Stéttabaráttan - 25.04.1973, Blaðsíða 6

Stéttabaráttan - 25.04.1973, Blaðsíða 6
VERKAMENN! REISUM MERKIÐ AFTl ”Til þess að koma byltingu verkalýósins i framkvæmd, festa hana í sessi og leióa hana aö markinu, veröur verkalýóurinn aó eiga politískan flokk, sem veit hvaö hann vill, er einhuga og hæfur til aö hafa forystuna á hendi. Fullnaóarsigur er óhugsandi, nema slíkur flokkur sé til og allur þorri verkalýósins hafi þann skilning á hlutverki stéttar sinnar, aó hann fylgi þessum flokki.” (barattustefnuskrakommunistaflokksislands, 1930, úrinngangsorðum.) tlnngangur Nú í dag, á tímum dýpkandi kreppu, innanlands sem utan, skerpast stéttaandstæður auðvalds- þjóðfélagsins að miklum mun og átökin milli tveggja höfuðstéttanna, verkalýðsins og auðvalds- ins, verða æ umfangsmeiri og harðari; eðli þjóðskipulagsins kemur æ berar í ljós og hin ráð- andi stétt sýnir sitt sanna andlit og nýtir valda- og kúgunaraðstöðu sína til hins ýtrasta. Hin sjálfsprottna og fálmandi barátta verkalýðsins þróast yfir í meðvitaða, skipulagða baráttu gegn auðvaldinu og þjóðskipulagi þess, fyrir nýju þjóðskipulagi - sósíalismanum, alræði öreig- anna. Hvarvetna tekur kúgaður verkalýður að skipuleggja sig á stéttargrundvelli og byggir upp eigin brjóstfylkingu og skipulagsmiðstöð í stéttabaráttunni : kommúhistaflokk. Tilurð Kommúnistasamtakanna m-1 er engin tilviljun eða sending úr skýjum ofan. Kommúnista- samtökin verða til við ákveðnar efnahagslegar og pólitískar aðstæður í þróunarsögu íslenzka . auðvaldsþjóðfélagsins, við þær aðstæður, þegar stéttabaráttan harðnar í þjóðfélaginu og nauð- synin á eigin samtökum verkalýðsins er algjörlega óhjákvæmileg. Lærum af reynslunni og gerum þekkingu okkar að vopni til flokksmyndunarj, segjum við og vís- um á leiðina, sem er brýnasta verkefni íslenzkrár verkalýðsstéttar í dag. Lærum af reynslunni, þ.e. nemum jafnt alþjóðlega reynslu verkamanna sem reynslu íslenzks verkafólks, nemum marxismann-lenínismann-hugsun Maós Tsetungs, rannsökum sögu stéttabaráttunnar og gerum okkur grein fyrir baráttu verkalýðsins, skiljum að sigrana og mistökin og lærum af hvorutveggja. A þann hátt einan getum við vaxið í baráttunni og ætíð þróast fram á við, fram á við til sigurs öreigastéttarinnar - sósíalísku byltingarinnar og uppbyggingar alræðis öreiganna. I eftirfarandi myndum og máli verða raktir helztu drættir og mikilvægir atburðir í sögu íslenzk- rar stéttabaráttu í auðvaldsþjóðfélaginu, frá fyrstu átökum verkamanna við stéttarandstæðing sinn'og skipulagningu þeirra í verkalýðsfélög allt fram til dagsins í dag, er KSML eru komin fram á svið stéttabaráttunnar og berjast fyrir saméiningu verkalýðsstéttarinnar á byltingar- grundvelli. Að sjálfsögðu er stiklað á stóru í þessari myndagrein og ekki alls staðar komið við, en aftur á móti er leitast við að varpa Ijósi á höfuðinntak þróunarinnar, þ. e. pólitíkina og hina ömurlegu hignunarleið forystusveitar öreiganna, sem hefst um miðjan 4. áratuginn og hefur staðið óslitið þar til nú fyrir tveim árum, er fyrstu kommúnísku námshóparnir fóru af stað og lögðu grund- völlinn fyrir KSML. Eðlilega er staldrað mest við það tímabil, sem Kommúnistaflokkur Islands (KFl) er starfandi, því á þeim tíma, tíma hörðustu stéttaátaka í sögu íslenzka auðvaldsþjóðfél- agsins er um að ræða dýrmætustu reynslu öreigastéttarinnar á öllum sviðum, og til þess tíma er einnig að leita upphafs og forsendu tækifærisstefnunnar og stéttasamvinnupólitíkurinnar, sem tókst að festa rætur og ríkja yfir verkalýðnum I áratugi. 