Stéttabaráttan - 08.11.1974, Blaðsíða 4

Stéttabaráttan - 08.11.1974, Blaðsíða 4
osi'alisminn í IMnlMdiiM "Albanía, áður kúguð hálfnýlenda, sem gekk kaupum og sölum milli heimsvaldaræningj - anna, er í dag frjálst, sósíaliskt, sjálfstætt, sjálfu sér ráðandi og ósigrandi land. Alþýða Albaníu, sem áður var miskunnarlaust barin niður af afturhaldssömum stjórnum, hefur í dag ríkisvaldið í höndum sér, er allsráðandi f landi sínu og vinnur að uppbyggingu nýs lífs í eigin þágu með eigin höndum. n (Enver Hoxha) (PPSH er skammstöfun á heiti Verkalýðsflokks Albaníu) STÉTTABARATTAN lO.tbl. 8.11.1974 ALBANÍA - ALRÆDI ÖREIGANNA í 30 ÁR Verkalýðsstéttin er skapandi stétt - Sósíalisminn, nei það eru nú bara draumórar sem ekki er hægt að koma í framkvæmd. - Sðsíalisminn, hann er ágætur í löndum eins og Kína þar sem fá- tæktin er svo mikil - þar á hann rétt á sér - en hér, nei íslendingar eru svo miklir einstaklingshyggju- menn. - Sósíalisminn, það er harðstjórn. og einræði; menn eru ekki frjálsir, þeir fá ekki að hugsa eins og þeir vilja og þeir fá ekki að fara úr landi, ef þeir vilja. - Uss. Það koma bara nýir harð- stjórar í sósíalismanum í stað þeirra gömlu. flver sá sem hefur rætt um sósíal- ismann kannast við þessar setningar, og félagar KSML fá að heyra þær of oftar en einu sinni, þegar þeir eru að selja STETTABARATTUNA á vimiustöðunum, úti á götu og í fbúða- hverfunum. Þessi hugsanagangur byggir á þekkingarleysi og borgara- legum hugmyndum. Hann er afleið- ing af margra ára blekkingaráróðri gegn sósíalismanum, sem fjölmiðla- vopn borgarastéttarinnar hafa leitast við að innræta verkalýðnum. En þessi borgaralega svartsýnis og sút- hugsun er einmitt til þess fallin að hylja sannleikann um sósíalismann, þjóðskipulag verkalýðsstéttarinnar. Hún gefur ranga mynd af verkalýðs- stéttinni, að hún sé ófær um að stjórna sfnu eigin þjóðfélagi. En sannleikurinn um verkalýðsstéttina er sá, að hún er sú stétt sem er fulltrúi fyrir sameignarskipulagið sem leysir einkaeignina og gróða- hyggjuna af hólmi. Og verkalýðs- stéttin er skapandi stétt, það sést best í þeim löndum þar sem hún hefur tekið völdin. Þar hafa mestu framfarirnar átt sér stað - í fram- leiðslunni, í félagsmálum o. fl. Þar tekst að útrýma atvinnuleysinu, auka framleiðsluna gífurlega, útrýma fá- tækt og á allan hátt að bæta og styrkja stöðu verkalýðsins og vinn- andi alþýðu. Við getum nefnt nokkur dæmi; Sovétrfkin á tíma Leníns og Stalíns; þau voru eina landið sem kreppan náði ekki til - á sama tíma og atvinnulíf auðvaldsheimsins hrundi saman, þá stóð uppbyggingin í Sovétríkjunum f blóma. Sáman- burður á Kína og Indlandi er mjög gott dæmi um það, hvernig verka- lýðurinn í bandalagi við alla alþýðu getur sótt fram til betri lífskjara í sósíalismanum - en í Indlandi, sem er undir hæl heimsvaldastefnunnar, ríkir stöðnunin og hungrið. Enn eitt dæmið er Albanía, landið sem var minnst þróað allra Evrópu- ríkja fyrir stríð. Eftir að verkalýð- urinn og fátæku bændurnir tóku völd- in, hefur landið risið úr rústum styrjalda og kúgunar og er nú land þar sem framfarirnar eru svo miklar, að borgarapressan hefur annað hvort kosið að þegja um það eða Ijúga um það eins og gert var um Sovétríkin á tfmum Stalíns. Albanska alþýðulýðveldið er 30 ára Verkakonur í "Mao Tsetun^' vefnaðarverksmiðjunni