Neisti - 26.08.1979, Qupperneq 8
8. tbl. 1979, bls. 8
Örlagaríkur ágúst í íran:
Stórsókn gagnbyltmgarafla
en Kúrdar verjast
franskir stjórnarhermenn búa sig undir atlögu að Kúrdum.
Úrslitaatburðir byltinga
verða einatt með skjótum
hætti, jafnvel þó sú gerjun
sem er undanfari þeirra taki
langan tíma. Sú bylting í fran
þar sem síðustu leifum keis-
arastjórnarinnar var útrýmt
varð um aðra helgi í febrúar:
I einum vettvangi höfðu
byltingarsinnar hertekið
stöðvar lögreglu og hers í
Teheran og fleiri borgum. Og
það varð maðurinn sem
settist að í hinni heilögu borg
Qom, maðurinn sem aldrei
vildi semja við keisarann eða
fulltrúa hans, maður sem
einnig var trúarlegur leiðtogi
fólksins, sem - því miður-
varð sameignartákn bylting-
araflanna: Khomeini.
Nú er svo komið að hann hefurtekið
forystu fyrir gagnbyltingaröflunum, og
allir þeir sem ætla sér að verja
ávinninga byltingarinnar, réttindi
fólksins á efnahagslegu sem pólitísku
sviði að ógleymdum réttindum þjóðar-
minnihlutanna, hljóta að líta á það sem
Af trotskíistum
í Iran
Eftir þá atlögu sem stjórnin í íran
hefur gert að prentfrelsi og er-
lendum fréttariturum hefur verið
erfitt að fá nokkrar fréttir af vinstri
hópum í landinu. Einsog nú er
ástatt getum við ekki fært lesendum
Neista aðrar fréttir af félögum
okkar í íran en þær að þeir hafa
sætt sömu ofsóknum og aðrir
vinstri menn, s.s. Fedayin hópur-
inn, sem þeir höfðu samstarf við.
Einsog áður hefur verið sagt frá
hér voru 16 félagar handteknir í
borginni Ahwaz í Kúsestan í lok
maí. 14 þeirra sátu enn inni þegar
við síðast vissum, þrátt fyrir öfluga
alþjóðlega herferð til að fá þá lausa,
tveimur var sleppt um síðustu
mánaðamót. f viðtali við annan
þeirra í blaðinu Rouge kemur fram
að aðbúnaður í fangelsinu hefur
verið nádæma illur, þeir sem veikst
hafa fá enga aðhlynningu og sumir
sæta jafnvel pyndingum.
Þegar atlagan var gerð að bæki-
stöðvum vinstrisamtaka snemma í
ágúst voru bækistöðvar Sósíalíska
verkamannaflokksins þar ekki
undanþegnar, og útgáfa blaðs
þeirra hefur líka verið bönnuð.
Samstaða með þeim og starf að
frelsun þeirra skiptir nú enn meira
máli enn fyrr. Til að leggja fram
einhvern skerf geta menn sent
mótmælaskeyti til Byltingarráðs
Islam (Islam Revolutionary Coun-
cil), Teheran, fran.
sitt mikilvægasta verk að steypa
forystuklíku Khomeinis af stóli.
Þegar þetta er skrifað er langt þvífrá
útséð um hver þróun mála verður að
sinni, en tvær örlaga ríkar helgar í
ágúst virðast samt marka tímamót. 12.
og 13. ágúst var ráðist á öll helstu
vinstri samtök í Teheran, 19. ágúst
hófst atlagan að sjálfstæðishreyfingu
Kúrda.
Stjórnlagaþings-
kosningarnar
Að sönnu vissu menn að sterk öfl í
íran, sem vel að merkja býr við
kapítalíska efnahagsgerð, vildu koma
á sterkri stjórn, binda endi á sjálf-
stjórnartilraunir þjóðarbrota og uppi-
vöðslusemi verkafólks. Raunveru-
legar byltingar einkennast sem kunn-
ugt er af því að fólkið tekur málin í
sínar eigin hendur, án þess að spyrja
kóng eða prest. Og víða í íran urðu þeir
gleðilegu atburðir að bændur tóku
jarðir stórlandeigenda og skiptu þeim;
verkamenn lögðu niður vinnu til að
krefjast betri kjara og aðbúnaðar;
þjóðarbrot viðruðu sjálfstjórnarkröfur
sínar.
