Neisti - 01.01.1982, Blaðsíða 8
Evrópsk viðbrögð
við Póllandi
Þegar þetta er skrifað er óljóst
hver staða mála verður i Pól-
landi um það leyti sem Neisti
kemur út; því fer þó fjarri að öll
andstaða hafi verið brotin á bak
aftur, verkamenn hafa viða farið
sér hægt við vinnu og þannig
látið í ljós andstöðu sina við
valdatöku hersins. En það er
margt athyglisvert við fyrstu við-
brögð við árásinni gegn Sam-
stöðu hjá pólitiskum öflum i
Vestur-Evrópu. Það kom sem sé
í ljós að samstaðan um óbreytt
ástand er sterk og nær viða.
Dönsk viðbrögð eru táknræn i
þessu sambandi: Utanrikisráð-
herrann, sósialdemókratinn
Kjeld Olesen, lét sér nægja að
staðhæfa, að valdatakan hefði
átt sér stað (!) en neitaði að láta
uppi nokkra skoðun. Og þáver-
andi fors.ætisráðherraefni borg-
araflokkanna, Henning Christo-
phersen frá Venstre, sagði þetta
vera innra málefni Pólverja; báð-
ir vonuðu að senn yrði aftur horf-
ið til «eðlilegs ástands», hvað
sem það nú er. Hvorki varnar-
málaráðherrar NATO né utan-
ríkisráðherrar Efnahagsbanda-
lagsins kyrjuðu kaldastriðs-
söngva af verulegum krafti, og
blaðamaður i Lundúnum, sem
breska sjónvarpið ræddi við,
sagði hreinskilnislega að þeir
fjármálamenn væru ánægðir
með að aftur yrði komið á kyrrð
vinnubúðanna.
SÉRSTAÐA FRANSKRA
KOMMÚNISTA
Það kom í hlut vinstri flokka og
semtaka, að mótmæla hinu
pólska gerræði. Systursamtök
Fylkingarinnar og margar aðrar
evrópskar vinstrihreyfingar létu í
sér heyra samdægurs. Mesta at-
hygli vekja auðvitað viðbrögð
stærri verkalýðsflokka. Italski
kommúnistaflokkurinn for-
dæmdi atburðina mjög eindregið
og sama er að segja um öll
stærstu verkalýðssamtök ítaliu,
sem hvöttu til skyndiverkfalla og
mótmæla um land allt. Aftur á
móti sannaði franski kommún-
istaflokkurinn að hann er endan-
lega snúinn aftur í hálfáttræðan
faðm Brésnefs foringja.
Verkalýðssambandið sem lýtur
leiðsögn hans, CGT, neitaði að
mótmæla árásinni á Samstöðu,
og hefur það leitt til háværra
deilna innan sambandsins. Sósi-
alistaflokkurinn mótmælti ein-
dregið og með honum verkalýðs-
sambandið CFDT, sem efndi til
mjög stórrar mótmælagöngu i
gegnum París að kvöldi 14.des-
ember. Allir vinstri flokkar
Frakklands, að frátöldum komm-
únistaflokknum, studdu göng-
una. «Sósialismi i þágu verka-
fólks» og «Enginn sósialismi án
frelsis» voru helstu kjörorð mót-
mælanna þarna eins og viðar.
KRATAR AUMIR
Hundtryggir kommúnistaflokk-
ar eins og sá danski (og væntam
lega vestur-þýski), að ekki sé
minnst á þann portúgalska,
styðja heils hugar árásina á
pólskt verkafólk, og sjá eintóma
gagnbyltingarsinna og «ævin-
týramenn» meðal hinna tiu mill-
jón félaga Samstöðu. Viðbrögð
margra krataflokka voru líka
heldur aumleg. Danskir sósial-
demókratar höfðu áður lýst því
yfir að þeim þætti Samstaða
ganga of langt, og þótt þeir lýstu
óánægju með athafnir pólska
hersins, tókst hvorki að fá þá né
danska alþýðusambandið til að
taka þátt i mótmælafundum
vegna þeirra, og það jafnvel þótt
sigurvegari dönsku kosninganna
-Sósíaliski alþýðuflokkurinn, SF-
beitti sér eindregið i þvi skyni
Danska alþýðusambandið, LO,
sem ekki hefur staðið i ærlegri
kjarabaráttu i mörg ár, mátti ekki
vera að þvi að taka þátt i mót-
mælafundum fyrstu vikuna eftir
árásina á Samstöðu. Samanborið
við þennan aumingjahátt voru
viðbrögð ASÍ óvenju skjót og
ákveðin. Hetjuskapur fýrir hönd
annarra þjóða er auðvitað ódýr,
en ekki er nú merkilegur sá mór-
all sem biður aðrar þjóðir lifa við
hæfilega kúgun svo eigin skinni
sé ekki hætt.