2.Upphafið "Öreigalýðurinn lifir margvísleg þroskaskeið. Barátta hans við borgarastéttina hefst á þeirri stundu, er hann verður til." (Marx/Engels, Komxttúnistaávarpið.) Fyrstu verkalýðsfélögin. Það er undir lok síðustu aldar, sem fyrstu hagsmunasamtök íslenzkra öreiga eru stofnuð og fyrstu skrefin stigin I átt til skipulagningar verkamanna í eigin félög og samtök I baráttunni við hina nýfæddu íslenzku borgara, sem standa I harðri og æ sigursælli baráttu við danska auð- valdið á þessum tíma fyrir afnámi nýlenduoks- ins, til þess að þeir geti vaxið og þróast sjálf- stætt og setið einir að arðráninu á íslenzku ör- eigunum. Fyrstu skipulagslegu samtök verkamanna, sem um er vitað, er Verkamannafélag Akureyrar- kaupstaðar, sem starfaði á árunum 1894-1897, starfrækti pöntunarfélag og setti sér þessi þrjú höfuðverkefni að vinna að : 1. Baráttan gegn skuldaþrælkun. 2. Baráttan fyrir 10 stunda vinnudegi. 3. Baráttan fyrir hækkuðu dagkaupi. Félaginu varð ágengt í öllum þessum málum. Um þetta leyti var vinnutíminn 12-16 stundir á dag og dagkaup 2 kr. í úttekt, hversu lengi sem unnið var. Félaginu tókst að fá 10 stunda vinnu- dag viðurkenndan og hækkað dagkaup. 1 nóvember 1894 er Báran, sjðmannafélag, stofnað í Reykjavík og 1897 er stofnað Verka- mannafélag Seyðisfjarðar, en í því voru allir starfandi verkamenn á staðnum. Upp úr þessu fer fjölgandi verkalýðsfélögunum um allt land. Efling borgarastéttarinnar. Arið 1904 fær Island stjórn sérmála sinna og eigin ráðherra, landshöfðingjatímabilinu er lokið. "A landshöfðingjatímabilinu urðu talsverðar breytingar. Verzlunin færðist inn í landið. I byrjun tímabilsins voru starfandi tvær félags- verzlanir, önnur við Eyjafjörð, hin við Húna- flóa. Fvrsta kaupfélagið, Kaupfélag Þingeyinga var stofnað 1882. Um aldamót voru flestar verzlanir í landinu komnar í eigu Islendinga sjálfra. Landsbanki Islands var stofnaður 1885. Við það efldust atvinnuvegir landsmanna, eink-, um sjávarútvegur. Þá hefst blómatími skútu- aldarinnar......Félagsleg og stéttarleg þróun eykst. Pýrstu verkamanna-, sjómanna- og iðnaðarmannafélög eru stofnuð. Sósíalisminn berst til landsins, einkum með skáldum, menntamönnum og iðnaðarmönnum." (Ar og dagar, bls. 47.) Fyrsta verkfallið. Arið 1904 er háð fyrsta verkfall á Islandi. Er það I brúargerð við Jökulsá í Axarfirði, þar sem vinna verkamenn að norðan og sunnan, en þeir gera uppreisn gegn yfirgangi og ruddaskap aðstoðarverkstjórans og lélegum vinnuskilyrð- um. Verkamennirnir neituðu að vinna með að- stoðarverkstjóranum, lögðu niður vinnu og þeir unnu sigur, aðstoðarverkstjórinn var látinn fara úr starfinu. Þetta sama ár kemur fyrsti botnvörpungurinn til landsins í eigu útgerðarfélagsins Fiskveiða- hlutafélag Faxaflóa. 