinna, næturvinna, vaktavinna og færibanda- vinna. Sömuleiðis hávaði og kuldi, til- breytingarleysi vinnu, efnamengun andrúmslofts og ósjálfstæði í vinnunni. í þeim könnunum sem hér hefur verið getið, voru algengustu orsakir streytu sem fólk taldi til: vinnuhraði, óheppilegur vinnutími, tilbreytingar- leysi i vinnunni og mengun andrúms- lofts. Þriðjungur aðspurðra félaga danska alþýðusambandsins nefndi of mikinn vinnuhraða sem orsök streytu og 80% þeirra sem höfðu vaktavinnu nefndu hana sem orsök. Eldra verka- fólk á við sérstök vandamál að stríða vegna öryggisleysis sem stafar af ótta þess um að það geti ekki aðlagað sig að breyttum aðstæðum. Ef nánar er að gætt má sjá fimm atriði sem skipta mestu máli í sam- bandi við streytumyndun. 1. ráðningarskilyrði: atvinnuöryggi, launaform. 2. eiginleikar vinnunnar: vinnuhraði, sjálfstæði eða skortur á sjálfstæði í vinnunni, vinnuhraði. 3. vinnutími: vaktavinna, yfirvinna. 4. vinnuumhverfi: hávaði, mengun, kuldi, trekkur, lýsing. 5. skipulagning vinnunnar: áhrif eða áhrifaleysi fólks á það hvernig að vinnunni er staðið, yfirlit yfir vinnu- ferlið í heild sinni. Baráttan gegn streytunni Á tímum vaxandi kreppu hlýtur streyta að aukast. Vaxandi útbreiðsla atvinnuleysis; árásir á kjör verkafólks og réttindi; aukinn vinnuhraði og örari skipting vinnuafls samhliða auknu framboði: allir þessir þættir benda til þess að vandamál streytu eigi eftir að aukast. Á þessum vanda og streytu sem slíkri er engin auðveld lausn. Til að vinna bug á grunnorsökum streytu þarf að gerbreyta framleiðslu- háttum. Það þarf að vinna bug á yfir- vinnu og vaktavinnu eftir því sem hægt er. Finna verður lausn á þeim vanda sem tengist notkun heilsuspillandiefna á vinnustöðum og tryggja verður yfirráð framleiðenda sjálfra yfir fram- leiðsluferlinu. Því er ekki hægt að benda á neitt eitt afmarkað töfraráð sem leysi vanda þúsundanna. Hins vegar mun sérhvert skref að þeirri lausn sem bent hefur verið á bætaskilyrði verkafólks. Mikil- vægasta atriðið eru aukin kerfisbundin afskipti verkalýðshreyfingarinnar að vinnuvernd. Barátta verkalýðshreyf- ingarinnar fyrir vinnuvernd mun ekki aðeins leiða til afmarkaðra umbóta, hún mun einnig bæta skilyrði verka- fólks til að grípa til eigin ráða. Um leið og hætt er að líta á þessi vandamál sem einstaklingsvandmál skapast forsend- ur breytinga. færibandawinna er oft mjög streytuskapandi. vinnur ekki bug á streytu. Ástandið síst betra á íslandi en Norð- urlöndum. Streyta er samofin vinnuumhverfinu. Með kreppunni verður streyta sífellt meira vandamál. 1 Kerfisbundin afskipti verkalýðshreyf- ' ingarinnar af vinnuvernd er forsenda breytinga.

x

Neisti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.