Stéttabaráttan - 25.04.1973, Blaðsíða 10

Stéttabaráttan - 25.04.1973, Blaðsíða 10
Byltingin er nauðsynleg! Það, að byltingin er nauðsynleg, má skilja á tvo vegu: Annars vegar hin sósíaliska bylting er sögulega nauðsynleg-óumflýjanleg, og mun grein þessi sanna það. Hlutlæg lögmál stýra gangi sögunnar þar sem hin ólíku þjóðfélagsform leysa hvert annað af hólmi. Það er óhjákvæmilegt, að auðvaldsskipulagið verði leyst af hðlmi af sósíalismanum. Hins vegar, byltingin er huglasgt nauðsynleg-æskileg. Hópur þeirra verkamanna, sem gerir sér grein fyrir því, að með byltingu muni þeir endanlega frelsaðir frá arðráni og kúgun, verður æ stærri. Svo er þvf varið nú, þegar hinn kommúniski áróður vinnur stöðugt meira á. Þetta er nauðsynlegt skilyrði þess að byltingin verði að veruleika. Þjóðfélagsformin taka ekki við hvert af öðru á sjálfvirkan hátt. Arðránið verður afnumið í hlífðarlausri baráttu stéttar gegn stétt, Verkalýðsstéttar gegn borgarastétt. 10. Hvað er verkamaður ? Til þess að geta svarað þessari spurningu verðum við að reyna að finna grundvallareinkennin, sem sameiginleg eru fyrir alla verkamenn og aðskilja þá frá öllum öðrum stéttum og þjóðfélagsstigum. Sem efnishyggjumenn verðum við fyrst og fremst að leita þessara einkenna f grunni þjóðfélagsins: framleiðslunni. Til þess að hægt sé að framleiða þarf þrennt: vinnandi fðlk, sem vinnur úr hráefnum (eða jorð, ef um landbúnað er að ræða) með verk- færum. Þannig hefur það ætíð verið. Én í auðvaldsskipulagi eru mikilva.’gustu verkfærin og hrácfnin, þ.e.a. s. framleiðslutækin, að mestu leyti í eign fárra manna. Athugun á samþjöppun fjármagns t. d. í Svíþjóð hefur sýnt, að 0,2% af íbúum landsins eiga 2/3 allra hlutabréfa. Svipað hlutfall er í Englandi og þó að enn liggi ekki fyrir tölur. Hér á landi er ljóst að íslenzka auðvaldsþjóðfélagið er hvað þetta snertir lftið frábrugðið. Meginþorri þeirra vinnur ekki, samt hirða þeir ágóðann í skjóli þess að þeir eiga framleiðslutækin. • Þetta geta þeir jprteinungis vegna þess að til er önnur stétt, sem ekki hefur umráð yfir neinum framleiðslutækjum: verkalýðsstéttin. Það eina, sem verkamaðurinn á er getahans til vinnu þ. e.a. s. vinnuaflið. Til þess að halda lífinu er hann þvi neyddur til þess að leita til kapítalistanna og vinna í verksmiðjum heirra. Verkalýðsstéttin og kapítalistarnir. Þetta eru aðalstéttir auðvaldsþjóðfélagsins. Það er á milli þeirra sem höfuðmóthverfan er. Baráttan milli þessara tveggja stétta ákvarðar eðli þjóðfélagsins. Þessi barátta er hlffðar- laus og móthvcrfuna milli kapítalista og verkalýðsstéttar er ekki hscgt að leysa innan ramma þessa þjóðfélags. Orsök þessarar mótsetningar er arðránið. MarkaÓshogfræði Eins og Marx hefur sannað, er hacgt að gera flest í hinu borgaralega þjóðfélagi að verzlunar vöru. Þetta gildir jafnt um ást sem ísskáp. Nærri því allir hlutir ganga kaupum og sölum. Þetta á líka við um vinnuaflið, það er einnig vara f auðvaldsþjóðfélagi. Virði vörunnar ákvarðast af því vinnumagni, sem að rneðal- tali er nauðsynlegt til þess að framleiða hana. í þjóðfélagi á lágu tækni og þekkingarstigi þarf meiri vinnu(framleiðsla vörunnar tekur lengri tíma og er dýrari), en f þjóðfélagi