Stéttabaráttan - 25.04.1973, Blaðsíða 11

Stéttabaráttan - 25.04.1973, Blaðsíða 11
málann). Ríkið er tæki til verndar ráðandi framleiðsluafstæðum. E>að undirbýr sig vel fyrir komandi átök og fær ómetanlegan stuðn- ing frá verkalýðsforingjum Alþýðubandalags- ins, sem gera allt sem f þeirra valdi stendur, til þess að halda aftur af baráttu verkalýðsins með blekkingum um þingræðisleiðina til sós- íalisma. Riki auðvaldsins verður að brjðta á bak aftur. Aflétta verður taki Alþýðubandalagsins á verkalýðsstéttinni. Þetta krefst langrar og harðvítugrar baráttu. Svar verkalýðsstéttar- innar hlýtur því að vera sterk samtök - bæði pðlitískt og skipulagslega séð. Byltingar- sinnaður kommúnískur flokkur er svarið. Flokkur, sem getur leiðbeint verkalýðsstéttinni í baráttu hennar gegn einkaeigninni, baráttunni um framleiðslutækin og fyrir eigin stjórn á framleiðslunni. KSML hefur tekizt á hendur það verkefni, að endurreisa slíkan flokk á fs- landi. Hvers vegna einmitt verkalýðsstéttin? Það eru til aðrar stéttir. Já, það eru til fleiri stéttir og þjóðfélagsstig. Smáborgarastétt og millihópar. En eina stéttin í auðvaldsskipulag- inu, sem er raunverulega byltingarsinnuð, er verkalýðsstéttin. Vegna stöðu sinnar í fram- leiðslunni tekur verkalýðsstéttin ákveðna stöðu gegn auðvaldinu. Vegna þess að hún er eina stéttin, sem er arðrænd og á þar að auki eng- in framleiðslutæki, hefur hún engu, alls engu að tapa í sósíalískri byltingu. Vegna stöðu sinnar í framleiðslunni er hún eina stéttin, sem er fulltrúi hinna nýju framleiðslu afla, and- spænis hinum deyjandi framleiðsluafstæðum. Vegna atvinnuafstæðna sinna er hún eina stétt- in, sem JErá upphafi er skipulögð, öguð og þjálfuð til þess að starfa sem heild. Meðlimir annarra stétta og þjððfélagshópa geta því að- eins verið framfaraafl, að þeix fyiki sér xrndir merkjum verkafyðsstéttariimar og fiokks hexmar i baráttunni iýrir sbsiaiiskri byitingu. FRAM TIL BARATTU FYRIR BYLTINGAR- SINNAÐRI SKIPULAGNINGU ÖREIGASTÉTTAR- INNAR. STÉTT GEGN STÉTT. Styðjið Þjöðfrelsis- fylkinguna Gefið í Víet Nam söfnun KSML Nýr áfangi Fylkingarinnar Fyrir sjónir okkar, sem endrum og eins erum það léttlyndir að lesa Neista litla, þeirra Fylkingarfuglanna, kom nýlega for- síðugrein sem prýddi 8.tbl. 1972. Greinin verður að teljast áfangasigur ifylk- arinnar á leið sinni út í yztu myrkur borgaralegrar forheimsku. Greininni er "ætlað" það hlutverk að sýna fram á að rikisstjórnin sem nú klínir sér f plussstólana, sé áxndanhaldi fyrir borgara- stéttinni, og að hún hafi hlekkjað verkalýðs- hreyfinguna. Utkoman verður herfileg eins og vænta mátti. Við skulum líta yfir herleg- heitin og kynnast borgaralega ríkisvaldinu í gegnum lonjettur Fylkingaraulanna: "En hvernig stendur þá á því, að ríkis- stjórnin, sem úthrópar sig sem ríkisstj- órn hinna vinnandi stétta, velur nú aðeins milli leiða sem fela í sér kjaraskerðingu fyrir launafólkið ? Astæðan er einfaldlega sú, að þessi ríkisstjórn sem hinar fyrri leggur lögmál auðvaldsskipulagsins, einka- gróða fárra, til grundvallar stefnu sinni. Frá hennar sjónarhðli þýðir efling atvinnu- lífsins sama og aukning einkagróða