Stéttabaráttan - 08.11.1974, Blaðsíða 7

Stéttabaráttan - 08.11.1974, Blaðsíða 7
STÉTTABARATTAN lO.tbl. 8.111974 Skoðanaskipti |7 Kollvörpun mððurréttarins Hvað er það sem veldur því að konan ér sá aðili auðvaldsþjóðíélagsins, sem mest er kúgaður ? Löngum ríkti sú sannfæring að konunni bæri að lúta karlmanninum, vera ambátt hans. Kirkjan veitti þessum skoðunum dyggilegan stuðning og Biblían gerir ráð fyrir að óæðri staða konunnar hafi tíðkast frá upphafi, einhvers konar guðleg skipan. En er myrkviði þvf er heimspeki kirkjunnar lagði yfir allar skoðanir á miðöldum létti, jókst fljótlega þekkingin á hinumfyrri samfélögum manna. Ættfeðrasam- félag það sem lýst er í bókum Móses reyndist risið upp úr eldri samfélags- gerð, ættsveitarþjóðfélaginu. Ætt- flokkurinn samanstóð af mörgum ætt- sveitum, þar sem hjúskapur var ekki leyfður innan ættsveitarinnar, og urðu einstaklingar að leita sér maka utan hennar, innan ættflokksins. Aðeins móðernið var öruggt og því var skyld- leiki aðeins rakin í kvenlegg. Heimil- ið sem var samfélagsstofnun, réð yfir öllum flóknustu verkefnunum og vinnan miðast öll við þarfir heimilis- Ins. I þessum veiðiþjóðfélögum voru verkfærin fá og einföld. Þá þegar hófst viss starfsskipting, þar sem karlmennirnir stunduðu aðallega veiðarnar, enkonurnar heimilistörf. A heimilinu höfðu konurnar öll völd, þær höfðu jafnvel rétt til að vísa karlmanninum burt úr ættsveitinni ef þeim fannst ástæða til. Sem dæmi um félagslega stöðu konunnar íþessum samfélögum, þá gátu konurnar hvenær sem var sett ættarhöfðingjann af og gert hann að óbreyttum hermanni. Eitt er það sem varpar nokkru ljósi á stöðu kvenna þessa tímabils, en það eru erfðirnar, eðae.t. v. helst hvern- ig þær breytast. Þegar karlmaður- inn féll frá, runnu eignir hans, sem reyndar voru litlar, til holdgetinna systkina hans (fædda af sömu móður) og -systra- og móðurbræðra hans, en ekki til barna hans. Við fráfall konunnar runnu eignirnar til barna hennar og holdgetinna systra hennar, ekki til bræðra hennar. Stafaði þetta af því, að eignunum var haldið innan ættsveitarinnar, en eiginmennirnir voru jú úr annarri ættsveit. Með tii,- komu húsdýranna, breytast fram- leiðsluhættir manna. I stað hinnar daglegu matvælaöflunar, veiðanna, | komu gripahjarðirnar, sem kröfðust breytinga á starfinu. Þessar hjarðir komust snemma f einkaeign, fyrst í eigu ættföðurins, þó sá eignarréttur hafi ekki verið eins og við skiljum hann í dag, og síðan fjölskyldu föður- ins. En með hjörðunum eignaðist hann ekki aðeins hjarðirnar, heldur | einnig allar eignir heimilisins og þar með einnig þá sem tðku nú að vinna öll erfiðustu störfin - þrælana. Aður voru herteknir menn teknir inn í fjöl- i skylduna sem frjálsir menn, en nú þurfti meira vinnuafl en ættsveitin gat látið af hendi og þess vegna voru þeir gerðir að þrælum. En með þessum breytingum á þjóðfélagsskipaninni gátu gömlu erfðirnar ekki lengur stað- ist, þar sem að við dauða mannsins hefðu eignir hans ekki runnið yfir til I barna hans, og haldist innan ættsveit- l arinnar heldur inn í aðrar ættsveitir. Staða konunnar Þetta leiddi til þess að ættrakning í kvenlegg og þar með erfðir í móður- ætt voru lagðar niður, en karlsift og föðurerfðir komu í staðinn. Með þessu kemur krafa karlmannsins (eignamannsins) um raunverulegt fað- erni barnanna, en hann heldur sínum rétti til kynlífs utan hjónabandsins, sem gildir jafnvel fram a okkar daga. Þessum umskiptum er best lýst með orðum Engels: "Kollvörpun móður- réttarins var heimssögulegur ðsigur kvenþjóðarinnar. Karlmaðurinn tók við stjórnartaumunum, líka á heimil- inu, konan lækkaði í tign, hún var þrælkuð, hún varð ambátt fýsna hans og