Neisti - 26.08.1979, Qupperneq 10
Pétur Pálsson
/ stríði þess dags fer dauðinn
um saklausar brár
slökkur lós í mörgum fögrum augum
meðan stór krepptur sigggróinn hnefi
bíður fœris að Ijúkast upp
og fyllast af sólskini.
Úr Þrælar tímans, Herfjötur
Pétur Pálsson ljóða og laga-
smiður lést á miðju sumri.
Ef unnt væri að syngja her úr
landi hefði Pétur sungið
okkur herlaus fyrir löngu;
með tónlist sinni við Sóleyj-
arkvæði; með bók sinni Her-
fjötri, sem hann tileinkaði
hernámsandstæðingum; með
öðrum óbirtum ljóðum og
steflum.
Neisti kveður ljúfling þarsem
Pétur Pálsson var.
Nokkrir herstöðvaandstæð-
ingar, vinir og félagar Péturs
efndu til samkomu í minn-
ingu hans hinn 16. ágúst.
Samkoman var haldin í
Stúdentaheimilinu og sóttu
hana á sjötta hundrað manns.
Ríflega 20 manns íluttu úr
verkum Péturs bundið og
óbundið mál, birt og óbirt,
það var leikið og sungið.
Samkoman tókst hið besta
og má með sanni segja að
„söngurinn hafi ómað í
brjóstum allra“ því sungið
var sem aldrei fyrr á fjölda-
samkomu hér á landi.
Ljóðin hér á síðunni eru úr
bókinni Herfjötur, utan Til
mannanna sem ekki hefur
birst áður. Danslag ÆFR
(Æskulýðsfylkingarinnar í
Reykjavík) er einnig úr Her-
fjötri.
Til mannanna
(orkt undir tónlist eftir Grieg)
Prologus:
Til baka
liðinna daga
sem tónar hrísli
innhverfum fögnuði
stef úr fornum hætti
ó, stormur
hefur ljóð verið leikið
þessu líkt.
Spyr ég spurnar
um spádóm mannanna
tregðu vaxtar
við ok dauðans
örskotsstund við skál
og sköpun hugmynda
úr leiftri leiddir
til bakgrunns veruleikans
fullum af myrkri
- hreyfivana í djúpri þögn
sem hlé milli tóna
hljóma örlagakviðunnar
og strá flökta við veginn
í vonlausri trú á manninn
en spyrjum ei trega
trúum ljósi
í höndum stríðandi Iýðs
úr mund komi vor og mildur vetur
úr fótsporum okkar vatn
til drykkjar
örþyrstum afkomendum. . .
Avarp Haraldar S. Blöndal
Flutt á samkomu
í Stúdentaheimilinu 16. ágúst sl.
Góðir félagar!
Félagi Pétur Pálsson var þannig
að um hann gæti verið sagt „hann
var of góður fyrir þennan heim“ og
þá í þeim skilningi að hann hafi
orðið undir í baráttu þar sem reglur
og gildismat er ákveðið af þeim sem
hata og fyrirlíta það viðkvæma og
veika. En þetta er aðeins ein hlið
málsins, sú hlið sem að okkur
vinum hans sneri var með öðrum
hætti þar var Pétur sterkur og full-
valda. Ekki þó þannig fullvalda
eins og Halldór Laxnes talar um að
yfirstéttargaurinn Snorri Sturluson
hafi verið, að hann hafi getað
skipað hverjum sem var hvað sem
var og ekki þurft að taka við skipun
frá neinum, heldur fullvalda í þeirri
merkingu að hann fann sjálfan sig
þegar hann túlkaði þann málstað
sem alþýðu er kærastur.
Það er einmitt þetta fullveldi
manneskjulegra eiginleika, sem
Pétur var svo ríkulega gæddur, sem
er sléttað út í hinu brjálaða auð-
valdsstríði allra gegn öllum. Og það
er þessi eyðing mannlegrar verð-
mæta, þetta látlausa morð á mann-
eskjum, sem gerir að verkum að
árangur í baráttunni fyrir sósíal-
ísku þjóðskipulagi þolir enga bið.
Ég veit að Pétri hefði líkað að við
létum fráfall hans verða til þess að
slagorð baráttunnar hljómuðu sem
aldrei fyrr og það með allri þeirri
músík sem hverjum og einum er
gefin.
Manneskjur allra landa samein-
umst gegn auðvaldinu!
Stefla
Allir vilja ergja snauðan
dansar hann við svarta dauðann
meðan haustið reitir rauðan
reynikvist í skóg
meðan haustið reitir rauðan
reynikvist í skóg.
Oft í viðum vetrartrjáa
leit ég skuggann skuggan gráa
honum rann þar blóðið bláa
blint í hvítan snjó
honum rann þar blóðið bláa
blint í hvítan sjó.
Barnastefla
Litla fœtur, Hvaða?
Þá langar til að vaða
í fjöru ö og aða
alveg eins og þú
eins og þú.
Hjá mararskel og þángi
býr marhnúturinn Krángi
Þar er ögn og ángi
alveg eins og þú
eins og þú
Hver á grasi grœnu
sárt grœtur lömbin vænu
Fíngrar án og œnu
alveg eins og þú
eins og þú.
Danslag ÆFR
JÖLA SÁLMUR
SJÓNVARPSALÞ ÝÐLJ
Saga vor á Fróni
er saga furðumerk.
A f ístrunni á jóni
Þeim andansprúða klerk
Af húngurmorða mjóni
og mey í dulmálsserk.
En nú er öldin önnur
og engin höggvinn háls.
Upp með pott og pönnur
og „pig“ til nœsta máls.
Fín með falskar tönnur
finnst oss þjóðin frjáls.
Við gull og glæsta sali
við gleðjast sumir oss
Þó menn um herinn mali
minn skal bera kross
Börn og betlidali
bríng tú mí mœ boss.
Já, saga vor á Fróni
er saga furðumerk.
Af ístrunni á jóni
Þeim andansprúða klerk
Af húngurmorða mjóni
og mey í dulmálsserk.