þeirra sem atviimutækjxmum ráða. f efnahags og kjaramálum leggur þessi ríkisstjórn ekki til atlögu við neinn hluta auðvaldsstéttar- innar". (Okkar undirstrikun) Hér jarmar Fylkingin yfir því að ríkisstjórn í auðvaldslandi skuli starfa sem ríkis- stjórn í auðvaldslandi. Ifylkingin er greini- lega á þeirri skoðun að með hjálp borgarleg- rar ríkisstjórnar geti verkalýðurinn lagt til atlögu gegn borgarastéttinni, samanber: "Eigi vinstri stjðrn að takast að koma f framkvæmd málum, sem geta orðið til hagsbóta fyrir baráttu verkalýðsstéttar- innar gegn borgarstéttinni, getur það aðeins orðið með þeim hætti, að borgara- stéttin sé á hröðu undanhaldi undan sókn verkalýðsstéttarlnnar. Sú ríkisstjórn sem nú situr að völdum er á hróðu undan- haldi undan borgarstéttinni." Samkvæmt þessari sérlega djúpu skilgrein- ingu á ástandinu í íslenzkri stéttabaráttu ætti vfgorð Fýlkingarinnar nú að ver eitt- hvað á þessa leið: AFRAM MANGI, LULLI, OLI, EINAR, MANGI T OG HANNIBAL, FRAM TIL BARATTU GEGN sjAlfum YKKUR OG ÖLLU ÞVl SEM ÞIÐ STARFIÐ FYRIR. En þvf miður; við verðum að horfast í augu við það að þessi strfðsyfirlýsing Fylkingar- innar fýrir hönd verkalýðsins mun láta bíða eftir sér. En á meðan mun núverandi höfuðvígorð Fylkingarinnar duga: Má bjóða frúnni Neista ú aðeins 30 krónurfff IIVII. l.MAÍ ÁVARPKSML kvæmánleg þar sem borgararnir stefna ætíð að hámarksgróða. Þau eru eingöngu notuð sem yfirskyn til að blekkja öreigastétt- ina og telja henni trú um að útfærslan þjóni líka hagsmunum hennar. Verkalýðsforystan tekur í landhelgismálinu skilyrðislausa afstöðu með borgarastéttinni: "Stétt með stétt, styðjum íslenzka auðvaldið í baráttu þess við erlent auðvald,það eru hagsmunir verkalýðsins". Þannig sjáum við hið rétta andlit á íslenzkri verkalýðsforystu í dag. Það hlýtur að hafa komið stéttvísum verkamönnum spánskt fyrir sjónir, þegar fyrsti maí var gerður að baráttudegi fyrir hagsmunum borgarastéttarinnar. Annað dæmi um stéttarsamvinnupólitíkina er iðn- bylting Magnúsar Kjartanssonar, þar er kjörorðið: Stétt með stétt, íslenzkur verka- lýður standi með borgurunum og hjálpi þeim við uppbyggingu íslenzka auðvaldsþjóðfélags- ins,nú er enginn tími fyrir stéttabaráttu. Við sjáum, að íslenzk verkalýðsforysta er gegnumrotin. Þess vegna berjast stéttvísir verkamenn gegn henni og setja fram kjörorð- ið: Stétt gegn stétt, og hefja skefjalausa bar- áttu á grundvelli marxismans-lenínismans fyrir sósíalísku byltingunni undir forystu KSML. Merki gamla kommúnistaflokksins hefur á ný verið hafið á loft 1. maí. Eftir áratuga afturhald og óheft svigrúm borgarlegra áhrifa meðal verkalýðsins rjúfa KSML þögnina og hefja baráttu fyrir sögu- legu hlutverki verkalýðsstéttarinnar, sósíal- isku byltingxmni og uppbyggingu alræðis öreiganna. KSML taka upp þráðinn þar sem hann slitnaði áfjórða áratugnum og hafa hafið baráttu í anda marxismans-le ninismans-hugsxmar Mao Tse-tung fyrir uppbyggingu kommún- istaflokks. Þau byggja á reynslu gamla kommúnistaflokksins, KFÍ. Þau draga lær- dóma af starfi hans, I baráttunni gegn henti- stefnunni í dag. ----------------------------------------n KSML hafa sett