einbert tæki til barneigna" (Fried- rich Engels: "Uppruni fjölskyldunnar, einkaeignarinnar og ríkisins" Urv. r. I, bls. 389). Samhliða þessum breyt- ingum, verða því líka breytingar á samlífi manna, það er frá samfélags- búskap, margar konur og karlar sam- an, til parahjúskapáf', þó með vissri sameign. En í þrælaþjóðfélaginu kem- ur líka til eign karlmannsins (eigna- mannsins) á konunni. Hann hafði oft margar konur fyrir utan ástkonur. Aðeins meðal þrælanna komst ein- kvænið á frá upphafi. A Islandi í þrælaþjóðfélagi landsnámsaldarinnar voru enn þá ríkjandi ýmsar leifar ætt- arsamfélagsins meðal eignastéttarinn- ar, konan hafði rétt á að helga sér land, sem dæmi Auður Djúpúðga. Ambáttin hafði að sjálfsögðu ekki þennan rétt, en börn ambáttarinnar og eigandans fengu viss réttindi, t.d. sagan um Ölaf pá son Melkorku. Lok þrælaskipulagsins En með tilkomu flóknari atvinnutækja verður þrælaskipulagið óhentugt. Til að fá þrælana til að vinna, þurfti sí- fellt fleiri varðmenn eftir því sem verkefnin urðu flóknari. Upp úr skip- broti þrælaþjóðfélagsins rís léns- þjóðfélagið, með ánauðugum bændum og átthagafjötrum. Bændurnir unnu skylduvinnu fyrir lénsherrann að hluta til, en að hluta í sína eigin þágu. Lénsskipulagið reyndist heldur ekki fært um að standa af sér Jjróun vinnunnar og innan þess ox upp bana- maður hennar, borgarastéttin. Þá kemur nýtt stig í kúgunarsögu konunn- ar, eins og Engels lýsir. "Félagsbúskapurinn gamli hafði mörg hjón og börn innan vébanda sinna. Þar stjórnuðu konurnar búsýslunni og það var opinbert og nauðsynlegt starf, engu síður en vistaöflun karlmannanna. Þetta breyttist er ættfeðrafj ölskyldan fór að láta til sfn taka. Stjórnin á bú- sýslunni taldist ekki lengur opinber þjónusta. Hún kom þjóðfélaginu ekki framar við. Hún varð einkaþjónusta. Eiginkonan varð þjónustu-mær, reyndar sú æðsta í hjúaflokknum. Hún var útilokuð frá þátttöku í félagslegri framleiðslu. Það er ekki fyrr en nú, að hún á aftur aðgang að þjóðfélags- legum framleiðslustörfum. Það er stóriðjan, sem því veldur, - og þetta nær reyndar aðeins til verkakonunnar. (Friedrich Engels; Uppruni fjölskyld- unnar, einkaeignarinnar og ríkisins." Urvalsrit Ibls. 402-403). Kosningaréttur kvenna Arið 1882 eru sett fyrstu lög um kosn- ingarétt kvenna. Ekkjur og ógiftar konur er standa fyrir búi og eru 25 ára eða eldri fengu rétt til að kjðsa í hrepps nefnd, sýslunefnd, bæjarstjórn og á safnaðarfundum. Sama ár eru einnig sett lög um að systkyni fái sama erfða- hlut, áður höfðu konur aðeins fengið hálfan hlut á við bræður sína. Bríet Bjarnhéðinsdóttir er fyrsta konan hér á landi sem berst opinberlega fyrir rétti kvenna árið 1887. Eins og annars- staðar í heiminum eru það menntaðar konur sem fyrst gera sér grein fyrir kúguninni og rfsa gegn henni. Bríet Bjarnhéðinsdóttir Samt var tímakaup verkakonunnar aðeins helmingur af tímakaupi verka- mannsins. Ekki var ástandið betra í sveitum. Vinnutími vinnukonunnar var yfirleitt lengri en vinnumannsins, en kaup hennar var helmingur af kaupi hans. Einnig var matarskammtur hennar oft hálfur karlmannsskammtur. Með aukinni verktækni sem leysti mörg erfiðustu verkin, voru konur settar í störf sem krafist var mikils handflýtis og lagni og þau störf metin til lægri launa en störf sem kröfðust mikils vöðvaafls. Þetta var mjöghag- kvæmt fyrir borgarana til að leyna auknu arðráni á verkakonum og er svo enn í dag og réttlætt með setningu sem slíkri, "létt störf, lág laun. " Lögin um sömu laun fyrir sömu vinnu voru fyrst sett 1967, eftir harða baráttu verkakvenna, en þessi lög eru varla annað en nafnið tómt. Konurfáyfir- leitt ekki aðra vinnu en sem konum er ætluð og launin