Neisti - 13.04.1983, Blaðsíða 1

Neisti - 13.04.1983, Blaðsíða 1
NEISTI 4.tbl. 1983 21.árg. Útgáfudagur 13.april 1983 Kjósum verkalýðsflokka 23. apríln.k. Reykvíkingar: Greiðum G-listanum atkvæði RITSTJORNARGREIN Ríkisstjórnin, sem var mynduð til að ná tökum á verðbólgunni er búin að gefast upp. Allt bendir til þess að verðbólgan á þessu ári verði meiri en nokkru sinni fyrr, og hefur þó verið drjúg undan- farið. Rikisstjórnin, sem Alþýðubandalagið myndaði til að kljúfa Sjálfstæðisflokkínri lætur brátt af störfum. Sjálfstæ ðis- flokkurinn hefur sjaldan verið sterkari en nú. Rikisstjórnin sem var mynduð til að verja kjörin brást einnig í því. Aðeins einu sinni áður hefur ríkisstjórn á ís- landi skert kaupmáttinn jafn mikið í einu og fráfarandi ríkisstjórn gerði 1. des. s.l. Eftirmæli sögunnar um ráðuneyti Gunnars Thoroddsens munu vafalaust ekki öll verða á sama veg, enda sýnist hverjum sitt eftir því, hvaðan litið er á liðna tíð. En þau, sem lita á þá ríkisstjórn sem brátt kveður stólana af sjónarhóli verka- lýðshreyfingarinnar munu þó vart komast hjá því, að taka eftir þeirri miklu aftur- för sem orðið hefur í kjaramálum verka- fólks og baráttuaðstöðu verkalýðshreyfingar- innar og verkalýðsflokkanna síðastliðin ár. Árið 1977 náði verkalýðshreyfingin afar hagstæðum kjarasamningum, ASÍ samdi um sumarið eftir langvarandi yfirvinnubann og aðrar aðgerðir af svipuðum toga, en BSRB samdi um haustið. Þeir sem þá vermdu ráðherrastóla réðust að þessum kjarasamn- ingum um vfftíirinn, og árásin kostaði þá geysilegt fylgistap um sumarið næsta á eftir. Undir kjörorðinu «Kjósum ekki kaupránsflokkana» tókst verkalýðsflokkunum að ná fleiri þingsætum en nokkru sinni fyrr eða síðar. Framsóknarflokkurinn bauð meira aðsegja verkalýðsflokkunum að mynda minnihlutastjórn, sem nyti hlutleysis Fram- sóknarmanna. En það var mynduð vinstri stjórn, sem entist árið, og síðan boðað til vetrarkosninga og í kjölfar þeirra sigldi þessi . ríkisstjórn sem landsmenn kveðja nú fegins hugar. 1 Á þessu tímabili hefur hver kjara- skerðingin rekið aðra. Allar fyrirætl- ánir borgaralegu verkalýðsflokkanna um að koma í veg fyrir slíkt hafa reynst skýja- borgir. ■ Það var heldur ekki nema von - kreppa er í heimi, og við hér uppi á ís- 'landi höfum ekki farið varhluta af henni. Þannig verður það líka áfram, nema gripið sé til ráða sem duga gegn kreppu- þróuninni. Slíkra ráða er ekki að vænta frá þeim flokkum, sem nú eru í framboði til Alþingis. Raunhæfar ráðstafanir gegn kreppunni verða að byggjast á því að upp- ræta rót meinsins, framleiðsluskipan auð- valdsins, þær lausnir sem borgaralegu stjórn- málaflokkarnir hneigjast að fela ekkert slíkt i sér, heldur hitt, að vega að afkomu almennings til að tryggja gróða þeirra sem braska með framfærslu þjóðarinnar og atvinnutæki og kalla sína eign. Þessu þarf að breyta, en því verður ekki breytt með atkvæ öagreiðslum 23. apríl n.k. Til að breyta þessu verður að byggja upp nýjan verkalýðsflokk, sem stendur traustum fótum í verkalýðshreyf- ingunni og tekur frumkvæði að þvl, að valdi hennar sé beitt til að verjast kjaraskerðingum, og síðar, til að umskapa þjóðfélagið. Borgaralegu verkalýðsflokkarnir munu