fram sem höfuðverkefni í dag, námsstarf I marxismanum-leninisman- um-hugsun Mao Tse-tung. I uppbyggingu kommúnistaflokks er það höfuðnauðsyn, að hver félagi hafi vald á fræðikenningunni og geti hagnýtt sér hana f hinu daglega starfi. I skipulögðu námsstarfi KSML er hver ein- staklingur virkjaður bæði I nám og starf, sem er forsenda þess að hann geti ætíð tekið rétta aístöðu verkalýðsstéttarinnar í stétta- baráttunni. Nauðsyn á því að verkalýðurinn tileinki sér sósíalisku fræðikenninguna er augljós. Til þess að geta brotið niður kapítalismann og borgaralegu hugmyndafræðina, verða öreigarnir að vera sér vel meðvitaðir um sögulegt hlutverk sitt, sósíalísku byltinguna, til þess að geta tekið rétt skref í stéttabar- áttunni. An skilnings á fræðikenningunni verður baráttan ætfð ómarkviss og árangurs- laus og getur aldrei leitt til annars en sigurs hentistefnunnar, eins og raunin varð á með KFI. Það er því verkefni stéttvísustu öreiganna í dag, að nama sameinaða baráttureynslu öreigastéttarinnar allt frá Karl Marx til Máos Tse-tungs, og tengja hana séraðstæð- um íslenzks auðvaldsþjóðfélags. Það er verkefni þeirra að hrinda áhrifum henti- stefnunnar meðal verkalýðsins, með því að reka áróður meðal öreiganna og virkja þá í kommúniskt námsstarf. Húsnæðisskorturinn óleysanlegur i auóvaldsþjóðfélaginu Húsnæðisleysi hefur verið mikið f Reykjavík og nærsveitum sfðustu ár. Eins og gefur að skilja er það mest verkafólk og annað lágtekjufólk, sem er upp á leiguokrara komið með þak yfir höfuð- ið. Þó að húsnæðisvandamálið hafi verið sérlega alvarlegt síðustu mánuði er ekki þar með sagt, aðjxað sé nýtilkomið vandamál; húsnæðisvandamál verkalýðsins er jafngamalt kapftalismanum, þvf að það er afleiðing hans. Orsakir þess liggja í hinum kapítalísku íramleiðsluháttum. Allt frá uppkomu kapítalismans hefur verkamönnum fallið í skaut lélegustu, þrengstu og mest heilsu- spilla.ndi húsakynnin. Að mati atvinnurakendans kemur það honum ekki við, hvort verkamaður- inn býr f mannsæmandi húsnæði eða ekki, svo framarlega sem lélegt húsnæði verkamannsins kemur ekki niður á vinnuafköstum þeim, sem hann skilar. Húsnæðisvandamálið hefur ekki farið fram hjá atvinnupennum borgarablaðanna. I þeim hafa birzt frásagnir af lágtekjufólki, sem verður að, borga 10-20 þúsund krónur á mánuði fyrir litla íbúð, sem auk þess er loftlítil og með bilað klósett eða eitthvað þess háttar. Orsakanna fyrir húsnæðisvandamálinu er leitað f lélegri stjórn þessara mála hjá "vinstri stjórninni" eða "viðreisnarstjórninni" eftir því hvar í flokki viðkomandi greinarhöfundur er. Þannig er þvælt fram og aftur og vandamálið vandlega einangrað frá hinum raunverulegu orsökum - auðvaldsþjóðfélaginu - og afleiðingin er sú, að engin lausn finnst. Til þess að hægt sé að finna lausn á málunum, lausn, sem gerir verkamönnum kleyft að fá þak yfir höfuðið, án þess að þræla sér út alla ævi fyrir afborgunum, vöxtum af lánum eða okurleigu, verður að ráðast að rótum meins- ins. En þá er að finna hvar rætur meinsins liggja. Borgarablöðin forðast að sjálfsögðu að leita rótanna , því að hætt er við, að rann- sókn myndi leiða í Ijós ýmislegt