TÍMI SAMSTÖÐU
Margir foringjar breska verka-
mannaflokksins hafa talað á mót-
mælafundum gegn pólsku her-
foringjunum, og kommúnista-
Neisti er ekki i þeirri aðstöðu að geta flutt síðustu fréttir af
baráttunni gegn kúgunarstjórninni i Póllandi. En við
birtum hér sem sögulega heimild um þann anda sem enn
lifir með pólsku verkafólki, dreifirit sem Samstaða dreifði i
Varsjá morguninn eftir að herstjórnin réðst gegn óháðu
verkalýðssamtökunum.
STUÐNINGSMENN SAMSTÖÐU, SAMBORGARAR!
Á miðnætti þann 12. desember 1981 réðust sveitir
öryggislögreglunar ZOMO á höfuðstöðvar Samstöðu við
Mokotovska götu í Varsjá. Starfsmenn og félagar á stað-
num voru handteknir. Um sama leyti hófust handtökur í
borginni. Okkur hafa þegar borist fyrstu fréttir af þeim
handteknu. Síma og fjarritasamband hefur verið rofið í
Varsiá og lanúinu öllu.
Yfirvöldin höfðu vandlega valið stund átakanna. Forystu-
menn Samstöðu voru í Cdansk til að taka þátt í umræðum
samræminganefndar landssamtakanna. Enn sem komið er
höt' -n við ekkert heyrt um örlög þeirra. Á sama tíma voru
fle ir verkamenn fjarri verksmiðjum sínum og ekki von á
þeim til starfa fyrr en með fyrstu vöktum á mánudag (14.
desember). Tilgangur þessarar árásar er að brjóta verka-
lýðssamtökin á bak aftur. Herlög hafa tekið gildi þvert ofan
í ákvæði stjórnarskrár Pólska alþýðulýðveldisins.
Samkvæmt okkar eigin lögum verður að svara slíkri árás
samstundis með allsherjarverkfalli um Iand allt. «Enn lifir
Pólland...»(upphaf pólska þjóðsöngsins).
SAMSTAÐA í URSUS VERKSMIÐJUNUM
VARSJÁ 13. DESEMBER KL. 3 AÐ MORGNI
ÍBÚAR VARSJÁ!
Herlög tóku gildi á miðnætti. Þetta er svivirðilegt brot
gegn almennri reglu i landi okkar. Tilgangur þess er að
auðmýkja fólkið og rjúfa samstöðu þess. Við skorum á
ykkur að láta þá ekki höggva á bönd samstöðu okkar. Á
þessari stundu er samstaða fólksins æðst gilda.
Óháða sjálfsstjórnarssambandið, Samstaða.
Mér sýnist sumir félagar ætla sér meira
af byltingarsælunni en aðrir.
flokkurinn hefur «harmað», að
þessi leið skuli hafa orðið fyrir
valinu í Póllandi. Blað hans
Morning Star hefur hins vegar
gleypt skýringar pólskra ráða-
manna hráar. Hollenski komm-
únistaflokkurinn hefur fordæmt
atburðina mjög eindregið, og
belgíski og sænski kommúnista-
flokkamir hafa tekið i sama
streng.
Pólska frelsishreyfingin hefur
verið barin niður að sinni, en þvi
fer fjarri að pólsk verkalýðsstétt
og bandamenn hennar meðal
mennta- og listamanna hafi beð-
ið endanlegan ósigur. Svivirði-
leg árás á Samstöðu er um leið
pólitisk gj aldþrotsyf irlýsing
pólskra ráðamanna og þeirrar
sovésku harðstjórnar sem á bak
við þá stendur. Þessi atlaga ætti
að verða evrópskum verkalýðs-
flokkum og ekki sist kommúnist-
um í verkalýðsstétt tilefni endan-
legs uppgjörs við sovéska skrif-
ræðið og stjórnarháttu þess - þá
væri kominn grundvöllur fýrir
víðtæka samfylkingu, evrópskra
verkalýðsflokka og -samtaka með
pólskum stéttarbræðrum i bar-
áttunni framundan.
hg