ekki gangast fyrir þessu. Skrif- finnarnir, sem nú ráða ríkjum í verka- lýsðfélögunum og hafa sætt sig í verki við ítrekaða ógildingu kjarasamninga, munu heldur ekki gera það. Því síður munu Bandalag jafnaðarmanna eða kvennalistarnir takast slíkt á hendur. Og ekki þarf að orða Framsóknarmaddömuna og íhaldið við slika hluti. Það skiptir samt máli, hvernig fólk greiðir atkvæði í næstu kosningum. Næg er læging verkalýðshreyfingarinnar fyrir því, þó verkalýðsflokkarnir glati ekki fylgi í kosningunum. Nægur er vilji auðvalds- ins til afturhaldsframkvæmda, þó ekki sé hann aukinn með atkvæðum til Sjálf- stæ ðisflokksins eða Framsóknar. Nógu hraður er flótinn frá þeim verkefnum, sem bíða úrlausnar, þó ekki sé hann rekinn með atkvæðum á upphlaupsframboð Vilmundar, eða kvennalistanna, sem kannast ekki við að stéttaátök fari fram í þjóð- féla'ginu og taka verði afstöðu til þeirra. Þess vegna ætla Fylkingarfélagar að kjósa lista verkalýðsflokkanna að þessu sinni, og i Reykjavík kjósa þeir G-listann með því að enginn skilsmunur er á aðal- frambjóðanda A-listans þar og auðvalds- postulunum, því miður. Úrslitin I próf- kjöri Alþýðuflokksins sáu til þess. Fylkingin hvetur allt verkafólk og aðra sem styðja baráttuna gegn kreppuráðstöf- unum I þágu eignamanna, til að greiða atkvæði á sama hátt. /as Fylkjum okkur undir merki verkalýðshreyfingarinnar 1. maí RITSTJÓRNARGREIN 1. maí n.k. mun Fylkingin ekki gangast fyrir sérstökum aðgerðum í andstöðu viö aðgerðir fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna I Reykjavik, eins og flest undanfarin ár. Aðgerðir þær, sem Fylkingin hafði áður frumkvæði að, Rauð verkalýðseining, gegna ekki neinu hlutverki lengur. Þær voru sprottnar af tilteknum aðstæðum og miðaðar við starfsumhverfi Fylkingarinnar eins og það var og góðra gjalda verðar I Ijósi þess. En á síðasta þingi Fylkingarinnar var ákveðið að snúa baki við þeirri hreyfingu sem Fylkingin hefur byggt á, hreyfingu róttækra náms- og menntamanna og ein- angraðra samferöamanna þeirra i röðum verkalýðsins. Héðan I frá mun Fylk- ingin einbeita sér að því að treysta rætur sínar I verkalýðshreyfingunni. í samræmi við þetta mun Fylkingin nota 1. maí til að koma málflutningi sínum á framfæri við þá, sem hún vill ná tali af, nefnilega það verkafólk, sem kemur í aðgerðir fulltrúaráðsins. Fylk- ingin hvetur alla stuðningsmenn Rauðrar Verkalýðseiningar til að fjölmenna í göngu fulltrúaráðsins. -/as rGerist----- áskrifendur ___S: 17513_ Bardagar i Nicaragua og byltingin i Mið-Ameriku - baksiða ÞETTA BLAÐ OG NÆSTA Þetta blað er helgað kosn- ingunum og hinum stjórnmála- flokkunum. Þótt ríkisstjórnin hafi klesst kosningunum alveg við 1. maí verða lesendur Neista þó ekki af 1. maí blaðinu, en það kemur út 28. april, með 1. maí ávarpi samtakanna, greinum um kosningaúrslitin og stjórnar- myndunarhorfur, auk annars sem prýða má 1. maí blað byltingarsamtaka. Þetta blað er m.ö.o. eins konar aukablað, en vegna þess að okkur eru fjárhagslegar skorður settar, mun 1. mai blaðið aðeins verða 8 síður fyrir vikið, eða 16 siður alls í apríl. Eitthvað fyrir verkafólk? Varla... Sjábls. 3-6

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.