1906 er verkamannafélagið Dagsbrún stofnað I Reykjavík. Sama ár hefur Alþýðublaðið göngu sína - verkamenn byrja að setja fram hugmynd- ir sínar um stéttskiptingu þjóðfélagsins og kúg- un á verkafólki. Hafnarv erkfal lið. 1913 kemur til harðra átaka við nýbyrjaðar hafnarframkvæmdir í Reykjavík. Þar er um að ræða mikla baráttu og mótmæli af hálfu verka- manna gegn dönskum verktaka, sem vildi lengja vinnutímann án þess að hækka kaupið.' Var farið I verkfall og settar fram kröfur um 10 stunda vinnudag og sérstakt eftirvinnu- og helgidagakaup. Verkamenn störfuðu vel meðan á verkfallinu stóð að því að reka áróður fyrir málstað sínum, gáfu út flugrit, og nutu stuðn- ings Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Þessu langa og stranga verkfalli, sem stóð í tvo mánuði, lauk með algjörum sigri verka- mannanna - gengið var að öllum kröfum þeirra. Þetta sama ár hefur Verkamannafélagið Dags- brún útgáfu eigins blaðs - Verkmannablaðsins. Fyrsta jafnaðarmannafélagið. Fyrsta jafnaðarmannafélagið á Islandi er stofn- að á Akureyri 1915 að frumkvæði Olafs Frið- rikssonar, sem er þá nýkominn erlendis frá og er eldheitur boðberi jafnaðarstefnunnar ("soe- ialismen"). Hann semur stefnuskrá fyrir ís- lenzka jafnaðarmenn, þar sem vitnað er í Karl Marx og lýst yfir vilja til að afnema stétta- skiptingu, fátækt o. s. frv. , en áformúm þessum á að koma í gegn með að "neyta allra löglegra aðferða, og þó fyrst efla þekkingu almennings í þjóðfélagsfræði, hafa áhrif á liiggjafarvald og stjórn, og efla samvinnufélagsskap." (Ur stefnu- skránni.) Einnig hefja jafnaðarmenn blaða- útgáfu - Dagsbrún. Alþýðusamband Islands stofnað 1916. Arið 1916 hefur verkalýðshreyfingin vaxið það mikið ogjer orðin það sterk, að hún er að fær um að mynda landssamband (áður hafði verið gerð tilraun til þess að stofna Verkamannasam- band Islands 1907 , sem fór út um þúfur). Að stofnun þessara heildarsamtaka verkalýðs- ins standa sjö verkalýðsfélög. A stofnþingi er kosin stjórn og lagt fram frumvarp að lögum sambandsins, en fyrsta reglulega sambands- þing er haldið í nóvember 1916 og þar samþykkt lög og stefnuskrá ASI, þar sem lögð er áherzla á, að verkaménn kjósi' fulltrúa sambandsins í kosningum í bæjum, sveitum og fyrir landið allt (og þá heitir sambandið: Alþýðuflokkurinn), enda ekki þá um neinn stjórnmálaflokk verka- lýðsins að ræða. Ottó N. Þorláksson. Aðalhvatamaður stofnun- ar fyrsta Báru-félagsins, fyrsti forseti ASl 1916, sfðar meðlimur í KFÍ. Einn brautryðjandi verkalýðsstéttarinnar á upphafstfmum skipulagn- ingar hennar í verkalýðs- félög og samtök. Ur þessu fara verkamenn meira að láta að sér kveða í opinberu stjórnmálalífi, byrja að færa út sína eigin pólitík, taka þátt í framboði við kosningar o.s.frv. , og við bæjarstjórakosning- ar í Reykjavík 1916 fær verkamannalistinn 3 menn kjörna af 5, sem kjósa skyldi. Hásetaverkfallið, Hásetaverkfallið í byrjun maí 1916 er fyrsta stórfellda vinnustöðvun, sem um ræðir, þegar hásetar í Hásetafélagi Reykjavíkur, sem vinna á botnvörpungum, fara í verkfall vegna samn- ingsbrota útgerðarmanna og neitun þeirra á að viðurkenna Hásetafélagið sem samningsaðila sjómanna. Kröfur háseta voru um ákveðin lág- markstaxta og eignarrétt á fisklifrinni. Verk- fallið var hart og víðtækt, skipulagt var verk- fallslið háseta til að hindra brottför togara úr höfn og verkfallsmenn gengu hópum saman um götur bæjarins. Verkfallinu lauk með hækkun verðs á lifrinni fyrir hásetana, en ekki náðust samningar um eignarréttinn á lifrinni. Verkfallið var prófsteinn á samtakamátt öreig- anna og sýndi ótvírætt, að verkamennirnir hafa valdið standi þeir sameinaðir í baráttunni. Island sjálfstætt ríki. Baráttu íslenzku borgaranna við dönsku nýlendu- herrana lýkur með sigri hinna fyrrnefndu - Island verður frjálst og fullvalda ríki 1918, en það inniber, að landið er ekki lengur nýlenda, heldur fá nú íslenzku borgararnir öll völd í landinu í sínar hendur og hafa fullt frelsi til að arðræna og kúga íslenzkan verkalýð. 