Neisti - 13.04.1983, Blaðsíða 3

Neisti - 13.04.1983, Blaðsíða 3
Neisti 4. tbl. 1983, bls. 3 VERKALYÐSHREYFINGIN OG KOSNINGARNAR HOFNUM STÉTTASAMVINNU STJÓRNUM ] - BERJUMST FfRIR RlKISSTJÓRN VERKALÝÐSINS | Eftir Pétur Tyrfingsson Efnahagskreppan ó íslandi ber öll merki þess að I sögu samfélagsins sé nú að taka við stöðn- unarskeið. Blómlegur hagvöxtur ris ekki ó hinum hefðbundnu undir- stöðum sjóvarútvegsins. Sú lausn ó efnahags- kreppunni sem auðvalds- öflin stefna að, felur I sér gifurlegar kjara- skerðingar til að opna leiðina fyrir róttæka endurskipulagningu og hagræðingu efnahagslifs- ins og þar með nýtt þensluskeið gróðakerfis kapitalismans. Auðvaldsöflin i landinu hafa ekki nægan pólitisk- an styrk til að hrinda svo viðtækum róðstöfun- um i framkvæmd, sem Þ» mundu leysa efnahags- kreppuna fró sjónarmiði þeirra. Þess vegna stefna borgaraflokkarnir, Fram- sóknarflokkurinn og Sjólf- stæðisfiokkurinn, að sam- steypustjórn með öðrum eða bóðum verkalýðsflokk- unum. Viðbrögð verkalýðshreyfing- arinnar sem forða þvi að byrðum kreppunnar verði velt yfir á herðar verkafólks, geta aðeins verið virk og harð- vitug barátta. Hvorki skrif- stofuveldi verkalýðsfélaganna né heldur umbótasinnaðir atvinnu- stjórnmálamenn verkalýðsflokk- anna þora að kveða tíl slíkrar baráttu, þvi hún ógnar stöðu þeirra og forréttindjipi. Þess i stað vilja þeir fara leið stéttasamvinnustj ómanna. Stéttasamvinnu- stjórnirnar Við köllum það «samsteypu- stjórnir með borgaraflokkunum» eða «stéttasamvinnustjórnir» þegar hinir umbótasinnuðu verkalýðsflokkar (eins og Al- þýðuflokkur og Alþýðubandalag) setjast í stjóm með flokkum ►' auðvaldsins. Þótt slíkar stjóm- ir séu komnar til vegna þess að fulltrúar burgeisanna eru ekki nægilega voldugir til að stjórna einir, þá em þessar stjórnir öndverðar hagsmunum verkalýðsins og standa í vegi fyrir vaxandi styrk verkalýðs- hreyfingarinnar. Islensk verkalýðshreyfing hefur víðtæka reynslu af slikum stéttasamvinnustjórnum. Þessar stjórnir hafa það undantekninga- laust í för með sér að póli- tískt og stéttarlegt sjálfstæði verkalýðshreyfingarinnar er skert og skipulagður baráttu- styrkur verkalýðssamtakanna líður fyrir þessar stjórnir. Hinir umbótasinnuðu verka- lýðsflokkar ganga til stjórnar- samstarfs og eru þar boðnir velkomnir af borgaraflokkunum vegna þess að þeir hafa áhrif og völd í verkalýðsfélögunum. Meðlimir og forystumenn verka- lýðsflokkanna hafa lykilstöðu i þvi skrifstofuveldi sem stjómar verkalýðsfélögunum. Þeir geta í mörgum tilfellum haldið aftur af samtökum verkafólks, tryggt «vinnufrið» ríkisstjóma. Það er þetta sem 'borgaraflokkamir eru að sækjast eftir. Það er oft á tiðum matið á þessum styrk verkalýðsflokkanna sem ræður því hvaða valkosti borg- araflokkarnir telja sig hafa hveiju sinni í myndun rikis- stjórna. Yfirleitt hafa stéttasamvinnu- stjómirnar orðið til í fram-- haldi af þvi að verkalýðs- flokkarnir hafa styrkst í sessi. Þetta hefur gerst með því að efnahagsástand hefur batnað, verkalýðshreyfingin hefur háð árangursríka kjarabaráttu og verkalýðsflokkarnir siðan aukið kjörfylgi sitt i framhaldinu. Verkalýðshreyfingin hefur yfir- leitt alltaf verið veikari þegar stéttasamvinnustjóm fer frá, en þegar hún sest að völdum. Undantekningalaust hefur verka- lýðshreyfingin hrökklast á undanhald rétt eftir fall þessara stjórna. Þetta kemur til af þvi að fyrri og vaxandi bar- áttustyrkur verkalýðshreyfingar- innar er drepinn i dróma með starfi rikisstjórnarinnar, verka- lýðsstéttinni