Neisti - 26.08.1979, Qupperneq 12
Áskriftargjald síðari hluta ’79
- venjuleg áskrift kr. 3000
- stuðningsáskrift kr. 5000.
Merktar greinar túlka ekki endi-
lega stefnu Fyikingarinnar.
Útgefandi: Fylking byltingarsinnaðra kommúnista
Aðsetur: Laugavegur 53A, sími 17513
Ábm.: Bima Þórðardóttir
Gírónúmer Neista er 17513-7
Land. bcl- - '•"
/ f-i y/4* v t x íS >.f O t U
„Patria libre o morir". Nicaragua:
- Fijálst föðurland eða dauði.
Þann 17. júlí lagði einræðisherra
Nicaragua Anastasio Somoza Debayle
niður völd og flýði til Flórída. Eftir-
maður hans, Urquyo, rikti aðeins i tvo
daga. Þar með lauk einræði Somoza
ættarinnar, sem ríkti í 40 ár.
Sigurvegararnir eru Þjóðfrelsisfylk-
ing sandínista (FSLN), sem þrátt fyrir
ójafnan leik tókst að brjóta á bak aftur
„þjóðvarðiið“ Somoza búið vopnum
frá Bandaríkjunum og fsrael. Að
loknum sigri tekur við uppbygging
lands og efnahags, sem er í rúst eftir
langvarandi hernaðarátök. Hér skal í
stuttu máli gerð grein fyrir atburðun-
um.
Somoza fyrr og nú
Árið 1931 voru bandarískar sveitir
sendar til Nicaragua til að koma á röð
og reglu í landinu og sérstaklega til að
hafa hemil á skæruliðaforingja að
nafni Augosto Cesar Sandino. Þetta
voru ekki fyrstu afskipti Bandaríkj-
anna af Nicaragua, því frá 1909 hafði
landið verið meira eða minna undir
beinni stjórn bandaríska sjóhersins.
Bandaríkjamönnum gekk erfiðlega að
vinna á Sandino og þeiryfirgáfu landið
1933 án þess að hafa tekist það.
Áður en þeir fóru stofnuðu þeir
„þjóðvarðlið“ Nicaragua og settu yfir
það skjólstæðing sinn Anastasio Som-
oza Garcia. Ári síðar tókst honum að
koma höndum yfir Sandino með
klækjum og lét myrða hann. Útrým-
ingarherferð gegn stuðningsmönnum
Sandino fylgdi í kjölfarið. Árið 1936
hafði Somoza tryggt stöðu sína svo að
hann gat sölsað undir sig forseta-
embættið. Þannig hófst nærri hálfrar
aldar ættarveldi Somoza í Nicaragua.
Somoza hóf fljótt að skara eld að
sinni köku. Innlendir landeigendur
drottnuðu yfir efnahag landsins en
ekki bandarískir „ávaxtaauðhringir".
Þetta gerði einræðisherranum auð-
veldara um vik. Hann sölsaði fyrst
undir sig kaffi- og nautgriparækt
þýskra innflytjenda. Þaðan lá leiðin
yfir í vændishús og síðar iðnað með
aðstoð bandarísks mútufjár. Að lok-
um, á fimmta áratugnum, náði hann
undirtökunum í baðmullarframleiðslu
landsins. Þegar Somoza var myrtur
1956 af námsmanni einum, hafði hann
sankað að sér um hundrað milljónum
dollara, sem synir hans Luis og
Anastasio hafa ávaxtað.
Synirnir erfðu einnig þjóðvarðliðið
eftir föður sinn. Anastasio varð yfir-
maður þess, en Luis gerðist forseti.
Hann ríkti í sjö ár og hafði „yfirum-
sjón“ með forseta í fjögur ár, eða þar til
hann dó árið 1967. Þá tók Anastasio
við og sat að völdum, með smávægi-
legum hléum, þangað til honum var
steypt af stóli fyrir mánuði.
Somoza gamli hefði orðið hreykinn
af sonum sínum hefði hann lifað.