á hærra þróunarstigi. í tækniþróuðu þjóðfélagi hefur framleiðni vinnuaflsins aukist gífurlega. A Islandi er fiskiðnaðurinn á háu tæknistigi, við getum séð á eftirfarandi tölum aukna fram- leiðni vinnuaflsins í fiskiðnaði: Arið 1910 störfuðu við fiskveiðar 15.890 manns (18.7% þjóðarinnar). Arið 1950 störfuðu við fiskveiðar 15.515 manns (10.8% þjóðarinnar). Arin 1910-14 var aflamagnið 80 þús. tonn (um 20 þ.t. á ári). Arið 1950 var aflamagnið 376 þús. tonn. Að meðaltali hefur hin nauðsynlega vinna sem þarf til að veiða hvert tonn af fisk sem sagt minnkað. Virði vinnuaflsins ákvarðast einnig af því vinnumagni sem þarf til framleiðslu þess. Með þessu er átt við eftirfarandi. Til þess að verkamaðurinn geti verið góður verka- maður fyrir kapítalistann er nauðsynlegt að hann fái mat í magann, þak yfir höfuðið, klæði á kroppinn auk vissra tækifæra til skemmtana og hvfldar. Þess utan verður hann að geta alið börn f heiminn og veitt þeim lífsviður- væri svo að varan vinnuafl taki ekki skyndi- legan endi og hjól auðvaldsins hætti að snúast. fýrst og fremst er gildi vinnuaflsins metið eftir virði þeirra vara sem eru nauðsynlegar til lífsviðurværis verkamannsins og framfærslu barna hans. Arðrónið En við ákveðnar ástæður skilur varan vinnuafl sig frá öðrum vörum. A meðan hún er nýtt getur hún skapað meiri verðmæti, en sam- svarar gildi hennar. Það er einmitt þessi eiginleiki vinnuaflsins, sem er uppsprettan að ríkidæmi og valdi kapítalistanna. Þegar verka- maðurinn "ræður sig hjá fyrirtæki" eins og það er kallað, selur hann í raun og veru kapítalistanum vinnuafl sitt. Kapítalistinn borgar honum fyrir getu hans til að vinna t.d. fyrir einn dag f átta. tíma. En verkamaðurinn hefur þegar eftir 3 tíma skapað þau verðmæti, sem samsvara réttu gildi vinnuaflsins, þ. e. launanna. Þau verðmæti, sem hann skapar það sem eftir er dagsins, slær kapítalistinn eign sinni á. Það er einmitt þetta sem átt er við, þegar talað er um arðrán. Verðmætin, sem kapítalistinn hirðir, kallast gildisauki (meirvirði). Til dæmis getum við litið á verk- smiðjur SÍS á Akureyri. Arið 1969 greiddu þær í laun 90 milljónir(og þar er innifalinn hluti forstjóra og annarra stjórnenda), en sölu verðmætið var 472,1 milljón. Með því að bera saman gildisaukann við það sem verka- maðurinn fær er hægt að ákvarða arðráns- hlutfallið. (Rýmið eða rýmisleysið leyfir okkur eingöngu lauslega framsetningu á gildisaukakeimingunni. Það sem fjallað hefur verið um hér er skiptagildið. Til þess að skilja kenninguna til hlitar verður einnig að skilja hvað átt er við með notagildi og hver afstaða nota-og skiptagildis er til hvors annars. íyrir áframhaldandi nám sjá t. d. Marx: Launavinna og auðmagn úrvalsrit 1). Verkamaðurinn lótinn borga Arðránið á verkalýðnum er nauðsynlegt fyrir kapítalistana. Það hefur verið til svo íengi sem kapítalisminn hefur verið til. En það hefur ekki ætíð verið á sama stigi. Þvert á móti er það svo að arðránið hefur stöðugt tilhneigingu til að aukast. Þetta er vegna hinnar harðnandi samkeppni milli kapítal- istanna. tJrslit þeirrar baráttu eru akveðin af þeim sem geta framleitt vörurnar fljótast og ódýrast. Það getur sá sem hefur beztu vélarnar