í Berat. Verkamannaeftirlitið á milli flokksfélaganna og alþýðunnar. Þess vegna verðum við verkamennirn- ir að mennta þá við hlið okkar - og skóla þá pólitískt. Aðrir hlutar skýrslunnar eru taldir fullnægjandi og fundurinn tekur fyrir lið tvö á dagskránni. Formaðurinn heldur stuttan inngang: - Þið hafið fengið í hendurnar fyrir nokkru síðan bæði tillögur verksmiðju- stjórnarinnar og áætlunarnefndar verkamannanna varðandi framleiðslu- magn komandi árs. Báðar tillögurnar hafa verið ræddar í umræðuhópum í öllum deildum verksmiðjunnar og nú verðum við að ákveða hvorri tillög- unni við fylgjum. Tillaga áætlunar- nefndarinnar gerir ráð fyrir 40% meiri framleiðslu - sem sagt mikil aukning. Liria hefur beðið um orðið, - Hingað til höfum við alltaf kosið til- lögu áætlunarnefndarinnar, og hún hef- ur alltaf verið hærri en verksmiðju- stjórnarinnar. Okkur hefur alltaf tekist að ljúka henni. Tillaga áætlun- arnefndar verkamannanna fylgir betur áskorun fimmta flokksþingsins um að auka framleiðsluna og bæta gæðin - betur en tillaga stjórnarinnar. Aætl- unarnefndin hefur úthugsað betri til- lögur til betrumbóta, þess vegna álít ég að við ættum að velja þeirra tillögu Okkur mun takast það nú sem fyrr. Munið að aukning framleiðslunnar þýðir aukinn styrk sósíalismans. Tillögurnar eru ræddar lengi og fund- urinn komst að þeirri niðurstöðu, sem allir bjuggust við: tillaga verka- mannanefndarinnar var valin - einnig þetta árið. Næsti liður var mjög mikilvasgur fyrir verksmiðjuna: ákvörðun um nýjan for- stjóra. Formaðurinn: - Þar sem/starfa tveir aðilar hér f verksmiðjunni sem teljast fullnægja kröfunum, hefur ráðuneytið ekki lagt fram neina tiilögu um forstjóra. Flokksnefnd verksmiðjunnar hefur at- hugað meðmælin og lagt málið til um- Verkalýðsféiagsfundur f albanskri stofumannanna.. .þá myndi fara á sömu leið og í Sovét. Því er það 6Vona, sem endurskoðunarstefnan nær að festa sig - borgaraleg afstaða hér og þar. I baráttunni fyrir alræði ör- eiganna verðum við að vera á verði gegn borgaralegum slappleika hjá skrifstofumönnunum. Má ég gerast svo djarfur að sþyrja hvenær herrann stóð á verksmiðjugólfinu síðast? Og hve lengi? - I júní. Ja, ég gat ekki klárað nema einn af þeim þremur mánuðum, því ég gekkst undir botlangauppskurð.. . og svo kom sumarfríið.. . - Og svo skreiðstu til baka í þægilega stólinn þinn. Hátternið mótast. Það þarf greinilega að leiðrétta pólitíska afstöðu þína. Ég legg til að við velj- um nokkra reynda félaga til að ræða við þig. En það ætti öllum að vera ljóst, að vinurinn þarf að starfa í verksmiðjunni f töluverðan tfma - og byrja strax! Fundurinn velur nokkra reynda félaga til að skóla skrifstofumanninn. Meh- met sest. Sessunautur hans gefur honum olnbogaskot: - ÞÚ fórst flott í þetta. Þú getur bölvað þér upp á það að við förum ekki að kosta til menntun mennta- mannanna til þess að þeir vinni sfðan skemmdarverk gegn framleiðslunni. Við getum sannarlega verið glaðir yfir þvf, að flokkurinn hefur alltaf haft þá afstöðu, að menntamennirnir verði að vinna í framleiðslunni. Við sjáum af þessu hvernig borgaralegu hugmyndirnar ná tökum á þeim, ef þeir eru látnir sjá um sig sjálfir á skrifstofunum. - Rétt! Flokkurinn hefur dregið sína lærdóma af eigin reynslu og reynsl- unni í ríkjum endurskoðunarsinnanna. Félagi Enver sagði