1917. Oreigar Rússlands rísa upp gegn kúgurum sínum og gera þeim skil f sósíalískri valdbyltingu undir leiðsögn bolsevíka. Fýrsta sósíalíska riki heims rís úr rústum kapítalismans. Vökulögin. Vökulögin, sem voru lögfest 1921, voru mikill sigur fyrir verkalýðssamtökin á þessum tíma. Þá ná sjómenn því I gegn eftir mikla baráttu, að lögfestur er hvíldartími þeirra á togurum, en áður hafði verið um ofsalegan þrældóm há- setanna að ræða og mikla kúgun, þar sem þeir voru látnir vinna hvíldarlaust allt upp í 60-7 0 klukkutíma samfleytt. 'ilvfta stríðið 1921. Hvíta stríðið er um það, þegar Olafur Friðriks- son lendir í átökum við yfirvöld út af litlum rússneskum dreng með augnsjúkdóm, sem hann hafði tekið að sér (faðir hans, bolsevíki, var myrtur af hvítliðum f Sovétrfkjunum), og gífur- leg átök eiga sér stað milli lögreglu Reykjavík- ur og hvftliðs hennar (herútboð gert í Reykja- vík) annars vegar og fjölda verkamanna, sem studdu Ölaf, hins vegar. Mikil slagsmál áttu sér stað í Suðurgötu við hús Olafs, þar sem lögregla og lið hennar, búið bareflum og skot- vopnum, réðist til atlögu gegn húsinu að Suður- götu 14 og náði drengnum í annarri atrennu. Þetta er í fyrsta sinn, sem vopnaðri lögreglu er beitt skipulega gegn verkamönnum og að herútboð er gert og þeim hótað refsingu að landslögum, sem ekki hlýði útboðinu. Hér verður ekki rakin lýsing á atburðum þess- um og aðdraganda (aðgengilegt í "Hvíta strfðið" eftir Hendrik Ottósson, Ar og dagar, Öldin okkar o.s.frv.), aðeins drepið á nokkur atriði úr baráttunni sjálfri og þær afleiðingar, sem hann hafði í stéttabaráttunni. 1 fyrri atlögunni að húsinu, 18. nóv., smalaði lögreglan saman mönnum sér til aðstoðar : "... fleiri menn hefðu verið boðaðir en hinir reglulegu lögreglumenn. Voru það sjálfboða- liðar úr svonefndu "Skotfélagi Reykjavilcur" og úr Slökkviliði Reykjavíkur. I skotfélaginu voru meðal annarra menn, sem kunnir voru að fjandskap við verkalýðshreyfinguna, höfðum við illan bifur á þeim. Þessir aðstoðarmenn voru vopnaðir kylfum,..." (Ilvíta stríðið, bls. 35). Olafsmenn höfðu haft viðbúnað og safnað liði meðal verkamanna og róttækra stúdenta. Ekki tókst lögreglunni að ná drengnum í þetta skipt- ið, en mikil átök áttu sér stað og margir slös- uðust. Síðan stofna verkamenn varðlið, sem er til varnar við og í húsinu dag og nótt og frekari átök undirbúin. Þá láta yfirvöld gera herútboð, afsetja lögreglustjóra og ráða Jó- hann P. Jónsson, skipherra á Þór í hans stað. Höfuðstöðvar hvítliðsins er Iðnaðarmannahúsið og sjúkrahús I Gððtemplarahúsinu. Liðið er Miðvikudagurinn 23. nóvember 1921 e. h. Fangar leiddir út úr húsinu að Suðurgötu 14. Lögreglan og herlið hennar (einkennt með hvítum bindum um handlegg) leiða Olafsménn I hand-. járnum upp á Skólavörðustíg til fangelsisvistar.

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.