og mestu tæknina. En góðar vélar eru ekki ódýrar. Til þess að verða sér úti um þær, þarfnast kapítalistarnir enn meira auðmagns. Stærð auðmagnsins ræður þannig mestu um úrslit baráttunnar. Eina aðferðin til þess að auka auðmagnið er aukið arðrán. t>að eru alltaf verkamennirnir, sem verða að standa undir kostnaði hins kapítalíska framleiðslukerfis. Þeir fá að borga með líkömutn sínum, - eru bókstaflega rúnir inn að skinni. Nú hafa íslenzku kapftalistarnir fjárfest miklu auðmagni(sem tekið er af verka- lýðnum í formi skatta-en skattar eru hluti arðránsins) til kaupa á skuttogurum. Með þessu(ásamt útfærslu landhelginnar (sem tryggir þeim aukinn afla)) hyggjast þeir stór- auka arðránið á íslenzkum verkalýð. Verkfallsbarófta Þannig er það venjulega. En stærð arðránsins er eklci eingöngu ráðin á skrifstofum for- stjóranna. Til er önnur hlið á málinu- barátta verkalýðsstéttarinnar. Hin óstöðvandi gróðaleit kapítalistanna hefur tilhneigingu til þess að þvingalaunin niður undir það sem menn þarfnast til lágmarksviðurværis, þ.e.a. s. í mörgum tilfellum borga þeir ekki einu sinni fyrir rétt gildi vinnuaflsins, heldur undir því, sem þýðir það að verkamaðurinn getur ekki framfleytt sér og fjölskyldu sinni. Dæmi um aðferðir, sem auðvaldið beitir til að koma laununum svona langt niður, er innflutn- ingur á ódýru erlendu vinnuafli, Til slíks þekkjxun við lítið hér, en það hefur verið og er mikið tíðkað erlendis alveg á sama hátt og þrælahaldið í Ameríku á sfnum tíma, og í dag samningur EBEríkjanna um flutning verka- manna á milli landa. Við slikar þrengingar grípa verkamennirnir til eina varnarvopns síns - verkfalls. Með fram- gangsríkri verkfallsbaráttu geta verkamennir- nir dregið úr arðráninu og versnandi lífskjör- um. En það er aðeins um stvmdarsakir. Svo lengi sem auðvaldskerfið varir, minnka stöð- ugt allar þannig fengnar bæfur. íslenzkir verkamenn, sem eiga heimsmet í verkföllum, hafa þrátt fyrir þessa tíðni verk- falla ekki hærra kaup heldur en sem rétt nægir þeim til lífsviðurværis, og eins og verkamanna annarra landa gengur kjarabarátta þeirra út á það að fá leiðréttar þær kauplækkanir, sem stöðugt framkallast f kapitalíska hagkerfinu, því kapitalistarnir leitast við að lækka kaupið niður fyrir líffræðilegu mörkin. Vegna hinnar ósættanlegu móthverfu auðvaldsþjóðfélagsins, verður þetta ferli, sem endurtekur sig stöðugt og er vítahringur, sem efnahagslega baráttan kemst aldrei út fyrir, nema baráttan fyrir pólitísku völdunum, fyrir sósíalfskubyltingunni, sé höfð til leiðsagnar, Kreppurnar Hið aukna arðrán stendur í beinu sambandi við samþjöppun auðmagnsins, sem hefur komið á heimsvaldastefnu og einokunarkapitalisma í stað hins hreinræktaða samkeppniskapitalisma. Það er þróun, sem hvorki er jöfn né stöðug. Þróun auðvaldsins einkennist þess f stað af ó- stöðugleika og rykkjum. "Góðæri" og kreppur fylgja í kjölíar hvors annars. Og í hvert sinn verða kreppurnar æ harðari. Heilar fram- leiðslugreinar stöðvast og milljónir manna verða atvinnulausar og svelta. Nú fer alheims- kreppan stöðugt dýpkandi og leiðir yfir verka- lvðinn atvinnuleysi og hungur í auðvaldslöndun- um. T. d. jðkst fjöldi skráðra atvinnuleysingja