og samtökum hennar er haldið í skefjum og verkafólki talin trú um að rikisstjórn «vinnandi stétta» muni greiða úr flestum vanda- málum baráttulaust. Svo koma efnahagsörðugleikar, - en eins og við vitum skiptast á hag- sveiflur upp á við og niður á við i auðvaldsbúinu. Þá kemur að því að framkvæma efnahagsráðstafanir sem fela í sér kjaraskerðingar. Stundum er búið að framkvæma hluta þeirra áður en stéttasamvinnu- stjórnin fer frá. Þegar stjórnin fer frá kemur hrein borgarastjóm eða stjóm óháðari verkalýðssamtökunum. Verkalýðsforystan og verkalýðs- flokkamir hafa misst traust verkafólks til þess að geta kveðið verkalýðsfélögin til bar- áttu. Hægristjórnin ræðst á lífskjörin. Þetta er reynslan af Ný- sköpunarstjórninni 1944—47, Vinstristjórnunum 1956—59 og 1971 — 74 og líka stjóm A-flokkanna og Framsóknar- flokksins 1978—79. Rikisstjóm Gunnars Thoroddsen 1979-83 er í senn kaupránsstjórn og stéttasamvinnustjóm. En öll umbótamálin sem komist hafa i framkvæmd i gegnum tiðina? Hafa samstjórnir verkalýðsflokka og borgaraflokka ekki átt sinn hlut i þeim? Auðvitað, - rétt eins og aðrar rikisstjórnir. Margskonar umbætur hafa náðst fram í góðæri og vegna baráttu eða þrýstings frá verka- lýðssamtökunum mikið til óháð þvi hvaða flokkar hafa myndað stjórn. Reynslan sýnir að efnahagsástand og staða verka- lýðshreyfingar utan þings hefur þar meira að segja en hvar ráðherrar eru í flokki. Gegn stéttasamvinnu- stjórnum Alþýðubandalagið reynir nú að hræða okkur með grýlu Verslunarráðsins og mögulegri samstjóm Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins með tilheyr- andi árásum á lífskjörin í landinu og atvinnuleysi. Sann- leikurinn er sá að þessir flokkar hafa ekki styrk til þess að koma allri stefnu sinni og Versl- unarráðsins í framkvæmd. Til þess skortir eindregna samstöðu innan og milli þessara flokka og engar likur em á, eins og þessir flokkar gera sér ljóst, að verkalýðshreyfingin sé svo svínbeygð og niðurbrotin að hún sitji auðum höndum ef til stór- felldra kjaraskerðinga kemur. Krafa okkar um að verka- lýðsflokkamir myndi ekki stjóm með Framsóknarflokknum eða Sjálfstæðisflokknum hefur að öllum likindum i för með sér að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn mynda stjórn eftir kosningar. Slik samstjóm mundi reyna að skerða lífskjörin og spara félagslega þjónustu og útsendarar þessarar flokka mundu reyna að beita sér fyrir «samráðum» verkalýðs- hreyfingarinnar með stjóminni og aðgerðaleysi verkalýðssam- takanna. Þessu verður aðeins mætt á einn veg: Innan verka- lýðshreyfingarinnar þarf að heyja baráttu gegn ihaldsöfl- unum og Framsóknarmönnum. Það er auðvitað ekki hægt að gera á öðrum grundvelli en þeim að tryggja pólitískt sjálfstæði verkalýðshreyfingar- innar gagnvart rikisvaldinu og uppbyggingu fjöldastyrks verka- lýðshreyfingarinnar. Um leið þarf að svara árásum þessarar ríkisstjómar, og reyndar hvaða rikisstjómar sem er, með virkri baráttu. Skilyrði slikrar baráttu er að lýðræðisleg vinnubrögð og kvaðning almennra félaga verkalýðssamtakanna komi til. Fyrir rikisstjórn verkalýðsins. Þessi leið hefur það umfram «islensku leiðina» Alþýðubanda- lagsins og «betri leið» Alþýðu- flokksins, að hún skapar skil- yrði fyrir nýrri ríkisstjórn verka- lýðsins, meðan stéttasamvinnu- stjórnirnar gera ekki annað en veikja verkalýðssamtökin. Virk þátttaka verkalýðsins i verkalýðsfélögunum og lýð- ræði innan þessara verkalýðs- samtaka eru skilyrði fyrir því að mögulegt