Bankar og tryggingarfélög færðust yfir
í eigu ættarinnar, svo og opinber fyrir-
tæki. Árið 1972, þegar miklir jarð-
skjálftar urðu í Nicaragua, fór megnið
af alþjóðlegu aðstoðinni í vasa Som-
oza. A síðustu árunum hóf Somoza-
fjölskyldan útflutning á mennsku blóði
og blóðplasma og er það dæmigert
fyrir þau tengsl, sem voru milli Somoza
og þjóðarinnar í þau 40 ár, sem þeir
ríktu. Somoza-ættin var blóðsuga á
þjóðinni.
Sandínistahreyfingin
Morðið á Sandino vakti hneykslun
og viðbjóð um alla S-Ameríku og
víðar. Hann varð því strax tákn and-
stöðunnar gegn Somoza-fjölskyldunni
og einræði hennar. En það tók rúm 20
ár að byggja upp nýja sandínistahreyf-
ingu. Hreyfingin var einangruð og
fáliðuð í fyrstu. Eftir morðið á Somoza
eldri, árið 1956, tóku hjólin að snúast.
Vopnuð barátta var hafin undir lok
fimmta áratugsins. „Smátt og smátt
myndaðist smár marxískur hópur, sem
í voru aðallega háskólastúdentar. Þeir
gerðu sér grein fyrir nauðsyn skipu-
lagðrar byltingarhreyfingar, sem
tengdist verkafólki og bændum," eins
og segir í fréttabréfi stuðningsnefndar
Nicaragua í Bretlandi. Árið 1962 var
FSLN, þjóðfrelsisfylking Nicaragua,
stofnuð undir forystu Carlos Fonseca
Amador. Á fyrstu árum hreyfingar-
innar var hún undir sterkum áhrifum
frá kúbönsku byltingunni hvað bar-
áttuaðferðir snertir. Lögð var áhersla á
eflingu skæruliðahópa í fjöllunum og
vonast var til að þeir næðu smám
saman tengslum við bændur. Árið
1967 kom til fyrstu meiriháttar átak-
anna við stjórnarherinn. Þeim átökum
lyktaði með hernaðarlegum ósigri
sandínista. Pólitískt hafði orrustan
þau áhrif, að í fyrsta sinn varð vart
verulegs stuðnings bænda við hreyf-
inguna. Það kom fram í forsetakosn-
ingum skömmu síðar.
Eftir átökin árið 1967 komu upp
deilur innan sandínistahreyfingarinn-
ar um baráttuaðferðir. Það bar mest á
þremur skoðanahópum. f fyrsta lagi
var hópur, sem hélt fram þeirri skoðun
að einungis langvarandi barátta gæti
tryggt myndun pólitískrar meðvitund-
ar, sem væri „forsenda hernaðarsigurs
og marxísks ríkisvalds". í öðru lagi var
s.k. öreigaskoðanahópur, sem var
minnstur. Hann lagði áherslu á upp-
byggingu fjöldaflokks samkvæmt
marx-lenínískum hugmyndum. ör-
eigaskoðanahópurinn var afar gagn-
rýninn á stefnu þriðja skoðanahópsins
„Terceristas", eða uppreisnarmennirn-
ir, en þeir hvöttu til samfylkingar með
öðrum öflum, einnig borgaralegum
öflum. Þessi samfylking átti að leiða til
eins víðtækrar samstöðu og mögulegt
væri til að flýta fyrir falli Somoza. At-
burðarásin hefur sýnt að „uppreisn-
armenn“ höfðu rétt fyrir'sér.
Þrátt fyrir missætti um baráttuað-
ferðir hefur ávallt ríkt eining um megin
stefnumið hreyfingarinnar, þ.e. þjóð-
nýtingu allra eigna Somoza-fjölskyld-
unnar og að þjóðvarðliðið skyldi lagt
niður og í þess stað skyldi koma
alþýðuher. Síðast en ekki síst voru
sandínistar sammála um að fram-
kvæma umfangsmiklar landbúnaðar-
umbætur og skipta upp jarðnæði milli
bænda.
Atburðarás síðustu ára
Sú atburðarás sem leiddi til falls
Somoza hófst í desember 1974, er
sandínistar réðust inn í Managua og
tóku nokkra ráðherra og diplómata
sem gísla. Somoza neyddist til að
sleppa nokkrum pólitískum föngum og
greiða 2/2 milljón dollara í lausnar-
gjald. Sandínistar gerðu aftur árás í
október 1977 er þeir réðust á herbúðir í
Masaya, þriðju stærstu borg landsins.