Febrúarbyltingin íranska á sumt
samerkt með sögulegum forvera sín-
um. Forystan réð ekki nógu vel við
þróunina, alþýðan stefndi lengra en
þeir sem hún hafði lift í valdastóla. Og
sigurinn á sjálfum kapítalismanum var
eftir. Þeir sem vildu hindra þá þróun,
íslömsku hægriöflin, töldu mikilvæg-
ast að gera atlögu að ávinningum
byltingarinnar, s.s. skoðanafrelsinu og
frelsinu til að mynda pólitísk samtök.
Sú viðleitni þeirra kom útaf fyrir sig
ekki á óvart. Atkvæðagreiðslan um
íslamska lýðveldið í vor var eins ólýð-
ræðisleg og hugsast gat en til þess eins
gerð að styrkja miðstjórnarvald
Khomeinis og lepps hans Bazargans.
Og menn höfðu hvað eftir annað
orðið vitni að því að ofstækisfull
islömsk hægriöfl, manna sem ýmist
kölluðu sig „Flokksmenn guðs“ eða
„Baráttumenn islömsku byltingar-
innar“, gerðu árásir á fundi vinstri
manna og leystu þá upp hvenær sem
tækifæri gafst. Og ekki var mönnum
grunlaust um að þetta óföngulega lið
nyti velvildar yfirvalda. Samt virðist
atlagan í ágúst hafa komið vinstri
öflunum í opna skjöldu.
Þó var ljóst að með stjórnlagaþings-
kosningunum 3. ágúst átti að „ljúka
þessu lýðræði". Kosningabaráttan
stóð í viku. Kosið var um þing sem átti
að leggja blessun sína á islamska
stjómarskrá sem búið var að ganga frá
áður. Allir máttu að vísu bjóða sig
fram, en kjósendum var gert að rita
nöfn þeirra sem þeir kusu á kjör-
seðlana (75% kjósenda eru ólæsir)“. Þó
hjálpuðu sérstakir aðstoðarmenn
mönnum að kjósa frambjóðendur sem
höfðu blessun Khomeinis, víða héngu
aðeins nöfn þeirra uppi á kjörstöðum.
Hvað eftir annað var ráðist á þá
vinstrimenn sem reyndu að hafa
einhvern áróður í frammi í kosningun-
um og á sjálfum kosningadaginn var
efnt til risastórrar bænasamkundu i
Teheran þar sem Taleghani, sem áður
var talinn frjálslyndur, réðst á vinstri-
menn af hörku. Fedayin samtökin
upplýstu að tvö hundruð félagar þeirra
hefðu verið handteknir kosningavik-
una, sumir þeirra pyndaðir.
Úrslit kosninga sem staðið er að á
þennan máta eru ljós áður en þær fara
fram - það liggur við að sovéska kerfið
sé heiðarlegra. En að þessu sinni hlutu
yfirvöld ekki jafn mikinn stuðning
einsog þegar kosið var um islamska
lýðveldið. Það voru einkum þjóðar-
minnihlutarnir sem hundsuðu kosn-
ingarnar, t.d. kusu ekki nema 80
þúsund Kúrdar af meira en milljón at-
kvæðisbærra manna. Sá leiðtogi
Kúrda sem hlaut sæti á stjórnlaga-
þinginu hefur nú verið sviptur því.