að kjarninn í bar- áttunni gegn skrifræði væru rétt tengsl verksmiðju. Formaðurinn lemur hamrinum í borð' ið. - Þögn! Dagskráin er viðamikil og það eru mikilvægar ákvarðanir sem þarf að taka. Við verðum að sýna aga ef við ætlum að ljúka fundinum f dag. Fýrsti liður er ársfjórðungsskýrsla verksmiðjustjórnarinnar - einn stjórnarmannanna mun gera grein fyrir starfi stjórnarinnar, framleiðslu- afköstum og fjárhag verksmiðjunnar. - Hvernig stendur á því að minna er nú spunnið af bómull en áður, spyr verkakona, þegar skrifstofumaðurinn hefur lokið lestrinum. - Innflutningurinn minnkaði - það var verkfall hjá egypsku bómullartfnslu- mönnunum. - En Albanía verslar við fleiri lönd, reynduð þið að auka innflutninginn frá einhverju öðru landi ? - Nei, innflutningnum er stjórnað frá hærri stöðum. Svarið orsakar óánægjuklið. Mehmet, sem er ílokksfélagi og þekktur fyrir skynsama yfirvegun biður um orðið. - Þetta er raunverulega skemmdar- starfsemi gegn framleiðslunni. Og þú berð f bætifláka fyrir það með tali um að "þessu er stjórnað frá hærri stöð- um". Það má vera, að þeir hafi brugðist - ég legg til að við felum stjórninni að athuga það. En það sem mestu máli skiptir varðandi minnkun framleiðslunnar er, hversu ábyrgðar- laust þú hefur rækt störf þín. Það orsakast af skilningsskorti á mikil- vægi þeirrar ábyrgðar, sem hver ein- staklingur ber gagnvart uppbyggingu sósíalismans. Ef við verkámennirnir létum það viðgangast að þvílik afstaða næði að breiðast út á meðal skrif- ræðu í öllum deildum verksmiðjunnar. Flokkurinn mælir með Irinu. George, vilt þú ekki skýra frá því, hvers vegna flokkurinn valdi hana. - Bæði valda starfinu, en við munum skilja betur afstöðu flokksins, ef við lítum á fortíð þeirra. Rako hefur stúdentspróf og verkfræðingsmenntun. Þar að auki hefur hann farið á nokkur fjárhags- og stjórnunarnámskeið. Hann hefur unnið hér hjá okkur í þrjú ár og bæði stjórnin og verkamennirnir í deildinni álíta hann vel dómbæran, ósérhlífinn og að hann hafi byltingar- sinnaða afstöðu til vinnu sinnar. Irina hefur aftur á móti verið verka- kona frá 17 ára aldri, Hún hefur menntað sig - fyrst í tæknifræði og svo verkfræði - á kvöidnámskeiðum verksmiðjunnar. Þetta hefur hún gert jafnframt því sem hún hefur tekið fullan þátt í framleiðslunni. Nú hefur hún unnið hjá okkur sem verkfræðing- ur i tvö ár. Kostir Rakos eru sem sagt þeir, að hann hefur meiri mennt- un á sviði efnahagsmála og stjórnunar, en við álítum að þessi þekking sé létt- ari á vogarskálinni en starfsreynsla og pólitísk reynsla Irinu. - Er hún flokksfélagi ? - Nei, en flokkurinn iítur samt sem áður á hana sem fyrirmyndar bylting- arsinna. Hún hefur alltaf skilið af- stöðu flokksins og unnið að því að út- breiða hana, bæði á deildinni og í verkalýðsféiaginu. Hún er vel að sér í fræðum marxismans-lenínismans - og framar öllu hefur hún sýnt, að hún getur umsett þau I starf. - Irina hefur frekar litla reynslu af stjórnun. Hefur flokkurinn raunveru- lega áttað sig á því, hvaða þekkingu þarf til að stjórna fyrirtaski ? - Einmitt! Rekstur fyrirtækisins er þegar allt kemur til alls pólitísk spurning. Lína flokksins er sú, að þegar velja skal á milli marxista- lenínista og sérfræðings, skal velja marxistann-lenínistann. Það eru auðveldara að verða sér úti um sér- fræðiþekkingu en