í Svíþjóð (einnig er til dulið atvinnuleysi) úr 57.000 í 104.000 frá desember 1970 til janúar 1971. f öllum hinum kapitalíska heimi dregst nú framleiðsla í hinum ýmsu greinum hans saman. I Japan minnkaði t. d. framleiðsla f stáliðnaði um 15 % síðasta ársfjórðungi 1970. I Banda- ríkjunum lækkaði framleiðsluvísitala þunga- iðnaðarins úr 170 (jan. 1970) í 162 (jan. 1971). Þessar tilhneigingar eru alls staðar eins. Kreppan er offramleiðslukreppa. Framleitt er meira af vörum en hægt er að selja. - Ilvem- ig getur það átt sér stað ? Ein mikilvægasta á- stæðan er sú, að kapitalísk framleiðsla beitir sér eingöngu fyrir vinnu f gróðaskyni en ekki vinnu eftir þörfum almennings. Bæta má þvi við, að framleiðslan sem heild er stjómlaus, þ. e. a. s. að það fyririinnst ekki og getur aldr- ei orðið nein framsýn skipulagning, vegna þess að til eru margar miðstöðvar, sem taka á- kvarðanimar - kapitalistahóparnir - sem standa andspænis hver öðrum sakir gróðafíkni sinnar. Þá sést greinilega, að hin kapitalíska fram- leiðsla er afar völt, að í kerfinu sjálfu eru fólgin viss öfl, sem valda óstöðugleika og á- rekstmm milli hinna ýmsu framleiðslugreina. Og þá fyrst og fremst milli þungaiðnaðarins og neyzluvaraiðnaðarins. Heimsvaldastefnan Eins og við sjáum, eru kreppurnar í auðvalds- skipulagi óumflýjanlegar og óhjákvæmilegar. Það er ekki hægt að leysa þær innan ramma núverandi þjóðfélags. En kapitalistarnir reyna stöðugt að halda þeim niðri og skjóta þeim á frest. Ein af aðferðum þeirra er fjármagns- útflutningur. Kapitalistarnir fjárfesta f aukn- um mæli erlendis það fjármagn, sem þeir hafa ekki nægan hagnað af heima fyrir og ylli að öðrum kosti offramleiðslu, þar sem þeir hafa aí því meiri hagnað. Velþekkt dæmi er flutningur vefnaðariðnaðar- ins frá Svíþjóð til Portúgals. En hinn aukni fjármagnsútflutningur á fyrst og fremst við stærstu einokunarfyrirtækin. Hin 23 lang- stærstu (SKF, LME, Alfe Laval, Electrolux o. s.frv.) stjórna nú þegar helming sænskrar iðnaðarframleiðslu erlendis. Og það eru úti- búin erlendis sem blðmstra mest. Sá hluti sænsks fjármagns, sem fluttur er út, vex í sf- fellu. fslenzka borgarastéttin hefur stundað fjármagns- útflutning allt frá tímum fyrri heimsstyrjaldar- innar. I dag eru það SíI og SfS, sem hafa úr- slitatökin. Þessir auðhringar eiga fyrirtaáú bæði í Englandi og Bandaríkjunum. Þessir auðhringar arðræna öreiga í Danmörku (Es- bjerg), Færeyjum, Islandi, Englandi og USA. Verksmiðjur SH og SlS í Bandaríkjunum hafa vaxið stórlega imdanferin ár. Síðastliðið ár seldu þær fyrir 8,5 milljarða, sem er um 50 % alls útflutningsverðmætis íslenzka auðvaldsins. Eitt af aðaleinkennum heimsvaldastefnunnar er, eins og Lenín skilgreindi hana, að fjármagns- útflutningurinn öðlast sérstaka þýðingu saman- borið við vöruútflutning. Svíþjóð er nú á dög- um heimsvaldaland - á því er enginn vafi. Sænska einokunarauðvaldið tekur með lífi og sál þátt í þvf arðráni, sem framið er á verka- lýðsstétt og alþýðu annarra landa af heims- valdasinnum alls heimsins, með Bandaríkin í fararbroddi. Wallenberg og co. (einn helzti kapitalisti Svíþjóðar) og bandarísku heimsvalda- sinnamir liafa sameiginlegra hagsmuna að