óæskilegt, þ. e. a. s. að hinar raunverulegu orsakir sé að finna f gerð ríkjandi þjóðskipulags. Til þess að hægt sé að gera lágtekjufólki kleyft að kaupa húsnæði verður að hækka laun og Udcka byggingarkostnaðinn, en allar aðgerðir í þessa átt eru óframkvæmanlegar í kapítalísku þjóðskipulagi, sökum þess að þær hlytu óhjá- kvæmilega að leiða til lækkandi gróðahlutfalls kapítalistanna. Sú leið, senx valin hefur verið af borgurunum, er að reyna að lækka íbúðar- vcrð án þess að skerða gróða byggingarbrask- aranna og annarra, sem hagnað hafa af ástand- inu. Afleiðingin af þessari stefnu er sú, að til að lialda verðinu í lágmarki kemur það niður á gæðum íbúðanna. Byggt er í stórum einingum, þar sem bæði byggingarlag og innréttingar eru staðlaðar. BREIÐIIOLTSHVERFIÐ: BRASKARABRÖLT. Dæmi um þessa stefnu er sá hluti Breiðholts- hverfisins, sem Framkvæmdanefndin hefur byggt upp - hverfi verkafólks og annars lág- tekjufólks. Ilugmyndir um byggingar þessar komu fyrst fram hjá byggingarbröskurum, sem vildu komast í stórverkefni. En þeir höfðu ekki nægilegt fjármagn til að hrinda hug- myndinni í framkvæmd upp á eigin spýtur. Þegar tillögur þeirra um byggingu íbúðarhverf- is fyrir tíu þúsund manns komu fyrir almenn- ingssjónir var mikið húsnæðisleysi eins og löngum hefur verið og fengu þær því byr undir báða vængi. Bygging Breiðholtshverfisins er tilraun. Þetta er I fyrsta sinn, sem ráðizt er I byggingu sliks fjölda staðlaðra byggingareininga á Islandi. Engin vitneskja er fyrir hendi um hvernig þetta fyrirkomidag muni reynast við íslenzkar aðstæður (veðurfar, jarðskjálftahætta o. fl.). Sem búast mátti við voru byggingarbraskararn- ir ekki fúsir til að taka einir á sig ábyrgðina, ef illa færi. Þá var farið á fjörurnar við stjórnir vei'kalýðsfél'aganna um að taka þátt I fyrirtEekinu og verkalýðsforystan var ekki lengi að komast á spenann með borgurunum fremur en fyrri daginn, svo að nú er verkalýðurinn látinn taka afleiðingarnar á sínar herðar og braskararnir úr allri hættu. Ekki sveik rixis- valdið sína menn (les:borgarana) fremur en ætíð áður og þeir fengu forgangsrétt á bygging- arlánum húsnæðismálastjórnarinnar. Og eftir því sem húsin hækkuðu þykknuðu bankabækur braskaranna. En Breiðholtshverfið er ekki lokatakmark braskaranna; þegar þeir hafa höndlað gullgæs- ina sleppa þeir henni ekki og í undirbúningi eru áætlanir um byggingu annars hverfis með sama sniði, sem staðsett á að vera milli Breiðholts og Vífilstaða. AUÐVALDIÐ GETUR EKKI LEYST VANDANN. Þrátt fyrir "góðan vilja" braskaranna getur Breiðholtshverfið ekki leyst nema sáralxtinn hluta vandamálsins. Talið er, að fram til 1980 þurfi að fjölga fbúðum um allt að 50-60% frá því, sem nú er til að mæta þörfinni, eða 12 nýjar íbúðir á hverja 1000 íbúa árlega. Arleg meðalfjölgun íbúða I dag er 7,66 á hverja lOðO xbúa, svo að ljóst er að ástandið kemur til með að fara versnandi frá þvf, sem er í dag. Sem dæmi um þörfina má nefna, að þegar Fram- kvæmdanefndin auglýsti 94 fbúðir til úthlutunar á síðasta ári, voru 545 umsækjendur. Hið sí- hækkandi íbúðaverð gerir það að verkum, að láglaxmafólk er ekki með nokkru móti fært að kaupa fbúð nema vefja sig skuldum næstu 20-30 árin. Tveggja herbergja íbúð, sem kostaði í ársbyrjun 1971 930 þúsvrnd, er nú föl fyrir 1750-1900 þúsund eða u.