að afla sér margra ára byltingarreynslu. Og það gildir einnig í þessu tilfelli. - Gamli forstjórinn stingur heldur ekki af í hvelli. Hann mun starfa um tíma til þess að setja þann nýja imi í starfið. Rako mun einnig verða hér og hann mun fá það verkefni að að- stoða Irinu með sérþekkingu sinni. Hún mun seinna fara á stjórnunar- námskeið. Flokkurinn lítur á það sem kost að fá kvenmann sem for- stjóra. Irina er fordæmi fyrir al- banskar konur. Hér yfirgefum við fundinn, enn voru mörg mál á dagskrá. En við höfum ný kynnst lítillega hvernig verka- mannaeftirlitið er f raunveruleikanum. Og við höfum kynnst því, að barátt- unni um völdin í þjóðfélaginu milli verkalýðsins og borgarastéttarinnar lýkur ekki í og með sigri f vopnaðri byltingu - hún verður aðeins til lykta leidd í gegnum áratuga baráttu. Og úrslitin eru einmitt háð því, hvernig verkalýðurinn leysir hin daglegu vandamál í verksmiðjunni, í skólanum og á akrinum. 29. nóvember n. k. og um allan heim minnast framfarasinnuð öfl þessa áfanga albönsku alþýðunnar - sem jafnframt er áfangi fyrir verka- lýðsstéttina hvarvetna. Við birtum hér tvær greinar, sem sýna verkalýðsstéttina við völd - önnur greinin segir frá fundi f al- banskri verksmiðju - hún lýsir þvf hvernig verkamannaeftirlitið er í framkvæmd - hin greinin er um al- banskan verkamann, Njazi Ago, sem er dæmi um það, hvernig verkalýðurinn mætir erfiðleikum sem herrar í eigin landi og hvernig hann sigrast á þeim. Það eru menn eins og Njazi Ago sem koma fram úr röðum verkalýðsins, þegar sköp- unarmáttur hans er leystur úr læð- ingi, þegar stéttin losar sig við ok auðvaldskerfisins. Sðsíalisminn er ekki harðstjórn og einræði - heldur þjóðfélagsskipun verkalýðsins eftir að hann hefur tek- ið völdin og hefur göngu sína til kommúnismans. -/hh MAf- Menningartengsl Albaníu og fslands 23.4.1967 var MAÍ stofnað. Félagið starfaði aðeins í nokkur ár eftir stofnun þess, en lagðist svo í dvala þar til 20. október s. 1. , en þá var haldinn aðalfundur og ný stjórn kos- in. A þeim fundi gengu í félagið ríflega 50 manns; þannig að félaga- talan er nú um 130. Runólfur Björnsson hefur verið formaður félagsins, en hann lét af störfum á þessum fundi og var Sigurður Jón Olafsson kosinn formaður I hans stað. "Félagið er stofnað til að efla menningarlegt samstarf milli Alban- íu og Islands, að veita fræðslu um menningu, þjóðfélagshætti og vís- indi í Albanxu og stuðla að því að kyrma þar íslenska menningu, bók- menntir og listir" eins og segir I lögum félagsins. Þessum tilgangi hyggst félagið ná m. a. með því að greiua fyrir sximskiptum mennta- stofnana, með fyrirlestrum, út- gáfustarfsemi og kynningu á þjóð- félagsháttum og menningu Albana I gegnum fjölmiðla. Hlutverk MAI er því að stuðla á allan hátt að auknu samstarfi Albana og íslend- inga og treysta vináttuböndin milli þessarra þjóða. Albanska þjþðin heldur nú upp á 30 ára afmæli stofnunar alþýðulýðveld- isins 29. nðvember n.k. og mun félagið minnast þess með öflugri kynningarstarfsemi, sem nánar verður auglýst síðar I fjölmiðlum. Allir þeir sem vilja standa vörð um Alþýðulýðveldið Albaníu á þeim grundvelli, sem skýrður hefur ver- ið hér að ofan, eru hvattir til að ganga I félagið. Þeir sem áhuga hafa geta hringt I sfma 20804.

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.