gæta í þessu: arðráni og kúgun á verkalýðsstéttinni og á öllum kúguðum þjóðum og alþýðu landa sé viðhaldið og aukið. Með fjármagnsútflutningi geta kapítalistarnir ýtt kreppunni á undan sér. En aðeins um stundarsakir. Auðvaldið er al- þjóðlegt. Kreppa í hinum stóru heimsvalda- löndum skaðar óhjákvæmilega sænska einokun- arauðvaldið. Kreppan er þegar á leiðinni. I Bandaríkjunum er atvinnuleysistalan þegar komin yfir 7 %, sem er hæsta talan síðan á 4, áratugnum. I Englandi er nær 1.000.000 (ein milljón) manna atvinnulaus, Oveðursský kreppunnar hrannast upp. Ríki auðvaldsins Afskipti rfkisins er önnur aðferð, sem hefur verið gripið til, til þess að reyna að komast hjá hinum óumflýjanlegu kreppum. , Eftir al- heimskreppuna á 4. áratugnum, hefur ríki auðvaldsins ætíð haft mikil afskipti af efna- hagsbyggingunni. Til þess að hindra að verka- lýðurinn rísi upp og eins til að vernda hags- muni auðvaldsstéttarinnar í heild, hefur ríkis- valdið jafnvel neyðzt til að standa gegn ein- stöka kapitalistum. En vegna hins mjög skammsýna ákafa síns í sem mestan gróða, hafa þeir oft verið algjörlega vanmegnugir að borga stórum hluta verkalýðsstéttarinnar slílc laun, að hún hafi nóg fyrir svo einföldum og nauðsynlegum hlutum sem fæði og húsaskjóli. Ilin vaxandi einokun krefst æ meiri afskipta hins kapitalíska ríkisvalds af efnahagsbygging- unni. Nú ná þessi afskipti til flestra sviða; 1) Einokunarstefna SlS í iðnaði bæja og þorpa úti á landi 2) Neyzlupólitíkin, sem m.a. felur í sér öfl- ugan stuðning við einokunarauðvaldið í hinni alþjóðlegu samkeppni (fjárfestingarauðvald). 3) Launapðlitíkin, framkvæmd af ASÍ, sem heldur laununum niðri sérstaklega I útflutnings- iðnaðinum. 4) Atvinnumarkaðspólitíkin auðveldar tilfærslu milli atvinnugreina (styrkir til flutnings og námskeiða og atvinnubótavinna) og dregur úr hinum hlutfellslega skorti á vinnuafli (endur- hæfing, innflutningur fólks) til þess að hindra yfirborgun og halda laununum niðri. 5) Félagsmálapðlitíkin, sem að nokkru leyti stuðlar að því að viðhalda trausti verkalýðsins á stjórninni og hefur það hlutverk, að við- halda neyzlugetu verkalýðsstéttarinnar I vissan tfma (húsaleigu- og framfærslustyrkir o. fl.). En þegar lengra dregur, minnkar kaupmáttur launa verkalýðsstéttarinnar enn þá meir, þar sem hinn hluti hennar verður að taka á sig ok slíkrar stefnu með greiðslu hærri skatta. Hvaða bragða sem kapitalistamir reyna að grípa til, geta þeir ekki leyst kreppur sínar. Og það er engin furða. Kreppurnar eru í nánu sambandi við slík efnahagskerfi. Vegna stjórnleysis I framleiðslu, skipulagsleysi og samkeppni, vegna grundvallarmóthverfunnar í kapitalíska efnahagskerfinu; mðthverfunnar milli framleiðsluaflanna og framleiðsluafstæðn- anna. Stríð og torliming Framleiðsluöflin eru maðurinn og kunnátta hans ásamt tækjum þeim, sem notuð eru til vinn- unnar. Mjkilvngasti þátturinn í þróun fram- leiðsluaflanna á skeiði kapitalismans er að þau öðlast sffellt meira samfélagslegt eðli. Með starfsskiptingunni verða æ fleiri menn og æ fleiri þættir samfélagsins háðir hverjir öðr- um við framleiðslu einnar vörutegundar. I stórum fyrirtækjum eru hundruð verkamanna og öll þessi fyrirtæki