þ.b. 100% hækkun. Til að fegra ástandið segir borgarapressan, 'að við Islendingar stöndum svo vel, að um 80% allra búi í eigin íbúðum'. (sbr. Þjóðviljinn 3. febrúar 1973). En það er ekki sagt orð um liversu mikill hluti þessara 80% eru vafnir skuldum upp fyrir haus við bankann það sem eftir er ævinnar. Skýrslur, sem birzt hafa í Fjármálatíðindum, sýna,^ að fjöldi íbúða, sem voru byggðar 1968, er stórum minni en fjöldi byggðra íbúða 1967. A þessum árum var samdráttur í framleiðslunni og ætla mætti, að hið opinbera hefði átt að ýta undir framkvæmdir í byggingariðnaðinum og slá þannig tvær flugur í einu höggi, koma til móts við húsnæðisþörfina og forða annarri fjölmenn- ustu atvinnugrein á Islandi, byggingariðnaðinum, frá atvinnuleysi. Til að skilja hversvegna það gerðist ekki verður að líta á hvað var að gerast hjá borgurunum í braskinu. 1968 voru gífur- lega miklar framkvæmdir við byggingu Búr- fellsvirkjxmar, sem kröfðust fjölda verkamanna og fagmanna. Staðreyndin er sú, að mikill hluti verkamanna þar voru menn, sem voru í húsnæðishraki og sáu þarna beztu leiðina til að fá þak yfir höfuðið og fjöldi fagmanna sá þarna eina möguleikann til að fá viimu, sökum þess að ekkert var að gerast I byggingariðnaðinum í þéttbýlinu. Ut frá þessu má reikna, að ástand- inu f Reykjavík hafi verið stjórnað til þess að hægt væri að fá vinnuafl til virkjunarinnar. Það er ýmislegt, sem gerir núverandi ástand beinlínis æskilegt fyrir auðvaldið á Islandi. Viss hópur borgaranna hefur miklar tekjur af ástandinu eins og það er ; það er hreint ekki ónýtt að geta leigt út xbúð á 10-15 þúsund kr. á mánuði og eigi sami maður fleiri en eina íbúð er fljótreiknaður sá gróði, sem hægt er að hafa með því að hagnýta sér ástandið eftir for- múlunni um framboð og eftirspurn. Fleiri sem sjá seðlahrúgur fólgnar I húsnæðisleysinu eru t. d. húsnæðismiðlarar og fasteignasalar. Því meira sem verð á íbúðum haskkar, þess meira fá þeir x sinn hlut fyrir hverja íbúð, sem þeir selja, sökum þess að þeir fá vissar pró- sentur af söluverði hverrar íbúðar. Það þýðir því aukinn gróða fyrir þá sé fbúðarverðið pressað upp. Þannig væri hægt að halda endalaust áfram að tfunda dæmi, sem sanna stjórnleysið f fram- leiðslunni (húsnæðismálxmum í þessu tilfelli). Meðan allir, sem taka þátt í dansinum, keppa stöðugt að hámarksgróða eins og ætíð er í kapítalísku þjóðskipulagi, er ekki hægt að finna lausn, sem sameinar eftirtalin atriði: a) laáika íbúðarverð stórlega, svo að það sé á færi verkamanns að fá húsnæði. b) lækka byggingarkostnaðinn og útrýma hús- næðisleysi. c) halda gæðum íbúðanna þannig, að þær stand- ist almennar kröfur. Eina lausnin hlýtur að vera að framleiða fyrir þarfir þjóðarheildarinnar, þar sem gróðasjón- armiðinu er útrýmt, en til þess að það sé hægt verður að vega að sjálfum rótunum - hinum kapítalfsku framleiðsluháttum og bylta þjóðfél- aginu. VERKAMENN - SOSlALISMINN ER EINA LAUSNINÍ 0 t

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.