eru lá í hlutfalli við vinnu karlmanna. Atvinnurekendur notfæra sér mismunandi starfsheiti, það er karl og kona vinna samskonar verk, en starfsheitin eru ekki þau sömu, þannig að starf konunnar er metið til lægri launa. En við lítum aftur á kröfur fyrsta Kvenréttindafél- agsins. Konur hafa bæði fengið kosn- ingarétt og kjörgengi, en hver er þátt- taka kvenna í pólitísku starfi, hún er ekki mikil. Þær konur sem starfa á heimilum sínum eru yfirleitt, félags- lega einangraðar og ópólitískar, og þær sem vinna úti líta á starf sitt sem tfinabundið aukastarf fyrir utan hús- verkin og vinna því tvöfalt starf, en karlmaðurinn nýtur sinna fyrri for- réttinda að koma ekki nálægt heimilis- störfunum. Ef við lítum svo á jafn- rétti til mennta og embætta. Margt hefur áunnist í þessum málum síðan fyrsta konan lauk ársprófi 4ða bekkjar lærðaskólans árið 1899 og lagalega er ekki nein hindrun í vegi, en samt stunda mim færri konur framhalds- nám en karlar. Uppeldið hefur þar mikið að segja. Allt frá byrjun, miðast uppeldi stúlkna að einu marki. þ. e. að gera þær að "góðum" eigin- konum og mæðrum. Gift kona með börn fær ekki tækifæri til að nota sfna menntun. Stúlkur úr verkalýðsstétt sem þurfa að vinna fyrir sinni skólavist treysta sér ekki til þess vegna lágra launa. Eitt af þeim málum sem ekki mikið hefur verið fjallað um er að viður- kenndur sé réttur kvenna til vinnu utan heimilisins til jafns við karl- menn. Það er að segja að konur geti | verið vissar um að börnunum sér veitt fyllsta öryggi meðan þær vinna utan heimilisins. Konur úr verka- lýðsstétt hafa yfirleitt orðið að vinna úti og eldri systkyni eða gatan séð um uppeldi barna þeirra. "Ef konan gegnir skyldum sínum í einkaþjónustu fj ölskyldunnar, er hún útilokuð frá þjóðfélagslegum fram- leiðslustörfum og getur ekki unnið sér neitt inn. .. Sérfjölskylda nú- tímans er grundvölluð á þrælkun kon- unnar á heimilinu, hvort sem hún er nú opinber eða dulklædd, - og þjóð- félagið er sett saman úr eintómum sérfjölskyldum. Þær eru sameind- irnar í félagsheildinni." (F. E. s.r. bls. 403) "Hið fslenska kvenfélag" Fýrstu samtök kvenna hér á landi "Hið íslenska kvenfélag" var stofnað fyrir atbeina Bríetar Bjarnhéðinsdóttm árið 1904, og barðist það fyrir jafn- réttismálum kvenna svo sem kosninga- rétti, kjöfgengi, jafnrétti til skólanáms og embætta á við karlmenn. Eýrsta verkakvennafélagið á íslandi var stofn- að fyrir forgöngu Kvenréttindafélags Islands 1914. Það var verkakvenna- félagið Framsókn. A þessum tíma unnu konur og karlar hlið við hlið í efiðisvinnu, oft 12-14 stundir á sólar- hring og einnig voru konur í erfiðari vinnu en karlar. Rauður vettvangur Frá lesendum LÆVÍS ÁRÓDUR Eitt af lævísustu áróðursbrögðum borgaranna er hinn sfglymjandi á- róður um að á Islandi rfki alger jöfnuður. lsland sé stéttlaust þjóð- félag. Þessi árðður glymur manni um eyru allt ffá barnsaldri, frá skólabókum í barnaskólum til fjöl- miðlanna. Einn af lesendum Stéttabaráttunnar vakti athygli ritstjórnarinnar á pist- li sem birtist í lesbók Morgunblaðs- ins sunnudaginn 27 október sl. Pist- ill þessi, sem skrifaður var af Gísla Astþórssyni, fjallaði um hinn "mikla jöfnuð" sem eihkénnir íslenskt þjóð- félag, og að mati höfúndar er "jafn- réttið etv. það eina sem er einkénn- andi fyrir það". Eitt er þó höfundi mjög þyrnir í augum, en það er "þeir pólitísku ofstækismenn sem standa á götuhornum og selja Stétta- baráttuna, og telja að stéttabarátta eigi að vera inntak lffsins" eins og hann orðar það. Sjálfur telur höf- undur að á íslandi sé stéttlaust þjóð- félag, og spyr lesendur þeirrar spurningar: Hvar annarstaðar getur togarasjómaður gengið á land og