eru tengd hvert öðru, þau vinna fyrir heimamarkað og heimsmarkað. Framleiðsluafstæðurnar eru afstæður manna á milli við framleiðsluna (stéttaskiptingin). Mik- ilvægasta framleiðsluafstæðan í auðvaldsþjóð- félaginu er einkaeign fámennrar klíku á fram- leiðslutækjunum. Samfera einokuninni verður þessi klíka æ fámennari. Það er einmitt vegna þess - að framleiðsluafstæðurnar taka á sig sí- fellt meiri blæ einkaeignar, en framleiðsluöfl- in verða samfélagslegri - að mótsetningin milli þerra kemur upp og verður æ skýrari. Einka- eign á framleiðslutækjunum verður hindrun í vegi tackni- og framleiðsluþróunar. Og ekki aðeins það - samfera einkaeigninni er fram- leiðsluöflunum sóað til einskis. Niðurlagning sfldarverksmiðja eftir að síldinni hafði verið nær gjöreytt í kapphlaupinu um hámarksgróða. Smáframleiðendur eru gerðir gjaldþrota af stóru einokurunum, SÍS, SHo.fl. Hvað er hægt að kalla þetta öðru nafni en eyðilegging á fullstarfandi framleiðsluöflum ? Annað dæmi er einkaleyfið, en einokunarkapi- talistarnir geta hindrað að uppgötvanir komi fram í dagsljósið, eingöngu til þess að keppi- nautar þeirra hafi ekki gagn af þeim. Þriðja dæmið er hin geysilega eyðsla, sem er afleiðing af því, að framtak verkamaimanna er stöðugt liamið. Listinn gæti orðið óendanlega langur. Neðst á honum eru ránsstyrjaldir heimsvaldastefn- unnar, sem tortíma framleiðsluöflum í óhugn- anlega miklum mæli. Styrjaldir eru nauðsyn- legar viðhaldi kapitalismans - ekki eingöngu til þess að vinna nýja eða halda gömlum mörkuð- um - heldur einnig vegna þess að þær tortfma framleiðsluöflunum og geta dregið það um tíma, að kreppan skelli á. Byltingin Allt þetta sýnir greinilega hversu rotin og mikil afæta auðvaldið er. Framleiðsluafstæð- ur þess eru í dag hemill á framfor alls mann- kyns. Tortúning auðvaldsskipulagsins er því nauðsynleg, ef framleiðsluöflin eiga að geta þróazt og mannkynið tekið framförum. Ohjá- fe'æmilegt er að í stað auðvaldsskipulagsins komi aðrar framleiðsluafstæður, sem geri framþröun framleiðsluaflanna mögulega: sós- íalisminn - og síðar meir - kommúnisminn. t>etta hefur þegar átt sér stað í Kfna, Albaníu og Alþýðulýðveldunum Víetnam og Kóreu. Og hefur m.a. haft í för með sér geysimikla fram- þróun á sviði tækni og vísinda. En það er rangt að halda, að þetta eigi sér stað sjálfkrafa. Framleiðsluafstæðurnar eru ákveðnar af fólkinu með baráttu stéttar gegn stétt. Þannig var það á 18. og 19. öld, er borgarasléttin braut á bak aftur framleiðslu- afstæður lénsskipulagsins og kom á sínum eigin. I’annig var það er verkalýðsstéttin og bandamenn hennar börðust fyrir yfirráðum yf- ir framleiðslunni í Kína og Albaníu á 5. ára- tug þessarar aldar. Þannig var það á Islandi á dögum gamla kommúnistaflokksins, er hann fylkti framsæknasta hluta verkalýðsins til bar- áttu gegn fslenzka auðvaldinu. Og þannig er það í dag, þegar verkalýðurinn er á ný að ‘ skipuleggja sig á byltinga,rsinnuðum grundvelli. En það er ekki sama hvernig barizt er. Ovin- urinn er vel skipulagður og hefur yfirráð yfir öllu ríkisvaldinu með lögreglu þess, dóms- valdi, fangelsum og her (gegnum NATO-sátt-

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.