Árásin á vinstri öflin
Árásin á vinstri öflin hófst með því
að islamskir hægrimenn sem virðast
hafa tekið að sér öll skítverk stjórn-
valda, réðust inn á skrifstofur hins
frjálslynda borgarlega blaðs Ayand-
egan og lokuðu því og um leið íjórum
öðrum blöðum sem prentuð voru á
þessum stað. Þessari atlögu að prent-
frelsinu var mótmælt af nánast öllum
vinstri kantinum og frjálslyndum öfl-
um.
Yfirvöld lýsti því hins vegar yfir um
leið, að þau hyggðust láta setja ný
prentfrelsislög, og mátti vart hugsa sér
meira rangnefni. Prentfrelsi ávannst í
febrúarbyltingunni að því leyti að ótal
samtök einfaldlega tóku sér það og
komu síðan blöðum sínum á framfæri
um eigið dreifingarkerfi, yfirleitt götu-
sölufólks.
Samkvæmt þessum lögum er mönn-
um bannað að rita stygðaryrði um hin
islömsku stjórnvöld auk þess sem
menn verða að sækja um sérstakt leyfi
til útgáfu blaða. Síðan þessi lög tóku
gildi sunnudaginn 12. ágúst, hafa hátt í
fimmtíu blöð verið bönnuð í landinu.
Þann sama dag efndu mörg vinstri-
samtök, ásamt borgarlega stjórnar-
andstöðuhópnum, Þjóðlegu lýðræðis-
fylkingunni, til mótmæla við háskól-
ann í Teheran. Ráðist var á mótmæl-
endur á sama hátt og ráðist var á
mótmælin sem fram fóru strax eftir að
Ayandegan var lokað. En þeir skiptu
að þessu sinni tugum þúsunda og
komust alla leið að bústað Bazargans
þar sem byltingarvarðmenn, sem eru
hin islamska lögregla Khomeinis,
leystu gönguna upp. Skömmu síðar
var forystumaður Þjóðlegu lýðræðis-
fylkingarinnar kærður fyrir að stofna
til óeirða - vegna þess að ráðist var á
mótmælagöfngu hans!
Daginn eftir réðust islamskir hægri-
menn á allar helstu stöðvar vinstri-
samtaka í Teheran og brutu allt og
brömluðu, þ.á.m. Fedayin samtak-
anna, sem eru róttæk vinstri samtök og
öflugust hópa á þeim kantinum, og
bækistöðvar Sósíalíska verkamanna-
flokksins (trotskýista). Vinstrimönn-
um hafði borist njósn af þessari árás og
höfðu þeir yfirgefið bækistöðvarnar.
Á næstu dögum reyndu einstaka
hópar vinstrimanna að andmæla en
jafnan var ráðist á þá af slagsmálahóp-
um hægrisinna. Það er táknrænt um
samspil þessara aðila að byltingar-
varðmenn tóku síðar við þeim bæki-
stöðvum sem hægrimennirnir höfðu
hertekið. Margir leituðu skjóls hjá
Mujahedin skæruliðunum, sem er
islamskur hópur sem jafnframt átti
mikinn þátt í febrúarbyltingunni ásamt
Fedayin skæruliðunum, en sem þrátt
fyrir yfirlýsta hollustu við Khomeini
hefur látið sér annt um ýmsa ávinn-
inga byltingarinnar. Stöðvar þeirra
voru ekki teknar strax, heldur sátu
hægrisinnar um þær í heila viku uns
Mujahedinmenn urðu loks að rýma
þær.
Eftir það voru blöð vinstrimanna
smám saman bönnuð, meira að segja
blað hins Moskvusinnaða Tedeh-
flokks, sem þó hafði óspart svarið
Khomeini tryggð. Svo virðist sem
vinstri öflin hafi verið óviðbúin þessari
árás og eins og nú horfir virðast þau
neydd til að starfa neðanjarðar þó
langt því frá sé útséð um hvort þeim
takist ekki að vekja að nýju afl fjölda-
hreyfingarinnar í þágu þess frelsis sem
ávannst í febrúar.
Atlagan að Kúrdum
Af þjóðarminnihlutum í fran eru
Kúrdar öílugastir og eiga sér lengsta