stofnað fyrirtæki, eða sonur verka- mannsorðið prófessor eðabanka- stjóri? Sá lesandi sem benti okkur á pistil þeiman er sjálfur verkamaður og hefur fyrir 10 manna fjölskyldu að sjá. Sjálfur sagðist hann ekki þekkja neinn verkamann sem orðið hefur bankastjðri, en bætti við að kanski yrðu tveir elstu synir sínir, sem orðið hafa að hætta í skóla til að hjálpa honum við að ffamfleytá fjöl- skyldunni, einhverntíma í framtíð- inni bankastjórar eða prófessorar. Hann æskti þess að koma þvf á fram- færi við lesendur Stéttabaráttunnar að þeir vöruðu sig á lævísum áróðri af því tagi sem fram kemur í um- ræddum pistli, og sagði að síðustu: "Þannig skrifa þeir einir sem hafa það nægilega gott til að koma ekki auga á misréttið í þjððfélaginu." Ritstjórnin kemur hér með þessum athugasemdum á framfæri og tekur undir orð hans. ALLT MED MILLIFÆRSLUM Islenska auðvaldið á nú í sídýpkandi kreppu - þetta er staðreynd sem lesa má á síðum Moggans - en hvernig á að "leysa" kreppuna? Um það fjalla blöðin f þeim tón, að "nú verða allir að bera þyngri birðar" o. s. frv. Þessi orð, þótt hógvær séu og villandi um raun- verulegt eðli "lausnar" auðvaldsins ákreppunni, bera með sér, a3 byrðar verkalýðsins þyngjast, en þau gefa jafnframt f skyn, að bur- geisarnir ætli að hætta makindatil- veru sinni og deila kjörum með verkafólki. En auðvitað er það fjarri - það er éftir sem áður verkalýðurinn sem verður að bera þunga auðvaldsarðránsins og allar "lausnir" auðvaldsins á kreppu eru á kostnað verkalýðsins. Talið um að "allir beri sinn hluta byrðarinn- ar" er eingöngu ætlað til þess að reyna að sætta verkalýðinn við kj ar asker ðingar nar. Einn llður til þess að auka byrðar verkalýðsins eru bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar "til bjargar sjávarútveginum". Dagblaðið Vísir fagnar að sjálfsögðu þessum lögum (í leiðara 23.9.) og lýsir þeim sem "afreksverki mannanna sem sömdu þau". En mestur er fögnuður Vísis sökum þess, að þessar aðgerðir "kosta ekki neinar álögur á almenn- ing í landinu". Það var og! Engar byrðar - ekkert nema "millifærsl- ur"í Nú á bara eftir að afturkalla vísitölufalsið, launafrystinguna, verðhækkanirnar og gengislækkun- ina, þar sem leysa má vandann með millifærslum. Það eru svona "af- reksmenn" sem fyrrverandi ríkis- stjórn hefur skort - hún réðist allt af beint geng hag verkalýðsins. En einhver kann að spyrja hvaðan féð KM er komið sem fært er á milli ? Konan og sósíalisminn I sósíalísku ríkjum nútímans t. d. Kína og Albaníu, stendur þessi bar- átta enn yfir. I Kína þar sem ríktu lenskir atvinnuhættir að mestu fyrir byltinguna, hafa konur unnið hvern sigurinn á fætur öðrum í jafnréttis- baráttu sinni, t.d. í öllum stjórnum og nefndum eru 1/3 hluti konur og í Albaníu er barist fyrir því meðhjálp ríkisins að gera heimilisstörfin félagssleg. "Það mun sýna sig, að fyrsta for- sendan fyrir frelsi konunnar er, að kvenþjóðin taki þátt í framleiðslunni. En skilyrði þess er, að sérfjölskyld- | an verði ekki lengur nein framleiðslu- eind í þjððféiaginu. Sá eiginleiki hennar verður að hverfa." (1'rltedrJch Engels; "Uppruni fjöl- skyfðiulnar, einkaeignarinnar og rfkisiís." Urvalsrit 1 bls.403) ' ' HGd/SIA Lesió bæklinga KSML UM VERKFÖLL . (eftir Lenín) 50/- kr. REYNSLAN AF KJARABAR- Attunni. (Alyktun Alþjóðasambands Rauðra Verkalýðsfélaga frá 1929 um bar- áttuaðferðir f verkfóllum) 50/- kr. Alyktanir l.RAÐSTEFNU KSML. 150 kr. DÍALEKTlSKA OG SÖGULEGA E FNISHYGGJA N(eftir Stalin) (2. námsfundur í námshring KSML með formála og eftirmála KSML) 150 kr. UM FLOKKINN ( 5. námsfundur í námshring KSML með formála KSML)150 kr. forfagið

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.