Somoza svaraði á grimmdarlegan hátt.
Heilar bændafjölskyldur „hurfu", eins
og svo algengt er í S-Ameríku, eða
voru sendar í fangabúðir. Þessar að-
gerðir sýna að ,,uppreisnarmenn“
höfðu tekið frumkvæðið innan sandín-
istahreyfingarinnar.
Samhliða þessum aðgerðum sandín-
ista styrktist hin borgaralega andstaða
í Nicaragua. Efnahagsörðugleikar
juku á vandræði Somoza. í öngum
sínum greip hann til þess ráðs að láta
myrða P.J. Chamorro ritstjóra, helsta
forystumann borgaraandstöðunnar.
Morðið hafði sömu áhrif og að hella
olíu á eld. Alda hneykslunar og reiði
skall yfir landið. Mótmælaaðgerðir
gegn stjórninni áttu sérstað hvarvetna.
Sá hluti borgarastéttarinnar, sem
andsnúinn var Somoza hvatti til alls-
herjarverkfalls sem stóð í viku; aðeins
viku, sakir hræðslu borgarastéttar-
innar við fjöldahreyfinguna, og efna-
hagslegs skaða, sem verkfallið olli
henni. Þetta sýnir ljóslega „baráttu-
gleði" hinnar „þjóðlegu borgarastétt-
ar“, sem sumir gera svo mikið úr.
Hjartað er nálægt pyngjunni.
Sandínistar réðust hinsvegar á ráð-
húsið í Managua og tóku þar gísla.
Aftur burfti einræðisherrann að láta
lausa pólitíska fanga og greiða lausn-
að útvarpa ávarpi sandínista til þjóð-
að útvarpa ávarpi Sandínista til þjóð-
arinnar.
í september hvöttu sandínistar til
allsherjaruppreisnar. Eftir byrjunar-
örðugleika tókst þeim að ná fjöl-
mörgum borgum landsins á sitt vald,
þó ekki höfuðborginni. Somoza svar-
aði með loftárásum á helstu borgir
landsins, en í þeim féllu þúsundir
óbreyttra borgara. Sandínistar neydd-
ust til að hörfa undan til fjalla, og suð-
urhluta landsins.
Bandaríkin, helsti bakhjarl Somoza,
kom á fót samningaviðræðum milli
Somoza og andstöðunnar, sem
„Breiða andstöðufylkingin“ (FAO)
var fulltrúi fyrir. Eftir nokkra fundi
lýsti hinn svokallaði „tólf manna hóp-
ur“, sem er nátengdur sandínistum, því
yfir, að viðræðurnar væru yfirskin eitt
og þjónuðu einungis þeim tilgangi að
vernda hagsmuni Bandaríkjanna. Þá
var Alþýðufylkingin (MPU) sett á
stofn, en að henni stóðu verkalýðs-
félögin, tólf manna hópurinn áður-
nefndi og námsmannahreyfingin. Al-
þýðufylkingin skipulagði herferð þar
sem krafist var myndunar „Þjóðlegrar
föðurlandsfylkingar“ (FPN), þar sem
öll öfl andstöðunnar myndu taka
höndum saman.
Fljótt kom í ljós að Somoza hafði
lítinn áhuga á að komast að samkomu-
lagi við FAO. Andstaðan við samn-
ingaviðræðurnar var mikil og Þjóð-
lega föðurlandsfylkingin náði brátt
undirtökunum. f mars sameinuðust
hinir þrír armar sandínistahreyfingar-
innar.
í lok maí hófu sandínistar loks loka-
sóknina gegn Somoza. Vopnuð upp-
reisn hófst 29. maí og allsherjarverk-
fall 4. júní. Borgirnar féllu ein af ann-
arri í hendur sandínista, og 19. júlí
þrömmuðu hersveitir þeirra inn í
höfuðborgina Managua, en þá Som-
oza flúinn tveimur dögum áður, til sól-
arstranda Miami á Flórídaskaga.
Frh. bls. 11