verði að fýlkja verkafólki um stefnu sem breytir undirstöðum efnahagslífsins. Allsheijarþing slíkra verkalýðs- samtaka, - til dæmis Alþýðu- sambandsþing í framtíðinni - getur myndað og gefið rikis- stjóm verkalýðsflokka umboð sitt til þess að framkvæma slika stefnuskrá. Meðan slík stjóm situr og framkvæmir stefnu verkalýðssamtakanna, nýtur hún verndar verkalýðs- stéttarinnar og hreyfingar hennar. Við núverandi aðstæður i efnahagsmálum er nauðsynlegt að framkvæma nokkrar raðstef- anir til að leiða okkur út úr kreppunni og opna leiðina fyrir uppbyggingu samfélagsins á nýjum undirstöðum. Helstu ráð- stafanimar og þær fyrstu væm að þjóðnýta útgerðina, álverið, helstu póstana i innflutnings- versluninni eins og olíu og staðlaðar nauðsynjavömr (hveiti, sykur o.s.frv.), og taka upp eftirlit og stjórnun á innflutn- ingnum í heild. Ríkisstjóm verkalýðssamtakanna mundi síð- an starfa samkvæmt efnahags- áætlun á grundvelli þessarar þjóðnýtingar og ríkisreksturs bankanna, ásamt því að hefja efnahagssamvinnu við lönd sem eru að brjótast undan kúgun heimsvelda eða hafa þegar gert það, s.s. ein? og Kúbu og Nicaragua, eða ný verka- lýðsriki sem kunna að hafa myndast í millitíðinni. Við- skiptabanni fjandsamlegra kapít- alískra rikja svörum við með efnahagssamvinnu við slík ríki. En sú rikisstjórn sem við erum að tala um hér og þær ráðstafanir sem hún hefði forystu um að framkvæma, er ekki milliliðalaust á dagskrá. En skilyrði slikrar stjórnar geta skapast í baráttunni gegn kjara- skerðingum og með uppbygg- ingu verkalýðssamtakanna. Á leiðinni þangað kann það að gerast að Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag myndi stjóm, sem verkalýðssamtökin verja til að framkvæma takmarkaðri ráðstafanir í hag verkalýðs- ins, sem mundu styrkja verka- lýðssamtökin og auka fylgi og athafnasvið verkalýðsflokka, þar til eindregnu meirihlutafylgi er náð og ríkisstjórn verkalýðsins sem leiðir hann út úr ógöng- uin auðvaldsins kemst á fót. Raunsæi og alvara i pólitik Svavar Gestsson mundi áreið- anlega segja að þetta væri óraunsæ stefna. Slik stefna er auðvitað ósamboðin «£ilvöra stjórnmálaflokki». En «alvöru stjórnmálaflokkur» i munni for- manns Alþýðubandalgsins i flokkakynningu sjónvarpsins er flokkur sem reiðubúinn er að takast á við vandamálin í ríkisstjórnum með Framsókn og ihaldi. Við spyrjum: A það nokkuð skylt við raunsæi og alvöru að halda að hægt sé að komast hjá atvinnu- leysi og gífurlegum kjaraskerð- ingum án baráttu, eftir næstu kosningar og i samvinnu við Framsóknarflokkinn i rikisstjóra og án þess i það minnsta að afnema stærsta hlutann af heildsalastéttinni, þjóðnýta ál- verið og útgerðina? Þessi spurning er sáraeinföld og svarið liggur beint við. Hér er um hreina óskhyggju að ræða. Eina færa leiðin úr ógöngum auðvaldskreppunnar er að klöngrast þá grýttu braut verkalýðsbaráttunnar sem stefn- ir að ríkisstjóm verkalýðsins og hafnar öllum stéttasamvinnu- stjóraum. Allar aðrar leiðir eru óraunsæjar og ganga í berhögg við alla lærdóma sem draga má af reynslu verka- lýðsstéttarinnar af mismunandi tegundum ríkisstjórna. Kjör- orð okkar eru þess vegna: -Engar samsteypustjórnir borg- araflokka og verkalýðsflokka! - Byggjum upp varnir verka- lýðshreyfingarinnar gegn árás- um auðvaldsaflanna og rikis- valds þeirra á lifskjörin! - Berjumst fyrir rikisstjórn verka- lýðsins sem þyggur vald sitt frá virkum og lýðræðislega starfandi samtökum verkafólks!

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.